Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1983 + Eiginmaður minn og faðir okkar, ÞÓRÐUR MAREL JÓNSSON, Baldursgötu 7A, andaöist í Vífilsstaðaspítala að morgni 1. júní. Margrét Árnadóttir og börn. Eiginkona mín, GUDRÚN HÓLMFRfOUR EYÞÓRSDÓTTIR, andaöist 25. maí sl. Útför hennar hefur þegar farið fram. Þakka ég hjartanlega öllum þeim sem hafa auösýnt mér óumræðilega ástúð við andlát hennar og útför. Þórður Kristleifsson. + Eiginmaður minn og faöir okkar, ÁSGEIR GfSLASON, skipstjóri, Þinghólsbraut 50, Kópavogi, lést í Borgarspitalanum 29. maí. Útför hans veröur gerð frá Foss- vogskirkju mánudaginn 6. júní kl. 13.30. Hildur Frímann og börn. + Moöir min, ■ ÞÓRUNN TÓMASDÓTTIR, fró Garðhúsum, Stokkseyri, verður jarösett frá Nýju kapellunni, Fossvogi, i dag, fimmtudaginn I 2. júní kl. 13.30. . .. Guðmundur Jónasson + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, EIRÍKUR GUOMUNDSSON, Möðruvallastræti 9, Akureyri, veröur jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 3. júní kl. 13-30- Anna Sigurveig Sveinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Konan mín og dóttir okkar, VIGDÍS PÁLSDÓTTIR, Ysta-Skóla, Vestur-Eyjafjöllum, verður jarðsungin frá Ásólfsskálakirkju laugardaginn 4. júní kl. 14. Blóm og kransar vinsamlegast afbeöiö. Fyrir hönd barna og systk- ina hinnar látnu, _. _ . . . Emar Svembjarnarson, Þorbjörg og Páll H. Wíum. Móöir okkar, KRISTJANA GUDBRANDSDÓTTIR NORÐDAHL, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. júni kl. 13.30. Gunnar Davíðsson, Kristín Stefónsdóttir, Jónína Finsen, Níels Finsen. Guðmundur Grétar Norödahl, Lilja S. Norðdahl, börn og barnabörn. + Eiginmaður minn, faöir og afi, GUDMUNDUR ÞÓRARINN ÖGMUNDSSON, Tjarnargötu 43, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaglnn 3. júní kl. Amanda Ingibjörg Baldvinsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, Ingþór Sævarsson, Þórlaug Einarsdóttir, Þórarinn Einarsson, Amanda Ingibjörg Einarsdóttir. + Útför móður okkar og fósturmóður, MARGRÉTAR INGIBJARGAR GISSURARDÓTTUR, frá Byggðarhorni, til heimilis að Safamýri 93, er andaðist í Landspítalanum 24. maí, verður gerð frá Selfoss- kirkju laugardaginn 4. júní kl. 2 síödegis. Ferð veröur frá Umferð- armiðstööinni kl. 12.30. Sigrún Guðbjörnsdóttir, Sigurjón Guðbjörnsson, Ragna Pálsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir. Minning: Gísli Jónsson eld- varnaeftirlitsmaður Fæddur 27. júlí 1924 Dáinn 23. maí 1983 Það er með söknuði og döprum huga, sem ég sest niður til að skrifa nokkrar línur um góðan dreng, sem um aldur fram er horf- inn á braut frá okkur sem störfuð- um með honum og áttum hann að vini. Eftir þrálát veikindi og tvo mjög erfiða uppskurði sem Gísli hafði orðið að þola á tveim árum, vorum við að vonast til að geta notið samverunnar við hann og hans góðu starfskrafta í nokkur ár. Þegar Gísli ákvað að fara með eiginkonu sinni í síðbúið orlof frá fyrra ári til hlýrra loftslags til að flýta fyrir batanum, sem þegar var augljós eftir lungnauppskurð- inn, þóttumst við vissir um að fá hann til baka frískan og fullan af starfsgleði. En vilja skaparans er erfitt að sjá fyrir og það var sorg- arstund fyrir slökkviliðsmenn í Reykjavík að taka á móti honum látnum á flugvellinum sl. fimmtu- dag. Gísli Jónsson fæddist í Reykja- vík 27. júlí 1924. Foreldrar hans voru Jón Þorsteinsson, skósmiður og verkstjóri í skógerð Lárusar G. Lúðvíkssonar og kona hans Jónína Gísladóttir frá Eyrarbakka, og eru þau bæði látin fyrir mörgum árum. Alsystir Gísla er Steinunn Jónsdótttir, sem gift var Hjalta Ólafssyni, stýrimanni, og mér var kunnugt um að Gísla var ávallt mjög hlýtt til. Þá átti Gísli tvo hálfbræður. Móðursystir Gísla er Guðmunda Gísladóttir sem bjó lengi á Lindargötu 13 en dvelst nú á Hrafnistu í Reykjavík í hárri elli. Skólaganga Gísla varð ekki löng, hann stundaði nám í skó- smíði í Iðnskólanum í Reykjavík en hvarf frá því námi og gerðist starfsmaður hjá Landsíma ís- lands, einkum við akstur. í október 1951 réðst Gísli til starfa í slökkviliðinu í Reykjavík sem brunavörður, en þó einkum til sjúkraflutninga fyrst í stað. Kom fljótt í ljós hve framkoma og skap- gerð þessa unga og glæsilega manns var traustvekjandi. Það álit sem hann ávann sér í starfinu gerði valið auðvelt þegar Gísli sótti um að flytjast í eldvarnareft- irlitið í árslok 1963. Á þeim tíma 'voru eldsvoðar tíðir og brunatjón mikil. Var þvi ákveðið að efla eld- varnaeftiriitið til muna, en fram að þeim tíma höfðu aðeins tveir menn starfað að eldvarnaeftirliti. Fyrstu kynni undirritaðs af Gísla voru um þetta leyti, er hann var að hefja störf við eldvarnaeft- irlit og leitaði eftir því að fá fræðslu um þessi mál. Rúmlega tveim árum síðar tók undirritaður við núverandi starfi og það var með því ánægjulegasta í starfinu að starfa með þeim ungu og áhugasömu mönnum sem þá voru að byggja upp hið virka eftirlits- starf sem hefur borið svo góðan árangur og vð höfum búið að á undanfarandi rúmum áratug. Þar var Gísli réttur maður á réttum stað virkur og áhugasamur, hæfi- lega fylginn sér en alltaf kurteis og þolinmóður, þótt á móti blési. Fyrir þetta starf geta borgarar Reykjavíkur og nágrannabyggða verið honum og félögum hans í eldvarnaeftirlitinu þakklátir. Gísli kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Huldu Stefaníu Sig- urðardóttur, Stefánssonar, verk- stjóra í Reykjavík, 30. nóv. 1946. Stofnuðu þau heimili í húsi Guð- mundu móðursystur Gísla að Lindargötu 13 og bjuggu þar allan sinn búskap. Var einkar kært með íbúum hússins alla tíð og reyndist Gísli móðursystur sinni betur en nokkur sonur. Undirritaður kom alloft á heimili þeirra Huldu og Gísia og naut gestrisni þeirra og vináttu. Greinilegt var hve sam- stillt og traust hjónabandið var og heimilisandinn frábær. Börn þeirra eru Jón Þorsteinn, tollvörður, kvæntur Diljá Mar- gréti Gústafsdóttur og eiga þau tvær dætur og Guðmunda Þórunn, húsmóðir, gift Haraldi Jónssyni, framkv.stj., en þau eiga tvö börn, telpu og soninn Gísla. Það er stór og mikill missir fyrir ástvinina að sjá á bak hinum ljúfa eiginmanni og ástríka föður og afa. Við starfsfélagar Gísla vottum okkar dýpstu samúð. Ferðalög innanlands og utan voru Gísla hugleikin. Oft ræddum við saman um ferðamöguleika og hvert halda skyldi næst. Um þá ferð sem Gísli nú er lagður af stað í ræddum við aldrei, en hana eig- um við öll eftir að þreyja. Und- irritaður óskar Gísla góðrar ferð- ar og góðrar heimkomu í þessari síðustu ferð og þakkar samstarfið og samveruna. Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóri. Þegar við fyrir fjórum vikum óskuðum starfsfélaga og vini Bryndis Björgvins- dóttir — Kveðjuorð Fædd 12. desember 1963 Dáin 26. aprfl 1983 Eitt blómið okkar var hrifið úr aldingarði fjölskyldunnar, en það lifir. Því var plantað í aldingarð- inn, þar sem öll blóm vaxa, og þroskast að eilífu, og þetta unga blóm var hún Bryndís okkar Björgvinsdóttir frá Sviðugörðum, uppalin hjá elskulegum fósturfor- eldrum. En það eru svo margir, sem fara héðan úr þessum táradal, en við vitum að látinn lifir, það er okkar bjargföst trú. Okkur er öllum áskapað að syrgja ástvin okkar, en við ykkur kæru ástvin, vil ég segja þetta, hugsum um hana sem er laus við þjáningar, sem svo margir verða að líða hér á jörðu, hana sem nú er gengin inn í dýrð guðs á himnum, og nú líður henni vel og við megum ekki gráta. Fögnum heldur því að góður guð hefur inn- leitt hana til eilífs lífs. Kæru foreldrar, fósturforeldrar og unnusti, systkini og aðrir ást- vinir, horfum til Guðs eilífu náð- ar, þökkum honum fyrir að taka hana í sinn náðar faðm, þar sem hún líður nú ekki framar, og ég + Útför fósturmóöur minnar, SVÖVU HELGADÓTTUR, fer fram frá Neskirkju föstudaginn 3. júní kl. 10.30. Fyrir hönd vina og vandamanna. Svava Jóhannsdóttir. okkar, Gísla Jónssyni, ánægju- legrar ferðar til sólarlandsins og góðrar heimkomu, óraði okkur ekki fyrir, að það yrði hinsta handtakið okkar hérna megin tjaldsins er aðskilur alla um stund. Við glöddumst með honum því þá hafði honum verið gefin björt von í þeim þungbæru veik- indum, er höfðu verið á hann lögð, og hann borið með æðruleysi síð- ustu tvö árin. í augum margra er einkenn- isklæddur eftirlifsmaður þess opinbera ímynd afskiptasemi og yfirgangs „Stóra bróður" er vill sveigja vilja og gerðir einstakl- inganna í samfélaginu að sínum boðum og bönnum. Gísli leit á starf sitt sem þjónustu. Hann kom sem hollráður vinur er leiðbeindi um hvernig forðast mætti vá. Á þann hátt eyddi hann tortryggni og ávann sér virðingu og vináttu þeirra, sem hann hafði afskipti af í eftirlitsferðum sínum, og um leið jók hann traust borgaranna á þeirri starfsdeild Reykjavíkur- borgar, er hann var fulltrúi fyrir. Gísli var okkur meira en starfs- félagi, hann var góður vinur, sem með fasi og orðum sínum minnti á hina gullnu reglu: „Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gjöra." Okkur er kunnugt, þó hann hafi ekki haldið því á loft, að margar voru skyndiheimsóknir hans, símtöl eða talstöðvarrabb við þá, sem ekki voru heilir og því afskiptir af fjöldanum. Við sendum eiginkonu, börnum, barnabörnum og öðrum vanda- mönnum hans samúðarkveðjur. Við tregum brottför hans, en við vitum, að hann var samvisku- samur slökkviliðsmaður og því ávallt viðbúinn útkalli og þá ekki síst þessu síðasta, sem enginn á afturkvæmt úr. Sú var vissa hans og trú, að við ættum eftir að hitt- ast, þegar við kæmum á það æðra stig, sem hann er nú genginn inn á, og er það huggun harmi gegn. Starfsfélagar á skrifstofu slökkvistöðvarinnar og viö Eldvarnareftirlit Reykjavíkurborgar. veit að hún mun innan skamms láta ykkur öll vita um sig. Syrgj- um ekki um of, horfum til eilífs lífs, þar sem við sameinumst öll að eilífu. Guð geymi sálu minnar elsku- legu Bryndísar. Langamma. Guð er eilíf ást. Engu hjarta er hætt. Ríkir eilíf ást. Sérhvert ból skal bætt. IiOfið guð sem gaf. Þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húmsins haf. Allt er Ijós og líf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.