Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1983
Þorðu ekki að
minnast á vextina
— eftir dr. Magna
Guðmundsson
Margir væntu fróðleiks af sjón-
varpsumræðum um stjórnmál 27.
þ.m. Af hendi ríkisstjórnar lá
málið ljóst fyrir: Draga átti úr
verðbólgu með gengislækkun sam-
fara beinni kaupgjaldsskerðingu.
Þetta er gamalt húsráð hérlendra
í efnahagsvanda, raunar hið eina,
sem beitt hefir verið í liðlega 20
ár, og þó ævinlega með þeim af-
leiðingum, þegar frá líður, að auka
á vandann í stað þess að minnka
hann. En hvað hafði stjórnarand-
staðan fram að færa?
Jú, þátttakendur í umræðunum
kváðust bera kvíðboga fyrir vel-
ferð heimilanna og fyrir gengi at-
vinnufyrirtækja. Þeim fannst
djarft að taka kaupgjaldsvísitölu
alveg úr sambandi, og þeim þótti
lítið til koma um sárabætur, sem
ætlaðar eru hinum lægstlaunuðu.
En stjórnarandstaðan forðaðist
— eins og köttur heitan graut —
að minnast á aðrar verðbólgu-
hvetjandi vísitölur en kaupgjalds-
visitöluna: visitölu húsaleigu (síð-
asta hækkun yfir 50%), vísitölu
fasteignaskatta (síðasta hækkun
nær 80%) að ógleymdri vísitölu
lánskjara (síðasta hækkun tals-
vert á annað hundrað prósent á
ársgrundvelli).
Sannleikurinn er sá, að vextir
(að meðtöldum verðbótum) hafa
síðan 1977 verið vaxandi hlutfall í
framleiðslukostnaði og verðmynd-
un almennt, en vinnulaun þvert á
móti dvínandi hlutfall. Þetta kom
m.a. í ljós af úrtaki fyrirtækja í
stofnatvinnuvegunum, sem ég
gerði á sl. vetri: Fyrir 1977 var
fjármagnskostnaður þessara
fyrirtækja yfirleitt minni en af
launakostnaði, en er núna oft
jafnhár launakostnaði, stundum
hærri en hann. Þessi gífurlega
þensla í fjármagnskostnaði stafar
af endurteknum vaxtahækkunum
og allra síðustu árin af verðtrygg-
ingu lána í krafti svonefndra
Ólafslaga. Ein afleiðingin er sú, að
ekkert svigrúm hefir verið til
I)r. Magni Guðmundsson
„Þessir tveir verkalýðs-
ilokkar vilja raunvexti
fyrir lánsfjáreigendur, en
ekki rauntekjur fyrir laun-
þega. Þetta ættu verka-
menn aö íhuga vel.“
kjarabóta, launþegar hafa þvert á
móti neyðzt til að gefa eftir af um-
sömdum verðbótum aftur og aft-
ur.
Hvers vegna þegir stjórnar-
andstaðan um þetta? Það er sök-
um þess, að hún ber sjálf ábyrgð
eða hluta ábyrgðar á vaxtaokrinu.
Alþýðuflokkur hefir öðrum frem-
ur beitt sér fyrir því og skírskotað
til „siðferðis", og Alþýðubandalag-
ið hefir að minnsta kosti látið sér
það lynda. Þessir tveir verkalýðs-
flokkar vilja raunvexti fyrir láns-
fjáreigendur, en ekki rauntekjur
fyrir launþega. Þetta ættu verka-
menn að íhuga vel. Launþegar
mynda þá stétt þjóðfélagsins, sem
borgar obbann af beinum sköttum
í landinu. Þó þykir vænlegast að
vega fyrst að þeim, þegar hemja
þarf verðbólgu.
Vextir eru verðið, sem við greið-
um fyrir lánsfé. Þeir eru mismun-
ur fjárhæðarinnar, sem lánuð er,
og þeirrar, sem endurgreidd er.
Þannig er skilgreiningin. I vöxtum
reiknast gjarnan ýmsir þættir, t.d.
áhættuþáttur eða verðbótaþáttur,
en það breytir engu um skilgrein-
inguna. Vaxtaskrúfan hérlendis
og víxlverkanir af hennar völdum
á verðlag vöru og þjónustu eru
orðnar slíkar, að fyrirtæki nálgast
stöðvun, heimili nálgast greiðslu-
þrot og erlend skuldasúpa nálgast
hættumörk.
Verðbólga næst aldrei niður —
hvaða ráðstafanir sem gerðar eru
— nema vaxtafarganinu sé aflétt.
Hinn valkosturinn er allsherjar
hrun. Hið rétta var að byrja á því
að taka lánskjaravísitölu úr sam-
bandi. Þá hefðu verið hæg heima-
tökin að skerða kaupgjaldsvísitölu
og þær aðrar, sem í gangi eru, á
eftir.
Það skal tekið fram, að ekkert
vandamál er að tryggja lengri
tíma spariinnlán í bönkum, enda
um margar fjármögnunarleiðir að
ræða. Slíkt er unnt að gera, þó að
vaxtakerfi almennt sé fært í eðli-
legt horf, eins og tíðkast i öðrum
vestrænum ríkjum, sem við skipt-
um við og keppum við. Almennir
vextir af inn- og útlánum og
trygging á raungildi bundinna
innstæðna eru tvö aðskilin mál. Er
þessa getið hér sérstaklega, þar
sem óprúttnir áróðursmenn,
valdabraskarar og lýðskrumarar
hafa óspart borið fyrir sig spari-
fjáreigendur í baráttunni fyrir há-
vaxtastefnunni, sem nú ógnar
efnahagslegu sjálfstæði þjóðar-
innar.
Dr. Magni Gudmundsson hagíræð-
ingur starfar hjá menntamáia-
ráðuneytinu.
Listaverkið „Samviskubit" eftir Ein-
ar Jónsson.
Listasafn Einars
Jónssonar opiö
daglega í sumar
FRÁ OG MEÐ 1. júní er Listasafn
Einars Jónssonar opið daglega,
nema mánudaga, frá kl. 13.30—16.
Eins og kunnugt er var heimili
Einars Jónssonar og Önnu konu
hans á efstu hæð safnsins og er
það opið almenningi til sýnis yfir
sumarmánuðina á sama tíma.
Góð heilsa - gul III beti ■ '1
VIÐ BJÓÐUM AÐSTÖÐU FYRIR ALLA KONUR OG KARLA! £
Aerobíc-fjölskyldutími
• Skemmtilegur
• Heilsusamlegur
• Megrandi
• Þolaukandi
Æfingar fyrir alla!
Þrektæki
• Góö kennsla
• Styrkjandi
• Margar stöðvar
Teygjuæfingar
Heila tímann allan daginn fyrir
alla. íþróttakennarar 25—35
mínútur í senn. Nauösynleg
leikfimi.
Barnshafandi
konur
• Afslöppun
• Öndun
• Jane Fonda-
æfingar
Jane Fonda-leikfimi
32 TÍMAR í VIKU. SKOKK, UPPHITUN, TEYGJUR.
FRJALS MÆTING!
kl. Mánud. Þriöjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud.
10 Byrj. Byrj. Byrj. Byrj. Byrj.
11 Leikf. Leikf. Leikf. Leikf. Leikf. Leikf. Leikf.
12 Byrj. Byrj.
14 JF-B JF-B JF-B JF-Fr. JF-B Byrj. Byrj.
15 Byrj. Byrj. Byrj. Byrj. Byrj. Leikf. Leikf.
16 Leikf. Leikf. Leikf. Leikf. Leikf.
17 Byrj. Byrj. Byrj. Byrj. Byrj.
18 Leikf. Leikf. Leikf. Leikf. Leikf.
19 Byrj. Byrj. Byrj. Byrj. Byrj.
20 Leikf. Leikf. Leikf. Leikf. Leikf.
20.30 Byrj. Byrj. Byrj. Byrj. Byrj.
Kl. Ménud. Þriðjud. Miövikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud.
9 JF-B JF-B JF-Fr.
10 JF-Fr. JF-Fr. JF-Fr.
17 Barnsh. Frúarl. Barnsh. Frúarl. Barnsh.
18 JF-B JF-Fr. JF-B JF-Fr. JF-B
19 JF-B
20 Gömlud. JF-B JF-B
21 Samkv. JF-Fr. JF-Fr.
AUK LEIKFIMI BJOÐUM VIÐ:
8 Ijósabekki — Nú eru lausir tímar allan daginn. Verö aöeins 270 kr. 10 tímar
fyrir korthafa • Nuddpottar • Nuddarar • Sauna • Hvíldaraðstaöa • Veit-
ingar •
C
Barnagæsla fyrir 2ja
ára og eldri frá
kl. 9—17.
ÆFINQASTOÐIN
ENGIHJALLA 8 * W 46900