Morgunblaðið - 03.08.1983, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1983
Morgunbli4M/ÓI.K.Mag.
Honum Frosta, borgfirska reiðhestinum sem nú er í leið með Bakkafossi til
nýrra heimkynna í Texas, var ekekrt um það gefið að þurfa að yfirgefa
fósturjörðina og barðist hatrammlega um þegar hann sá ó eftir félögum
sínum þegar þeir voru hífðir um borð í Bakkafoss.
Upphafið að
veruiegum
hestaútflutn-
ingi til Texas?
í GÆR var óvenjulegri útflutnings-
vöru skipað út í Sundahöfn. Fimm
borgfirskum gæðingum var skipað
út í Bakkafoss, skip Eimskipafé-
lagsins, sem í gærkvöldi lagði af
stað til New York. Hestana seldi
Guðrún Fjeldsted á Ölvaldsstöðum
í Borgarfirði bandarískum olíuauð-
mönnum sem í fyrrasumar voru
sem oftar við laxveiði í Grímsá.
Guðrún fylgdi hestunum til
skips og sagði hún við blm. Mbl.
að þrír þessara hesta ættu að
fara til New York þar sem annar
kaupandinn býr, en tveir þeirra
ættu að fara til Texas. Sagðist
hún vonast til að ef vel tækist til
með þessa hesta þá yrði þetta
upphafið að verulegum hestaút-
flutningi til Bandaríkjanna, en
þangað hafa ekki verið seldir
hestar um margra ára skeið.
Sagðist hún hafa ætlað að koma
þeim út með flugi í fyrrahaust en
það hefði dregist og væri enn ekki
farið og hefði hún því orðið að
senda þá út með skipi þó flugið
væri ákjósanlegri flutningsmáti.
Hestarnir eru allir borgfirskir,
af Skuggafélagsræktun, eins og
Guðrún orðaði það, og allir frá
Guðrúnu nema einn sem er frá
Höskuldi á Hofsstöðum. Þeir eru
ARNARFLUG hefur gengið frá sölu
á annarri Twin Otter-flugvél sinni til
hollenzkra aðila, að sögn Agnars
Friðrikssonar, framkvæmdastjóra
Arnarflugs, sem sagði söluna lið í
endurskipulagningu innanlandsflugs
félagsins, en vélin hefur nær ein-
vörðungu verið notuð til (lugs hér
innanlands.
Agnar Friðriksson sagði sölu-
verð vélarinnar vera 465 þúsund
dollarar, sem jafngildir tæplega
13 milljónum íslenzkra króna.
„Við teljum þetta verð vera mjög
viðunandi og erum því ánægðir,"
sagði Agnar Friðriksson.
Það kom fram í samtalinu við
Agnar, að Arnarflug myndi hafa
vélina á leigu fram til 1. október
nk., en þá yrði hún afhent nýjum
eigendum í Rotterdam í Hollandi,
en þaðan er henni ætlað að sinna
vöruflugi. Arnarflug keypti vélina
hingað til lands frá Frakklandi
um áramótin 1979/1980.
Aðspurður sagði Agnar að
endurskipulagning innanlands-
flugs félagsins hefði tekizt nokkuð
vel, sérstaklega framan af. „Hins
vegar hafa verðlagsyfirvöld gert
okkur lífið leitt undanfarið, þann-
ig að við erum að selja þjónustu
okkar á of lágu verði. Við höfum
bætt sætanýtinguna hjá okkur
töluvert á síðustu mánuðum og við
munum halda þessu endurskipu-
lagningarstarfi áfram," sagði
5 til 8 vetra gamlir, og allt góðir
reiðhestar að sögn Guðrúnar.
Sagði hún að kaupendurnir hefðu
skoðað þá og valið sjálfir í fyrra,
en upphafið að þessum viðskipt-
um sagði hún að hefði verið það
að þegar hún var leiðsögumaður
við Grímsá, síðast í fyrra, bauð
hún laxveiðimönnunum stundum
á hestbak þegar illa viðraði fyrir
laxveiðina. Þá hefðu þessir menn
fengið áhuga á íslenska hestinum
en þeir eiga báðir hesta úti.
Hestana flutti Guðrún til
Reykjavíkur í síðustu viku og
gengust þeir þá undir dýralækn-
isskoðun. í New York þurfa þeir
að fara beint í sóttkví. Texashest-
arnir fara þaðan eftir góða hvíld
til Denver í Colorado. Verða þeir
þar yfir sumartímann en f Texas
á veturna en eigandi þeirra á
búgarða á báðum stöðum. Guðrún
sagðist síðan fara út í október og
dvelja ytra í mánaðartíma til að
aðstoða eigendurna við hestana.
Fjórir hestanna virtust taka
þessum selflutningum í Sunda-
höfn af hinni mestu stillingu og
æðruleysi þrátt fyrir að framund-
an væri 8 sólarhringa sjóferð til
annarrar heimsálfu. En Frosti,
annar Texashestanna, virtist ekki
kunna almennilega við umstandið
Agnar Friðriksson, framkvæmda-
stjóri Arnarflugs, að siðustu.
Síðasta verk dr. Kristjáns Eldjárn,
fyrrverandi forseta íslands, bók um
Arngrím Gíslason málara, sem uppi
var frá 1829—1887, kemur út hjá
bókaútgáfunni Iðunni síðar á þessu
ári, að því er Jóhann Páll Valdimars-
son hjá Iðunni tjáði Mbl. Arn-
grímur Gíslason málari bjó síðasta
áratug ævi sinnar á Tjörn í Svarfað-
ardal og var um skeið kvæntur ömmu-
systur dr. Kristjáns Eldjárn.
Að sögn Jóhanns Páls fylgdi Þór-
arinn Eldjárn bókinni eftir og bjó
hana til prentunar. Þórarinn segir í
eftirmála að bókinni að áður en fað-
ir sinn hafi fallið frá 14. september
1982 hafi hann um nokkurt skeið
einbeitt sér að því að ljúka verki
sínu um Arngrím málara. Þetta hafi
verið efni sem var honum hugleikið
allt frá bernsku, rannsóknarefni
með öðru í nær 40 ár og hafi Arn-
grímsbókin verið honum eins konar
óskabarn meðal margra óunninna
verka. Því hafi hann kosið að veita
henni forgang umfram önnur verk-
efni þegar hann hafði losað sig und-
og barðist hatrammlega um þeg-
ar verið var að hífa hann um
borð. Hann var einn í hestagámi
IJtgerðarfélag Akureyringa
fær ekki leyfi til að flytja inn
nýjan togara í stað Sólbaks, sem
lagt hefur verið fyrir allnokkru.
Að sögn Halldórs Ásgrímssonar,
sjávarútvegsráðherra, er nú í
an embættisskyldum er tóku drýgst-
an hluta af starfsævi hans.
Fjöldi mynda verður í bókinni um
Arngrím, þ.á m. litmyndir af öllum
altaristöflum sem hann gerði ásamt
ótal mannamyndum.
Dr. Kristján Eldjárn,
en hinir fjórir voru saman í gámi
og þurfti að láta hann skipta við
einn félaga sinn til að róa hann.
gildi bann við innflutningi fiski-
skipa, sem samþykkt var fyrir
um ári og gilda skyldi í tvö ár. Á
hinn bóginn er ekkert því til
fyrirstöðu, að ÚA láti smíða skip
hér á landi.
Sagði Halldór, að fulltrúar frá
ÚA hefðu rætt við hann ásamt
fleiri ráðhérrum síðastliðinn
föstudag. Hefðu þeir fyrst og
fremst verið að kynna þau vanda-
mál, sem félagið stendur frammi
fyrir varðandi endurnýjun skipa
sinna og lagt fram þau tilboð,
sem félaginu hefðu borizt í ný-
smíði togara. Ráðherrarnir hefðu
hins vegar tjáð þeim það, að
ákveðið hefði verið að flytja ekki
inn ný skip og við það yrði staðið.
Hins vegar væri ekkert bann við
skipasmíðum innanlands, en þeir
hefðu talið innlenda skipasmíði
talsvert dýrari en tilboð, sem
komið hefðu að utan. Ljóst væri,
að menn legðust ekki gegn því að
skipastóllinn yrði endurnýjaður,
það væri hins vegar spurningin
hvenær og með hvaða hætti.
Hann tæki á hinn bóginn undir
það með þeim Útgerðarfélags-
mönnum að sjávarútvegurinn
stæði ekki undir því að kaupa
dýrari skip en hægt væri að fá.
Morgunblaðið hafði einnig
samband við Gísla Konráðsson,
annan framkvæmdastjóra ÚA og
vildi hann hvorki tjá sig um mál-
ið né segja hvert næsta skref fé-
lagsins yrði fyrr en að afloknum
stjórnarfundi félagsins.
Þjóðleikhúsið:
Fimm leikar-
ar fastráðnir
Þjóðleikhúsið hefur ráðið fimm
leikara til eins árs. Eru það Tinna
Gunnlaugsdóttir, Sigrún Edda
Björnsdóttir, Lilja Guðrún Þor-
valdsdóttir, Ragnheiður Stein-
dórsdóttir og Randver Þorlálviiyn.
Umsækjendur um þessar nm
stöður voru fimmtíu og sjö.
Gæsluvardhald
yegna ráns og
líkamsárásar
MAÐUR var úrskurðaður í gæslu-
varðhald til 10. ágúst vegna ráns og
líkamsárásar í Húsafelli um helgina.
Hann er einnig ásakaður um þjófn-
að á bíl og peningum og þegar hann
var handtekinn af lögreglunni í
Borgarnesi, var hann með ferða-
tösku sem reyndist vera f eigu
stúlku, sem var í Húsafelli um helg-
ina.
Maðurinn réðist á mann sem
genginn var til náða í tjaldi sínu í
Húsafelli, sló hann í höfuðið og
tók veski hans. Þegar sá, sem fyrir
árásinni varð, reyndi að stöðva
árásarmanninn, sparkaði hann í
höfuð hans, svo að sprakk fyrir á
augnabrún. Atburðurinn átti sér
stað á aðfaranótt laugardagsins.
Kaldasti júlí
í Reykjavík
síðan 1887
Júlímánuður í Reykjavík í ár er
svo miklu munar kaldari en veriö
hefur undanfarin ár, og þarf reyndar
að fara aftur til áranna 1885 og 1887
til að finna álíka kaldan júlímánuð.
Var hitinn 8,5 stig að meðaltali eða
2,7 stigum undir meðaltali.
En frá aldamótum og fram til
1970 hefur meðalhiti í Reykjavík í
þessum mánuði aldrei farið undir
10 stig. Úrkoma var einnig óvenju
mikil eða 40%o yfir meðallagi.
Þessi kuldi er mestur í Reykjavík,
en á Akureyri til dæmis var hitinn
heldur lægri en í meðalári, en ekki
mikið frábrugðinn.
Hafnaði úti í vatni
Mývalnssveit, 2. ágúst.
HÉR VAR heldur leiðinlegt veður um
helgina, síðdegis á laugardag fór að
rigna og jafnframt gætti norðanáttar
með kólnandi veðri. Mikil úrkoma var
á sunnudag og slydda til fjalla. í gg.r
fór veður batnandi er á daginn leið, og
þegar birti upp síðdegis, sást að hæstu
fjöll voru hvít niður í miðjar hlíðar. {
dag er hér logn og glampandi sólskin
og hiti um 20 stig.
Mikil umferð var hér á vegum um
verslunarmannahelgina og sótti gíf-
urlegur fjöldi fólks Sumargleðina í
Skjólbrekku á laugardagskvöld. Vit-
að er um eitt umferðaróhapp hér í
sveitinni á sunnudagskvöld, nánar
tiltekið skammt frá Kálfaströnd.
Þar missti ökumaður vald á bíl sín-
um í knappri beygju með þeim af-
leiðingum að hann hafnaði úti í
vatni. Fréttaritari
Nefnd um endur-
skoðun gjaldeyris-
og viðskiptamála
Viðskiptaráðherra, Matthías Á.
Mathiesen, skipaði fyrir helgi nefnd til
að endurskoða lög og reglur um skipan
gjaldeyris- og viðskiptamála.
Skal endurskoðun m.a. beinast að
því að draga úr viðskiptahömlum og
rýmka reglur um gjaldeyrismeðferð
svo veita megi betri og hagkvæmari
þjónustu, samkvæmt því sem segir i
fréttatilkynningu frá viðskiptaráðu-
neytinu.
I nefndina voru skipaðir: Davíð
Ólafsson Seðlabankastjóri, sem
verður formaður nefndarinnar, Árni
Árnason framkvæmdastjóri, Hjalti
Pálsson framkvæmdastjóri, Friðrik
Pálsson framkvæmdastjóri, Jónas
H. Haralz bankastjóri, Víglundur
Þorsteinsson framkvaprndastjóri og
Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytis-
stjóri.
Arnarflug selur
vél til Hollands
Útgerðarfélag Akureyringa:
Fær ekki að
flytia inn skip
Iðunn gefur út síðasta
verk Kristjáns Eldjárn