Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1983 17 Stykkishólmur: Þrír bátar sjósettir Stykkishólmi, 29. mái. UM SEINUSTU helgi, nánar tiltekið laugardaginn 27. þ.m. voru sjósettir hér í Stykkishólmi þrir bátar sem Kristján Guðmundsson skipasmíða- meistari hér hefir smíðað í vetur. Stærsti báturinn er 5,2 lestir með 70 hestafla Volvo Penta vél. Annar er 4,5 lesta með 48 hestafla Volvo Penta vél og sá þriðji er 2,5 lestir með 30 hesta BMV vél. Þessir bátar eru byggðir úr furu og eik og eru þeir með álhúsi. Allir eru þeir byggðir fyrir heimamenn sem munu stunda á þeim grá- sleppuveiði og einnig verða þeir til afnota í eyjaferðum. Kristján hef- ur starfað sem skipasmíðameist- ari i Stykkishólmi frá árinu 1945 og eru þeir ekki fáir bátarnir sem hann hefir smíðað eða séð um smíði á. Þá hefir hann einnig mik- ið tekið báta til viðgerðar. Fréttaritari. Gróðursetning að Reynivöllum LAUGARDAGINN 4. júní verður farin almenn gróðursetningar- og útivistarferð á vegum Skógræktarfé- lags Reykjavíkur. Farið verður að Reynivöllum í Kjós til að vígja hið nýja skógræktarland félagsins þar og verður lagt af stað með rútum úr Fossvogsstöð kl. 13.30 og komið aft- ur kl. 18.00. Auk gróðursetningar verður sitthvað fleira um að vera, boðið upp á pylsur af útigrilli og gos- drykki og sr. Gunnar á Reynivöll- um lýsir staðháttum og sögu. Þessi ferð er ókeypis og öllum heimli þátttaka. Fararstjóri verður Þorvaldur S. Þorvaldsson. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Stórkostlegt úrval af fallegum ítölskum smávörum in\/r i. _ NÝTT SÍMANÚMER HJÁ HEIMILISTÆKJUM Allt veröur undan að láta. Þaö er ekki nóg með að vöruverð hækki í verðbólgunni. í framhaldi af síðustu gengisfellingu og þó öllu heldur gildistöku nýrrar símaskrár neyðumst við til þess að hækka símanúmerið okkar um tæp 14,6%, úr tuttugu og fjórum þúsundum í 27500. Ps. Við eigum ennþáeldavélar og frystikistur á gamla genginu. Það er upplagt að spyrjast fyrir um þær um leið og þið reynið nýja símanúmerið. Heimilistæki hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.