Morgunblaðið - 15.05.1983, Page 43

Morgunblaðið - 15.05.1983, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MAf 1983 Minning: Jóna Þórdís Guðmundsdóttir Fædd 9. maí 1897 Dáin 28. aprfl 1983 Ég er stödd á leiksýningu í Iðnó með vinkonu minni, henni Disu ömmu. Við skemmtum okkur kon- unglega, hlæjum dátt og lítum hvor á aðra í myrkum salnum, svona eins og til að athuga hvort við verðum ekki báðar fyrir sömu áhrifum af leiknum. Ég smitast af áhuga og innlifun ömmu eins og jafnan þegar ég fer með henni í leikhús eða bíó.I hléinu höfum við um margt að spjalla varðandi gang leiksýningarinnar og leik einstakra leikenda meðan við skoðum fólkið og fáum okkur hressingu. Amma er svo örlát, hún segir mér að fá mér það sem mig langar í af sælgæti og gosi. Hún er uppábúin í kjól, saumuðum af henni sjálfri og ég er einnig í föt- um sem hún hefur sniðið og saum- að eftir að hafa skoðað eins flík með mér inni í Karnabæ. Ég er byrjuð að mála mig, en amma not- ar hvorki púður né varalit, aðeins vellyktandi. En hún er falleg og ég er stolt yfir að vera í för með henni, nýt kvöldsins eins og svo margra annarra fyrr og síðar. Ég er unglingsstelpa og Dísa amma hátt á sjötugsaldri — en mér finnst eins og við séum jafnöldrur þegar við stöndum þarna í hléinu, pískrandi og flissandi. Einhverju öðru sinni kem ég í heimsókn til ömmu í þvottahúsið heima, þar sem hún er önnum kaf- in. Það er þvottadagur og hún þvær fyrir mömmu föt af allri fjölskyldunni. Hún hefur skrýðst gúmmístígvélum, slopp og slæðu, sem bundin er fram á ennið. Ég veit að mér er velkomið að vera hjá henni og hjálpa til, eftir því sem ég get. Ég er á barnaskóla- aldri og finnst ég aum i saman- burði við ömmu, sem kann til verka og hefur krafta í kögglum. Hún hífir bleytisþvott úr stórum trébala á priki yfir í þvottapottinn og mislitan þvott úr öðrum bala yfir í hálfsjálfvirku vélina. Sam- kvæmt venju gefur hún sér tíma til að spjalla við mig og glettnin skín úr góðlegu andliti hennar. Svo förum við inn til mömmu í kaffi. Amma sest á koll og marg- krossleggur fæturna, dýfir mola í svart kaffið og sýgur — hún er hin mesta kaffikerling. Ég hermi eftir henni og þykir kaffi gott. Við sitj- um þarna góða stund, allar i besta skapi — þvottadagur er góður dagur. Margar mínar fyrstu bernsku- minningar eru um Dísu ömmu. Sérstaklega vel man ég röddina hennar þýðu þegar hún sat hjá mér á kvöldin og sagði sögur, söng vögguljóð og fór með þulur. Það var gott að sofna útfrá því að hlusta á hana, sem ekkert var að flýta sér, alltaf hafði tíma og virt- ist kunna ógrynnin öll af vfsum og öðru sem gaman var að. Á morgn- ana þegar amma kom heim til okkar, þá daga sem hún var ekki að vinna úti í bæ, hafði hún oft meðferðis brúnan bréfpoka fullan af vínberjum, kaffibrauð, liti, blöð eða bækur. Eitthvað sem gladdi okkur. Væri ég veik eða einhver okkar systranna, settist amma á rúmstokkinn með prjónana sina og rabbaði um heima og geyma eða spilaði á spil. Hún hafði sjálf mjög gaman af að spila svo það var skemmtilwt að fara í Svarta Pétur, ólsen Ólsen eða Lönguvit- leysu við hana. Dísa amma var minn fyrsti kennari. Hún kenndi mér snemma að lesa og námið var leikur undir hennar handleiðslu því hún var svo þolinmóð og nærfærin. Á svip- Stúdentaplattinn Verö aöeins kr. 790,- Glæsilegur plattl á marmarafæti. Minning sem ekki gleymist. Úr og skartgripir. ., > Jon og Oskar, Laugavegi 70, sími 24910. uðum tima kenndi hún mér að prjóna. Ég var hinn mesti klaufi við þá iðju, en amma hvatti mig óspart, þar til ég var búin að koma saman smábút, rauðum að lit, sem hún lagaði og gerði að dúkkupoka, sem ég var þó nokkuð hreykin af. Svona var amma, hún hvatti mig jafnan — hlúði að hverri tilraun sem ég eða systur mínar gerðum til ýmissa verka. Mig skorti sjald- an sjálfstraust í návist hennar. Gott var líka að leita til hennar í nauðum. Hún mátti alltaf vera að þvi að hugga, hlusta og stappa í mig stálinu. Ég veit að hún var ekki blið á manninn við þann eða þá sem hvesstu sig við dótturdæt- ur hennar. Disa amma var fædd á Brekku í Dýrafirði, dóttir Jónínu Jónsdótt- ur og Guðmundar Kristjáns Jenssonar. Þau langamma og langafi voru búandfólk og eignuð- ust 10 börn. Amma vandist því að öllum likindum snemma vinnu og skólaganga hennar hefur tæplega verið löng. Hún var samt vel læs og skrifandi og auk þess sjálf- menntuð í ýmsum greinum eins og t.d. saumaskap. Amma ólst upp i Dýrafirði en fór um tvítugt til Reykjavíkur og hóf störf þar sem vinnukona. Lengst vann hún hja Jóhannesi Jóhannessyni bæjar- fógeta. Svo kynntist amma Þórði Erlendssyni heitnum, móðurafa mínum. Þau giftust þó ekki. Amma var einstæð móðir og það hefur varla verið auðvelt um 1930, en amma var mikil kona, mikil manneskja. Hún var lítt efnum búin, bjó á heimili annarra alla sína tíð en hún átti samt mikla ríkidóma. Dísa amma var frekar lágvaxin, sterklega byggð með hátt enni og góðlátleg, oft glettnisleg blá augu, mikilfenglegt nef sem kallað var Brekkunef. Hún var orðin grá- hærð þegar ég man fyrst eftir henni, hafði fallegt silfurgrátt hár, frekar stuttklippt, greitt aft- ur, svolítið liðað. Andlitið var svipfallegt og rúnum rist. Hendur ömmu báru merki um mikla vinnu. Hún var forkur til allrar vinnu og hlífði sér aldrei. Henni varð sjaldan eðs aldrei misdægurt. Framkoma ömmu var blátt áfram og laus við tilgerð. Hún var afar trygg vinum sínum og hjálpsöm. Dísa amma fékk ekki að njóta elliáranna sem skyldi. Hún varð fyrir hörmulegu slysi 1969 og náði aldrei fullri heilsu að nýju. Hún dvaldi á heimili mömmu og pabba í mörg ár á eftir og hélt áfram að vera veitandi, eftir því sem hún gat og fékk fyrsta langömmubarn- ið hennar, Snædís Erla, að njóta ástúðar og umhyggju hennar. Síð- ustu sjö árin sem Dísa amma lifði bjó hún á hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Hátúni. Ég veit að þar var hlúð að henni af mikilli nær- gætni. Dísa amma varð 85 ára gömul. Hún var lögð til hinstu hvíldar á 43 86. afmælisdaginn sinn þann 9. maí sl. Dísa amma er horfin héðan — hún skilur eftir sig skarð sem ekki verður fyllt. En minningin um hana lifir. Á kvöldin raula ég fyrir dótturdótturson hennar vísurnar, sem hún svæfði mig með forðum. Megi hún amma okkar nú sofa rótt. Dísa SVAR MITT eftir Biliy Graham Til guðsþjónustu Maðurinn minn segir, að hann vinni hörðum höndum alla vikuna, og þess vega eigi eg að vera heima hjá honum á sunnudögum í stað þess að fara í kirkju. Þetta veldur óeiningu á heimili okkar. Hvað á eg að taka til bragðs? Þegar maðurinn yðar gekk að eiga yður, keypti hann ekki sál yðar. Hann kann að hafa greitt nokkr- ar krónur fyrir tiltekinn plögg, áður en hann kvænt- ist, en í þeim plöggum er ekki heimild til að taka ákvarðanir fyrir yður í andlegum málum. Eg er sjálfur eiginmaður, og eg held, að venjulegur maður mundi alveg hætta að virða konuna sína, ef hún léti af sannfæringu sinni til þess að þóknast dyntum og duttlungum manns síns. Þegar þið voruð gift, mælti presturinn þau orð, að það, sem Guð hefði tengt saman, mætti maður ekki sundur skilja. Ef Guð er sá, sem bindur ykkur sam- an, væri þá rétt af yður og eiginmanni yðar að lítilsvirða hann? Það er nógu slæmt, að maður yðar skuli lifa fjarri Guði. Ef maðurinn yðar vildi eiga samleið með yður, virðist mér hann ætti að geta farið í guðshús með yður. Þegar eg hugleiði bréf yðar, er eg viss um, að þetta er það, sem hann þarfnast. í Guðshúsi gæti hann fundið Krist. Hann gæti breytt öllu lífi hans. Buchtal úti sem inni Allar Buchtal-flísarnar eru bæöi eldfastar og frostheldar. Væri þaö ekki góö lausn aö flísaleggja t.d. svalagólfiö, veröndina eöa útidyratröppurnar. Buchtal er alls staöar rétta lausnin. Varanleg lausn. Ekkert viö- hald. Eigum nú fyrirliggjandi flestar geröir af hinum viöurkenndu v-þýsku vegg- og gólfflísum. Fyrsta flokks vara á viðráöan- legu veröi. Einnig fyrirliggjandi límin góöu frá PCI fyrir hvers konar notkun. Ótrúlega hagstæöir greiösluskilmálar, allt niöur í 20% útborgun og eftirstöövar til allt aö sex mánaöa. HRINGBRAUT 120: Byggingavörur... Gólfteppadeild Simar: Timburdeild__________________ 28-604 .28-600 Málningarvörur og verkfæri_____28-605 .28-603 Flisar og hreinlaetistæki 28-430 )

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.