Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1983 BÍLLINN BÍLASALA SÍMI 79944 SMIÐJUVEGI 4 KÓPAVOGI Einstakt tækifæri Eigum til á lager þessa tvo bíla bankaborgaöa og á gamla góða genginu. Dodge Ramcharger V8-318, sjálfsk. með vökvastýri aflhemlum og fl. Verð 447.000,00. Dodge Van B-250 með gluggum, 6 cyl., sjálfsk. meö vökvastýri, afl- hemlum o.fl. Verð 434/1^^11 ^^f)00,00 til atvinnu- bílstióral. Rá4:«t' 1979. s JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600 Hinir landsþekktu „Soma-bátar“ trá Bátasmiðju Guðmundar, sími 50818 í Hafnarfirði, eru aliir framleiddir með Eberspacher. Fullkomin viðgerða- og varahlutaþjónusta. Skeifunni 3, sími 84210. Framleiðir 7 stærðir af bátahiturum í allar stærðir og gerðir báta. Hitarinn er samþykktur af Sigl- ingamálastofnun ríkisins Leitið nánari upplýsinga. Sendum í póstkröfu. Forsvarsmenn söfnunarinnar sýna blaðamönnum framkvæmdir viö sundlaugina. Morgunblaðíft/ KEE. Sundlaug við Kópavogshælið: Sex hundruð þús- und hafa safnast Foreldrafélag Kópavogshælis hef- ur frá áramótum staðið fyrir söfnun vegna byggingar sundlaugar við Kópavogshælið. Þegar hafa safnast 600 þúsund krónur, en talið er að bygging sundlaugarinnar fullklár- aðrar komi til með að kosta IV2 milljón króna. Foreldrafélagið hefur opnað gíróreikning 72700—8, þang- að sem hægt er koma framlögum. Upphaf sundlaugarbyggingar- innar er að Kópavogshælinu barst að gjöf plastsundlaug árið 1978 sem ekki hentaði hælinu. Var hún því seld og hafist handa um bygg- ingu sundlaugar 1980 og hafa framkvæmdir staðið yfir síðan. Engar sérstakar fjárveitingar hafa komið til frá hinu opinbera, heldur hefur verið reynt að standa undir byggingarkostnaði með því að taka hann af rekstrarfé hælis- ins. Hafa framkvæmdir því eðli- lega gengið hægt og ákvað for- eldrafélagið því að efna til söfnun- ar í því skyni að ljúka við bygg- ingu sundlaugar nú í sumar. Hef- ur söfnunin gengið vel og mörg fyrirtæki til dæmis gefið efni ,til byggingarinnar. Þessar upplýsingar komu fram á blaðamannafundi sem foreldra- félagið boðaði til, til að kynna söfnunina. Nú a að gera átak í söfnuninni og reyna að klára laug- ina fyrir júlílok. Verður sveita- félögum á landinu meðal annars sent bréf þar sem óskað er stuðn- ings, en sjúklingar úr flestum sveitafélögum landsins dveljast á hælinu. Sagði Birgir Guðmunds- son, formaður foreldrafélafsins að það væri von manna að vel yrði tekið í söfnunina, svo takast mætti að ljúka sundlauginni eins og til stæði, því hún væri mikil nauðsyn endurhæfingamálum hælisins og mætti teljast furðu- legt, að hún hefði ekki verið byggð fyrir löngu síðan. Kaupfélag Skaftfellinga: Mótmælir innheimtuadgerð- um Áburðarverksmiðjunnar AÐALFUNDUR Kaupfélags Skaft- fellinga var haldinn á Kirkjubæj- arklaustri 29. apríl sl. f frétt frá kaupfélaginu segir, að 23 kjörnir fulltrúar hafi setið fund- inn auk stjórnar, framkvæmda- stjóra, starfsmanna og gesta. f skýrslu stjórnar og framkvæmda- stjóra kom m.a. fram, að afkoma fé- lagsins í heild batnaði frá fyrra ári. Hagnaður varð eftir afskriftir 413 þúsund, en afskriftir námu 2 millj- ónum. Stærsta vandamálið er hinn gífurlegi fjármagnskostnaður, sem hækkaði um 53% frá fyrra ári, bók- færð fjármagnsgjöld voru 606 þús- und. Heildarvelta var 88,6 milljónir og hækkaði um 62% milli ára. Launagreiðslur voru 12 milljónir og 181 maður komst á launaskrá. Fastir starfsmenn um síðustu áramót voru 90. Fjárfestingar á árinu námu 2.231 þús. Úr stjórn áttu að ganga: Sigurð- ur Ævar Harðarson, Vík í Mýrdal, Valur G. Oddsteinsson, Úthlíð, og Tómas Pálsson, Litlu-Heiði, og voru þeir allir endurkjörnir. Formaður er Jón Helgason, Segl- búðum. Kaupfélagsstjóri er Matthías Gíslason. Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt: „Aðalfundur Kf. Skaftfell- inga, haldinn 29. apríl 1983, mót- mælir harðlega þeirri ákvörðun Áburðarverksmiðju ríkisins, að ofan á stórhækkað áburðarverð, sem nú hefur verið ákveðið, skuli eiga að herða innheimtuaðgerðir við bændur freklega frá því sem verið hefur, þar sem samkvæmt tilkynningum skuli áburður greið- ast að hálfu fyrir maílok og að hálfu í ágústlok. Síðan komi álagðir dráttarvextir. Það er aug- ljóst að slíkar skuldbindingar geta bændur ekki staðið við. Afleiðing- in mun því verða stórfelldur sam- Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík gerði eftirfarandi ályktan- ir um neytendamál á aðalfundi sín- um: 1. Aðalfundurinn skorar á ríkis- stjórn að fella niður hátolla af lækningatækjum til sjúkrahúsa og annarra heilsugæslustöðva sem þurfa á tækjum að halda, svo hægt sé að veita þá bestu þjónustu við almenning sem völ er á. 2. Aðalfundurinn þakkar verð- lagsstofnun það framtak, sem hún hefur sýnt í sambandi við verðkannanir á neysluvörum, sem framkvæmdar hafa verið að undanförnu. Hvetjum við verðlagsstofnun eindregið til að halda áfram svo hinn almenni neytandi fái sem bestar upplýsingar um verð og vörugæði á hverjum tíma. 3. Aðalfundurinn lýsir yfir ánægju sinni að hljóðvarp skuli hafa tekið upp að nýju þátt um dráttur í heyöflun og í öðru heimafengnu fóðri. Skorar fund- urinn því á stjórn verksmiðjunn- ar, að þessu verði tafarlaust breytt, svo að greiðslubyrði verði ekki þyngri en verið hefur hingað til.“ neytendamál. Skorum við á sjónvarp að það taki einnig upp fræðslu um þessi mál í þágu neytenda. 4. Aðalfundurinn skorar á alla neytendur að vera vel á verði hvað varðar vörugæði og verð- lag, því neytandinn getur verið besta verðlagseftirlitið í land- inu. Friðarhreyfing og kvennaathvarf Fundurinn samþykkti ennfrem- ur ályktun um kvennaathvarf: Um leið og Bandalag kvenna í Reykja- vík þakkar alla aðstoð veitta kvennaathvarfinu, skorar banda- iagið á ríki og borg að veita því nauðsynlegt fjármagn til rekstrar starfseminnar. Þá hvatti aðalfundurinn í sam- þykkt konur til að taka þátt í stofnun friðarhreyfingar kvenna. Bandalag kvenna: Þakka verðkannanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.