Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1983 Norrænir vélstjórar þinga Dagana 19.—20. maí var haldið hér í fyrsta sinn þing Norræna Vélstjórasambandsins sem Vél- stjórafélag íslands gerðist form- legur aðili að 1981. Myndin er frá heimsókn þing- fulltrúa í Vélskóla tslands en þar kynnti Andrés Guðjónsson þeim skólann í beinu framhaldi af um- ræðum á þinginu um menntun- armál vélstjóra. SÝNINGARFERÐ MEÐ SÍÐUSTU LAPPANA Af norrænu yísnamóti eftir Jakob S. Jónsson „Það er til hópur fólks, sem get- ur aldrei látið vera að hittast. Þetta er í rauninni ósköp venju- legt fólk þegar það dvelur heima fyrir; það þrífst, stundar sín áhugamál, hugsar og líður ýmist vel eða illa eftir atvikum. En eitt áhugamál sameinar allt þetta fólk, og það áhugamál er því svo mikilvægt, að það myndi vaða gegnum eld og vatn til að iðka það áhugamál sitt. Þetta áhugamál er vísan og vísnasöngurinn; og fólkið, það er vísnavinir." Eitthvað á þessa leið hljóðar inngangurinn að dagskrárblaði Norrænu vísnavikunnar, sem haldin var hér í Stokkhólmi í marsbyrjun sem leið — og var þar um að ræða stærstu vísnahátíð, sem haldin hefur verið til þessa í Stokkhólmi. Því sem næst fimm- tíu vísnasöngvarar mættu frá öll- um Norðurlöndunum, og þeir tróðu upp á fimmtán konsertum, sem haidnir voru víðs vegar í Stokkhólmi. Auk þessara konserta voru uppákomur utan dagskrár, þar sem menn sungu hver fyrir annan og sjálfan sig og léku á hljóðfæri sín, gjarnan af fingrum fram. Enda segir áfram í áðurnefnd- um inngangi: Þegar þetta fólk hittist, líður því vel. Menn syngja, hlusta og læra hver af öðrum og mynda söng- og hljómsveitir. Ein- hver dregur munnhörpu úr pússi sínu, og annar lumar á þverflautu. Sumir vísnasöngvaranna, sem tróðu upp í Stokkhólmi á hátíð- inni, hafa tónlistina að lifibrauði; aðrir grípa til tónlistarinnar í frí- stundum af því hún veitir hvíld frá dagsins önn og amstri. En allir finna fyrir þeirri ánægju, sem vísnasöngurinn veitir og hafa þörf fyrir ekki aðeins að hittast og syngja saman, heldur einnig að deila söngnum — og ánægjunni — með sér til annarra. Þess vegna var efnt til Norrænnar vísnahátíð- ar. Það þarf ekki að fara mörgum Samskipti íslenskra vísna- söngvara viö félaga sína á Noröurlöndum eru ... háð budduþykkt hvers og eins; og hið sama er að segja um þá erlendu vísnavini sem vilja meira en gjarnan koma til ís- lands. orðum um gildi og gagnsemi nor- ræns samstarfs; það er löngu orðið lýðum ljóst og skiptir engu hvort um er að ræða vísnasöng eða ann- að, sem þjóðirnar sameinast um. Hins vegar er rétt að muna, að það er fremur stutt síðan við íslend- ingar gerðumst virkir í norrænu samstarfi um vísnasöng. Það staf- ar sumpart af því að vísna- söngurinn, í þeirri mynd sem hann þekkist í Skandinavíu og í Finn- landi, á sér tiltölulega skamma sögu á íslandi, og svo var það ekki fyrr en árið 1977, að félagið Vísna- Ewert Ljusberg heitir þessi krafta- legi Svíi. Hann kann m.a. að spila á munnhörpu — án þess að hafa nokkra munnhörpu! Greinarhöfundur tekur lagið. Ljósmyndir: Sid Jansson. vinir var stofnað á Islandi. Þá þegar voru samskipti við eldri hliðstæð félög á Norðurlöndum efld fyrir frumkvæði og atorku m.a. Gísla Helgasonar, Guðmund- ar Árnasonar og Hanne Juul. Samskipti íslenskra vísnasöngv- ara við félaga sína á Norðurlönd- um eru þó ennþá — því miður — háð budduþykkt hvers og eins; og hið sama er að segja um þá er- lendu vísnavini, sem vilja meira en gjarnan koma til íslands. Þótt vísnakvöld séu vinsæl og vel sótt hvarvetna, skila þau engan veginn Birgitta Hylin frá Fereyjum syngur aðallega þjóðlög, en hefur einnig samið lög við íslensk Ijóð. Síöustu Lapplanderbílarnir frá Volvo veröa seldir næstu daga á sérstöku verði, aöeins 198.496.00 krónur (gengi 6/5 ’83, óyfirbyggöir). Kristján Tryggvason, þjónustustjóri Veltis hf. verður meötvo glæsilega Volvo Lappa í ferö sinni til umboðsmanna víðsvegar um landiö. Kristján sýnir Lapplander Turbo meö vökvastýri, læstu drifi og innbyggðu spili. Hann kynnir líka möguleika á stálhúsi auk blæjuhúss. Þetta er einstakt tækifæri fyrir bændur og aðra fram- kvæmdamenn, hjálparsveitir og fjallamenn - og alla þá sem vilja notfæra sér þetta einstæöa tækifæri. Kristján sýnir Lappana: 1. júní Patreksfjörður - Tálknafjörður 2. júní ísafjörður 3. júní Bolungarvík Lmk** Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 /, -/*] Stjórn Skáksambandsins endurkjörin: ísland á forgangsrétt að Ólympíuskákmótinu 1986 AÐALFUNDUR Skáksambands fs- lands fór fram laugardaginn 28. maí. Gunnar Gunnarsson var endurkjörinn forseti sambandsins og mótframboð komu hvorki fram gegn honum né öðrum stjórnarmönnum sem gáfu kost á sér til endurkjörs. Þeir voru Guðbjartur Guðmundsson, Friöþjófur M. Karlsson, Sigurberg H. Elentín- usson. Trausti Björnsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Þráinn Guðmunds- son. Garðar Guðmundsson gaf ekki kost á sér áfram og var i hans stað kosinn Sigurberg H. Elentínusson. í varastjórn sambandsins voru kjörin þau Olafur H. Olafsson, Margeir Pétursson, Áslaug Kristinsdóttir og Jón Rögnvaldsson. Öfugt við það sem tíðkast hefur oft áður var lítið deilt á fundinum á laugardaginn. Fráfarandi stjórn gerði grein fyrir miklum fjárhags- örðugleikum sem sambandið hafi átt við að stríða allt síðasta starfs- ár. í máli gjaldkera sambandsins, Friðþjófs M. Karlssonar, kom m.a. fram, að mestöll orka stjórnarinnar hafi farið í að grynnka á miklum skuldum sem safnast hefðu undan- farin ár, svo og að fjármagna ferð íslenska skáklansliðsins til Luzern og Middlesborough. Starfsemi sam- bandsins var því í algjöru lágmarki í vetur af þessum sökum, m.a. hefur það orðið að hætta að hafa fastan starfsmann á skrifstofu sinni. Þá kom fram, að erfiðleikar Skáksambandsins stöfuðu m.a. af því að opinberir styrkir til þess hefðu rýrnað mikið í verðbólgunni og væru nú ekki nema hluti þess sem áður hefði verið. Þeir opinberu styrkir sem sambandið fékk á síð- asta starfsári nægðu t.d. ekki til að greiða fjármagnskostnað þess á sama tímabili. Umræður urðu nokkrar um möguleika íslendinga á því að halda Ólympíumót í skák í náinni fram- tíð. Nefnd var kosin til að fjalla um þetta, og eiga í henni sæti þeir Gunnar Gunnarsson, Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri og Jón Böðvars- son, skólameistari. Ólympíuskák- mótið 1984 verður væntanlega hald- ið á Filippseyjum, en fslendingar eiga forgangsrétt að mótinu 1986. Ákveðið svar um það hvort mótið verður haldið hér verður að gefa í síðasta lagi á þingi FIDE haustið 1984.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.