Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÍJNÍ 1983 15 synlegur á meðan stærsta orustan við verðbólguna stendur yfir. Ná- ist verulegur árangur í þeim átök- um, er það vísasta kjarabótin fyrir allan almenning í landinu, einkum láglaunafólkið. í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar er lýst fjölmörgum verk- efnum, sem stjórnin ætlar að vinna að á kjörtímabilinu. Brýn- ust er baráttan við verðbólguna til að koma í veg fyrir atvinnubrest, sem ella hefði orðið, en margvís- legar eftirtektarverðar umbóta- tillögur í atvinnumálum og fyrir- heit um kerfisbreytingar á sviði hagstjórnar og stjórnsýslu lofa góðu. Aðalatriðið er að ríkisstjórn hafi dug til að taka á erfiðum mál- um strax í upphafi, festu til að standast freistingar vegna stund- arvinsælda og kjark til að leggja verk sín og áform í dóm kjósenda, ef öfl utan þingsins ætla að brjóta stefnuna á bak aftur. í trausti þess standa Sjálfstæðismenn þétt saman um þessa nýju stjórn og óska henni góðs gengis. anfarin misseri hljóta að vekja spurningar um kennslu hans í stjórnmálafræði, er hann hefur að nýju störf við Háskólann í haust. Mun prófessorinn í stjórnmála- fræðikennslu sinni tala um „Geirsíhaldið", „stuttbuxr adeild- ina í Sjálfstæðisflokknum", „Eimreiðarklíkuna", „hégóma og íhaldsdaður Steingríms Her- mannssonar", „ættarveldið í Al- þýðuflokknum", „þríeina hollustu við erlenda stóriðju", „verktaka- brask“, „hermangsfyrirtæki" eða „Natólið og stóriðjusveit", svo að- eins séu tilgreind nokkur orð úr klisjusafni prófessorsins? — Verður það kennsla af þessu tagi, sem nemendum í stjórnmálafræði verður boðið uppá? — Eða mun prófessorinn Olafur Grímsson biðja nemendur sína að taka tak- markað mark á stjórnmálamann- inum Ólafi Grímssyni. Stjórn- málaþátttaka prófessors við Há- skólann, sem kenna á stjórnmála- fræði hlýtur að vekja efasemdir. Greinar ólafs R. Grímssonar að undanförnu um andstæðinga sína í stjórnmálum eru ekki til þess fallnar að draga úr slíkum efa- semdum. Anders Hansen er blaðamaður rið Morgunblaðið. í desember 1942 til októ- bermánaðar 1944. Hann átti aldrei sæti á alþingi, né heldur tveir af ráðherrum í ráðuneyti hans, Vilhjálmur Þór, bankastjóri, og Jóhann Sarnundsson, prófessor. Hinir tveir ráðherrarnir í stjórninni, Björn Ólafsson og Einar Arnórsson, áttu ekki sæti á alþingi þá, en Einar fyrr og Björn síðar. 11. Kristinn Guðmundsson, kennari og skattstjóri, var utanríkisráðherra 1953—’56. Hann átti aldrei sæti á alþingi sem aðalmað- ur, en kom þar inn tvivegis stuttan tíma áður, vara- þingmaður Eyfirðinga. Hafa þá verið talin ellefu dæmi þess að ráðherrar væru skipaðir utan raða alþingismanna, og má vera að fleiri finnist. Að því er Geir Hallgrímsson varðar, ætla ég að vandfundinn væri sá maður sem fyrir flestra hluta sakir væri betur kominn að ráðherraembætti nú, þó svo að óheppilegar reglur um val frambjóðenda í Reykjavík og pólitísk stórmerki að öðru leyti yllu því að hann á ekki sem stend- ur sæti á alþingi. 28.5/83, GJ. eftir Kjartan Gunnarsson Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg efndu miðvikudaginn 18. maí, til fundar með tveim full- trúum Efnahagsbandalags Evr- ópu, sem hér voru á vegum sam- takanna Viðskipti og Verslun. Umræðuefni fundarins var „Efna- hagsbandalagið og Sovétríkin." Örkumál og orkuöflun var eitt þeirra efna sem rætt var bæði í framsöguræðum og í almennum umræðum að þeim loknum. í sam- bandi við orkumálin var nokkuð spurt um hina miklu gasleiðslu sem nú er verið að leggja frá Ráð- stjórnarríkjunum til Vestur- Evrópu. Fulltrúar Efnahags- bandalagsins greindu frá því að gasið sem flutt yrði um leiðsluna samsvaraði 4% af heildarorku- notkun ríkjanna í Efnahags- bandalaginu og þótt skrúfað yrði fyrir gasstreymið mundi það ekki valda óbætanlegu tjóni fyrir við- komandi ríki heldur yrði hægt að bæta það upp með öðrum hætti. f tilefni af þessum umræðum spurði sá er þetta ritar spurningar sem var eitthvað á þessa leið: „í framhaldi af þeim upplýsingum sem hér hafa komið fram um að gaskaup EBE-landa frá Sovétríkj- unum séu aðeins 4% heildarorku- notkunar landanna langar mig til að draga athyglina að orkubúskap íslands. Við Islendingar kaupum nánast allt okkar eldsneyti fyrir bíla, skip, flugvélar og til húsahit- unar frá Sovétríkjunum. í fram- haldi af þessu vil ég spyrja hvort „Þessi athugasemd ráðu- neytisstjórans er tilefni þessa greinarkorns, þar sem í stuttu máli verða kynntar nokkrar stað- reyndir um olíu- og bensínkaup landsmanna.“ Efnahagsbandalagið mundi ráð- leggja aðildarlöndum sínum að vera því nær algerlega háðir ein- um aðila um eldsneytiskaup sín?“ Þessari spurningu svaraði ann- ar af fulltrúum EBE þannig að Efnahagsbandalagið ráðlegði að- ildarríkjum sínum að dreifa sem mest áhættunni af orkukaupum og vera engum einum háður í því efni. Að þessu svari gefnu stóð á fæt- ur Þórhallur Ásgeirsson, ráðu- neytisstjóri viðskiptaráðuneytis- ins og kvaðst harma að svo rangar olían upplýsingar væru gefnar um eldsneytiskaup fslendinga, flug- vélabensín væri alls ekki frá Sov- étríkjunum og aðeins 60% af eldsneyti sem keypt væri til ís- lands væri keypt frá Sovétríkjun- um. Þessi athugasemd ráðuneytis- stjórans er tilefni þessa greinar- korns, þar sem í stuttu máli verða kynntar nokkrar staðreyndir um olíu- og bensínkaup landsmanna. í upphafi skal það tekið fram að það er hárrétt hjá ráðuneytis- stjóranum að flugvélabensín er ekki keypt frá Sovétríkjunum og bið ég fundarmenn á fyrrnefndum fundi afsökunar á þessari villu, sem heppilegt var að ráðuneytis- stjórinn leiðrétti strax, en frekar verður vikið að flugvélabensíni síðar. Samkvæmt upplýsingum Hag- stofu fslands voru á árinu 1982 fluttar inn eftirtaldar tegundir og magn af olíu og bensínvörum. tonn Vanalegt bensín 97.693 Flugvélabensín 1.276 Þotueldsneyti 54.572 Bensínkennt þotueldsn. 2.670 Gasolía 203.810 Brennsluolía 141.442 Smurolía, smurfeiti 6.242 Alls 507.705 tonn Fyrir þá, sem ekki þekkja til er rétt að geta þess að gasolía er not- uð til húsahitunar og til að knýja áfram skip, brennsluolía (svart- olía) er notuð fyrir skip og t.d. loðnubræðslur, og vanalegt bensín er notað á bíla, notkun annarra tegunda er ljós af nöfnum þeirra. Áf þeim 507.705 tonnum af elds- neyti sem flutt er inn koma 328.909 tonn frá Ráðstjórnarríkj- um eða 64—65%. Kaup á þotueldsneyti og flug- vélabensíni eru ekki innifalin í olíuviðskiptunum við Ráðstjórn- arríkin og hafa aldrei verið m.a. vegna þess að hér er um afar vandmeðfarna vöru að ræða og þýkja gæði hennar frá Ráðstjórn- arríkjunum ekki vera nægilega góð að margra dómi. (Þar er t.d. ekki óalgengt að erlendar þotur sem lenda í Ráðstjórnarríkjunum taki þar ekki eldsneyti heldur hafi með sér varabirgðir). Af þeim 54.000 tonnum þotu- eldsneytis sem flutt voru til fs- lands 1982 voru 15—20.000 tonn (um 30%) seld erlendum flugvél-“ um. Smurolíur og smurfeiti hafa olíufélögin ávallt flutt inn á frjálsum grundvelli frá erlendum viðskiptaaðilum, það eru um 1,2% af heildarolíuinnflutningnum. Að þessu athuguðu stendur eftir sú staðreynd að af mikilvægustu olíuvörum sem fluttar eru til landsins, bensín á bíla, olían fyrir skip og til húsahitunar koma um 75% frá Ráðstjórnarríkjum eða 328.909 tonn af 442.945. Þau 25% sem eftir eru koma að mestu frá Portúgal, en þau viðskipti eru til- tölulega nýhafin. Fullyrðing mín um að fslendingar séu háðir ein- um aðila um mikilvægustu olíu- innkaup sín stendur því fullkom- lega óhögguð. En einhverjir telja 75% e.t.v. ekki nóg og álíta að kaupin þurfi að vera 90 eða 100% frá einum aðila til að hægt sé að tala um að landið sé háð einum aðila í þessu efni. Og það kæmi ekki á óvart að einhverjum þætti 100% jafnvel ekki nóg til að við teldumst vera háðir Ráðstjórnun- um um olíukaup. Kjartan Gunnarsson er fram- kræmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Sérstakt ferðatilboð í tengslum við „l love New York" Þaö er ómögulegt aö láta sér leiðast í New York. Pað er alltaf hægt að finna eitthvað nýtt og skemmtileg við sitt hæfi. Leikarar fara til New York til að sjá söngleikina á Broadway, æfingaleikhúsin í SoHo og Creenwich Village, og frumsýningaleikina á 44. götu. Á Upper East Side rekur Sella Pálsson pekktan leiksýningastað. Söngvarar sækja söngskemmtanir í Town Hall og Lincoln Center t.d. hjá Metropolitan Opera House. Par söng Maria Markan á sinum tima. Listamenn sækja sýningar The Cloisters, The Frick Collection, Cuggenheim Museum og Museum of Modern Art, Cuggenheim á það til að sýna verk eftir Nínu Trvggvadóttur. Ef þú vilt versla eins og innfæddur Manhattan - búi, þá skaltu skoða þig um i Bloomingdales og hjá Saks Fifth Avenue, en þess skal getið að þessar verslanir eru ekki þær ódýrustu í borginni. Ef þú vilt fara á veitingastað, þar sem New York .stjörnurnar' koma til að sýna sig og sjá aðra, er reynandi að kikja inn á Sardis i hádeginu, .21' club i kvöldmat, og þjá Elaines eftir miðnætti. Sérstakt Fluglelða tilboð tll þelrra sem vllja notfæra sér vorskemmtanir stór- borgarlnnar glæsllegu, - leikhús, söng- leikl, óperur, balletta, jazzklubba, tónlelka, llstsýningar, uppboð, o.fl., o.fl. Flugferðlr frá 13.623.00 krónum. Glsting i 7 daga á góðu hóteli frá 5.947 00 krónum. Cengi 31. 5. '83 FLUGLEIDIR Gott tólk hjá traustu télagi EWYORK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.