Morgunblaðið - 15.05.1983, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 15.05.1983, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1983 Tilraunastöðin Upernaviarsuk við Julianeháb. verður oft mjög heitt inni í fjarð- arbotnunum á sumrum. Hitinn getur farið upp í 20—25 stig dag eftir dag, en fellur svo niður undir frostmark á nóttunni. Ekki er ýkja snjóþungt á þessum slóðum á vetrum. Þessu veldur fönvindur, sem er hlýr suðaustanvindur og kemur inn yfir vetur og sumar. En þessi vindur veldur líka miklum umhleypingum. Við kvörtum gjarna undan miklum umhleyp- ingum hér á landi, en þarna eru þeir enn meiri. Umskiptin verða mjög snögg á vetrum og það gerir skilyrði erfið fyrir gróður. Öðrum þræði er þessi fönvindur ein meg- inástæðan fjtrir því hve landið er vel gróið, en setur jafnframt strik í reikninginn. Inni í fjörðum er meginlandsloftslag, en sjávar- loftslag þegar utar dregur. Fyrir utan strendurnar lónar hafísinn og inni í fjörðunum brotnar stöð- ugt af landísnum. Allur þessi ís hefur mikil áhrif á gróðurfar og mannlíf í landinu og möguleika til búsetu. — Hvað er það sem gerir beiti- landið svo miklu betra en hér? — í kjölfar skóganna fylgir fal- legur gróður, eins og við sjáum þar sem bezt er í okkar skóglend- um, en því miður finnst á alltof fáum stöðum. Frá fagurfræðilegu sjónarmiði er þetta einstakt. Og frá nytjasjónarmiði er það einmitt þetta, sem gefur gróðrinum svo hátt beitargildi. Þetta er einhver besti beitargróður fyrir sauðfé, sem gerist á norðurhveli og þótt víðar væri leitað. Fjölbreytni teg- Beitilönd eru þrefalt betri á Grænlandi en á íslandi Gróður, ofbeit og beitarþol hafa af gildum ástæðum verið mikið í umræðu hér á landi á undanförnum áratug, enda þjóðum á norður- hveli mikilvægt. í vetur kom út lokaskýrsla rannsókna á beitarþoli og ástandi gróðurs á Grænlandi, sem íslenzkir vísindamenn hafa unnið að á árunum 1977—81 undir forustu Ingva Þorsteinssonar, magisters. Er býsna fróðlegt fyrir íslendinga að kvnnast niðurstöð- um þessara gróðurrannsókna og bera saman viö íandgæði hér. En Ingvi segir að gróðurlendið á Suður-Grænlandi hafi að meðaltali reynzt vera þrisvar sinnum betra beitiland en gróðurlendi íslands. Ingvi Þorsteinsson rakti í upp- hafi viðtals um þetta tildrög rann- sóknanna. Grænlendingar hafa áhuga á að auka fjölbreytni í at- vinnulífi landsins með því að auka sauðfjárrækt. En afkoma þeirra byggist fyrst og fremst á fiskveið- um, sem er ótrygg atvinnugrein, eins og fslendingar þekkja mæta vel. En áður en þeir tækju að fjölga fé hjá sér, vildu þeir fá út- tekt á beitarþoli landsins og möguleikum til ræktunar lands til heyöflunar, svo að tryggt væri að ekki yrði gengið á landgæðin. Sauðfjárrækt hafði verið á Grænlandi á dögum forfeðra okkar, en lagðist niður fyrir 5—6 öldum, þegar byggð norrænna manna leið þar undir lok. í byrjun þessarar aldar, eða nánar tiltekið á árunum 1906—1915, var flutt inn fé frá Færeyjum og síðan frá ís- landi og hafin á ný sauðfjárrækt. Sauðfjárræktin var sem fyrr í Eystribyggð, eins og við köllum byggð þá á Suðvestur-Grænlandi, sem spannar yfir um 7 þúsund ferkm. þurrlendis. Til Vestri- byggðar, Godthábsfjarðar, var einnig flutt fé og af þeim stofni finnast enn leifar sem villifé. En það eru aðeins nokkrir tugir kinda, að því er Ingvi segir. Fær- eyski stofninn dó út, en sá íslenzki lifði af og hefur haldið velli. Fénu smáfjölgaði, þar til það varð 16—17 þúsund talsins árið 1945. Þá kom harður vetur og hann hrundi niður. Seinna kom annar kuldavetur 1966—67 og enn 1971—72. Féll þá meira en helm- ingur fjárins í hvort skipti, þar sem ekki var nægilegt fóður. En Grænlendingar byggðu fjárbú- skapinn að verulegu leyti á úti- göngu. Mest komst fjárstofn þeirra upp í 35—40 þúsund fjár, en er nú ekki nema 23 þúsund. — Nú vilja Grænlendingar gera sauðfjárræktina að stærri þætti í grænlensku efnahagslífi og tryggja afkomuna. Eru Jónatan Motzfeldt og ungur ráðunautur, Kaj Egede, aðal hvatamenn þess, útskýrir Yngvi. Grænlendingum er mjög í mun að byggja sauð- fjárrrækt sína á traustum grunni. Þar ganga þeir á undan með góðu fordæmi, því að áður en nokkur aukning yrði hafin á fjárbúskapn- um, vildu þeir láta gera úttekt á þoli og ástandi beitarlandanna og hugsanlegri ræktun. Þeir ganga út frá því að láta ekki ganga á landið og vilja því vita hversu mikil fjölgunin megi verða. Eru semsagt staðráðnir í að láta ekki eyði- leggja beitarlöndin með of mikilli beit. Af þessum ástæðum leituðu þeir til Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, enda gróðurfar líkt og hér, sami sauðfjárstofninn og við höfum stundað slíkar gróð- urrannsóknir í yfir 20 ár. Við vor- um semsagt þarna í 5 sumur og beittum svipuðum rannsóknum og hér. Vorum 10—15 manns þar á hverju sumri og unnum að rann- sóknunum í náinni og góðri sam- vinnu við Grænlendinga og Dani. Fjölbreytni tegund- anna svo mikil — Og hvað kom svo út úr þess- um rannsóknum? — Við höfðum sáralitla hug- mynd um hvers væri að vænta, þegar við fórum til Grænlands. Hugmyndir. okkar um landið voru, eins og flestra íslendinga, tengdar ís og kulda, sagði Ingvi. — En það kom í ljós að af þessum 7 þúsund ferkm. af þurrlendi í Eystribyggð, Ingvi Þorsteinsson Viðtal við Ingva Þorsteinsson um 5 ára gróður- rannsóknir * Islendinga á Grænlandi sem var kjarninn í íslandsbyggð- inni á sínum tíma, eru 2500 ferkm. af einhverju því fallegasta beitar- landi fyrir sauðfé, sem ég hefi séð. Mikið af þessu gróðurlendi er nán- ast ósnortið af beit enda víðáttan svo mikil að maður sá víðast að- eins kind og kind á stangli þrátt fyrir þennan fjárfjölda. Þetta gróðurlendi er svipað að gróður- fari og grósku og það land sem við finnum bezt á Islandi og þar sem gróður hefur verið hóflega nýttur eða friðaður. Mætti nefna Horn- strandir, þar sem blómaskrúð og kjarr eru að verða allsráðandi og þann hluta Þjórsárvera sem minnst fé er í. Það er þessi nátt- úrulegi gróður, sem á að vera í landinu en finnst nú aðeins á fáum svæðum, sem er allsráðandi í Grænlandi. Þar eru nánast sömu plöntutegundir og við finnum þar sem ástandið er bezt hér. Þegar dæmið er gert upp, kemur í ljós að á Suður-Grænlandi er að jafnaði um þrisvar sinnum betra beitiland en gróðurlendi fslands. — En þú sagðir að þeir beittu fé mikið á vetrum? — Já, fjárbændur sem reka sauðfjárrækt sem aðalbúgrein eða aukabúgrein með fiskveiðum, eru 90—100 talsins. Og í kring um þessi sauðfjárbú, a.m.k. þau sem lengst hafa verið við lýði, hefur beitin haft mikil áhrif á' gróður- inn. Ekki sízt vegna mikillar vetr- arbeitar, sem þar tíðkast. Þarna er allur trjágróður, kjarr og lyng, gjörsamlega upp urinn og annar miklu rýrari gróður hefur tekið yfirhöndina. Þetta sést á ákveðn- um hring eða hálfhring út frá búunum. Nú ber að geta þess að þessir bæir eru yfirleitt byggðir á sömu stöðum og til forna. Nor- rænu landnemarnir völdu beztu staðina til búsetu. Við sjáum áhrif búsetunnar enn í dag á stöðum, þar sem ekki hefur verið bú síðan. Gróður hefur þar ekki náð að endurnýja sig á 5—6 öldum. Þarna standa hin gömlu tún norrænna manna enn upp úr hvanngræn en skóglaus, eins og skilið hefði verið við þau í fyrra. Þó hefur ekki verið borið á þau í margar aldir. Þetta sýnir hve hægar allar gróður- breytingar verða í þessu kalda loftslagi. En þarna er hver einasti mánuður kaldari en í byggð á ís- landi. Þetta er ástæðan fyrir því að þeim er svo annt um að valda ekki eða sem minnstum skemmd- um á gróðri. — Lýstu betur gróðrinum á Grænlandi. Hvaða plöntur eru þarna? — Gróðurinn á Suður-Græn- landi er miklu fjölbreyttari og gróskumeiri en maður hefði getað látið sig dreyma um. Þar eru víð- áttumikil svæði með víðikjarri og skógum. Hávaxinn birkiskógur jafnvel og þar voru upp í 4—5 metra há birkitré. Ástæðan er sú, að þrátt fyrir lágan meðalhita. undanna er svo mikil, að á öllum tímum sumars hafa skepnurnar úr nógu að velja. Þetta er mjög mikilvægt frá næringarsjónar- miði og gerir þetta land svo miklu betra en okkar. Víðast hvar í okkar landi er gróðurinn orðinn svo einhæfur að hann hefur miklu minna beitargildi en hann gæti haft og hafði áður. Og það var ein- mitt sjónarmiðið sem Grænlend- ingar og við lögðum til grundvall- ar að þessu gróðurfari yrði við- haldið hvað sem það kostar. Að fénu yrði aldrei fjölgað meira en svo að haldist þessi blómgróður og kjarrlendi, sem er svo mikilvægt. Túnræktun setur takmörkin — Hvað teljið þið þá að þeir geti mest haft af fé? — Til að vera vissir um að aldr- ei komi til ofbeitar og með fyrr- greint sjónarmið í huga, þá höfum við reiknað út að þarna megi vera um 60 þúsund fjár, en þá er miðað við lengri beitartíma en hér. Síðan hefur verið reiknað út hve margt megi vera á hverju svæði. En Suður-Grænlandi hefur verið skipt í 40 beitarsvæði, sem að vísu hafa ekki verið girt af, en eru víða aðskilin af fjörðum og fjöllum. Það er mjög mikill munur á beit- argæðum svæðanna. Bezt eru þau inni í fjörðunum, þar sem kjarni norrænnar byggðar var. — Sextíu þúsund fjár, segirðu. Hvað ætla þeir svo að gera við allt þetta kjöt? Er það fyrir innan- landsmarkað eða hyggja þeir á út- flutning? — Eins og sakir standa er ekki markaður fyrir svo mikið kinda- kjöt í landinu, m.a. af því að Grænlendingar borða mikið af selkjöti. Þeir hugsa sér því að flytja úr landi umframframleiðsl- una. Hyggjast selja kjötið sem sérstakt góðmeti. Enda er þetta eitthvert bezta lambakjöt, sem ég hefi smakkað, með fullri virðingu fyrir íslenzka lambakjötinu. Þarna er um sama stofninn að ræða, en fjölbreytnin í gróðri ger- ir gæfumuninn og sú staðreynd að þetta fé kemur aldrei á ræktað land.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.