Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1983 Víkingar óheppnir KR VANN Víking 1:0 í 1. deild kvenna í fótbolta í vikunni. Fyrstu mínúturnar voru liðin mjög jöfn, en síöan sigu KR-stúlkurnar fram úr. Ragnheidur Rúriksdóttir skoraói um miðjan hálfleik- inn þegar Hrefna markvörö- ur náði ekki aö halda boltan- um eftir fast skot Kolbrúnar Jóhannsdóttur. Bæði liö komu ákveðið til leiks í seinni hálfleik, en Vík- ingar sóttu nær látlaust síð- ustu 20 mínúturnar. Besta marktækifæri Víkinga kom á 25. min. hálfleiksins er Inga L. Þórisdóttir tók aukaspyrnu rétt utan vítateigs KR, og sendi á Öldu Rögnvaldsdótt- ur, sem skallaöi glæsilega að marki KR, en markmanninum tókst aö verja á undarlegan hátt. Sigrún Blomsterberg var skást í slöku liöi KR. Hin 14 ára efnilega Karolína Guö- mundsdóttir kom mjög á óvart í jöfnu liöi Víkings, þá var Hrefna örugg í markinu. Þess má geta í leiðinni aö stúlkurnar frá ísafiröi fóru til Akureyrar um helgina og léku viö Þór og KA. Þór vann 2:1, en leikurinn við KA fór 2:2. Inga Pálsdóttir skoraöi bæöi mörk Þórs, en Sigrún Sæv- arsdóttir og Emilía Rafns- dóttir fyrir KA. _ SS/SH Meistara- mótið í frjálsum íþróttum MEISTARAMÓT íslands í fjölþrautum, 4x800 m boö- hlaup karla, 3.000 m hlaup kvenna og 10.000 m hlaup karla, verður haldið á frjáls- íþróttavellinum í Laugardal mánudaginn 6. júní og þriðjudaginn 7. júní. Þátttökutilkynningar verða aö berast Stefáni Jóhanns- syni eigi síðar en laugardag- inn 4. júní. Þátttökugjald er 30 kr. fyrir hverja grein og 50 kr. fyrir boöhlaup. Fyrri dagur: Sjöþraut 4x800 m boðhlaup. Seinni dagur: Tugþraut, Sjöþraut, 3.000 m hlaup og 10.000 m hlaup. Sundmót hjá KR SUNDMÓT KR 1983, 60 ára afmælismót verður haldið í Sundlaugunum í Laugardal, sunnudaginn 5. júní. Þotukeppni Flugleióa ÞOTUKEPPNI Flugleiða- /Keilís í golfi fer fram nk. helgi hjá Golfklúbbnum Keili á Hvaleyrinni. Leikinn verður 36 holur höggleikur m/án forgjafar. Þátttökutilkynningar veröa aö berast klúbbnum fyrir kl. 18:00 á föstudag, stminn er 53360 en rástímar verða gefnir eftir kl. 20:00. Æfinga- dagar veröa á fimmtudag og föstudag og ber væntanleg- um keppendum aö greiöa þátttökugjald á þeim tíma. Sýna ber félagsskírteini með staöfestri forgjöf en há- marksforgjöf karla er 23. Ennfremur veröa unglingar innan 16 ára aö hafa náö +10 í forgjöf samkv. reglugerö GSÍ. Stórglæsileg frammistaða Þráins á bandaríska háskólameistaramótinu „ÞETTA gekk bara nokkuð vel, en ég er þó ósáttur viö aö hafna í fimmta sæti, ætlaði mér meira á þessu móti,“ sagði Þráinn Haf- steinsson tugþrautarmaður úr HSK, sem stóð sig stórglæsilega á bandaríska háskólameistara- mótinu í frjálsíþróttum í Houston, í samtali viö Morgunblaöið. Þrá- inn varö fimmti í tugþraut á mót- inu með 7709 stig, en óheppni ( hástökki kostaði hann e.t.v. gull- verðlaun á mótinu. „Það var gífurlega hörð keppni og mikil barátta í þrautinni. Viö vorum tveir jafnir með 7709 stig en hinn hlaut fjórða sætið út á fleiri innbyröis sigra. Þá unnust bronzverðlaunin á 7734 stig og silfrið á 7740 stig. Sigurvegarinn, Zimmerman frá Indiana-háskóla, hlaut 7810 stig. Þetta var mikil törn og dýrmæt reynsla sem ég hlaut á þessu móti. Þótt ég væri í tíunda sæti eftir fyrri daginn meö 3782 stig fannst mér ég alltaf eiga séns, jafnvel á sigrinum. Mér sýndist þetta geta fariö allavega, því svo mjótt var á rnunurn," sagöi Þráinn. Árangur Þráins i einstökum greinum í Houston var sá aö fyrri daginn hljóp hann 100 metra á 11,49 sekúndum, sem er persónu- legt met, stökk 6,63 metra i lang- stökki, sem einnig er persónulegt met, varpaði kúlu 15,37 metra, stökk 1,88 í hástökkl og hljóp 400 á 50,38 sekúndum. Seinnl daginn hljóp hann 110 m grind á 15,30, kastaöi kringlu 51,22, stökk 4,30 á stöng, sem er stórbæting á per- sónumeti, kastaöi spjóti 55,71 metra og hljóp loks 1500 metra á 4:24,73 mínútum. „Hástökkiö er eina greinin sem mér fannst klikka hjá mér. Ef ég heföi stokkið 1,99 eins og um dag- inn þá heföi ég sigraö í þrautinni og orðið bandariskur háskóla- meistari. Svona er skammt milli feigöar og frama í íþróttum. Þá tókst mér ekki heldur nógu vel upp í spjótkastinu,“ sagöi Þráinn. Þráinn hefur náö stórglæsi- legum árangri í tugþraut þaö sem af er sumri, tekiö þátt í þremur mótum og alltaf verið yfir 7700 stigum. Tími i hlaupum í Houston var tekinn á rafmagn og jafngildir árangur hans 7800 stigum meö handtímatöku. Þó veröur ekki hægt aö viöurkenna þrautina í Houston sem „rafmagnsþrautar- met“, þar sem meövindur í 110 m grind reyndist einu sekúndubroti umfram leyfileg mörk. Ef bezti árangur Þráins í hverri grein í þessum þremur þrautum er lagður saman fær hann um 7900 stig. Því er ekki óraunhæft aö segja aö 7900 stigin búi í Þráni og tímaspursmál hvenær hann nær þeim árangri og nálgast 8000 stig- in. Þráinn fær gott tækifæri til aö spreyta sig á heimsmeistaramót- inu í Helsinki í sumar. — ágás. • Þráinn Hafsteinsson náði mjðg góðum árangri á bandaríska háskólamótinu (frjálsum (þróttum og hefði aö öllum líkindum sigrað heföi hann náö sínu besta í hástökkinu. Bandaríska háskólameistaramótið í frjálsum íþróttum: Komast f jórir Islendingar á verðlaunapall á mótinu? Á undanförnum árum hafa ís- lenzkir frjálsíþróttamenn náö frábærum árangri á háskólamót- um í Bandaríkjunum. 5 íslend- ingar hafa náö þeim merka áfanga, aö verða meðal 6 fyrstu á háskólameistaramóti. Keppend- ur, sem eru í 6 fyrstu sætunum, hljóta titilinn „All America" og jafnframt áletraðan, veglegan skjöld. „All America“ titill: Hreinn Halldórsson, Alabama, tvisvar sinnum í kúluvarpi 1980, utan- og innanhúss. islandsmet- hafi 21,09 m. Óskar Jakobsson, Austin í Tex- as, 4 sinnum í kúluvarpi á árunum 1980—1982. Best 20,61 m. Einar Vilhjálmsson, Austin í Tex- as, einu sinni í spjótkasti 1982. ís- landsmethafi 85,12 m. Oddur Sigurösson, Austin í Tex- as, í 4x400 m boöhlaupi 1982. is- landsmethafi í 400 m á 46,49 sek. Þórdís Gísladóttir, Alabama, í hástökki utanhúss 1982 og inn- anhúss 1983. íslandsmet 1,88 m inni og 1,87 úti. í vetur hefur á annan tug frjáls- íþróttafólks veriö viö nám, æfingar og keppni í Texas, Alabama og San Jose í Kaliforníu. Frjálsíþrótta- fólkið á eftir aö láta mikiö aö sér kveöa í sumar. íslendingar keppa á háskólameistaramótinu í frjálsum íþróttum í Texas um helgina Bandaríska háskólameistara- mótiö í frjálsum íþróttum, NCAA Championship, fer fram í Huston í Texas þessa dagana. Á mótinu keppa margir af bestu frjálsíþróttamönnum Bandaríkj- anna. Einnig fjölmargir kepþendur frá öörum löndum, t.d. Kenya og Norðurlöndum, sem stunda nám og æfingar viö háskóla þar. 8 íslendingar keppa á meistaramótinu Þórdís Gísladóttir, Alabama, há- stökk. íris Grönfeldt, Alabama, spjótkast. Siguröur Einarsson, Alabama, spjótkast. Vésteinn Hafsteinsson, Alabama, kringlukast. Þráinn Hafsteinsson, Alabama, tugþraut. Óskar Jakobsson, Austin í Texas, kúluvarp, kringlukast. Einar Vilhjálmsson, Austin i Texas, spjótkast. Oddur Sigurösson, Austin í Texas, 4x400 m boöhlaup. Track & Field News: 4 íslendingar á verðlaunapalli? Eitt víölesnasta frjálsíþróttablaö heimsins, Track & Field News, birt- ir í maíheft spádóma sína um sig- urvegara og 12 fyrstu sætin á meistaramótinu. I stigakeppni háskóla er Wash- ington State spáö sigri í karla- keppni, Alabama þriöja sæti og Austin í Texas 6. sæti. Tennessee er spáö sigri í kvennakeppni. Þórdísi Gísladóttur, sem nýlega setti íslandsmet sitt, 1,87 m í há- stökki og hefur veriö nær ósigr- andi undanfariö, er spáö sigri. I kúluvarpi er svertingjanum Mike Carter, 21,30 m i ár, spáö sigri, Dean Crouser ööru sæti, og jafnframt sigri í kringlukasti. Crouser keppti á Reykjavíkurleik- unum í fyrra. Óskar Jakobsson er settur í þriöja sæti. Óskar kastaði 20,15 m í Austin 26. mars. I kringlukasti er Vésteini Haf- steinssyni spáö þriöja sæti, en hann hefur kastaö 62,60 m í ár. Meöaltal átta móta er 60,12 m. Óskar Jakobsson er settur í 6. sæti en hann á 59,64 í ár. Best 63,24 m. • Hreinn Haddóruon Einari Vilhjálmssyni, sem setti glæsilegt íslandsmet, 85,12 nýlega í spjótkasti, er spáö öðru sæti. Ein- ar á möguleika á sigri. Sigurði Einarssyni, sem kastaöi 76,36 m í apríl, er spáö 12. sæti. Islandsmethafinn í tugþraut, Þráinn Hafsteinsson, 7724 stig, er settur í fjóröa sæti. Mike Ramos er spáö sigri. ólmtur Unnsteln—on • Óskar Jakobsson • Oddur Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.