Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1983 41 fólk í fréttum + Christina Onassis hneykslaAi landa sína heldur bet- ur nú fyrir skemmstu þegar í Ijós kom, að hún gat ekki talað móðurmálið, grísku, svo skammlaust væri. Christina er raunar alin upp í Englandi og hefur gengið í enska skóla og talar þess vegna grískuna þannig að eitt rekur sig á annars horn. Hún forðast það líka eins og heitan eldinn að koma fram opinberlega og halda ræður. Að þessu sinni komst hún þó ekki hjá því þar sem það féll í hennar hlut að úthluta þeim þremenn- ingunum Andrzej Wajda, Sadruddin Aga Khan og Duncan-Sandys lávarði úr sjóði, sem stofnaður var til minningar um bróður hennar, Alexander. + Elton John er maður mjög fingrafimur og hér er það hún Alana Stewart, sem fær að finna fyrir þvl. Hún virðist þó hafa gaman af og líka Liza Minelli, sem brosir sínu breiðasta. Rod Stewart, eiginmaður Alönu, er hins vegar eiaa ot á háðnm áttnm. + Þessar álitlegu stúlkur leika allar I nýjustu Bond- myndinni, „Octopussy", og var myndin tekin á strönd- inni í Cannes í Frakklandi þegar kvikmyndahátíðin stóð þar sem hæst. Lengst til vinstri er Tina Robinson, þá Caroline Seaward, svo Janine Andrews og loks Mary Stavin, en hún var í eina tíð kjörin Ungfrú Alheimur. COSPER — Lárus kemur rétt strax, herra forstjóri. Hann er bara að hita fyrir mig diskana. Kópavogi. Sími 46244. Höfum opnað glæsilegan skemmtistað í Kópavogi. Gott diskótek undir stjórn Ás- geirs R. Bragasonar, sem hefur m.a. allt það nýjasta og besta í nýbylgjutónlist, og að sjálf- sögðu gleymum við ekki öllu hinu. Hljómsveitir verða á staðnum í sumar og sjá um lifandi tónlist. í kvöld koma fram Frakkar ásamt Þorsteini Magnússyni. Miðaverð 100 kr. Aldurstakmark 18ára. SPUNNIÐ UM STALÍN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN trúr og tryggur. Stalín lokar augum. Voroshíloff hvíslar: Tilkynning læknanna í dag lofaði ekki góðu. Ég hef alltaf sagt, að það er ekkert að marka lækna, segir Krúsjeff í hálfum hljóðum. Þeir vilja bara hafa vaðið fyrir neðan sig, bætir Búlganin við. Hann nær sér, segir Krúsjeff. En Bería segir hryssingslega: Skýrslur læknanna Ijúga ekki. Þá lítur Malenkov á Bería, kinkar kolli til samþykkis og segir: Nei, þær Ijúga ekki. Kaganovich gengur inn, þögull. Svetlana er í fylgd með honum. Ég tók hana með, segir hann. Þeir hinir kinka kolli. Hún gengur að dánarbeði föður síns. Hún upplifir dauðastríð hans með allt öðrum hætti en aðrir. Hún gerir sér ekki fullkomna grein fyrir atburðarásinni. Treystir þeim ekki öllum. Hefur erft andúðina á Bería frá móður sinni. Það veit hann. Henni finnst dauðastríðið hræðilegt. Faðir hennar er að kafna. Hryllingur eins og í sögu eftir Poe. Stalín lyftir allt í einu vinstri hendi, eins og hann sé að kalla yfir^au bölvun, finnst henni. óskilj- anleg og ógnþrungin handahreyfing. En svo verður andlit- ið „fagurt, rólegt og óbifanlegt". Farið út með Svetlönu, segir Bería. Hinir eru þögulir og grafkyrrir. Lúkowsky segir: Hann er sofnaður aftur. Púlsinn er afar veikur. Læknarnir ganga út, niðurlútir. Svetlana fer með þeim. En hún ætlar að koma aftur. Vera viðstödd, þegar faðir hennar skilur við. Er hann búinn að missa meðvitundina aftur? spyr Bería. Nei, segir Krúsjeff. Hann sagði hann væri sofnað- ur. Bería nýr saman lófunum: Sofnaður! Það er kominn tími til, að hann sofni. Ha? hváir Krúsjeff undrandi. Tími til? segir Voroshíloff. Félagi Bería á við, að honum sé hollt að sofa, segir Malenkov. Ég á ekki við annað en það, sem ég sagði, segir Bería hranalega. En heimskir menn skilja aldrei, hvað þeim er fyrir beztu. Fyrir beztu? spyr Krúsjeff. En Voroshíloff segir: Þetta lamb þarna á veggn- um minnir mig á Kamenev. Malenkov segir undrandi: Ha, Kamenev? Fremur sýndist mér hann í ætt við úlfinn en lambið, segir Bería. Það hélt maður, bætir Krúsjeff við. Annað kom í Ijós, var mér sagt, segir Voroshíloff. Hann var enginn úlfur, heldur lamb undir úlfsfeldi. Stal- ín hélt hann væri úlfur í sauðagæru. Og lambið var leitt til slátrunar, segir Bería glaðhlakkalega. Kamenev var óraunsær skýjaglópur. Skrifaði 1919, bætir Voroshíloff við fullur vandlætingar, að Evrópa yrði öll kommúnistísk árið eftir! Þeir flissa. En þá hreyfir Stalín sig. Þeir hrökkva undan. Hann hreyfir sig, segir Kaganovich glaður. Ráðs- konan kemur inn. Þá segir Bería höstugur: Vorum við ekki búnir að segja, að við vildum ekki að neinn kæmi hingað inn nema nánustu samstarfsmenn? Er ég ekki einn af þeim, félagi? spyr ráðskonan. Það koma vöflur á þá. En hún bætir við: Sefur hann, blessaður? Krúsjeff svarar: Hann mókir. Hún horfir á Stalín, hrygg. Hún horfir lengi og hún hugsar með sjálfri sér: Það er víst bezt að draga sig í hlé. Nú fara þeir að spyrja mann spjörunum úr og snegla uppi allt, sem maður hefur einhvern tíma heyrt eða sagt um ævina. Hún hristir höfuðið, sorgmædd. Svo gengur hún út og þeir hinir á eftir henni. Bería strunsar út: Bílinn minn, skipar hann frekjulega. Hann á erindi í Moskvu. En ætlar að koma aftur. Til að stjórna þessu dauðastríði — eins og öðru. Hafa auga með félögunum. Ekki sízt Krúsjeff. Þeir eiga eftir að umgangast hvor annan, eins og segir í upp- hafi þessarar frásagnar. Með gagnkvæmri tortryggni. 45 fvan grimmi, rotnun, dauði. Söngur gjallarhornanna. (Kornið og sigðin, Vll-kafli.l FRAMHALD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.