Morgunblaðið - 15.05.1983, Síða 40

Morgunblaðið - 15.05.1983, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1983 Svipmynd á sunnudegi Hinn sjúki maöur Frakklands FRANSKI kommúnistaflokkurinn er 62 ára og sjúkur. Georges Marchais, leiðtogi hans, er líka 62 ára og sjúkur. Og enn hefur gosið upp sá kvittur að flokkurinn og Marchais séu á förum — flokkurinn fari úr ríkisstjórn eftir tveggja ára samstarf með sósíalistum og Marchais víki úr stöðu aðalritara, sem hann hefur gegnt í ellefu ár. BRELLA? Þátttaka kommúnista í ríkis- stjórn, sem hefur sveigt æ lengra til hægri, vekur vaxandi gremju herskárra flokksmanna og Marchais og slæleg forysta hans sætir vaxandi gagnrýni. Þegar Marchais tók við forystu flokksins 1972 nutu kommúnist- ar stuðnings tuttugu til tuttugu og fimm af hundraði lands- manna, í forseta- og þingkosn- ingunum 1981 studdu fimmtán af hundraði flokkinn, en nú styðja hann innan við tíu af hundraði samkvæmt síðustu skoðanakönnunum. Nú segja menn fullum fetum það sem þeir áður sögðu í hálf- um hljóðum: „Marchais er flokknum til byrði og verður að fara.“ Fyrir skömmu sagði flokksleiðtogi, sem vildi að nafni sínu yrði haldið leyndu: „Nú eru menn á æðstu stöðum í flokknum að stíga lokaskrefið í þá átt að útrýma honurn." Sjálf- ur er Marchais sagður hafa rætt við nánustu samstarfs- menn sína um yfirvofandi brottför sína þegar hann var í Kína I fyrrahaust. ekkert væri, ef nauðsynlegt reyndist, sennilega án þess að staða hans kæmist í hættu. Raunar telja ýmsir að hann mundi treysta stöðu sína ef hann gerði það, þar sem flokk- urinn gæti ekki gert svo rót- tæka breytingu á stefnu sinni á sama tíma og skipt væri um leiðtoga. Mjög ólíklegt er talið að kommúnistar fari úr ríkis- stjórn á næstunni, þar sem þeir mundu tapa of miklu á því í þeirri veiku stöðu sem flokkur- inn er í um þessar mundir. VEIKUR Orðrómurinn um að fall Marchais væri yfirvofandi komst fyrst á kreik í fyrrasum- ar þegar „L’Humanité", opin- bert málgagn kommúnista- Georges Marchais Á tvö hús, þrjá bfla og er með lífvörð „Maður fólksins“, sonur námumanns En ýmsir telja að flokksfor- ystan hafi sjálf komið þessum orðrómi á kreik. Leiðir franska kommúnistaflokksins eru órannsakanlegar og aðalritari hans er eins og forseti Sovét- ríkjanna. Hann er talinn nánast óskeikull, það má aldrei gagn- rýna hann og draga dár að hon- um, eða sýna fram á að hann hafi haft á röngu að standa, allra sízt opinberlega og alls ekki áður en hann hefur látið af störfum. Tilgangurinn gæti verið sá að knýja ríkisstjórnina til frekari tilslakana gagnvart kommún- istum. Marchais er álitinn „miðjumaður" og verið getur að valdamestu menn flokksins óttist að honum verði fórnað og einhver harðlínumaður af Moskvuskólanum verði valinn eftirmaður hans, t.d. André Lajoinie, formaður þingflokks kommúnista. Aðeins þrír menn hafa gegnt starfi aðalritara flokksins frá stofnun hans og báðir fyrir- rennarar Marchais, Maurice Thorez og Walbeck Rochet, sögðu af sér vegna veikinda. I venjulegum stjórnmálaflokki má gera ráð fyrir að leiðtogi segi af sér eða að honum verði vikið frá völdum ef flokkurinn breytir stefnu sinni. I franska kommúnistaflokknum vendir aðalritarinn kvæði sínu í kross og lætur sem ekkert hafi breytzt. Marchais hefur kúvent að minnsta kosti tvisvar sinnum. Árið 1977 sneri hann baki við bandalagi því með sósíalistum, sem hann hafði átt þátt í að móta, og rak rýtinginn í bakið á þeim, rétt áður en búizt var við að þeir færu með sigur af hólmi í þingkosningunum 1978. Og 1981 sneri hann kommúnistum og lýsti yfir stuðningi við Mitt- errand í síðari umferð forseta- kosninganna, þótt þeir hefðu barizt gegn honum í fyrri um- ferðinni. Hann gæti farið með komm- únista úr ríkisstjórn nú eins og flokksins, birti forsíðugrein, þar sem endurnýjaðar voru ásakan- ir um að Marchais hefði haft samvinnu við Þjóðverja í stríð- inu. Eini maðurinn, sem hefði getað leyft að slík ásökun um drottinssvik væri borin fram, var Roland Leroy, aðalritstjóri, sem Marchais rak úr fram- kvæmdastjórn flokksins 1979 og var keppinautur hans í barátt- unni um stöðu aðalritara. Orðrómurinn magnaðist við fréttir um að Marchais hefði fengið alvarlegt hjartaáfall, í annað skipti á átta árum, í ág- úst, þegar hann var í sumarleyfi í Búlgaríu. Marchais bar frétt- irnar til baka, en gerði mikið veður út af því þegar hann var lagður inn á sjúkrahús í sept- emberlok til þess að gangast undir „venjulega" læknisskoð- un. Hann kom þaðan aftur sigri hrósandi fimm dögum síðar, að því er virtist með vottorð lækna um að heilsan væri í góðu lagi. Á sama tíma sendi stjórnmála- ráðið frá sér yfirlýsingu, þar sem það lýsti yfir fullum stuðn- ingi við forystu hans og for- dæmdi getgátur um að þess væri skammt að bíða að hann yrði settur af. Slíkar getgátur voru kallaðar „viðurstyggilegar og fáránlegar". Samt sem áður tók Marchais hjartasérfræðing með sér þegar hann fór til Kína nokkrum vik- um síðar og nú er almennt við- urkennt að hann hafi í raun og veru fengið hjartaáfall. Síðan hefur hann dregið töluvert úr miklum vinnuafköstum og þeir sem telja að honum verði ekki sparkað álíta að hann muni segja af sér með sæmd, ef til vill á næsta flokksþingi. Ráðgert er að það verði haldið 1984, en vera má að því verði flýtt og það verði haldið á þessu ári ef efa- semdir flokksins um sjálfan sig og stöðu sína aukast. „TÝNDIST“ ’42 Skýringar hafa ekki fengizt á nokkrum tímabilum í ævi Marchais. Hvar var hann og hvað var hann að gera þegar hann var „týndur" frá því hann fór til Þýzkalands 1942 og þar til hann kom aftur fram í dags- ljósið 1946, þá sem starfsmaður verkalýðssambandsins CGT í Issy-Ies-Moulineaux skammt frá París? Hann gekk ekki i flokkinn fyrr en 1947, þegar hann var orðinn 27 ára gamall, og skjótur frami hans er mönnum einnig ráðgáta. Vitað er að Thorez þá- verandi aðalritari valdi hann, en af hverju var hann valinn? Fór hann eða fór hann ekki til Moskvu 1954/55 til náms í flokksskóla? Hann hefur alltaf neitað að svara. Marchais er „maður fólksins" eins og Thorez. Faðir hans var námumaður og móðir hans af ætt velstæðra smábænda. Þau voru bæði frá Normandí og hann hætti skólagöngu 14 ára til þess að gerast lærlingur í vélsmíði. En ólíkt Thorez rækt- aði Marchais aldrei með sér andlega hæfileika eða smekk. Philippe Robrieaux, höfundur viðurkennds rits um sögu franska kommúnistaflokksins frá stríðslokum, sem starfaði með Marchais þangað til hann fór úr flokknum 1968, gengur jafnvel svo langt að halda því fram að greindarskortur standi Marchais fyrir þrifum. „Enginn gat látið sig dreyma um að hann yrði aðalritari," segir Robrieaux. „Hann er óheflaður og oft frekur á ytra borðinu, en undir niðri er hann taugaóstyrkur, veiklundaður maður gæddur litlu skopskyni. En flokkurinn velur ekki menn eftir gáfum og skapfestu. Þeir vilja hlýðinn mann og Marchais kann að hlýða. Hann var einnig duglegur og mikill vinnuþjark- ur, gæddur klókindum og seiglu sveitamannsins. Og hann kunni á flokksvélina." Marchais var eini vestræni kommúnistaleiðtoginn, sem Andropov veitti áheyrn þegar Brezhnev var fylgt til grafar í október í fyrra og persónulegur boðskapur frá Andropov til Marchais fyrr á þessu ári færði Vesturveldunum fyrstu frétt- irnar um að sovézki andófsmað- urinn Shcharansky væri hættur mótmælahungri sínu. Slík sam- bönd hressa upp á álit Mar- chais. En Marchais leggur alltaf áherzlu á sjálfstæði franska kommúnistaflokksins og heldur því fram að sósíalisminn eigi sér „enga eina fyrirmynd", heldur verði hver flokkur að þræða þá braut, sem bezt henti sögu, þörf og óskum þess lands sem hann starfar í. Brottrekstur 47 njósnara frá Frakklandi nýlega kom flokkn- um greinilega í mikinn bobba. Marchais var ekki stætt á því að bera fram enga gagnrýni þar sem þá var hægt að saka hann um að hann skorti þjóðhollustu og væri of handgenginn Moskvuvaldinu. Hann sagði einfaldlega að þetta væri mál, sem flokkurinn væri ekki við- riðinn og hefði engin áhrif á að- ild hans að ríkisstjórn. SKUGGALEGUR Opinberlega virðist Marchais napur, ráðríkur maður. Dökkt yfirbragð hans og skuggaleg ásýnd minnir á Nixon. Honum hættir við að stökkva upp á nef sér og líður illa þegar hann tal- ar á opinberum fundum, en hann stendur sig stundum vel í kappræðum í sjónvarpi. Raunar varð hann nokkurs konar sjónvarpsstjarna í síð- ustu forsetakosningum, en nú minnir hann meir og meir á gamlan skemmtikraft í söng- leikahúsi, sem er að falla í gleymsku og verður stöðugt að finna upp á einhverjum nýjum uppátækjum til að halda vin- sældum sínum. Það var auðvit- að miklu auðveldara þegar hann var í stjórnarandstöðu og gat gagnrýnt og rifið niður. Nú er hann að heita má stöðugt í vörn. En Marchais á sér aðra hlið. Hann er líka vinsæll flokks- maður, sem krefst þess að hirð undirmanna sinna sýni sér álíka tryggð og konungum áður fyrr, en kann að verðlauna þá með hlýju, vinfengi og jafnvel vissum persónutöfrum. Hann er einnig ljúfur fjöl- skyldufaðir, trúr (og hlýðinn) annarri konu sinni, Liliane, 46 ára, sem starfar einnig fyrir flokkinn, og 13 ára syni þeirra, Olivier. Marchais á einnig þrjár dætur með fyrri konu sinni, Paulette, afgreiðslustúlku, sem hann skildi við 1967 eftir 26 ára hjónaband. í einkalífi er Marchais maður kurteis og tilfinningasamur og smekkur hans er einfaldur. Hann hefur yndi af væmnum kvikmyndum, gamanmyndum, gönguferðum og veiðiferðum og unir sér vel fyrir framan „la télé“, sjónvarpið. Hann er ákaf- ur stuðningsmaður knatt- spyrnufélagsins St. Etienne. Hann var eitt sinn mikið gefinn fyrir að skemmta sér, en hefur orðið að minnka við sig í mat og drykk síðan hann fékk fyrst hjartaáfall. Opinberlega þiggur hann lág laun frá flokknum (um 17.500 kr. á mánuði 1979). Hann hefur greinilega ýmis hlunnindi. Hann býr í sex herbergja húsi í „fínu“ úthverfi Parísar og á annað hús uppi í sveit með garði og sundlaug að sögn grannanna. Hann á þrjá bíla, þar á meðal Renault 30, og hefur í sinni þjónustu bílstjóra á fullum launum, vopnaðan lífvörð, hreingerningakonu og einka- kennara handa syni sínum, sem er sagður baldinn. Hann ferðast alltaf á fyrsta farrými í flugvélum þegar hann flýgur ekki í einkaflugvél þeirri, sem hann fær að láni þegar kosningar ganga í hönd hjá Jean-Baptiste Doumeng, „rauða milljónamæringnum". Þegar hann tekur sér sumarleyfi fer hann annað hvort til Austur- Evrópu eða tekur hús á leigu á Korsíku. í vetrarleyfum sínum dvelst hann oft á Cote d’Azur. Líklegasti eftirmaður Mar- chais, Lajoinie, 53 ára formaður þingflokks 44 kommúnista, spurði nýlega: „Hvaða gagn er af því fyrir frönsku þjóðina að kjósa vinstrisinna, ef stefna okkar er háð stefnu annarra landa, þar sem hægrimenn ráða?“ Hann er fyrrverandi nemandi í flokksskóla í Moskvu og er sagður njóta stuðnings Gaston Plissonier, sem er Moskvuhollur harðlínumaður, hefur átt sæti í stjórnmálaráð- inu í 19 ár og er raunverulega talinn öllu ráða að tjaldabaki í flokknum. Charles Fiterman, 49 ára, sem er samgönguráðherra og eini kommúnistinn í ráðherra- nefnd sem fjallar um efna- hagsmál, er hins vegar vinsæl- asti kommúnistaleiðtoginn, inn- an flokks og utan. Hann er hófsamur og úr þeim armi flokksins, sem er á öndverðum meiði við þann flokksarminn er fylgir Lajoinie að málum. Til þessa hefur hann verið eindreg- inn stuðningsmaður stjórnarað- ildar kommúnista, þótt sagt sé að jafnvel hann sé farinn að ef- ast. Hann var áður sérstakur aðstoðarmaður Marchais og upphaflega átti að búa hann undir að taka við af honum. (The Times.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.