Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNl 1983
Lestunar-
áætlun
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
HULL/GOOLE:
Jan ............. 13/6
Jan ........... 27/6
Jan ............. 11/7
ROTTERDAM:
Jan ............. 14/6
Jan ............. 28/6
Jan ............. 12/7
ANTWERPEN:
Jan .............. 2/6
Jan ............. 15/6
Jan ............. 29/6
Jan ............. 13/7
HAMBORG:
Jan .............. 3/6
Jan ............. 17/6
Jan .............. 1/7
Jan ............. 15/7
HELSINKI:
Helgafell ....... 10/6
Helgafell ....... 11/7
LARVIK:
Hvassafell ....... 6/6
Hvassafell ...... 20/6
Hvassafell ....... 4/7
Hvassafell ...... 18/7
GAUTABORG:
Hvassafell ....... 7/6
Hvassafell ...... 21/6
Hvassafell ....... 5/7
Hvassafell ...... 19/7
KAUPMANNAHÖFN:
Hvassafell ....... 8/6
Hvassafell ...... 22/6
Hvassafell ....... 6/7
Hvassafell ...... 20/7
SVENDBORG:
Dísarfell ........ 2/6
Hvassafell ....... 9/6
Helgafell ....... 17/6
Hvassafell ...... 23/6
Hvassafell ....... 7/7
ÁRHUS:
Dísarfell ........ 2/6
Hvassafell ....... 9/6
Helgafell ....... 17/6
Hvassafell ...... 23/6
Hvassafell ....... 7/7
GLOUCESTER MASS.:
Jökulfell ........ 1/6
Skaftafell ...... 21/6
Skaftafell ...... 21/7
HALIFAX, KANADA:
Skaftafell ...... 23/6
Skaftafell ...... 23/7
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101
Höföar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!
Karl og Díana steypt í vax
Mynd þessi var tekin er verid vmr að leggja síðustu hönd á vaxmyndir af
Karli Bretaprins og Díönu prinsessu af Wales í hinu þekkta vaxmynda-
safni Madame Tussaud’s. Bresku blöðin brugðust »f við er þau sáu
afsteypuna af Díönu, en þótti Karl hafa heppnast vel.
Mótmæli Green-
peace í N-íshafi
OhIó, 1. júní. Frá Jan Krik Lauré, fréttaritara
MorgunhlaA.sins.
EITT skipa Greenpeace-samtakanna
hefur lagt upp frá Lundúnum áleiðis
til Norður-íshafsins, þar sem ætlun
samtakanna er að mótmæla hrefnu-
veiðum Norðmanna.
Að sögn talsmanna Greenpeace
er markmiðið ekki að reyna að
stöðva veiðarnar, heldur aðeins að
taka kvikmynd af veiðunum. Ætla
samtökin að nota kvikmyndina til
framdráttar mótmælum sínum
gegn hvalveiðum í heiminum.
Norðmenn hafa heimild til að
veiða 1690 hrefnur í ár, 100 dýrum
færra en á síðustu vertíð.
Frá fundi varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins, sem hófst f gær í aðalstöðvum bandalagsins í Briissel
og á að standa í tvo daga.
Danmörk:
Aukning þjóðartekna
aðeins 1% á árinu
Eiturlyf fyrir
70 millj. dala
gerð upptæk
Kaíró, 1. júní. AP.
SAMEIGINLEGAR aðgerðir
egypskra, bandarískra og grískra yf-
irvalda hafa leitt til þess að þau hafa
komist yfir heróín- og morfínbirgðir
að verðmæti 70 milljónir dollara.
Fundust eiturlyfin um borð í grískri
snekkju á Súezskurðinum.
Að sögn Mamdouh Selim Zaki,
yfirmanns fíkniefnadeildar
egypsku leynilögreglunnar, stóð
alþjóðlegur eiturlyfjahringur að
baki þessari smygltilraun. Sagði
Zaki að markmið þessa hrings
væri greinilega „að drekkja heim-
inum í heróíni, þessu hættulegasta
og dýrasta allra eiturlyfja".
Alls komust lögreglumenn yfir
215 kíló af heróíni og 25 kíló af
morfíni. Hefur egypska fíkniefn-
alögreglan aldrei í sögu sinni kom-
ist í jafn feitt. Aðgerð þessi átti
sér stað þann 24. maí sl., en ekki
var opinberlega skýrt frá þessu
fyrr en i dag.
Piííb, 1. júní. AP.
í SKÝRSLU Efnahags- og framfara-
stofnunarinnar (OECD) um horfur í
efnahagslífi Danmerkur, sem birt
var í gær, er eindregið mælt með því
við dönsk stjórnvöld að halda fast
við þau áform, þrátt fyrir líkur á
litlum hagvexti í bráð, að draga sem
mest úr verðbólgu í landinu allt
fram til loka ársins 1984.
1 skýrslunni segir ennfremur, að
á þessu ári verði aukning þjóðar-
tekna ekki nema 1% og sennilega
aðeins Vfe% á næsta ári, en hún
nam 3,1% á síðasta ári. Þá er talin
mikil hætta á, að atvinnuleysi eigi
eftir að vaxa enn og verða allt að
12,5% 1984, en það var 9,8% á síð-
asta ári.
Iðnaðarframleiðsla landsins
mun sennilega ekki aukast nema
% % 1983 og 1984 en nún nam
2,6% á síðasta ári. En þegar litið
er til lengri tíma, ætti stefna
dönsku stjórnarinnar án nokkurs
vafa að hafa í för með sér jákvæð
áhrif á efnahag Danmerkur og
þegar sæjust merki um árangur.
Þannig væru horfur á batnandi
viðskiptajöfnuði Danmerkur við
útlönd á þessu ári, enda þótt
ástæðan fyrir því væri þó fyrst og
fremst lækkandi olíuverð.
Herstöðvasamningur
upp á 900 millj. dala
Manila, Filippseyjum, I. júní. AP.
FULLTRÚAR Bandarfkjamanna og
Filippseyinga skrifuðu í dag undir
nýjan samning í Manila varðandi
herstöðvar Bandaríkjamanna á eyj-
unum. Þessi nýi samningur færir
heimamönnum 900 milljónir dollara
í aðra hönd, auk þess sem stjórn
allra mannvirkja færist í auknum
mæli yfir á þeirra hendur.
Samningurinn, sem er til fimm
ára, tekur til Clark-flugstöðvar-
innar, flotastöðvarinnar í Subic-
flóa og fimm minni stöðva. Banda-
ríkjamenn líta á bækistöðvar sín-
ar á tveimur fyrsttöldu stöðunum
gegna lykilhlutverki í varnarkeðju
sinni.
Samningaviðræður fulltrúa
þjóðanna stóðu í rúma tvo mán-
uði, áður en endanlegt samkomu-
lag tókst á milli Michael Arma-
kost, sendiherra Bandaríkjanna á
Filippseyjum, og Benjamin Romu-
aldez, sendiherra Filippseyja í
Washington. Romualdez er mágur
Marcosar forseta.
Marcos og eiginkona hans voru
viðstödd undirritun nýja samn-
ingsins, sem fór fram í forseta-
höllinni. Reyndar átti að undirrita
samninginn í gær en þá kom upp
smávægilegur ágreiningur um
orðaval á einum stað í samningn-
um. Var því kippt í liðinn og geng-
ið frá öllum hnútum í dag.
Veður
víöa um heim
Akureyri
Amsterdam
Aþena
Barcelona
Berlín
Briissel
Chicago
Dyflinni
Feneyjar
Frankfurt
Genf
Helsinki
Hong Kong
Jerúsalem
Jóhannesarborg
Kairó
Kaupmannahöfn
Las Palmas
Lissabon
London
Los Angeles
Madríd
Malaga
Mallorca
Mexíkóborg
Miami
Moskva
Nýja Delhí
New York
Osló
París
Perth
Río de Janeiro
Reykjavík
Rómaborg
San Francísco
Stokkhólmur
Sydney
Tel Aviv
Tókýó
Vancouver
Vinarborg
bórshöfn
2 skýjað
23 heiðskírt
29 heiðskírt
22 mistur
26 skýjaö
25 heiöskírt
15 skýjað
14 rigning
25 þoka
24 skýjað
24 skýjað
17 skýjað
30 skýjað
30 skýjaö
18 heiöskírt
33 heiöskírt
15 skýjað
22 léttakýjaö
17 rigning
22 skýjaö
21 skýjað
25 heiðskírt
25 lóttskýjað
23 léttskýjað
30 heiðskírt
24 rigning
24 skýjað
41 heiðskírt
21 skýjað
17 heiöskírt
26 skýjað
vantar
28 skýjað
7 léttskýjaö
28 heiðskírt
21 heiöskírt
14 skýjað
vantar
33 heiöskírt
29 skýjaö
20 skýjað
24 heiðskírt
7 skýjað
Framleiddi
amfetamín í
frístundum
Ósló, I. júní. Frá Jan Krik Lauré,
fréttaritara
Óslóarlögreglan hefur handtekið
efnafræðikennara við skóla í ná-
grenni borgarinnar. Er honum gef-
ið að sök að hafa framleitt amfeta-
mín til sölu og eigin nota í frístund-
um eftir að kennslu hans í efna-
fræði í skólanum lauk á daginn.
Þegar lögreglan gerði húsleit
heima hjá kennaranum fundust
efni, sem nægja til framleiðslu á
þremur kílóum af amfetamíni.
Raunvirði þess magns á frjálsum
markaði nemur mörgum milljón-
um norskra króna.
Ekki er enn vitað hversu mikið
magn amfetamíns kennaranum
tókst að framleiða, né heldur
hversu mikið af efninu hann hef-
ur selt. Leifar af amfetamíni
fundust í tækjum, sem hann not-
aði við framleiðsluna, en þau
keypti hann í nærliggjandi apó-
teki í nafni skólans. Sjálfur seg-
ist kennarinn hafa verið þvingað-
ur af hópi manna til þess að
framleiða amfetamínið.