Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.05.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ1983 þróttahöllin í Laugardal. Veröugt mannvirki fyrir íþróttastarfsemi. Tónleikahús íslendinga. Vonin ein? Nýtt — eftir Ármann Örn Ármannsson Er þörf fyrir það? ísland er á margan hátt ein- stakt land. Hér búum við við frelsi, mannréttindi og grósku í menningarlífi, sem varla á sér nokkurs staðar sinn líka. Víst er um það að ef við gerum okkur al- mennt ekki nægilega vel grein fyrir þessum staðreyndum og kvörtunar hljómkviða efnahags- vandans yfirnægfir nú um stund flest annað. Þjóðlíf okkar er þó margt annað og við erum flest okkar stolt yfir því að vera íslendingar, einmitt þess vegna. Hér hafa á undanförnum árum risið margir salir þar sem tónlist er flutt og má nefna t.d. Norræna húsið, Kjarvalsstaði, menning- armiðstöðina í Breiðholti og ýms- ar kirkjur í því sambandi. Ýmsir þessara sala eru ágætir og mikið notaðir. Við ástundum erlend samskipti í tónlist eins og í ýmsu öðru, fáum góða gesti og okkar fólk fer utan eins og gengur. Mér dettur í hug í þessu sam- bandi önnur starfsemi, sem er fótbolti og handbolti. Þessar vin- sælu íþróttagreinar, sem kalla má list líkamans, þegar vel eru leikn- ar. Gætum við sætt okkur við að leika okkar stóru leiki, t.d. lands- leiki, á malarvelli eða gagnvart handboltanum í íþróttasal, sem hvorki væri af löglegri stærð né rúmaði þá áhorfendur, sem þyrfti? Þetta þurftum við raunar að gera fyrir aðeins 20 árum, áður en Laugardalsmannvirkin komu til. Þetta verðum við enn að gera í tónlistinni og þrátt fyrir mikla tónlistarstarfsemi hefur enn ekk- ert verið hafist handa til þess að breyta þessu ástandi. Evrópubúar hafa byggt hljóm- leikahallir um aldir, mun lengur en íþróttahús, og elstu tónleikahús þeirra, sem enn eru notuð, eru komin vel á þriðju öldina. Þó ekki sé ég að amast við íþróttamann- virkjum, nema síður sé, verður að viðurkenna, að ójafnvægið er hér fullmikið, enda eru þeir orðnir margir, sem á undanförnum árum hafa bent á að löngu sé kominn tími til að gera eitthvað í málinu. Þáttur tónlistar nútímans Oft hefur verið hnýtt í listsköp- un á hverjum tíma. Hve margir mátu tónsmíðar Bachs á hans tíma, sem dæmi, og tónlistarsagan er fulla af dæmum, sem allir þekkja: Mozart — Salieri; nánast hungurdauði Schuberts og Bart- oks o.s.frv. Tónlistin hefur mátt sæta því oft á tíðum að vera bönn- uð í lengri eða skemmri tíma þar sem hún hefur verið talin hættu- leg, ósiðleg og þar fram eftir göt- unum, eins og raunar flestar tónleikahús á íslandi greinar lista. Margir segja að tónskáld þessarar aldar hafi tapað áttum eftir Strawinsky og má vel vera um sinn, en tónsköpun heldur áfram eins og önnur menningar- starfsemi svo lengi sem siðmenn- ing okkar varir. Tónlist var til forna og er af mörgum talin æðsta form list- sköpunar. Hvað sem er um það, virðast listgreinarnar bókmennt- ir, myndlist og tónlist yfirleitt ekki hafa náð hápunktum á sömu áratugum á liðnum öldum. íslend- ingar hafa eignast óumdeilanleg- an jöfur bókmennta á þessari öld, sem er Halldór Laxness, og svip- aða stöðu hefur meistari Kjarval í myndlistinni, en þótt ekki sé hægt að benda á neinn ákveðinn ein- stakling í tónlistinni, er það stað- reynd, að gróskan og vaxtarbrodd- urinn er nú ekki hvað minnstur í þessari listgrein. Hópur tónlistarfólks fer sívax- andi og gæðin batna stöðugt. Óperan hefur hafið starfsemi og ný sinfóníuhljómsveit tekið til starfa, tónlistarskólum stórfjölg- að og álitlegur hópur hæfra tón- listarmanna fæst við að semja tónlist. ísland er um margt ein- stakt land og á það m.a. við um flutning nútímatónlistar. Þó hóp- ur þeirra, sem fylgjast með henni, sé ekki mjög stór, hefur hann stækkað mjög og fróðlegt er að leita aftur um svo sem 15—20 ár og gera sér grein fyrir þeirri gíf- urlegu aukningu, sem orðið hefur á þeim fjölda sem fylgist með tónlist almennt. Því eru þessi mál gerð hér að umræðuefni, að ísland verður að sjá sóma sinn í því að koma upp góðu tónleikahúsi bæði vegna nýsköpunar tónlistar í land- inu og vegna hinna fjölmörgu frábæru tónlistariðkenda okkar. Hvernig á að byggja? Byggingarsaga opinberra húsa, sem ætluð eru til menningarstarf- semi, hefur yfirleitt verið löng og þyrnum stráð. Koma í því sam- bandi upp dæmi eins og Þjóðleik- hús, útvarpshús, borgarleikhús eða Hallgrímskirkja (20 ára und- irbúningur og álíka langur bygg- ingartími a.m.k.). Heiðarlegar undantekningar má þó finna eins og Norræna húsið og Kjarvals- staði. Núverandi borgarstjóri lýsti í útvarpsþætti, að röðin kæmi að tónleikahúsi næst þegar Borgar- leikhúsi verður lokið. Vissulega hefur stjorn Reykjavíkurborgar og ríkisvaldið stundum sýnt stór- hug í byggingarmálum menn- ingarstofnana. (Við skulum vona að Þjóðarbókhlöðu ljúki fyrir næsta stórafmæli þjóðarinnar.) Það vill þó alltof oft brenna við að fjármagn I slíkar framkvæmdir verður af of skornum skammti vegna brýnna efnahagsmála, hvort heldur það er stækkun tog- araflota eða „Kröfluvirkjanir". Vissulega má það aldrei gleymast (og er raunar lítil hætta á), að efnahagsleg velsæld er mikilvæg Ármann örn Ármannsson „Línur þessar eru skrif- aðar í þeirri von, að tónlistarunnendur geri meira en hugleiða þessi mál og bíði eftir fram- taki hins opinbera. Það væri vel við hæfi, að nú í lok einhvers grósku- mesta tónleikavetrar á íslandi yrði stofnuð samtök um byggingu Húss tónlistarinnar. undirstaða þjóðlífsins, en sú hætta er, ef til vill til staðar, að efnahagskapphlaupið gleypi okkur með húð og hári og til hvers er þá unnið? Nú held ég að stjórnmálamenn hjá bæjum og ríki, sem fara með okkar sameiginlegu peninga, séu ekki minna menningarlega sinn- aðir, en hverjir aðrir, nema síður sé. BÆNDIJR í Bólivíu höfnuðu í gær 45 milljóna dollara áætlun Banda- ríkjastjórnar, sem ætlað var að tryggja þeim aðra tegund ræktunar gegn því að þeir hættu ræktun Kóka-jurtarinnar, sem eiturlyfið kókaín er unnið úr. Þess í stað samþykktu bænda- samtökin, sem hafa um 23.000 meðlimi innan sinna vébanda, að þau væru reiðubúin til að forða uppskeru sinni frá því að lenda í höndum eiturlyfjasala með því að Það er eitt af einkennum okkar samfélags, að það mótast mjög af alls kyns þrýstihópum, svo skemmtilegt sem það orð er nú. Það eru hópar hinna ýmsu byggð- arlaga, stétta, atvinnugreina, áhugamála o.s.frv. Ég er hræddur um, að það sé staðreynd, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að allir þessi hópar ráði miklu um það í hvað sameig- inlegum verðmætum okkar er var- ið. Þess vegna er ákaflega hætt við að bygging tónlistarhúss verði enn um alllanga framtíð draumur einn, nema samtök komi til. Tónlistarunnendur, og þeir eru stór hluti þessarar þjóðar, verða að bindast samtökum — atvinnu- menn og áhugafólk, iðkendur og njótendur. Ef draumur margra um tónleikahús á að rætast verður að mynda slík samtök og þau verða að sjá um tímaáætlun bygg- ingar, fjármögnun í upphafi, hönnun, staðarval og annað sem þarf til þess að koma viðfangsefn- inu af stað og fylgj3 því síðan eft- ir. Við höfum fylgst með, og mörg lagt hönd á plóginn, þeim stór- virkjum sem samtök fólks eins og t.d. Krabbameinsfélagið og SÁA hafa framkvæmt. Þar er verið að hjálpa fólki frá sjúkdómum, en hér er um að ræða, það sem ætti að vera einn af eðlilegustu horn- steinum menningar okkar. Vissulega mun skortur á tón- leikahúsi einn og sér ekki ganga af tónlistinni hér á landi dauðri, en við skulum gera okkur grein fyrir að hart er að henni vegið úr ýms- um áttum og eigum við ekki að standa um hana vörð á allan þann hátt sem við getum? Hvers þarf að gæta? Ég vil taka það fram, að ég hef takmarkað vit á tónlist og enn minna á tónlistarhúsum, svo ég hef takmarkaðan rétt til þess að segja til um tónleikahús. Þó heyr- um við öll muninn á góðum hljómburði og slæmum, en það er aðeins eitt af atriðunum, þótt selja hana í auknum mæli til lyfjaframleiðslu. „Við viljum ekki vera skuld- bundnir neinni annarri þjóða vegna einhvers, sem kannski heppnast svo ekki,“ sagði Eudoro Barrientos eftir fund rúmlega 700 fulltrúa bændasamtakanna. Tillaga Bandaríkjamanna var lögð fram á meðan heimsókn William French Smith, hæstarétt- ardómara, stóð í Bólivíu. í henni er lagt til, að Bandaríkjamenn stórt sé. Það er að sjálfsögðu mik- ið mál að ákveða yfir hvaða starf- semi skuli byggt og þess háttar. Mín reynsla hefur verið á sviði byggingariðnaðar undanfarin 15 ár og þar hef ég gert ýmis mistök og horft upp á önnur og þykist því vita m.a. að fleira ræður bygg- ingarhraða en peningar einir. Nauðsynlegt er að skipulagning sé vönduð, en eins einföld og unnt er. Ákvarðanataka þarf að vera í höndum eins fámenns hóps og mögulegt er, í sem flestum málum er varða bygginguna sjálfa, þó nauðsynleg sé víðtæk samstaða um hana og meiriháttar ákvarð- anir. All víðtæk gagnasöfnun er að sjálfsögðu nauðsynleg, en sem betur fer hafa undanfarna áratugi verið byggðir hljómleikasalir með mjög góðum hljómburði og þekk- ingu manna fer óðum fram á þessu margslungna fyrirtæki. Æskilegt væri að vel menntaður og hæfur tónlistarmaður sé hönn- uði til fullrar ráðgjafar um bygg- inguna frá upphafi til loka (Guð gefi að auðnist að finna réttan arkitekt). Einnig er nauðsynlegt að raun- sæi haldist í hendur við stórhug, því eitt er víst, að erfiðleikum verður bundið að fjármagna bygg- inguna þó ég telji jafnöruggt að það takist ef allir leggjast á eitt. Línur þessar eru skrifaðar í þeirri von að tónlistarunnendur geri meira en hugleiða þessi mál og bíði eftir framtaki hins opin- bera. Það væri vel við hæfi að nú í lok einhvers gróskumesta tón- leikavetrar á íslandi yrði stofnuð samtök um byggingu Húss tón- listarinnar. Fyrstu verkefni slíkra samtaka gætu orðið að fá mögulega stað- setningu hússins ákveðna, undir- búa ráðningu hönnuða, kanna viðbrögð almennings í landinu og tímasetja áætlun að því markmiði að húsið yrði tekið í notkun. Ármann Ö. Ármannsson. Ármann Örn Ármannsson er fram- kræmdastjóri byggingarfyrirtækis- ins Ármannsfells hf. greiði kostnað við að koma upp annarri tegund ræktunar á svonefndum Chapare-svæðum gegn því, að kókaínbændur dragi úr framleiðslu sinni niður að því marki, sem Bandaríkjamenn telja eðlilegt. Chapare-svæðið er miðpunktur- inn í kókaínframleiðslu Bólivíu og samkvæmt upplýsingum yfir- valda, er talið að um 75% allrar kókaínræktunar landsins fari þar fram. Bændur í Bólivíu halda fast í kókaínræktunina ( ochabamba, Bólivíu, 13. maí. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.