Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1983 3 „Tilgangslaust ef sveifluna vantar“ — sagði Lionel Hampton, sem lék í Háskólabíói í gærkvöldi „VIÐ SPILUM öll afbrigði af jazztónlist, sitt lítið af hverju og auðvitað gömlu sveifluna líka, því þetta er tilgangslaust ef sveifluna vantar,“ sagði jassleikarinn Lionel Hampton og vitnaði hér í hinn alkunna „jassfrasa“ úr samnefndu lagi Ellingtons „Don’t mean a thing if you ain’t got the swing“, er fréttamenn höfðu tal af honum skömmu fyrir tónleikana í Háskólabíói í gærkvöldi. Hampton var hinn hressasti og mætti á fréttamannafundinn með víbrafóninn sinn og lék fyrir viðstadda nokkur lög, ásamt píanóleikara sínum, svona rétt til að hressa upp á mannskapinn áður en samræður hófust. „Ég hef nú staðið í tónleika- haldi í 45 ár og finnst alltaf jafn gaman," sagði Hampton er talið barst að lífsstarfi hans. „Þetta hefur auðvitað breyst mikið frá því ég byrjaði, því tímarnir breytast sífellt og tónlistin með. En ég hef reynt að fylgjast með og held að mér hafi tekist það bærilega, að minnsta kosti fæ ég alltaf jafn góðar viðtökur. Þegar ég byrjaði var jassinn einskonar „popptónlist" þeirra tíma, en svo kom rokkið og þá breyttist þetta talsvert. Jassinn stendur þó allt- af fyrir sínu og er í miklum upp- gangi núna. Hann á eftir að lifa.“ Lionel Hampton, sem nú stendur á sjötugu, er fyrir löngu orðinn goðsögn í heimi jasstón- listarinnar. Hann hefur leikið með öllum þekktustu jassleikur- um heims og kvaðst hann ekki vilja gera upp á milli þeirra, enda hefðu þeir allir verið frá- bærir tónlistarmenn og góðir fé- lagar. Hann nefndi þó i þessu sambandi sérstaklega Louis Armstrong, Benny Goodman, Colman Hawkins, Quincy Jones, Dexter Gordon og Dinah Wash- ington. Um hana sagði hann m.a.: „Þegar ég kynntist henni hét hún Ruth Jones og ég sagði við hana að mér líkaði vel söng- urinn hennar, en hún yrði að skipta um nafn. Hún sagði að sér væri alveg sama hvað hún héti, bara ef hún fengi að syngja og ég Lionel Hampton og Ómar Ragnarason bregfta á leik á blaftamannafundi í gær. MorgunblaðiS/KÖE gaf henni nafnið Dinah Wash- ington.* Hampton kvaðst vera ánægð- ur með að fá tækifæri til að spila fyrir íslendinga. „Ég hef spilað út um allan heim en aldrei kom- ið hingað. Tónleikarnir leggjast vel í mig og ég er í fínu formi. Þið eigið eftir að heyra góða tónlist í kvöld og ég skal lofa ykkur því að það verður gaman," sagði hann og hló. Og Hampton stóð við orð sín. Hann sannaði það í Háskólabíói í gærkvöldi að hann stendur enn undir öllu því sem um hann hef- ur verið sagt, þótt hann sé nú kominn af léttasta skeiði. Hann heillaði áheyrendur upp úr skón- um og höfðu margir á orði að tónleikarnir hefðu verið einhver mesti viðburður í jasstónlistar- lífi á íslandi síðan Louis Arm- strong kom hingað um árið. Skemmdu bfla: Þrír piltar handteknir ÞRÍR piltar á aldrinura 17 til 20 ára hafa verift handteknir og hafa þeir játaft aft vera valdir aft skemmdum sem unnar voru á nokkrum bílum sem stóðu vift bflasöluna Blik í Síftu- múla, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Talsverðar skammdir voru unn- ar á bílunum, rúður brotnar og innréttingar skemmdar. Piltarnir hafa verið yfirheyrðir af lögreglunni og eru þeir grunað- ir um að vera valdir að fleiri af- brotum. Tómatar: 30% lækkun Heildsöluverö á tómötum hefur verift lækkað um 30% úr 100 krón- um kílóift í 70 krónur, samkvæmt upplýsingum Sölufélags garft- yrkjumanna. Lækkunin er tilkomin vegna aukins framboðs á tómötum, en nú er aðal uppskerutíminn að fara í hönd. Nýjum tómötum á lægra verðinu hefur nú verið dreift í verzlanir. Verðlækkunin tók gildi á mánudag. Samtals voru framleiddar á fimmta hundrað smálestir af tómötum í fyrra og er búist við svipaðri uppskeru í ár. Slasaðist alvarlega ÞRETTÁN ára stúlka varð fyrir bifreið á Miklubraut á móts við Rauðagerði klukkan 8.45 í gær- morgun. Hún hlaut alvarleg höfuð- meiðsli og var flutt meðvitundar- laus á Borgarspitalann. Ekki lágu fyrir nákvæmar upplýsingar um líðan hennar í gærkvöldi. Ný lönd og nýjar hafnir í beint samband við ísland Nú hafa tvö ný lönd til viðbótar bæst í hóp reglubundinna viðkomustaða Eimskips. Siglt verður mánaðarlega til Lissabon og Leixoes í Portúgal og til Bilbao á Spáni. Sérstök þjón- ustuhöfn verður einnig starfrækt í Barcelona og um leiðerörugg og reglubundin flutnings- þjónusta milli íslands, Spánar og Portúgal orðin að veruleika. Þannig opnum við ís- lenskum inn- og útflytjendum stóraukin tæki- færi til nýrra og hagkvæmra viðskiptasambanda. Umboðsmaður í þjónustuhöfn Barcelona Sagrera S.A. Comercial Combalia Via Layetana 15 Barcelona - 3 Sími: 319 0712 Telex: 54704 E Siglingaáætlun frá frá frá Lissabon Leixoes Bilbao Umboðsmenn í áætlunarhöfnum Lissabon Leixoes Bilbao M.s. MÚLAFOSS 14/5 16/5 18/5 M.s. MÚLAFOSS 9/6 10/6 06/6 M.s. SKEIÐSFOSS 4/7 5/7 7/7 M.s. SKEIÐSFOSS 18/8 19/8 22/8 Keller Maritima Lda.. Praca D. Luis, 9 - 3, P-B. 2665, Lisbon. Sími: 669 156« Telex: 12817 P Burmester & Co. Lda.. Rua da Reboleira, 49, Porto. Leixoes. Sfmi: 21789 Telex: 22735 P Centramares S.L., J. Ajuriaguerra, 9-6. Bilbao Simi: 445 8600 Telex: 32015 E Nánari upplýsingar í meginlandsdeildinni. Flutningur er okkar f ag EIMSKIP Sími 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.