Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1983 35 Ný stjórn bóka- safnsfræðinga FÉLAG bókasafnsfrædinga hélt ný- lega aðalfund í húsakvnnum sínum að Lágmúla 7. Úr stjórn gengu Ragnheiður Heiðreksdóttir, formaður, Andrea Jóhannsdóttir, varaformaður, og Aðalheiður Friðþjófsdóttir og voru þeim þökkuð vel unnin störf. í stjórn og varastjórn voru kjörin Sigurður J. Vigfússon, formaður, Anna Torfadóttir, varaformaður, Arndís Árnadóttir, Auður Gests- dóttir, Halldóra Kristbergsdóttir og Sólveig Þorsteinsdóttir. Félag bókasafnsfræðinga fer ört vax- andi og eru félagsmenn þess nú 94. Bókasafnsfræðingar starfa við al- mennings-, skóla- og rannsóknar- bókasöfn við skipulagningu og miðlun upplýsinga. Auk þess vinna þeir í ýmsum fyrirtækjum og stofnunum, svo sem verkfræði- stofum, sjúkrahúsum, Alþingi og víðar enda verður þörfin fyrir störf þeirra æ ljósari í upplýsinga- þjóðfélagi nútímans. Á aðalfund- inum var kjörin sérstök afmælis- nefnd til undirbúnings 10 ára af- mælis félagsins sem verður 10. nóvember næstkomandi. Gjalddagi gjafabrefa erSJúni Munið vinningana Þeir sem sent hafa inn gjafabréf og greiöa af því í tæka tíð eru þátttakendur í útdrætti 50 hundraðþúsund króna vinninga. Tízkusýn- ingar í Eden EDEN í Hveragerði mun í sumar efna til tízkusýningar á hverju fimmtudagskvöldi. Sýningarnar verða tvær hvert kvöld, kl. 21.30 og kl. 22.30. Fyrsta sýningarkvöldið er 2. júní, þ.e. í kvöld. Sýningarstúlkur og piltar úr KARON sýna föt frá ýmsum tízkuvöruverzlunum á þessum kvöldum í Eden. Þetta er tíunda árið sem tízku- sýningar eru að sumrinu í Eden. Auk þess að styðja gott málefni — gæti þátttaka í söfnuninni skilað þér veglegum vinningi. SÁÁ Enn er tækifærí að vera með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.