Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.06.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1983 Stöndum saman um nýja stjórn eftir Friörik Sophusson alþm. Það eru ávallt mikilvæg tíma- rrjót, þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum. Nýja stjórnin hefur með- byr almennings. Hún nýtur skiln- ings fólksins í landinu í barátt- unni við mestu verðbólgu- og efna- hagsörðugleika, sem hrjáð hafa þessa þjóð um langt skeið. Stjórnarmyndunarviðræður, stóðu yfir í nokkrar vikur og allir kostir voru kannaðir. Því miður virtust sumir flokkarnir ekki þora að takast á við risavaxin vanda- mál þjóðarinnar og dæmdu sig úr leik. Viljaskortur Alþýðubanda- lagsforystunnar og kjarkleysi Al- þýðuflokksþingmanna verða lengi í minnum höfð. Eftir stendur sam- stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks. Henni fylgja góðar óskir, þegar hún heldur úr hlaði. Eins og kunnugt er, valdi þing- flokkur Sjálfstæðismanna þann kost að fá sex ráðherra af tíu og átta ráðuneyti í stað þess að fá fimm ráðherra og þar á meðal for- sætisráðherrann. Slík ákvörðun hlýtur ávallt að vera umdeild. Margir eru þeirrar skoðunar, að Sjálfstæðisflokkurinn eigi undir öllum kringumstæðum að velja forystuna þegar hann tekur þátt í samsteypustjórnum. Eflaust réð það mestu um val þingflokksins, að eftirsóknarverð ráðuneyti féllu flokknum í skaut í þessari skipt- ingu, þ.á m. ráðuneyti, sem flokk- urinn hefur ekki farið með í tæpa þrjá áratugi. Sjálfstæðisflokkur- inn ræður nú mörgum mikilvæg- um málaflokkum og framkvæmd stjórnarstefnunnar er að lang- Friðrik Sophusson „Aðalatriöið er að ríkis- stjórnin hafi dug til að taka á erfiðum málum strax í upphafi, festu til að standast freistingar vegna stundarvinsælda og kjark til að leggja verk sín og áform í dóm kjósenda, ef öfl utan þingsins ætla að brjóta stefnuna á bak aftur.“ mestu leyti í höndum ráðherra hans. Það er ávallt erfitt fyrir stóran þingflokk að velja úr sínum hópi menn til að gegna ráðherrastörf- um. í þingflokknum er fjöldi manna, sem er vel fær til að eiga sæti í ríkisstjórnum. Þótt margir hafi viljað sjá einhvern fulltrúa yngri þingmanna í stjórninni, mótmælir því enginn, að í lýðræð- islegu kjöri hlutu sex mjög hæfir menn kosningu. Ekki sízt er það ánægjuefni, að Ragnhildur Helga- dóttir skuli vera ráðherra flokks- ins, og sannar það enn, að Sjálf- stæðisflokkurinn treystir konum betur til æðstu trúnaðarstarfa en aðrir stjórnmálaflokkar. Ríkisstjórnin á mikla möguleika á því að ná góðum árangri í sínu starfi. I baráttunni við verðbólg- una verður hún að sjálfsögðu að kappkosta að hafa sem nánust samskipti við forystumenn verka- lýðshreyfingarinnar. í röðum þeirra er ríkjandi skilningur á nauðsyn róttækra ráðstafana. Enginn getur láð verkalýðsforyst- unni að mótmæla því, að samn- ingsrétturinn sé af þeim tekinn um stundarbil. En vonandi ber hún gæfu til að sýna biðlund á þeim aðlögunartíma, sem er nauð- íslenska tónlistarfólkið í Stokkhólmi. Frá vinstri: Lilja Valdimarsdóttir, Viðar Gunnarsson, Berglind Bjarnadóttir og Klara Óskarsdóttir. Líflegt starf hjá íslenzkum tónlistar- mönnum í Stokkhólmi Stokkholmi, 20. maí frá (iuófinnu Ragnarsdóttur. STÆRSTI stúdentagarðurinn í Stokkhólmi nefnist l.appkárrsberget eða í daglegu tali Lappis. Búa þar um hálft þriðja þúsund manns, og þar af eru íslendingar tæplega fjörtíu. Nýlega var haldin feikimikil vorhátíð á garðinum. Af því tilefni var efnt til tveggja tonleika í húsnæði Stokkhólmsháskóla, og komu íslenskir tónlistarmenn þar mjög við sögu. Tveir íslendingar léku einleik á valdhorn, þær Klara Oskarsdóttir og Lilja Valdimarsdóttir, en Berglind Bjarnadóttir og Viðar Gunnarsson sungu cinsöng. Þau hafa öll húið á Lappjs í þrjú til fjögur ár. Auk þess kom kór Islendinga í Stokkhólmi hefur æft hann og stjórnar honum. Berglind Bjarnadóttir syngur sópran. Hún lauk einsöngvaraprófi hjá Elísabetu Erlingsdóttir á íslandi og mun Ijúka einsöngskennaraprófi að ári liðnu. Hún hélt tónleika í Norræna húsinu í janúar síðastliðn- um. Klara Óskarsdóttir nam horn- leik í tónskóla Sigursveins áður en hún hélt til Stokkhólms til fram- haldsnáms. Hún lek kafla úr konsert eftir Mozart á tónleikunum, og lék auk þess á píanó. Lilja Valdimars- dóttir lauk námi á valdhorn við Tón- listarskólann í Reykjavík, en nemur nú hjá Ib Lanzky-Otto. Margir Is- lendingar kannast við Ib og foreldra hans, Wilhelm og Ane. Wilhelm kenndi og spilaði á valdhorn og á píanó í Reykjavík um sex ára skeið skömmu eftir stríð. Þessir grónu fs- ’ landsvinir höfðu greinilega gaman fram á báðum tónleikunum, en Berglind af að heyra kórinn flytja íslensk þjóðlög. Lilja lék verk eftir Saint- Saéns, Franz Strauss og Schumann. Viðar Gunnarsson nam í Söngskól- anum hjá Garðari Cortes áður en hann hélt utan. Hann syngur bassa og flutti á tónleikunum lög eftir Árna Thorsteinsson og Sigvalda Kaldalóns, svo og tvær óperuaríur. Þetta efnilega íslenska tónlistarfólk var fengið til að koma aftur fram á tónleikum á vegum Stúdentaráðsins við Stokkhólmsháskóla 11. maí síð- astliðinn. Þau hyggjast öll flytjast heim til íslands að námi loknu. Is- lenski kórinn, sem er starfræktur í Stokkhólmi, átti einnig ágætan hlut í þessum tónleikum. Kórinn hefur sungið á skemmtunum Islendingafé- lagsins hér. íslenski kórinn í Stokkhólmi að syngja í háskólanum þar. „Fyrirlitlegt smámennia eftir Anders Hansen Öfgar, fúkyrðaflaumur og óheyrilegar skammir um menn andstæðra skoðana er sem betur fer að mestu leyti horfið úr stjórn- málaumræðu hér á landi. Fyrir tiltölulega fáum áratugum þótti sjálfsagt ef ekki eðlilegt að stjórn- málamenn ötuðu hver annan auri í ræðu og riti, öfgafullur málflutn- ingur var þá í mun meiri metum en nú er, enda stjórnmálaátökin oft á tíðum harðari. Þessar bar- áttuaðferðir tilheyra nú fortíðinni nær undantekningarlaust, og sakna þess fáir. — Stundum gerist það þó að fortíðin birtist í nútíð- inni öllum að óvörum. Slíkt gerð- ist í grein eftir Ólaf Ragnar Grímsson prófessor í Dagblaðinu Vísi nýlega. I grein sinni ræðst þingmaður- inn fyrrverandi a framsóknar- menn fyrir að hafa gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Ekkert er við slíku að segja, varla var von á öðrum skoðunum frá Alþýðu- bandalaginu. I „kaupbæti" fá les- endur hins vegar svo rætinn og iágkúrulegan málflutning að eins- dæmi er. Eftir að hafa sagt, að „Hégómi og íhaldsdaður Stein- gríms Hermannssonar er slíkt, að hann lætur sér nægja að vera fundarstjóri við enda borðs þar sem sjálfstæðisráðherrarnir fara með völd,“ segir Ólafur R. Gríms- son: „Hermann Jónasson hefði haft fyrirlitningu á slíku smá- menni. Hann hefði aldrei Jitil- lækkað sjálfan sig og flokk sinn í samningum við GeirsíhaJdið eins og Steingrímur hefur gert nú. Klókir samningamenn Sjálfstæð- isflokksins hafa greinilega spilað á hégómagirnd Steingríms." Hér er að dómi undirritaðs farið langt út fyrir allt velsæmi, jafnvel þótt haft sé í huga að greinarhöf- undur er enn í sárum vegna þing- sætismissis. Að reyna að telja fólki trú um að látinn faðir hefði haft fyrirlitningu á gjörðum sonar síns, er málflutningur sem ekki hæfir öðrum en „fyrirlitlegum smámennum". Ólafur R. Grímsson hefur setið á Alþingi undanfarin ár, en þó haldið stöðu sinni sem prófessor Anders Hansen. við Háskóla íslands í stjórnmála- fræði. Áðurnefnd grein í Vísi, grein í Þjóðviljanum um helgina um Framsóknarflokkinn og fleiri ritsmíðar Ólafs Grímssonar und- Upprifjun um ut anþingsráðherra eftir Gísla Jónsson menntaskólakennara Ég hef heyrt menn undrast að Geir Hallgrímsson skuli vera ráð- herra í nýskipaðri ríkisstjórn, þar sem hann sé ekki þingmaður. Því þykir ástæða til að rifja upp að enga nauðsyn ber til þess, að ráð- herrar eigi sæti á alþingi. Þær raddir hafa meira að segja heyrst, og hljóma vel í mínum eyrum, að ráðherrar ættu að segja af sér þingmennsku, ef þeir væru alþing- ismenn, þegar til ráðherradóms kemur. Þessi regla gildir í Noregi. Ætla verður að hver ráðherra hafi nóg að gera og fremur vaxandi en minnkandi, svo sem þjóðfélags- þróunin hefur orðið. En nú skal mönnum til fróðleiks tína til þau dæmi sem greinarhöf- undur veit þess, að ráðherrar séu ekki valdir úr hópi þingmanna. 1. Jón Magnússon, bæjarfógeti. myndaði ráðuneyti 1920, varð forsætisráðherra, eftir að hafa fallið með örlitlum atkvæðamun í kosningum í Reykjavík 1919. Hann var þrívegis forsætisráðherra, en var þingmaður í hin skiptin tvö. 2. Magnús Jónsson, lagapró- fessor, var fjármálaráð- herra rúmt ár 1922—’23. Hann var aldrei þingmaður. 3. Klemens Jónsson, landritari, var atvinnu- og samgöngu- málaráðherra sama tíma („þriggja álna ráðuneytið"). Hann var ekki þingmaður þá, en bæði fyrr og síðar. 4. Sigurður Kristinsson, for- stjóri SlS, var atvinnumála- ráðherra sumarið 1930. Hann átti aldrei sæti á al- þingi. 5. Sr. Þorsteinn Briem var at- vinnu-, kennslu- og kirkju- Gísli Jónsson málaráðherra 1932—’34. Hann var að ekki þingmað- ur fyrr en eftir kosningarn- ar frægu 1934. 6—10. Björn Þórðarson, lögmaður, myndaði utanþingsstjórn og var forsætisráðherra frá því

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.