Morgunblaðið - 23.07.1983, Side 19

Morgunblaðið - 23.07.1983, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JtJLÍ 1983 19 Slær Cranston Mondale út? Flugvélaskipið „Ranger“, sem sigldi áamt sjö öðrum herskipum upp að Kyrrahafsströnd Miö-Ameríku til að leggja áherslu á stuðning Bandaríkjastjórnar „við vinveittar þjóðir á þessum slóðum“. Wftshington, 22. júlí. AP. KOSNINGASTJÓRI öldungadeildar þingmanns demókrata, Alan Cranstons frá Kaliforníu, sagði í gær, að þing- manninum gengi erfiðlega að afla nægilegra peninga í kosningasjóð sinn, en Cranston hyggur á framboð til for- seta Bandaríkjanna á næsta ári. Kosningastjórinn Sergio Bendixen sagði Cranston binda hú allar vonir sínar við það, að honum takist fyrir 1. apríl á næsta ári að bola Walter F. Mondale, fyrrverandi varaforseta Carters, út úr keppninni um útnefn- ingu. Bendixen sagði keppnina um út- nefninguna nú þegar aðeins vera á milli Walter F. Mondales, John Glenns öldungardeildarþingmanns frá Ohio og Alan Cranstons. Ef Cranston, sem er einn af leið- togum demókrata í öldungadeild bandaríska þingsins, tekst að slá Mondale út í forkosningum Demó- krataflokksins, sem lýkur í Wisc- onsin-ríki 31. mars á næsta ári, segir Bendixen að hann muni sigra Glenn. „Ef samkeppnin um útnefninguna stendur enn milli þriggja manna eft- ir 1. apríl, þá mun róðurinn þyngjast fyrir Cranston," sagði Sergio Bend- ixen. Efiiahagsbandalaginu er bjargað frá gjaldþroti BrUssel, 22. júlf. AP. HINAR tíu aðildarþjóðir Efnahags- bandalags Evrópu, EBE, björguðu bandalaginu í dag frá gjaldþroti með því að samþykkja aukafjárveitingu að upphæð 2,2 milljarða ECU. (Skamm- stöfun þessi, ECU, er stytting á orðun- um European Currency Units. Er hver eining jafnvirði 0,88 Bandaríkjadala. Samkvæmt upplýsingum Seðlabanka fslands stendur hún fyrir meðaltalið af gengi myntar Efnahagsbandalagsþjóð- anna.) Þá var jafnframt samþykkt fjár- hagsáætlun fyrir árið 1984. Er hún um- fangsmeiri en nokkru sinni. Eftir þriggja daga samningavið- ræður, þar sem bókstaflega mátti lesa þreytumörkin úr andlitum fjár- málaráðherra aðildarþjóðanna og fulltrúa þeirra, samþykktu þeir loks umrædda aukafjárveitingu. Er hún einkum til komin vegna áætlana um Menachem Begin í kröppum dansi Jerúsalem, 22. júlí. AP. MENACHEM Begin, forsætisráð- herra ísrael, sem sagður er eiga við veikindi að stríða, hafnaði í dag þeirri áskorun úr röðum stjórnarandstæð- inga að útskýra hvers vegna hann hefði hætt við fyrirhugaða ferð sína til Washington. Shimor. Peres, leiðtogi Verka- mannaflokksins, sem er í stjórnar- andstöðu, var einnig mjög harðorð- ur í garð Begin og sakaði hann um að ganga ekki nægilega vasklega fram í að kalla herlið ísraela heim frá Líbanon. Begin hélt átta mínútna langa ræðu í þinginu í dag, en skoraðist undan því að svara fyrirspurnum um frestun ferðar sinnar svo og ásökunum Peres. Sagði hann ein- ungis, að „persónulegar ástæður“ hefðu ráðið því að ferð hans var frestað. Sagði síðan Peres róa að því öllum árum að skapa óeiningu á meðal ísraelsku þjóðarinnar, sem þekkt væri fyrir samstöðu á ófrið- artímum. Greinilegt var, að þingheimur hafði búist við ákveðnari ræðu af hans hálfu og fór kliður um salinn er forsætisráðherrann gekk til sæt- is að ræðunni lokinni. landbúnaðarframleiðslu, sem allar fóru úr böndunum. Þá var jafnframt samþykkt að endurgreiða Bretum og V-Þjóðverjum 370 milljónir ECU, þar sem þær eru einu þjóðirnar sem bera kostnað umfram tekjur af veru sinni í bandalaginu. Fulltrúi Bretlands á fundinum, Nicholas Ridley, greiddi atkvæði gegn samþykktinni. Hélt hann því fram að Bretar bæri skertan hlut frá borði og þeim bæru 75 milljónum ECU meira. Sagði hann jafnframt, að Bretar hefðu ekki sagt sitt síðasta orð í þessu máli og að Thatcher myndu þrýsta fast á frekari endur- greiðslur. Fjárhagsáætlun næsta árs, sem samþykkt var á fundinum, hljóðar upp á 25,4 milljarða ECU, nær heil- um milljarði hærri upphæð en áætl- un þessa árs. Meginhluti þessa fjár fer í landbúnað, en einnig er áætlað að endurgreiða Bretum 1,2 milljarða ECU á næsta ári. Fyrir vikið var víða skorið niður í öðrum málaflokk- 17 nýir lávaröar London; 22. júlí. AP. SAUTJAN eldri stjórnmálamenn voru í gær útnefndir lífstíðarlávarðar með setu í lávarðadeildinni. Á meðal þessara var Sir Harold Wilson, fyrrum forsætisráðherra Breta, og Gerry Fitt, kaþólskur þingmaður frá N-lrlandi. Hann var maður sátta, en var hafnað í síð- ustu kosningum. Þá var einnig í þessum hópi Jo Grimond, fyrrver- andi leiðtogi frjálslynda flokksins. Listi þessara 17 manna varð Michael Foot, leiðtoga Verka- mannaflokksins, verulegt áfall. Hann hafði farið þess á leit að 27 stuðningssmenn Verkamanna- flokksins yrðu aðlaðir í kjölfar hins mikla fylgistaps flokksins í síðustu kosningum. Rákust á í lofti New York, 22. júlí. AP. ÞYRLA lögreglunnar í New York og lítil vatnaflugvél rákust á í lofti yfir borginni í morgun og fjórir fórust. I þyrlunni voru tveir lögreglu- menn og þeir fórust báðir þegar þyrlan hrapaði niður á mannlaust íbúðarhús í Brooklyn. Vatnaflugvélin hrapaði í sundið milli Governor Island og Brooklyn og tveimur var bjargað, en tveir klemmdust inni og drukknuðu. Fúkyrðastraumur milli Roy Hattersley og Michael Foot London, 22. júlí. AP. ROY Hattersley, sem gefið hefur kost á sér til formannskjörs í breska Verkamannaflokknum og hefur alla tíð talist til hófsamari manna innan flokksins, er sagður hafa hreytt Ræningjarnir rjúfa þögnina Kóm. 22. júli. AP. MEINTIR ræningjar hinnar 15 ára gömlu Emanuelu Orlandi rufu í dag þögnina í fyrsta sinn eftir að fresturinn, sem þeir höfðu sett, rann út á miðnætti á miðvikudag. Kröfuðst þeir þess, að tyrkneska tilræðismanninum Ali Agca yrði sleppt úr haldi gegn því að Emanuela yrði látin Iaus. Höfðu þeir hótað að myrða stúlkuna yrði ekki gengið að kröfum þeirra. Að því er ítalska fréttastofan Sagðist fréttastofan enga stað- Ansa sagði í dag, barst henni upp- festingu hafa á því, en taldi allt hringing frá ónafngreindum aðila nokkrum klukkustundum eftir að frændi stúlkunnar hafði komið því á framfæri við ræningjana, að þeir hefðu samband við lögfræðing fjöl- skyldunnar. Sá er hringdi minntist ekkert á hvort Emanuela væri enn á lífi. benda til þess að sá er hringdi hafi verið sá hinn sami og hafði sam- band við fréttastofuna áður og sagðist vera ræningi stúlkunnar. Hafði hún eftir ræningjanum, að þeir yrðu að koma skilaboðum sín- um á framfæri í gegnum fjölmiðla, annað væri of mikil áhætta. blótsyrðum í núverandi formann flokksins, Michael Foot, og jafn- framt sakað hann um sviksemi. Skýrt var frá þessu í breskum dagblöðum í morgun og sögðu þau Hattersley hafa hrópað að Foot: „Where is the bloody leadership," („Hvar er benvítis forystan") eftir að Foot hafði neitað að styðja til- lögu, sem fram hafði komið og miðaði að því að auðvelda kosn- ingu fulltrúa úr hófsamari armi flokksins í formannsstólinn. Að sögn dagblaðanna lyfti Foot vísifingri sínum til áherslu og sagði Hattersley, að hann skyldi aldrei framar voga sér að tala þannig við hann. Þá hafði breska fréttastofan, Press Association, eftir ónefndum þingmanni, að Foot hefði á móti hótað Hatt- ersley öllu illu. Hattersley sagði i dag, að fregn- ir blaðanna væru ekki á rökum reistar og hann hefði aldrei notað orðið „bloody". Orð þetta er notað sem bíótsyrði í ensku. Hattersley vildi hins vegar ekki skýra frá því hvaða orð hann hefði notað í þess stað. Foot neitaði alfarið að ræða Roy Hattersley við blöðin um orðaskipti þessi. Hófsamari armur Verkamanna- flokksins hélt því fram eftir kosn- ingarnar, að ófarir flokksins mætti rekja til þeirrar staðreynd- ar, að Foot tókst ekki að brjóta á bak aftur harðlínumenn í vinstri armi flokksins. Foot hefur þegar Mirhael Foot tilkynnt, að hann muni segja af sér formennsku á næsta ársþingi flokksins í október. Svo virðist sem Neil Kinnock standi nú næstur formannssæt- inu, en Hattersley komi næstur. Kinnock er úr röðum vinstri arms flokksins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.