Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1983 MASSIF LUTUÐ FURUHÚSGÖGN Borö 3 geröir kr. 9.300.- Stólar 2 geröir kr. 1.900.- Frábær húsgögn hagstæð greiðslukjör. Valhusgogn hf., Ármúla 4, sími 82275. Bladburöarfólk óskast! Austurbær Uthverfi Skipholt 1—50 Njörvasund Skeiöarvogur 145—159 Akureyri: Gestir viö skólaslitin. Morgunbladið/ G Berg. Gagnfræðaskóla Akureyrar slitið Metsölutílad á hverjum degi. 653 nemendur við skólann í vetur Akureyri, 30. maí. BERNHARÐ Haraldsson, settur skólastjóri Gagnfræðaskóla Akur- eyrar í forföllum Sverris Pálssonar, sleit sl. föstudagskvöld skólanum f 53. sinn. Bernharð sagði m.a. í upphafi skólaslitaræðu sinnar: „Nú eru vertíðarlok, í dag skal fleytunni ráðið til hlunns, aflahlutur reidd- ur af hendi, mikill eða lítill eftir atvikum, margir hafa fiskað vel, komið drekkhlaðnir að landi róður eftir róður, aðrir hafa búið við gæftuleysi og andbyr, ekki róið meðan á sjóinn gaf. lent í brælum og barningi, þeirra hlutur er rýr. En það vita allir góðir fiskimenn, að eitt er að róa og afla, annað verka sinn fisk; því má ekki ein- blína um of á magnið, gæðin skipta líka máli. Þau verða ekki lögð á vog í eiginlegum skilningi, en þó segir mér hugur um, að til langframa sé betra að vera trúr yfir litlu en gína og gapa yfir mörgu." Síðan rakti Bernharð starf skól- ans sl. vetur, en alls voru nemend- ur þetta skólaár 653. Þar af þreyttu 141 nemandi grunnskóla- próf. Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar við skólaslitin: Fyrir Utskorin borðstofuhúsgögn Til sölu eru 40 ára gömul borðstofuhúsgögn úr eik fallega handútskorin. Borðstofan samanstendur af 3 skápum, borðstofuborði og 6 stólum. Selst í einu lagi eða í hlutum. Upplýsingar í síma 37109. Bernhard Guðmundsson veitir verð- laun fyrir námsárangur. námsárangur í dönsku, frá danska sendiráðinu: Fanney Tryggvadótt- ir 9. bekk, Valur Sæmundsson 8. bekk og Anna Freyja Eðvarðsdótt- ir 1. bekk. — Frá þýska sendiráð- inu fyrir námsárangur í þýsku: Hildigunnur Svavarsdóttir, 9. bekk, Agnes Smáradóttir 9. bekk, Eygló Arnardóttir, Hannes Garð- arsson, Böðvar Stefánsson og Guðmundur Jökulsson, en þau voru öll í 3. bekk. — Frá Kaup- mannafélagi Akureyrar fyrir námsárangur í verslunargreinum: Böðvar Stefánsson, Einar Jón Ein- arsson og Kolbrún Reynisdóttir. — Þá fékk Uggi Jónsson í 9. bekk sérstök verðlaun fyrir námsafrek. — Einnig hlutu viðurkenningar frá skólanum eftirtalin: Kristján Kristjánsson í 2. bekk, formaður nemendaráðs, Sonja Grant hlaut sérstök íþróttaverðlaun, Einar Einarsson og Sigurgeir H. Sigur- geirsson, diskótekarar skólans og einnig formaður íþróttaklúbbs, Arni Þ. Freysteinsson. í lok ræðu sinnar sagði Bern- harð Haraldsson: „Mig langar nú að ferðalokum, að rifja upp stutta sögu forna, en þó nýja. Sagan seg- ir frá Þorbirni 1 Kólku, fiski- manni, gömlum veðurglöggum skarfi. Hann var forystumaður fiskimanna í sínu byggðarlagi, réri einn á áttæringi, sótti fastar en aðrir, í hættum bæði kaldur og djarfur. Jafnan réri hann út á Sporðagrunn, þau er dýpst voru, aðrir á Olnbogamið, nær landi. Einhverju sinni, þá er hann keipar einn á Sporðagrunninn, dregur upp sorta suður yfir Kaldbaks- tindi. Hann hankar upp færið og tekur til ára heim á leið. Brátt er komið ofsarok af landsynningi, sem sópar loft og sjóinn lemur saman upp á skaflaþingi. Á Olnbogamiði kemur hann að ferðalausri ferju, þar um borð höfðu menn gefist upp. Þorbjörn Kólka tók bátinn i tog og nú þyngdist róðurinn svo, að rétti fram annan fótinn, Þá bígnaði skafl til beggja handa. Framhald- inu lýsir Grímur Thomsen á þessa leið: Annað skip með ýta þjáði upp hann tók á Bjargamiði. Fram þá rétti hann fætur báða. Flutu þrjú með sama sniði. Öll þau lentu heil á hófi en — heldur sár var Þorbjörns lófi. Ágætu nemendur! Sækið djarft á mið þekkingar og vísdóms, legg- ið ekki árar í bát, þótt móti blási, látið ekki bugast, þótt syrti í ál- inn. Sneiðið hjá stórsjóum freist- inga og falsspádóma, róið þótt sárni lófi um stund. Farið heil — komið heil til hafnar." Svo mælti Bernharð Haraldsson í lok ræðu sinnar og sleit síðan 53. ári Gagnfræðaskóla Akureyrar. GBerg. Lostarimma Stúdentaleikhúss í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut verður í kvöld á vegum Stúdentaleikhússins svonefnd „Lostarimma". Þar leika hljómsveitin ISS, Þorsteinn Magnússon og Mogo Homo. Þá lesa þrjú ung skáld og flytja frumort ljóð og verk, þau Sæva, Didda og Jóhann. Þessi dagskrá er liður í Listatrimmi Stúdentaleikhússins sumarið 1983, segir í frétt frá Félagsstofnun stúdenta. SPEGILLINN Á NÆSTU LÖGREGLUSTÖÐ Spegillinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.