Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1983 13 Vestmannaeyjar: Yfir 700 blásarar á móti lúðrasveita Yestmannaeyjum, 30. maí. LANDSMÓT skólalúðrasveita var haldið hér um helgina. Vfir 20 lúðra- sveitir víðsvegar af landinu mættu á mótið, alls rúmlega 700 manns. Á laugardaginn dreifðu sveitirn- ar sér á ýmsa staði í bænum og léku þar vegfarendum til skemmt- unar. Á sunnudaginn voru síðan miklir tónleikar í íþróttahúsinu þar sem allar sveitirnar komu fram. Eftir hljómleikana marser- aði síðan allur skarinn í tveimur fylkingum niður á Stakkagerðistún þar sem allar sveitirnar mynduðu þá stærstu lúðrasveit sem sögur fara af hér á landi, alls 650 spilar- ar. Var það tilkomumikið bæði á að hlusta og á að horfa. Mótinu var síðan slitið við minnisvarðann um Oddgeir Kristjánsson tónskáld. Krakkarnir höfðu ýmislegt ann- að fyrir stafni þessa velheppnuðu helgi en að spila á hljóðfæri sín. M.a. var efnt til knattspyrnu- keppni milli sveitanna og þar báru lúðraþeytarar heimamanna sigur úr býtum. Þá fóru þátttakendur í siglingu umhverfis Eyjar með Herjólfi og í skoðunarferðir um Heimaey. { sambandi við mótið var hald- inn hér aðalfundur SÍL, Sambands íslenskra lúðrasveita, og þar hefur væntanlega verið gefinn tónninn fyrir komandi ár. Þessi heimsókn skólalúðrasveit- anna var mjög ánægjuleg fyrir heimamenn og lífgaði skemmtilega uppá bæjarbraginn þessa helgi. Þá var hér í heimsókn um helgina bandaríski drengjakórinn, The American Boychoir. Kórinn hélt hér velheppnaða tónleika og söng fyrir vistfólk á Hraunbúðum við mikla hrifningu gamla fólksins. — hkj. 28611 Rauðihjalli Glaesilegt endaraðhús á 2 hæð- um um 220 fm með bílskúr. Góð lóð. Klapparstígur Járnvarið timburhús, getur ver- ið 2 ibúðir ásamt viöbyggðu verslunarhúsnæöi. Rauðagerði Parhús á 2 hæöum ásamt góö- um garði. Asparfell Glæsileg 6—7 herb. íbúð á 2 efstu hæðunum. Sér inng. af svölum. Bílskúr. Óvenju vönduð og glæsileg íbúð. Sörlaskjól 4ra herb. 115 fm íbúð á 2. hæð. Nýtt gler. Endurnýjað bað. Eign í góðu ásigkomulagi. Austurberg 4ra herb. um 100 fm ibúö á 4. hæð. Suöur svalir. Bilskúr. Bjarnastígur 4ra—5 herb. 115 fm íbúð á 1. hæð í steinhúsi. Laugarnesvegur 3ja herb. 80 fm íbúö á 3. hæð í járnvörðu timburhúsi. Laus. Meðalfellsvatn Óvenju vandaöur strítulagaður sumarbústaöur, gufubaö, vatn, rafstöð. Hús og Eignir, Bankastræti 6 Lúðvík Gizurarson hrl., kvöldsími 17677. f£$ w Skrúfur á báta og skip Allar stærðir frá 1000—4500 mm og allt að 4500 kíló. Efni: GSOMS—57—F—45 Eöa: GNIALBZ—F—60. Fyrir öll klössunarfélög. Skrúfuöxlar eftir teikningu. \ <§t (Sco) Vesturgótu 16, Sími14680. Mest fyrir peningana! Þrátt fyrir gengisbreytingu, þá getum við boðið verðlaunabílana MAZDA 323 og MAZDA 626 á áframhaldandi hagstæðum verðum. (MAZDA 929 er því miður uppseldur). Við bjóðum hagstæð greiðslukjör með víxilvöxtum og við tökum ennfremur vel með farna notaða MAZDA bíla upp í kaupverð nýrra á staðgreiðsluverði. BlLABORG HF Smiðshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.