Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1983 Landbúnaðarvörur hækka að meðaltali um 22 VERÐLAGSGRl NDVÖLLUR landbúnaðarvara hækkar um 22,51% frá og með deginum í dag að telja, sem hefur í fór með sér 22-33% hækkun á útsöluverði algengustu landbúnað- arvara, samkvæmt útreikningi svokallaðrar sexmannanefnd- ar, sem kynnti niðurstöðurnar á blaðamannafundi í gærdag. Uær vörur sem eru í grundvellinum, þ.e. mjólk, nautakjöt, kindakjöt, ull og gærur hækka því sem þessu nemur til bænda. Einstakir gjaldaliðir hækka þannig að kjarnfóðurliður hækk- ar um 42%, áburðarliðurinn um 69,7%, liðurinn viðhald útihúsa um 20,3%, liðurinn kostnaður við vélar um 10,3%, flutningskostn- aður um 16,7%, svokallaður ann- ar kostnaður um 17,5%, liðurinn til endurnýjunar húsa og búvéla hækkar um 33% og launaliður bóndans hækkar um 8%. Vinnslu- og heildsölukostnað- ur mjólkur hækkar um 21,3%. Þessari hækkun er ætlað að mæta framkomnum hækkunum 1 rekstrarkostnaði mjólkursam- laganna. Sömuleiðis er 14% hækkun á krónutölu smásölu- álagningar ætlað að mæta fram- komnum hækkunum á ýmsum rekstrarliðum smásöluverzlana. Á fundinum kom fram, að verð til bænda á kartöflum og hrossa- kjöti hefur enn ekki verið hækk- að, en hins vegar hækkaði pökk- unarkostnaður á kartöflum um 31,7%. Útsöluverð á algengum land- búnaðarvörum hækkar um 22- 33% eins og áður sagði. Sem dæmi um það má nefna, að lít- ersferna af mjólk hækkar úr 12,55 krónum í 16,45 krónur, eða um 31%. 1/4 líter af rjóma hækkar úr 21,30 krónum í 26,70 krónur, eða um 25%. Hvert kíló -33% af skyri hækkar úr 19,80 krónum í 25,95 krónur, eða um 31%. Kíló af smjöri hækkar úr 144,40 krón- um í 192,70 krónur, eða um 33%. Þá hækkar 45% ostur úr 135,25 krónum kílóið í 165,95 krónur, eða um 23%. Af kjötvörum má nefna, að hvert kíló af kindakjöti, 1. verð- flokki, kostar í heildsölu 90,12 krónur, en kostaði 72,24 krónur. Hækkunin er því 24%. Kílóið af blönduðu súpukjöti hækkar úr 86,10 krónum í 106,25 krónur, eða um 23%. Kíló af hrygg hækkar úr 104,15 krónum í 126,90 krónur, eða um 22%. Þá hækkar hvert kíló af kótilettum úr 112,30 krón- Afmæliskveðja: Friðrik J. Friðriks- son héraðslæknir Hinn 17. febrúar 1983 átti Frið- rik læknir afmæli. Hús hans var þá lokað. Hann hafði þá brugðið sér til Reykjavíkur, líklega til þess að geta horft til Esjunnar á af- mælisdaginn. Nýlega spurði ég hann, hvort hann væri fæddur í Þingholtunum í Reykjavík. Hann neitaði að segja mér það og bann- aði mér að skrifa. Hann mun þó vera fæddur og alinn upp í Þing- holtunum, en hvað langt frá Landshöfðingjahúsinu veit ég ekki, en ættstuðlar hans standa ekki þar, heldur fyrir norðan. Foreldrar Friðriks læknis voru Friðrik Klemensson, bóndi á Vatnsleysu í Viðvíkursveit, og kona hans, María Jónsdóttir, ætt- uð úr Strandasýslu. Það sagði mér Árni Hafstað í Vík, að Friðrik Klemensson hefði haft afburða námsgáfur, en þeir gætu hafa ver- ið saman í Hólaskóla, en Friðrik lauk námi þar 1905. Um Klemens á Vatnsleysu er það skráð, að hann hafi verið góður bóndi, farið vel með allar skepnur og haft af þeim góðan arð, hestamaður og vefari. Hann naut lítiliar fræðslu í æsku, en skrifaði þó laglega rit- hönd og vel fær í reikningi. Ættir Klemensar liggja til Húnavatns- sýslu og svo er hann kominn af séra Sveini Pálssyni í Goðdölum, sem var þar um miðja 18. öldina. Þar liggja saman ættir okkar Friðriks læknis, en það held ég að skyldleikablóð okkar sé orðið þunnt eftir 6 eða 7 ættliði. Þegar ég vissi að Hallgrímur Jónsson, yfirkennari og rithöfundur, var móðurbróðir Friðriks læknis, óx hann stórkostlega í áliti hjá mér, að ég sagði honum. Friðrik Klemensson gekk í kennaraskólann og var kennari í Reykjavík og víðar. Síðar var hann póstafgreiðslumaður í Reykjavík. Hann varð ekki gam- all, andaðist árið 1932 og hafði þá lengi verið heilsubilaður. Þá var sonur hans Friðrik Jens 9 ára. María Jónsdóttir var kennari og vann fyrir börnum sínum eftir að hún missti mann sinn. Friðrik læknir man vel eftir kreppuárunum, þegar peningar voru ekki í umferð og ekki hægt að kaupa nema það allra nauðsynleg- asta, en hánn átti stutt að ganga eða hlaupa ofan í Menntaskóla og þar varð hann stúdent 19 ára, 1942. Svo fór hann í Háskólann og var þar átta ár. Ég spurði hann, hversvegna hann hefði verið svo lengi í þessum skóla, hvort honum hefði gengið illa, eða hvort læknis- fræðin væri svona flókin. Ekkert svar. Friðrik Jens fékk almennt lækn- ingaleyfi árið 1950. Eftir það var hann á Blönduósi tvívegis undir handarjaðri Páls læknis Kolka. Svo var hann í Svíþjóð hinni hlýrri og héraðslæknir á Patreks- firði eitt ár og þaðan mun hann hafa komið er honum var veitt Sauðárkrókshérað 1. janúar 1956. Hann er nú búinn að vera hjá Skagfirðingum 27 ár eða jafn lengi og Jónas læknir Kristjánsson er gerði garðinn frægan þar sem hann var. Á fyrstu árum sínum var Frið- rik læknir stundum að spyrja mig um Jónas lækni Kristjánsson. Ég sagði honum, að ef hann vildi líkj- ast Jónasi þá yrði hann að eiga sauðfé, láta það ganga sjálfala í Drangey, heyja þar líka handa kúm og hestum og láta baggana detta ofan í fjöru vestur af Hær- ingshlaupi, sextugu bjargi. En Friðrik læknir heyjaði ekki í Drangey. Fyrstu 5 árin stundaði hann lækningar í gamla spítala hjá kirkjunni. Þar vantaði gólf- pláss sagði hann og það var alveg rétt. Þar var engin biðstofa, en fólkið sat í röð á mjóum gangi og þegar læknirinn kom gat hann með naumindum rennt sér inn með þilinu. En hversvegna gat þessi ungi læknir unað við þessar aðstæður. Ég vissi að nýtt sjúkra- hús var að rísa, var skýring Frið- riks læknis á því og hann átti drjúgan þátt í, að sjúkrahúsið nýja var reist á Sauðárhæð. Þegar staðsetning nýja sjúkrahússins var rædd í sýslunefnd var sá fyrir- vari að hitaleiðslan mætti ekki vera of dýr. Þó munu hafa verið ráðdeildarmenn í sýslunefndinni, sem ekki vildu eyða að óþörfu í eitt eða neitt. Á Sauðárhæð er fal- legasta hússtæði í víðri veröld. Sjúkrahúsið á Sauðárhæð gnæfir yfir staðinn eins og höll í Tíbet. Þar geta þeir sem eru á förum horft niður á svallið undir Nöfun- um. Sjúkrahúsið á Sauðárhæð var opnað í ársbyrjun 1961. Ólafur Sveinsson kom þá frá námi í Sví- þjóð, var þá skipaður yfirlæknir og hefur verið það síðan. Ólafur er runninn upp við Djúp og hefur gert garðinn frægan eins og Jónas Kristjánsson. Það má vel vera, að Friðrik J. Friðriksson sé góður læknir og marga hef ég heyrt lofa hann fyrir lækningar, en aðra ekki. En það er víst að hann er sérstaklega hand- laginn og það kemur sér vel við skurðlækningar. Svo er hann snillingur að járna hesta, þó hann járni ekki utansóknar-stóð eins og séra Jón Prímus. Fyrir alllöngu var gamall bóndi í minni sveit til lækninga hjá Friðrik lækni. Þessi maður sagði, að læknir þessi væri sálfræðingur þó próflaus væri. Ég hygg að þetta sé rétt. Hann er sérstaklega góður við gamalt fólk, ræðir við það glaðlega um sitthvað milli himins og jarðar, segir sögur og fer með ljóð. En hvaða læknar eru bestir, er oft trúaratriði hjá fólki. Flestir læknar eru trúir þjónar og gera allt sem þeir geta til að halda fólki lifandi fram í rauðan dauðann. Áhugamál Friðriks læknis eru mörg og nefni ég fyrst náttúru- fræði, en læknisfræðin er ein grein hennar. Svo er heimspeki, þókmenntir, stærðfræði og fleiri eru áhugamál hans, allt niður í golf, sem mér finnst ómerkilegt. Náttúruskoðun er lækninum hugstæð og svo er honum tamt að fara með vísur og kvæði. Hann kann utanbókar mikið af lóðmæl- um Tómasar Guðmundssonar og Steins Steinarr. Stundum er hann að reikna út einhverjar óravíddir, sem ég skil ekki, enda hef ég aldrei getað reiknað neitt. Við Friðrik læknir höfum ferð- ast saman um fjöll flest sumur í 18 ár, eða frá 1959 til 1977. Oftast höfum við verið tveir saman, en stundum með fleira fólki. Við vor- um með 7 eða 8 hesta og þar af tvo undir klyftöskum. Við Friðrik læknir erum báðir sagðir skrýtnir. Ef það er rétt, þá er ég allt öðruvísi skrýtinn en hann og þess vegna höfum við átt skap saman. Margt man ég frá þessum ferðum, þó mikiu fleira sé gleymt. En þegar ég hugsa um öll þessi ferðalög, er mér það hug- stæðast, hvað læknirinn var góður ferðamaður og góður félagi, að vísu agaði hann mig strangt. Ég mátti aldrei fara á skónum inn í tjaldið og ég held að ég hafi aldrei lært að brjóta saman tjaldið á móti honum. Hann sagði að eitt væri gott við sóðaskapinn, ef sóða- skapur væri ekki til, kynni fólk ekki að meta þrifnaðinn. Allur út- búnaður til fjallaferða var góður hjá Friðrik lækni. Það var vel fyrir öllu hugsað og ég þurfti ekki að hugsa fyrir neinu. Hann gaf mér matinn, sem hann eldaði á pínulitlum spútnik, sem líklega er réttara að nefna gastæki. I fórum læknisins var einn leyndardómur. Það var taska, sem ég sá aldrei ofan í. í henni munu hafa verið skurðarhnífur, skæri og tengur og líklega fjöldi af meðalaglösum með nöfnum á latínu. Annað sá ég sem hann var alltaf með. Það voru spelkur til að binda um beinbrot, en aldrei þurfti að nota þær, sem betur fór. Einhverju sinni spurði ég lækn- inn, hvort hann gæti skorið mig upp undir Arnarfelli. Já, hann bjóst við því, en það væri áhætta, sagði hann, og ef illa tækist til, yrði hann að fá leyfi til að bera grjót að líkinu þar á staðnum. Af því að Friðrik læknir sá um allt í tjaldinu, fannst mér að ég ætti að passa hestana einn og óstuddur, en það vildi hann ekki. Hann var alltaf með mér og hann þurfti líka að tala við sína hesta og gefa þeim brauð. Aðeins einu sinni skipaði lækn- irinn mér að þvo upp, sem ég hafði eiginlega aldrei gert. Þetta var í Suðurárbotnum um morgun í sól- skini. Ég fór með leirtauið í ána, en fita var á diskunum og Suðurá köld og ekki náðist af tauinu. Þá heimtaði ég heitt vatn og þvotta- efni og þá varð leirtauið hreint. í þessari sömu ferð var það, að við tjölduðum í Hvannalindum við hraunjaðarinn að sunnan við graslendið og heftum hestana rétt hjá tjaldinu. Ég vaknaði um kl. 2 um nóttina, en þá var dimmt því komið var fram í ágúst. Ég lædd- ist út úr tjaldinu og vildi ekki vekja hinn ágæta félaga minn, því hann svaf. Hestarnir voru farnir og ég göslaði norður yfir flárnar og þar voru hestarnir í jaðrinum á graslendinu að norðan. Þeir vissu eina átt „áttina heim og norður". Þegar ég var búinn að taka hest- ana úr höftunum og var að leggja við þá kom Friðrik læknir. Þannig var hann, hugsaði um mig og hest- ana bæði vakandi og sofandi. Þeg- ar við komum heim að tjaldinu var orðið bjart, en hestarnir fengu þá refsingu, að þeir voru bundnir það sem eftir var nætur. Þessi ferð stóð yfir 10 daga og það var sólskin alla dagana nema einn, þá var þokuloft og einhver súld. Við Friðrik læknir vorum alltaf heppnir með veður í fjalla- ferðum. Við fórum venjulega af stað um mánaðamótin júlí-ágúst og þá er hásláttur og vantar stundum þurrk á hey. Bændur sem fylgdust með okkur sögðu að eina ráðið til þess að fá þurrk væri að koma því til leiðar að við færum á fjöll. Sumarið 1965 fórum við suður Sprengisand undir Arnarfell og þaðan til Kerlingarfjalla og á Hveravelli. Með okkur í þessari ferð var Ingólfur Nikódemusson smiður á Sauðárkróki. Þegar við vorum lagðir af stað var kveðið: í sveitinni ríkti sæla og friður, sólin skein vfir land, þefvar oddviti, la'knir og líkkistusmiAur voru lagdir á Sprengisand. Fyrstu nóttina tjölduðum við í Vestri-Pollum á Hofsafrétti. Á leiðinni fram eftir var ég eitthvað lasinn, var með höfuðverk og ógleði, en einhver vesöld hafði ver- ið að ganga. Um kvöldið fór læknir að rannsaka heilsufar mitt, greip um púlsinn á úlnlið mínum og sagði svo: Þú skalt hvíla magann um í 136,75 krónur, eða um 22%. Á fundinum, þar sem í forsvari voru Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambands bænda, Torfi Ásgeirsson fulltrúi neytenda og Guðmundur Sigþórsson, deildar- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu, sem er ritari sexmannanefndar- innar, kom fram, að niðurgreiðsl- ur yrðu óbreyttar nú og hefðu þær farið hlutfallslega minnk- andi undanfarin misseri. Var nefnt sem dæmi um niðurgreiðsl- ur, að mjólkurlítrinn er greiddur niður um 4,36 krónur. Hann myndi því kosta í dag 20,81 krónu, ef ekki kæmu til niður- greiðslur. Aðspurður hvort ekki væri erfitt að kynna þessa miklu hækkun á landbúnaðarvöruverði á sama tíma og almenn laun í landinu hækka um 8%, sagði Ingi Tryggvason, að nefndinni hefði hreinlega ekki verið gefinn annar kostur. „Það er ógerlegt að láta þessar áorðnu hækkanir dynja á bændum," sagði hann. og láta ekkert ofan í þig nema vatn. Ég fór eftir því og næsta morgun var ég albata og var það engin furða, því þar í Pollum er besta lindarvatn á jörðunni. í fjallaferðum var Friðrik lækn- ir alltaf að skoða náttúruna og taka myndir. í jarðfræði gat ég fylgst með honum lítið eitt. Á einu svæði var giskað á jarðsig fyrir þúsundum ára, en annars staðar var útbrunnið eldfjall og svo voru berglög í gljúfrum, eldri eða yngri berglögin. Én 1 grasafræði var ég úti á þekju, því ég þekki ekki nöfn á neinum jurtum, nema ég þekki fífil, sóleyju og hundasúru. í öllum fjallaferðum okkar hafði læknirinn vín í fórum sín- um, en það var ekki nema í eitt eða tvö skipti tekið upp, annars fór það ósnert heim. Hann vissi líka að ég kærði mig ekki um vín, því ég naut þess ekki að horfa sljóum augum yfir hraun og sanda. Eitt sinn töpuðum við hestum úr Hvítárnesi. Þá var fleira fólk en við. Um helmingur af hestun- um hvarf um nóttina, en við kom- umst samt til Hveravalla einhesta með því að koma farangrinum á bíla, sem voru á ferð. Næsta morg- un voru hestarnir komnir að girð- ingu, sem þá lá um Hveravelli. Einn hestinn vantaði vegna þess að hann var í hafti, en hinir lausir. Við ákváðum að vera um kyrrt og leita að hestinum. Ég gekk suður á Kjalfell og kíkti yfir hraunið vítt og breitt. Skömmu eftir að ég kom að sunnan eftir átta tíma gang, kom Friðrik Jens með hestinn, hafði fundið hann í hrauninu fyrir sunnan Rjúpnafell. Og ég var hissa. Hann var ekki með neinum gleðibrag. Svipur hans bar það með sér að honum væri alveg sama, hvort hann hefði fundið hestinn eða ekki. Síðar hugsaði ég um það, að svona ættu læknar að vera, að láta sér ekki bregða, hvorki til gleði eða sorgar, hvað sem fyrir kemur. Friðrik læknir er núna í Sjálf- stæðisflokknum, en þegar hann var í Háskólanum gekk hann í alla stjórnmálaflokka og þegar um- ferðinni var lokið, hættu þeir að taka mark á honum. Pólitík hefur aldrei verið lækni þessum fjötur um fót, því hann horfir yfir hinar kröppu lægðir stjórnmálanna. Sumir segja að Friðrik læknir sé uppi í skýjunum. Víst mundi hann njóta þess, að bregða bandi um hornið á skýinu, en aðrir horfa niður á jörðina við fætur sér, hugsa lítið og líður vel. Stundum þegar ég geng eftir götunni á Króknum, hemlar bíll við hlið mína, með númeri 79, en það er ekki „79 af stöðinni", heldur 1179 og héraðslæknirinn situr í bílnum. Hann opnar hurðina hýr á svip og býður mér að setjast inn. Ég kasta á hann kveðju eins og ég hafi aldrei séð hann fyrr, því hlýlegur tónn er mér ekki gefinn og sest inn. Svo ekur hann út á eyri, upp á Golanhæðir, eða upp hjá kirkjugarði, bendir inn í garð- inn og segir: „Þarna eru vinir mín- ir.“ Svo fer ég að tala um, hvort

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.