Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1983 23 Þjarkað um aldurinn í afmælisveislunni Boumemouth, Englandi, 1. júní. AP. KLSTI maður á Bretlandseyjum svo vitað er, Harris Shoerats, hélt f dag upp á 111 ára afmæli sitt. A meðal gest- anna í afmælisveislunni var 85 ára gamall sonur hans. Shoerats þessi er fæddur í Sovétríkjunum, en fluttist til Bretlands 1899. Við upphaf veislunnar kom hins vegar nokkurt babb í bátinn því ekki bar öllum saman um hversu gamall Shoerats væri. Heimsmetabók Guinness segir hann vera tæplega 112 ára, fæddan 10. júní 1871. Um- sjónarmenn elliheimilisins, þar sem sá gamli dvelst, segja hann 111 ára í dag. I sjálfu sér væri ekkert við þennan ágreining að athuga ef sá gamli segðist ekki sjálfur vera orðinn 117 ára. Hvorki Heimsmetabók Guin- ness né forráðamenn elliheimilisins geta fært sönnur á mál sitt og Shoerats á ekki neitt fæðingarvott- orð. Að deilunum um aldurinn sleppt- um segist Shoerats þakka ást sinni á brauði og heilsusamlegu lofti háan aldur sinn. Rfflegar bætur fyrir 24 ára fangelsisvist New York, 1. júní. AP. RÍKISDÓMSTÓLL í New York-ríki úrskurðaði manni nokkrum í dag eina milljón dollara í skaðabætur vegna þess að hann hefði verið dæmdur að ófyrirsynju í 24 ára fangelsi fyrir morð. Isadore Zimmerman, 66 ára gam- all, var dæmdur fyrir morð árið 1938 eftir að upp komst að hann hafði lagt til skotvopn, sem notað var til ránsferðar og leiddi síðan til dráps á lögreglumanni. Hljóðaði uppruna- legi úrskurðurinn upp á dauðadóm í rafmagnsstólnum. Síðar var dómnum breytt í ævi- langt fangelsi. Árið 1962 var honum síðan sleppt af yfirvöldum, sem komust að því að saksóknara höfðu orðið á mistök við meðferð málsins. Zimmerman hélt statt og stöðugt fram sakleysi sínu og 1981 var hon- um veitt leyfi til að höfða mál á hendur ríkinu. Zimmerman krafði ríkið um 10 milljón dollara skaðabætur, en eftir tveggja ára þref lauk málaferlunum i dag með áðurgreindum úrskurði. „Rotarinn“ Jack Dempsey látinn New York, 1. júní. AP. JACK Derapsey, fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum í þungavigtarflokki, lést í nótt 87 ára að aldri. Dempsey var heimsmeistari á árunum 1919—1926 og álitinn nánast ósigrandi á þeim tíma. Æ síðan hefur hann verið talinn á meðal fremstu hnefaleikakappa sög- unnar. Á ferli sinum keppti Dempsey alls 73 sinnum og vann sigur i 56 viður- eignum. Hann var 24 ára gamall þegar hann vann titilinn af Jess Millard með rothöggi í þriðju lotu. Sjö árum síðar tapaði hann titlinum í hendur Gene Tunney eftir hörkuk- eppni í 10 lotum, þar sem áskorand- inn sigraði á stigum. Dempsey var lasburða síðustu ár ævi sinnar og fór vart út úr húsi. Hann gekkst undir hjartaaðgerð í fyrra og var þá gangráði komið fyrir í brjósti hans. Okkarmenn í Hamborq i rrm vÖO'9 ” öa'0 ,etPe° ffis*... ...-■ tJ'^°óó81V'ö'jdd ...... pób'P^' I pót»°c'rt ....... ... Góyp'® Síminn er 9049403*9341/2/) (ef þú hringir beint) Hafskip hf. hefurfluttstarfsemi markaðs- deildar sinnar að verulegu leyti til stærstu samgönguhafnanna erlendis. Hagræðið er ótvírætt. Þú getur verið í beinu sambandi við þann stað sem þér hentar þegar þér hentar. Okkar menn hafa sérþekkingu á flutn- ingum hver á sínu svæði. Það sparar tíma og eykur öryggi. Slíkt er ómetanlegt því tíminn í vöruflutningum er dýrmæt- ur. Þá er ekki síður mikilvægt að vita að íslenskir aðilar gæta íslenskra hags- muna erlendis. Þurfir þú að afla þér nákvæmra upplýs- inga samstundis um vöruflutninga milli staða á meginlandi Evrópu og til áfram- haldandi flutninga heim til íslands (eða öfugt) er einfaldast og áhrifaríkast að nýta sér símatæknina og ofangreinda þjónustu Hafskips. Starfsfólk Hamborgarskrifstofunnar þau Sveinn Kr. Pétursson, Stella Gísladóttir Thomsen, Gabrielle Graw og Siegfried Niebuhn munu svara og leysa strax úr erindi þínu. Viljirðu frekar nota telex, er númerið 03-2165028. Þessi þjónusta er til þæginda fyrir þig. Notfærðu þér hana. Okkar maður, - þinn maður. B HAFSKIP HF. FLOAMARKAÐUR ASKIRKJU helgina 4. og 5. júní í kjallara kirkjunnar í Laugarási.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.