Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 19
M0RGUNBLAÐJ5 Sölustofnun lagmetis: Lagfæra verður fjármögn- un lagmetisiðnaðarins EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt á aðalfundi Sölustofnunar lagmetis hinn 25. maí síðastliðinn: „Aukinn útflutningur á íslensku lagmeti og þeir möguleikar, sem eru fyrir hendi á hinum ýmsu mörkuðum, sýna glöggt, að með auknu sölustarfi og virku gæðaeftirliti getur lagmetisiðnaðurinn orðið vaxandi útflutningsgrein, sem skapar bæði gjaldeyristekjur og atvinnu og getur orðið æ stærri þáttur í íslenskum útflutningsiðnaði í framtíðinni. Sveiflur í hráefnisöflun og sú staðreynd að oft þarf að afla hráefnis á skömmum tíma og löngu áður en það er tilbúið til framleiðslu og sölu munu hins vegar standa frekari aukningu á útflutningi lagmetis fyrir þrifum verði ekki að gert. Við bendum á, að það er forsenda fyrir áframhaldandi viðgangi útflutn- ingsgreinarinnar, að ný stefna verði mótuð í fjármögnunarmálum hennar, bæði varðandi kaup á aðföngum og hráefni, með tilliti til þeirrar staðreynd- ar, að vegna sérstöðu í hráefnisöflun fer því fjarri, að hin hefðbundnu afurðalán bankakerfisins nægi. Aðalfundur Sölustofnunar lagmetis beinir því þeim eindregnu tilmælum til nýrrar ríkisstjórnar, að lausn á framangreindum vanda verði eitt af forgangsverkefnum stjórnvalda. S Y I íslenska ullarlínan 1983 Modelsamtökin sýna íslenska ull 1983 að Hótel Loftleiðum alla föstu- daga kl. 12.30—13.00 um leið og Blómasalurinn býður uppá gómsæta rétti frá hinu vinsæla Víkingaskipi með köldum og heitum réttum. Verið velkomin. íslenskur Heimilisiðnaður, Rammagerðin, Hafnarstræti 3, Hafnarstræti 19. HÓTEL LOFTLEIÐIR ARKITEKnHH-UMHVERFU] DG KQRRUGALAL Arkitektúr er starfsgrein sem gerðar eru miklar kröfur til. Af almenningi, umhverfinu og arkitektunum sjálfum. Enda skiptir miklu að þeir vinni störf sín af smekkvísi og vandvirkni. Hér segir frá einum slíkum. Hann hafði það verkefni að hanna nýtt hús í gömlu hverfi. Það getur verið erfitt svo vel fari. Að rata hinn gullna meðalveg milli gamla og nýja timans. En það tókst. Fallega formað hús,— fallegt, traust þak og fallegar vegg- klæðningar. Allt í fallegu litasamræmi. Þakið var úr Korrugal áli og veggklæðningar líka. Hér náðist frábær árangur. Enda er Korrugal-ál frábært efni og varanleg lausn á þök sem veggi, jafnt við nýbyggingu sem við endurnýjun. Einföld uppsetning og fjölbreytt úrval aukahluta til nota við mismunandi aðstæður. Það er sama hvort þú hugsar um uppsetningu útlit eða endingu. Allt mælir með Korrugal álklæðningunni. TÖGGURHR BYGGINGAVÖRUDEILD Bfldshöföa 16 Sími 81530

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.