Morgunblaðið - 15.05.1983, Side 41

Morgunblaðið - 15.05.1983, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAÍ 1983 41 Útvegsbankinn MÁNUDAGINN 16. maí opnar Út- vegsbanki íslands nýtt útibú í versl- unarmiöstödinni Suðurveri við Stiga- hlíð 45—47 í Reykjavík. Útvegsbankinn hefur ekki stofnað útibú í Reykjavík frá því árið 1968, þ.e. útibúið við Grensásveg, er síðar var flutt í Glæsibæ, Álfheimum 74, þegar verslunarmiðstöðin þar var reist. Áður hafði bankinn sett á stofn útibú við Hlemmtorg að Laugavegi 105, árið 1957. Nýja útibúið er fyrsta bankaúti- búið í Hlíðahverfi og er ætlað að veita íbúum þess, sem og öðrum íbúum höfuðborgarsvæðisins, alla almenna bankaþjónustu, auk fjöl- margra nýrra þjónustuþátta, sem bankinn hefur bryddað upp á, svo sem ráðgjafaþjónustu, ábyrgð- arskírteini tékka, afgreiðslu inn- lendra og alþjóða Eurocard-kred- itkorta o.fl. Útibúið mun kaupa og selja erlendan gjaldeyri, taka við inn- og útflutningspappírum og annast opnun bankaábyrgða. Útibúið stendur rétt við tvær mestu umferðaræðar borgarinnar, Kringlumýrarbraut, sem tengir nágrannakaupstaðina Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð höfuð- borginni, og svo Miklubraut sem tengist nýjum hverfum borgarinn- ar. Starfsmenn útibúsins eru fjórir, en útibússtjóri er Erik Hákans- son, sem áður var staðgengill úti- bússtjóra bankans að Laugavegi 105. Afgreiðslutími útibúsins er frá kl. 9.15 til kl. 16.00 frá mánudegi til föstudags auk síðdegisaf- greiðslu frá kl. 17.00 til 18.00 á fimmtudögum. (FrétUtilkynning) opnar útibú í Suðurveri Fórnaði lífinu fyr- ir mann sinn Londonderry, 13. maí. AP. EIGINKONA bresks liðsfor- ingja lét lífið sl. þriðjudagskvöld er hún varpaði sér fyrir hann til þess að forða honum frá bana, er tveir vopnaðir skæruliðar IRA réðust inn í fbúð þeirra hjóna í Londonderry. Liðsfor- inginn og mágkona hans særð- ust bæði í skothríðinni, en ekki alvarlega. IRA hefur lýst ábyrgðinni á hendur sér. Samkvæmt fregnum frá iögreglunni réðust IRA-menn- irnir inn í íbúðina er heimilis- fólkið sat og horfði á sjón- varpið í mestu makindum. Beindu þeir byssum sínum að Brian Purvis, liðsforingja, og skipuðu honum að koma með þeim út. Mágkonan spratt þegar á fætur og hratt öðrum IRA- manninum, en eiginkonan varpaði sér fyrir mann sinn. Skipti engum togum, að skæruliðarnir hleyptu af byss- um sínum með fyrrgreindum afleiðingum, áður en þeir hlupu á brott. í yfirlýsingu frá IRA, þar sem samtökin lýsa ábyrgðinni á hendur sér segir, að ekki hefði komið til skothríðar nema vegna aðgerða kvenn- anna. Austur-Húnavatnssýsla: Bændur vilja afnám kjarn- fóðurskatts Blonduósi, 13. maí. Miklir kuldar hafa ríkt í Húnaþingi eins og annars staðar norðanlands að undanförnu. Hitastigið hér síðustu vik- urnar hefur að jafnaði verið við frost- mark, og eins og gefur að skilja gerast bændur nú uggandi um sinn hag. Sauðburður er hafinn, og hey- birgðir í héraðinu fara nú ört minnkandi og telja bændur mikla hættu á fóðurskorti er lengra kemur fram á vorið. Vegna þessa slæma ástands kom sýsluráð Austur-Húna- vatnssýslu saman til fundar í dag og gerði svofellda ályktun, sem send var landbúnaðarráðuneytinu og framleiðsluráði landbúnaðarins: „Sýsluráð Austur-Húnavatnssýslu skorar á framleiðsluráð landbúnað- arins og landbúnaðarráðuneytið, að fella niður nú í vor álagt kjarn- fóðurgjald til bænda, þar sem lang- varandi harðindi hafa verið og stórhætta er á almennum fóður- skorti hjá bændum." — BV Enn hefur danska fyrirtækið GORI komið með nýja framleiðslu, GORI 88, sem er olíukennt efni og mjög auðvelt í notkun. GORI 88 er þekjandi efni framleitt úr bestu hráefnum, vatnsfráhrindandi og hefur mjög góða endingu. Hvort heldur sem það er borið á vegg eða loft slettist hvorki né drýpur úr penslinum. GORI 88 má nota hvort heldur sem er á nýtt tré eða til viðhalds eldri húsa sem áður hafa verið fúavarin með fúavarnarefni. Vilji fólk breyta um lit á húsi sínu, t.d. fá ljósan lit yfir þann dökka, þá er það auðvelt, því að GORI 88 er svarið. GORI 88 má bera yfir öll önnur fúavarnarefni. Einn lítri af GORI 88 þekur 6-10 m2 af óhefluðu tré en 12-16 m2 af hefluðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.