Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1983
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FOSTUDAGS
WUMUWUM-tJi I
Skrif „Reykjavíkurhóps-
ins“ aðeins almennt snakk
Jón Ásgeirsson skrifar 31. maí:
Kæri Velvakandi.
„Critique":
Þriðjudaginn 31. maí sl., birtist
smá bréf frá einhverjum sem fela
sig á bak við nafnið „Reykjavík-
urhópurinn". Að því er skilst af
efni bréfsins, er markmiðið að
bæta um þar sem gagnrýnendum
hefur skotist yfir í skrifum sínum.
(Pistill um óperur
ug fleira á íslandi
Um slíkt er ekki nema gott eitt að
segja og reyndar sjálfsagt að
gagnrýni sé sem fjölbreytilegust.
Það er hins vegar í meira lagi tor-
tryggilegt og ómerkir slíka gagn-
rýni, sem hér um ræðir, að höf-
undar hennar skuli ekki þora að
kenna þessi skrif við nafn sitt. Það
mætti halda að þeir eða hann eigi
sín í að hefna, þar sem gagnrýn-
Velvakandí Síneakól.n. I Rvykj.vlk S.Í8.- Spenibú.i, Op.™ «' id <»"*
Reykj.vlkurhdpurinn nr hðpur "^*
endur eru og kunni því auk þess
illa ef öðrum en honum þóknan-
legum er hælt.
Það undarlegasta við umrædda
grein er samt innihaldsleysið. Þar
kemur reyndar ekkert fram er tal-
ist gæti tilefni sérstakrar íhugun-
ar, ekkert nýtt, aðeins almennt
snakk.
Feludeildin í „Reykjavíkurhópn-
um“ mætti lesa textann sem
stendur undir grein þeirra í Vel-
vakanda, undir yfirskriftinni
„Gætum tungunnar", því svona
skrif verða því aðeins marktæk að .
höfundar þeirra þori að gangast
við þeim.
Með kveðju."
Að þúa eða þéra
Ævar R. Kvaran skrifar:
„Hvað var það fyrir yður?
(Ég var staddur í lyfjabúð og
það síðasta sem ég gat vænst þar
var að vera þéraður. Ég ákvað vit-
anlega eins og kurteis maður að
svara í sömu mynt.)
Eigið þér til sakkarín? Ég vil
gjarnan fá Hermesetas, ef þér eig-
ið það til.
Jájá. Við eigum það. Viltu fá
margar dósir?
(Nú vandaðist málið. Nú var
hún hætt að þéra mig og farin að
þúa mig. Ég varð vitanlega að
bregðast eins við.)
Nei, þakka þér fyrir, bara eina
dós.
Gerið þér svo vel. Var það nokk-
uð fleira fyrir yður?
(Hver fjandinn! Nú var hún far-
in að þéra mig aftur!)
Nei, þakka yður fyrir.
Á ég ekki að pakka henni inn
fyrir þig?
Nei, það er óþarfi. Þakka þér
fyrir.
Þetta er aðeins eitt af mörgum
dæmum um það, að ungt fólk kann
ekki að þéra, þótt viðkomandi vilji
það gjarnan. Ung stúlka spurði
mig um daginn, hvers vegna ekki
væri kennt að þéra í skólum lands-
ins. Ég gat engu svarað, því þegar
ég var ungur lærði maður það af
sjálfu sér með því að hlusta á full-
orðið fólk sem lítið þekktist tala
saman.
í þá daga fór maður beint úr
barnaskóla uppí Menntaskólann
(ef maður stóðst þá prófið) og
dvaldist þar við nám í sex vetur og
þéruðu nemendur kennara og þeir
nemendur allan þann tíma. Ein
var þó á þessu undantekning. Ein-
ar Magnússon einn kennara þúaði
alla sína nemendur frá upphafi og
þeir hann. Mér þótti alltaf vænt
um Einar og mat hann mikils sem
kennara, en ekki get ég sagt að ég
sé honum neitt sérstaklega þakk-
látur fyrir að hafa þannig brotið
þessa fornu venju, sem er fyrst og
fremst byggð á kurteisi við ókunn-
ugt fólk. Hins vegar bauð Pálmi
Hannesson rektor okkur að þúast,
þegar við lukum stúdentsprófi og
þótti okkur það heiður.
Nú á dögum er þýðingarlaust að
þéra ókunnugan mann. Hann þúar
mann á móti. Annaðhvort af því
að hann er andvígur þéringum eða
(og kannski öllu frekar) af því, að
hann kann það ekki. Það virðist
hafa orðið um það þegjandi sam-
komulag meðal Islendinga að
hætta með öllu að þérast. Sjálfur
tel ég að málfar þjóðarinnar hafi
orðið fátæklegra fyrir vikið.
Ein ástæðan til þess að íslend-
ingar hafa lagt niður þéringar
kann að vera það ógeð sem fólk
hér á landi hefur á kurteisi. Nú er
svo komið, að það þykir i senn
asnalegt að sýna kurteisi og senni-
lega einnig talið eitthvert veik-
leikamerki, bera vott um undir-
lægjuhátt við fólk — jafnvel
hræsni.
Svo mikið er víst að kurteisi
þykir ungu fólki hlægileg og forð-
ast hana eins og heitan eldinn.
Þetta hefur tekizt svo rækilega, að
það er sjaldgæft að rekast á kurt-
eist ungmenni. Það er margt gott
og jafnvel merkilegt í fari okkar
Íslendinga, en ekki get ég ímyndað
mér að nokkur maður, sem til
þekkir, láti sér koma í hug orðið
siðfágun í því sambandi. Þróunin
hér á landi stefnir í þveröfuga átt.
Hér fer óhefluð framkoma og
ruddaskapur sívaxandi. Það litla
sem við kunnum að hafa lært af
okkur siðfágaðri þjóðum er nú tal-
ið til tilgerðar og aðhlátursefni.
Nú jæja, segjum að við viljum
þúast, hvað um það? Ekki neitt.
Okkur er það vitanlega frjálst. En
því miður virðumst við ekki vilja
láta okkur það nægja. Nú er kerf-
isbundið tekið að ljúga því að ís-
lendingum, að aðrar þjóðir geri
slíkt hið sama! Þetta er verk
textaþýðenda kvikmynda, sem hér
eru sýndar og er sjónvarpið engin
undantekning frá því. Fólk í
frönskum og þýzkum kvikmyndum
þérast vitanlega eða þúast eftir
því hvort það þekkist náið eða
ekki, eins og allir geta heyrt sem
skilja þessi tungumál. Hvaða rétt
hefur þýðandi þá til þess að segja
í textum sínum að fólk þúist, þeg-
ar það þérast? Eða eru þeir jafn-
illa komnir í þessum efnum og
meginhluti unglinganna, sem ekki
kunna að þéra? Ef svo er þá ættu
þeir ekki að fást við að þýða
kvikmyndatexta eða bækur sem
látnar eru gerast hjá þjóðum, sem
hafa leyft sér að halda þessum sið,
hvað sem okkur íslendingum
þóknast í þeim efnum! Við getum
ekki heimtað að allir Frakkar og
Þjóðverjar þúist, þótt slíkt sé orð-
ið siður á íslandi! Hvernig stendur
t.d. á því, að yfirmaður textaþýð-
inga í sjónvarpinu skuli láta slíkt
viðgangast? Ér hann sammála
þessari vísvitandi rangfærslu í
þýðingum?
Þótt eitthvert þegjandi sam-
komulag sé um það hér á landi að
leggja niður þéringar, þá gefur
það engum rétt til þess að þýða
vísvitandi ranglega texta af öðr-
um tungumálum og gefa með því í
■ skyn, að meðal þeirra þjóða sem í
hlut eiga, sé það sama að gerast!
Hér er beinlínis verið að ljúga að
þeim, sem ekki bera gæfu til þess
að skilja þau tungumál, sem töluð
eru í ýmsum kvikmyndum, svo
sem frönskum og þýzkum.
Hitt geta menn svo rifizt um að
vild, hvort til dæmis allar ensku-
mælandi þjóðir þérist eða þúist,
þar sem orðið „you“ getur þýtt
hvort sem er. Þetta kann sumum
þýðendum að þykja vafamál í þýð-
ingum úr ensku á íslenzku. Ég vil
þó benda þeim sem þetta vefst
fyrir á það, að þegar einhver á
ensku er ávarpaður með ættar-
nafni (eða eftirnafni), t.d. „Mr.
Jones“, þá tel ég það jafngilda því
að sá maður sé þéraður. Sé hins
vegar karl eða kona ávörpuð með
fornafni, t.d. „Jenny" eða „John“,
þá jafngildi það að viðkomandi sé
þúaður.
Við skulum halda áfram að
flytja til annarra landa góðan
fisk, en ekki ófágað orðaval."
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Liðin skoruðu sitthvort markið.
Rétt væri: Liðin skoruðu sitt markið hvort.
Leiðréttum börn sem flaska á þessu!
Q&’ SVGGA V/öGA * 1/LVtWW
Upplýsingar
um hagræðingu
í flutningum
til og frá Danmörku
Fulltrúi umboðsmanna okkar í Kaupmannahöfn, Ole
Stensballe verður staddur hér á landi dagana 3. —10.
júní nk.
Tilgangur heimsóknar hans er m.a. að miðla af fróð-
leik sínum til þeirra inn- og útflytjenda sem óska eftir
nánari upplýsingum um flutninga til og frá Danmörku,
hagræðingu og öðru tilheyrandi flutningana.
Þeim sem áhuga kynnu að hafa er bent á að hafa
sem fyrst samband við Óskar Má Ásmundsson í síma
28200 og fá bókaðan viðtalstíma.
n
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
Alltaf á föstudögum
KOKKUR Á FARALDSFÆTI
Rætt við Hilmar B. Jónsson, matargerðar-
mann, útgefanda og þúsundþjalasmið.
ASTIN I NYJU LJOSI
Nýr greinaflokkur um áhrif hormóna á ást-
arlífið hefur göngu sína.
TEIKNIMYNDIR
Teiknimyndasögusafnarar líta dagsins Ijos.
Föstudagsblaðid ergott forskot á helgina
•fH HVrilX^fUM VJOISVDABSAIOÍIV