Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1983 29 Frá aðalfundi Krabbameinsfélags íslands: Aldrei leitað til eins margra, sem hafa hjálpað með jafn miklum áhuga Að loknum aðalfundi Krabbameinsfélags íslands var fulllrúum á fundinum, starfsfólki og nokkrum velunnurum félagsins boðið að skoða hús það sem Krabbameinsfélagið keypti á Reykjanesbraut 8. Stefnt er að því að flutt verði í húsið um næstu áramót. Á myndinni sést dr. Gunnlaugur Snædal, formaður félagsins, ávarpa viðstadda við þetta tækifæri. Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands færði frumurannsókna- stofu Krabbameinsfélagsins tvær smásjár og kennslutæki að gjöf. Áður hafa þessar konur safnað fé til að gefa Krabbameinsfélaginu smásjár og hafa að hluta til endurnýjað tækjakost félagsins að þessu leyti. Einnig færði dr. Gunn- laugur l'órðarson félaginu málverk eftir Karl Kvaran listmálara: Himinn, hauð- ur og haf, sem er 140x190 sm að stærð. Myndin er tekin þegar þessar gjafir voru formlega afhcntar. Talið frá vinstri: Guðrún Tómasdóttir, dr. Gunnlaugur l»órðarson, Ánna Lúðvíksdóttir, Helga Einarsdóttir, Unnur Sch. Thorsteinsson og Gunnlaugur Geirsson, yfirlæknir frumurannsóknastofu Krabbameinsfélags- ins. Gullleit á gönguferðum GÍSLI Jónsson & co. hf. hefur haf- ið innflutning á málmleitartækjum sem vega lítið mcira en göngustaf- ur, eða frá 1—2 kg. og kosta frá þremur til nítján þúsund krónur. í frétt frá fyrirtækinu segir, að fyrir skömmu hafi bóndi nokkur austur í Flóa pantað málm- leitartæki. Innan nokkurra daga hafi hann haft samband við fyrirtækið að nýju til að segja frá því að hann hefði fundið gullhring konu sinnar sem týnd- ist. Að sögn Gísla Jónssonar & co. hf. spurðist það af ferðum Eng- lendings sem var á ferð um land- ið að hann hefði fundið silfur í Borgarfirði með málmleitartæki. Einnig hafi hann rekist á fágæta muni við fornan útróðrastað hjá Jökulsá á Sólheimasandi. Fornminjalög ná til muna frá fyrri öldum og ber að tilkynna þjóðminjaverði fund þeirra. „Astaræöi" í Austur- bæjarbfói Austurbæjarbíó hefur tekið banda- rísku kvikmyndina „Ástaræði" („Se- duction“) til sýningar. í aðalhlutverk- um eru Morgan Fairchild, Michael Saarazin og Andrew Stevens. Myndin fjallar um fréttaþul hjá vinsælli bandarískri sjónvarpsstöð. Hún á velgengni að fagna þar til maður nokkur fer að ofsækja hana. Hann heitir því, að fái hann ekki að njóta hennar skuli enginn fá að njóta hennar. „STARK félagsins er mjög blómlegt. Við höfum aldrei áður leitað til jafn- margra aðila, sem með jafnmiklum áhuga hafa hjálpað okkur á margvís- legan hátt. Ég vil þakka öllum velunn- urum Krabbameinsfélagsins þessar góðu undirtektir og vænti þess að landsmenn leggi félaginu áfram lið.“ Þetta voru lokaorð ítarlegrar skýrslu, sem dr. Gunnlaugur Snædal, formað- ur Krabbamcinsfélags íslands, flutti á aðalfundi félagsins 29. aprfl sl. Það sem mestan svip setti á starfsemina á síðasta ári var lands- söfnunin undir kjörorðinu „Þjóðar- átak gegn krabbameini“. í maí 1982 var stofnað „Landsráð gegn krabbameini", en aðildarfélög þess voru 62. Þetta ráð skipulagði söfn- unina sem fram fór í lok október, en þá söfnuðust rúmar 13 milljónir króna. Skyldi þeim varið til að skapa Krabbameinsfélaginu betri aðstöðu til að berjast gegn þessum sjúkdómi. í forystu fyrir Landsráð- inu voru forseti íslands, forsætis- ráðherra og biskupinn yfir íslandi. Framkvæmdastjóri Landsráðs gegn krabbameini var Eggert Ásgeirs- son. Sumarið 1981 fékk Krabbameins- féiagið úthlutað lóð undir framtíð- arstarfsemi sína við Hvassaleiti og hafði félagið látið gera teikningar af húsi á þeirri lóð. Þegar pen- ingarnir sem söfnuðust í október höfðu verið afhentir, og að vandlega athuguðu máli, var horfið frá því ráði að byggja nýtt hús og þess í stað fest kaup á húsi sem fstak hf. hafði verið að reisa við Reykja- nesbraut. Var félaginu afhent það hús í apríl sl. tilbúið undir tréverk, en gengið verður frá lóðinni í sumar. Þetta hús er rúmir 2.600 m' að stærð, á fimm hæðum. Verður nú hafist handa við innréttingar. Starfsemi Krabbameinsfélagsins var aó mestu leyti með hefðbundnu sniði á síðasta ári. Um 13.000 konur komu í leitar- stöðvar, þar af rúm 8.000 í Reykja- vík. I frumurannsóknastofunni voru rannsökuð um 17.000 sýni. Krabbameinsskráin sinnti vísinda- rannsóknum eins og áður. Krabbameinsfélagið gaf út rit um tíðni allra krabbameina er greinst hafa á Islandi árin 1955—1974, eftir aldri og kyni. Höfundar ritsins eru prófessor ólafur Bjarnason fyrr- verandi yfirlæknir skrárinnar og núverandi yfirlæknir prófessor Hrafn Tulinius. Ritið er gefið út sem fylgirit við Acta Pathologica et Microbiologica Scandinavica, en er einnig dreift til einstaklinga og vísindastofnana víða um heim. Tímaritið Heilbrigðismál nýtur vaxandi vinsælda og hefur á sjötta þúsund áskrifendur. Krabbameins- félagið styður þrenn samtök fyrr- verandi krabbameinssjúklinga, þ.e. Samhjálp kvenna, Nýja rödd og Stómasamtökin. Nú í júnímánuði verður þing Norræna krabbameinssambandsins haldið á Laugarvatni. 1 tengslum við það verður ráðstefna um leit að kraíjbameinum í öðrum líffærum en leghálsi og brjóstum og um ein- staklinga sem mynda fleiri en eitt krabbamein á lífsskeiði sínu. Aðildarfélög Krabbameinsfélags íslands eru 24, stofnuð á árunum 1949—1973. Félagsmenn eru á ell- efta þúsund. Á aðalfundinum var dr. Gunnlaugur Snædal yfirlæknir endurkosinn formaður félagsins. Framkvæmdastjóri er Halldóra Thoroddsen. Reyklaus Norðurlönd um næstu aldamót Norræna krabbameinssambandið hélt í fyrrasumar vísindaráðstefnu. Var þar fjallað um sambandið milli tóbaksreykinga og krabbameins og kom fram að rekja mætti fjórðung allra krabbameina til reykinga. Bent var á að raunhæfasta leiðin til að fækka þeim krabbameinum væri sú að vinna gegn reykingum. Álykt- aði ráðstefnan að stefna bæri að því að Norðurlönd yrðu reyklaus um næstu aldamót. Aðalfundurinn tók eindregið undir þetta álit vísindaráðstefn- unnar og ályktun hennar. Var skor- að á ríkisstjórn íslands og Alþingi að stefna þegar í stað að því marki að land okkar verði orðið reyklaust árið 2000. í því sambandi lýsti fund- urinn fyllsta stuðningi við stjórnar- frumvarp til nýrra tóbaksvarnar- laga, sem lagt var fyrir Alþingi í vetur, og þeirri von að það yrði að lögum hið fyrsta. smáauglýsingar — smáauglýslngar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Bflasprautun Garðars, Skipholti 25 Bilasprautun og réttingar, greiösluskilmálar simar 20988 og 19099, kvöld- og helgarsimi 37177. Tíl sölu og flutnings 30 fm eldra timburhus Uppl. í sima 53153. Zetor dráttarvél árgerö '82 til sölu. Upplýsingar i sima: 99-6377. Ung kona meö studentspról og ágæta ensku og sænskukunnáttu óskar eftir hálfsdagsstarti. Vön skrif- stofustörfum. Uppl. í sima 30964 f kvöld kl. 20.30 almenn sam- koma. Bill og Ethel Dewhurst, taka þátt. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANOS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. 5. göngudagur Feróafélags fa- landa. Sunnudaginn 5. júní efnir Ferða- féiag fslands til göngudags i fimmta sinn. Gengiö veröur á sléttlendi kringum Helgafell, 12 km leiö og tekur gangan um 3 klst. rólega gengiö. Ekiö veröur aö Kaldárseli, en þar hefst gang- an og endar einnig. Brottför frá Umferóarmióstööinni, austan- megin kl. 10.30 og kl. 13. Far- gjald kr. 50.-, en frítt fyrir börn i fylgd fulloröinna. Fólk á eigin bíl- um velkomið. Gangiö meö okkur á sunnudaginn og njótió hollrar hreyfingar og útiveru. Feröafélag íslands. handmermtaskolinn 91 - 2 76 44 FAIfli KYNNINGARRIT SKÓLANS SENT HEIM j ÚTIVISTARFERÐIR Kvöldganga fimmtud. 2. júní Kl. 20 Tröllafosa — Stardalur. Létt ganga fyrir alla. Takiö vinl og kunningja með. Verö 170 kr. Fritt fyrir börn. Laugard. 4. júni: Nýttl Kl. 13 Út í bláinn. I þessari fyrstu blaferö Utivistar er þaö þátttak- enda aö geta upp á áfangastaö. Sunnud. 5. júnf: Kynning á Hengilsvæöinu. 1. Kl. 10.30 Marardalur - Hengill. 2. Kl. 13.00 Innstidalur — Utilegumannaslóöir — baö í heita læknum. Brottför fré BSl, bensínsölu. Simsvari: 14606. Sjáumstl Filadelfia almenn guösþjónusta kl. 20.30. Margir taka til máls. Mikill söng- ur. Samkomustjóri Einar J. Gislason. mhiólp Samkoma i Hverfisgötu 42, i kvöld kl. 20.30. Ræöumenn Hulda Sigurbjörnsdóttir og Jó- hann Pálsson. Allir velkomnir. Samhjálp. Grensáskirkja Almenn samkoma veröur í safn- aöarheimilinu í kvöld kl. 20.30. Allir velkomir. Séra Halldór S. Gröndal. m UTIVISTARFERÐIR Helgarferöir 3.—5. júní 1. Þörsmörk. Léttar göngur. Kvöldvaka. Gist í nýja Utivist- arskálanum Básum. 2. Eyjafallajökull (1666 m). Jök- ulganga sem enginn gleymir. Gist í Básum. 3. Ath. Vestmannaeyjaterð frestaö Uppl og farseölar á skrifst. Lækjarg. 6a, s. 14606. Sjáumst! Fyrirlestur á vegum Sálarrann- soknarfelags islands löstudag- inn 3. júni aö Hótel Heklu kl. 20.30. Toni Carr ræöir um nýja tækni i daleióslu til aó leysa persónuleg vandamál. Aögöngu- miöar við inngang. Harry Oldfield liffræðingur starfar á vegum félagsins 11—25. júni. Upplysingar á skrifst. SRFI. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SIMAR 11796 og 19533. Helgarferö í Þórsmörk 3.-5. júni, kl. 20. Gist i húsi. Göngu- ♦eröir meö fararstjóra. Farmiöa- sala og allar upplýsingar á skrifstofunni. Öldugötu 3. Feröafélag Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.