Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1983 ást er... ?-/5 \^o .,. að hœla hon- um fyrir allt hans erfiði. TM Rog U S Pat Oft — all riflhts resorved • 1979 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffinu Fallega gert af þér að bjóða mér heimfylgd, en þess gerist ekki þörf í kvöld! HÖGNI HREKKVlSI Pétur Guðmundsson skorar fyrir Blazers í leik gegn N.Y. Knicks. Gaman væri að sjá önnur lið í NBA en þau sem leika til úrslita Þ.V.O. skrifar: „Velvakandi. Mig langar til að taka undir skrif 6899-1234 og 6894-5216 sem birtust í dálkum þínum 14. maí sl., og fjölluðu um banda- ríska körfuboltann N.B.A. Einnig vil ég þakka Bjarna Fel- ixsyni fyrir að sýna myndir frá N.B.A.-keppninni. Bjarni Fel. segir í svari sínu við fyrrnefndu tilskrifi, að þeg- ar hafi verið ákveðið að sýna úrslitaleikina í N.B.A. En þar sem sömu lið og í fyrra leika nú Þessir hringdu . . . Eftir höfðinu dansa limirnir Hólmfríður Sólveig Jónsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Við almennir borgarar, sem ráðamenn eru alltaf að hvetja til sparnaðar, ættum að fylgjast vel með því, hvernig þeir sjálfir fara að því að spara. Gamalt máltæki, sem enn er í fullu gildi, segir: Eftir höfðinu dansa limirnir. Og þegar þeir lýsa því yfir, að þeir þurfi hver og einn einkabíl- stjóra, hleypir það illu blóði í okkur hin. Við ættum að taka okkur saman og banna þeim allt bruðl. Þeir geta sannar- lega ekið sjálfir og keypt sér leigubíla eins og við hin, ef þeir hafa verið í veislum og snert áfengi. til úrslita, þ.e. L.A. Lakers og Philadelphia 76ers, væri gaman fyrir körfuboltaunnendur og aðra áhugamenn um N.B.A. að Þ.B. skrifar: „Heiðraði Velvakandi. Mig langar til að flytja Hafnar- fjarðarbæ góðar óskir á 75 ára af- mælinu og gera athugasemd varð- andi hátíðahöldin af því tilefni. í þáttinn „Gull í mund“ hringdi kona, í morgun, til þess að minna burtflutta Hafnfirðinga á 75 ára afmæli bæjarins, sem haldið er hátíðlegt þessa viku, þ.e.a.s. frá sl. laugardegi 28. þ.m. Við athugun á dagskrá hátíða- haldanna kemur í ljós, að kirkjan sjálf er þar að engu höfð. Kirkju- húsið aðeins notað til tónleika- halds. Hefði ekki verið tilhlýðilegt að hafa, þó ekki væri nema eina, guðsþjónustu sem lið í hátíðahöld- unum? Það mætti ætla að Hafnfirðing- um hefði verið það kærkomið tækifæri að fjölmenna í Þjóðkirkj- una sína og „gefa Guði dýrðina", þ.e. þakka handleiðslu og vernd sl. 75 ár og biðja um áframhaldandi vernd og miskunn. fá að sjá önnur lið er léku í undanúrslitunum, s.s. Milwauk- ee Bucks, Boston Celtics, San Antonio Spurs og New York Knicks, sem öll eru frábær lið og ekki síðri en 76ers og Lak- ers.“ Það hefur aldrei þótt gæfulegt að gleyma Guði sínum. Eru Hafnfirðingar e.t.v. heiðnir í hjarta sínu?“ Á framkvæmda- skrá sumarsins Ingi Ú. Magnússon, gatnamálastjóri, skrifar. „í dálkum „Velvakanda" voru nýlega tvær réttmætar ábendingar í sambandi við gatnaframkvæmdir. Önnur varðandi frágang við Miklatorg og hin út af gangstíg milli Bústaðavegar og Hólmgarðs, á móts við Grímsbæ. Bæði þessi verkefni eru á framkvæmdaskrá sumarsins." Aldrei þótt gæfulegt að gleyma Guði sínum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.