Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1983 Fiat Uno, fimm dyra med 1.100 rúmsentimetra vél. Vel hefur tekizt til við hönnun Fiat Uno Fiat Uno, þriggja dyra, með 900 rúmsentimetra vél. Uno er sportlegur framan á aö líta. — Innrétting ríkuleg — Straumlínulaga — eyöslugrannur — Óvenjulega rúmgódur — Betur ryðvarinn með þykkara lakki Bílar Sighvatur Blöndahl FIAT-verksmiöjurnar ítölsku kynntu í byrjun ársins nýjan endurhannaöan bfl, sem hlaut nafnið Uno, og er honum ætlaö aö koma markaöshlutdeild í Evrópu í sama horf og hún var á árunum 1970—1980, en þá var Fiat með mesta markaðshlutdeild bflafram- leiðenda, komst í tæplega 20%, þegar bezt lét. Það kom því fáum á óvart, aö Fiat skyldi hreinlega leggja allt undir við hönnun Uno- bflsins, enda hefur fyrirtækið aldr- ei lagt út í aöra eins fjárfestingu, en samkvæmt upplýsingum fyrir- tækisins var heildarfjárfestingin vegna Uno um það bil 700 milljón- ir dollara. GÓÐ HÖNNUN Þegar Fiat Uno er skoðaður kemur í ljós, að mjög vel hefur til tekizt með hönnun bílsins. Til skýringar er hann í stærð mitt á milli Fiat 127 og Fiat 128, sem verið hafa vinsælustu bílar verk- smiðjanna á liðnum árum. Út- litslega séð samsvarar Uno sér mjög vel og hann er mjög straumlínulaga af bíl í þessum stærðarflokki að vera. Við hönn- un bílsins hefur nýjasta tækni verið mjög í hávegum höfð. Verksmiðjan sem Uno er fram- leiddur í, er búin fjölmörgum vélmennum og mannshöndin kemur ekki nálægt framleiðsl- unni á löngum köflum. Þá hefur hlutum bílsins verið fækkað mjög frá því sem verið hefur í Fiat-bílum af svipuðum stærðar- flokki. Má í því sambandi benda á, að heildarfjöldi hluta í yfir- byggingu Uno eru 172, sem er um 35% færri, en t.d. í Fiat 127, sem byggður er úr 267 hlutum. Þessi staðreynd ein gerir það að verkum, að Uno verður hlutfalls- lega mun hagkvæmari í fram- leiðslu en t.d. Fiat 127, sem þó hefur komið mjög vel út og verið mest seldi bíll Fiat-verksmiðj- anna um langt árabil. SÉRSTÖK RYÐVÖRN Þá má geta þess, að tekin hef- ur verið upp sérstök málningar- aðferð við framleiðslu á Uno, sem gerir það að verkum, að lakk bílsins er liðlega tvöfalt þykkra en menn hafa átt að venjast hjá Fiat og reyndar flestum fram- leiðendum. Samkvæmt upplýs- ingum Fiat-verksmiðjanna á þessi nýja málningaraðferð að vernda bílana mun betur fyrir ryði en hingað til hefur verið. Talsmaður verksmiðjanna full- yrti reyndar á blaðamannafundi á bílasýningunni í Genf á dögun- um, að Fiat Uno væri nú bez.. ryðvarði bíllinn á almennum markaði í Evrópu frá verksmiðju EYÐSLUGRANNUR Talsmaðurinn sagði, að mjög mikil áherzla hefði verið lögð á straumlínulögun bílsins til þess að gera hann eins eyðslugrannan og hugsast gæti. Uno er boðinn með þremur mismunandi vélum, 900, 1.100 og 1.300 rúmsenti- metra. Vélarnar eru á bilinu 45—70 hestafla. Á blaða- mannafundinum var fullyrt, að Uno með 900 rúmsentimetra vél, sem ekið væri á jöfnum 90 km hraða á klukkustund, ætti ekki að eyða nema liðlega 4,2 lítrum benzíns á hverja ekna 100 km. Hámarkshraði bílanna er á bil- inu 140—165 km á klukkustund. SKEMMTILEGUR í AKSTRI Uno er standard með fjögurra gíra kassa, beinskiptur, en einn- ig er hægt að fá bílinn með fimm gíra kassa, sem gerir hann óneit- anlega mun skemmtilegri í akstri, ef marka má stutta reynslurispu. Bíllinn er með skuthurð og er því annað hvort 3ja eða fimm dyra, eftir óskum. Það kom mér á óvart hversu haganlegt er að ganga um fimm dyra bílinn, hafandi það í huga, að um tiltölulega lítinn bíl er að ræða. RÍKULEG INNRÉTTING Þegar inn er komið verður maður síðan fljótlega var við, að innrétting er nokkru ríkulegri en venjan hefur verið í Fiat-bílum í þessum stærðarflokki. Mæla- borðið er mjög snyrtilegt og til- tölulega nýtízkulegt. Rými fyrir farþega og ökumann er óvenju- lega mikið. Kemur það hreinlega á óvart hversu vel fer um tiltölu- lega stóra menn undir stýri. BÆRILEG HÖNNUN Eftir að hafa skoðað Uno gaumgæfilega og ekið honum stutta rispu, er ekki hægt að segja annað, en að sérfræðingum Fiat hafi tekizt bærilega upp í hönnun og framleiðslu bílsins, enda er honum ætlað að halda merki Fiat uppi. Uno er framleiddur í mjög fullkominni verksmiðju, þar sem mannshönd- in kemur tiltölulega mjög lítid við sögu. Fiat Uno vakti mikla athygli á bflasýningunni í Genf á dögunum. Aðeins um 20% barna er í öryggisbeltum — samkvæmt niðurstöðu könnunar Volvo-verksmiðjanna sænsku Þrátt fyrir mikinn áróóur undan- farin ár, um að öryggi barna, sem ferðast í bílum, sé best borgið ef þau eru í barnahílstólum eða ör- yggisbeltum, er Ijóst að slík örygg- istæki eru aðeins notuð f 20% til- fella. Kom þetta fram á fundi Nor- ræna umfcrðarráðsins er haldinn var fyrir skömmu í Osló, en þar var kynnt umfangsmikil rannsókn sem Volvo-verksmiðjurnar í Svíþjóð hafa gert á öryggisgæslu barna í bflum. Var það öryggisdeild verk- smiðjunnar, sem gekkst fyrir rann- sókninni og studdist við athuganir á umferðaróhöppum í Svíþjóð á ár- unum 1974 til 1982. /Etla má að ástandið sé síst betra á hinum Norðurlöndunum. f Svíþjóð hefur verið hvað mestur áróður fyrir bættu öryggi barna. Á ráðstefnunni sagði Gerd ('arlsson öryggisfulltrúi hjá VOLVO, að erfitt væri að átta sig á því hvað þessar tölur þýddu, en það eina, sem unnt væri að gera, væri að vona að fólk tæki mark á þeim og bætti um betur ( öryggis- gæslu barna. Það eru einkum börn á aldrin- um 4—10 ára, sem ferðast óvarin í bílum. Fyrir þennan aldur eru börn oftast í barnastólum í bílum og og eftir 10 ára aldur getur stór hluti þeirra notað venjuleg bíl- belti. Ef börn eru höfð laus í bílum, er mikii hætta á að þau verði fyrir miklum meiðslum ef bílar lenda í óhöppum. Einkum og sér I lagi er hætta á að þau kastist út úr bílnum, en séu börn í sérstök- um stólum eða bílbeltum minnka líkurnar á miklum meiðslum verulega og rannsóknirnar leiddu í ljós að ekkert dauðaslys varð þar sem öryggis barnanna var nægjanlega gætt. Við athugunina var farið yfir skýrslu um alls 11.562 umferðar- óhöpp á árunum 1974—1982, þar sem Volvo-bílar áttu hlut að máli. Þar komu alls 1.989 börn við sögu í 1.409 óhöppum. Rann- sóknin leiddi í Ijós að aðeins fimmta hvert barn á aldrinum 1—3ja ára var í barnastól. Kom berlega í ljós að börn, sem voru í stólum eða í bílbelti þegar óhöpp- in urðu, sluppu með mun minni meiðsli en þau sem voru óvarin, og það kom einnig í ljós að börn sem voru í bílbeltum í aftursæt- um bíla sluppu betur en þau sem voru í bílbeltum í framsæti. Höfuðmeiðsli voru algengustu meiðslin sem börn urðu fyrir í umferðaróhöppum, en væru börn í belti eða stól sluppu þau oftast við slík meiðsli. Einnig sluppu þau börn einnig miklu frekar við önnur alvarleg meiðsli, eins og t.d. beinbrot eða brjóstkassa- meiðsli. Sem kunnugt er hafa Volvo- verksmiðjurnar jafnan lagt mikla áherslu á öryggisgæslu í bílum sínum, og þá ekki síst á það að öryggis barna sé vel gætt og hafa verksmiðjurnar látið sérhanna ýmsan útbúnað, sem hefur verið þrautreyndur og gef- ið mjög góða raun. Með meiri árvekni og með því að nota réttan öryggisbúnað er ekkert efamál að unnt er að stór- draga úr meiðslum og slysum á börnum, sem oft verða mjög illa úti í umferðaróhöppum og hljóta varanleg örkuml. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.