Morgunblaðið - 03.08.1983, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1983
Lærið vélritun
Ný námskeiö hefjast mánudaginn 8. ágúst. Kennsla
ánnönau á rafmagnsritvélar. Engin heimavinna, Inn-
Wy uppiysingar í síma 36112 og 76728.
Vandi saltfiskverk-
unar til meðferðar
Vélritunarskólinn,
Suðurlandsbraut 20. Sími 85580.
HVSGA6NABÖLLIN
BlLDSHÖFOA 20 • 110 REYKJAVlK * 91-01199 og 01410
Á einum stað
130 sófasett
að skoða
VOLKSWAGEN
JETTA
VOLKSWAGEN í fararbroddi á íslandi
í meira en aldarfjóröung.
Framhjóladrif - Halogen höfuöljós - Aflhemlar - Höfuópúóar
Þynnuöryggisgler I framrúðu - Rúlluöryggisbelti
Rafmagns- og fjöðrunarkerfi eru sérstaklega útbúin
fyrir íslenskt veðurfar og vegi.
Farangursrými 630 I.
Verö frá kr. 338.000
(Gengi 12.7.1963)
— segir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra
„MÉR er fullkomlega Ijóst að það er
mikill vandi í saltfiskframleiðslunni
og við höfum verið að líta á þau mál
undanfarið. Hitt er svo annað mál,
að þessi vandamál verða ekki leyst
fyrst og fremst af opinberri hálfu.
Þetta eru líka markaðserfiðleikar,
sem sýna það mjög Ijóslega að það
var ekki að ástæðulausu, sem þurfti
að grípa til efnahagsráðstafana í vor.
Þær ráðstafanir voru jafnvel ekki
nægilegar til þess að halda atvinnu-
vegum bærilega gangandi. Þessi
vandamál voru rædd innan ríkis-
stjórnarinnar í morgun og á þing-
flokksfundum í dag, í framhaldi af
umræðum um ráðstöfun gengismun-
ar. Þau verða til meðferðar hjá ríkis-
stjórninni í næstu viku,“ sagði Hall-
dór Ágrímsson, sjávarútvegs-
ráðherra, er Morgunblaðið innti
hann álits á aðvörun þeirri, sem
Sölusamband íslenskra fiskfram-
leiðenda hefur sent til félagsmanna
sinna. Þar voru félagsmenn varaöir
við framleiðslu á saltfiski vegna tap-
rekstrar í vinnslugreininni.
„Ég get ekki sagt um það, til
hvaða ráða verður gripið í þessu
sambandi. Það er ljóst að það er
þjóðhagslega hagkvæmast að
frysta sem mest af fiski í dag.
Hins vegar verðum við að gæta
þess, áð halda okkar hefðbundnu
saltfiskmörkuðum. Það er mjög
vandséð að frystingin geti ein tek-
ið við þeim afla, sem á land berst
þannig að það er mjög nauðsyn-
legt fyrir þjóðarbúið að saltfisk-
verkun geti haldi áfram. Sem bet-
ur fer er ekki mikil saltfiskverkun
á þessum árstíma þannig að þessi
mál verða enn erfiðari á næstu
vetrarvertíð, ef ekki rætist úr.
Það er nú þannig að flest fyrir-
tæki í sjávarútvegi eru blönduð
fyrirtæki og mikilvægt er að þau
velji alltaf hagkvæmustu verkun-
ina á hverjum tíma. Þessi fyrir-
tæki geta líka jafnað á milli grein-
anna í rekstri sínum, en síðan eru
önnur fyrirtæki, sem aðeins verka
í salt og skreið og eiga í mjög
miklum erfiðleikum. Hins vegar
vil ég taka það fram, að ég er mjög
á móti því, að fært sé á milli
vinnslugreina í sjávarútvegi. Það
er nauðsynlegt að hver vinnslu-
grein geti notið sín og leggi í verð-
jöfnunarsjóð þegar vel gengur og
taki úr honum þegar verr gengur.
Það er hins vegar rétt, að flutt
hefur verið frá saltfiskverkun yfir
til frystingar fyrir nokkrum árum
og á það hafa saltfiskverkendur
bent. Ég tel það mjög óheppilegt
Til
sölu
Einstaklingsíbúð
Eitt herb., eldhús og snyrting í
kjallara viö Skeggjagötu. Laus
strax.
Tjarnargata
3ja herb. ca. 80 fm góö kjallara-
ibúö. Sér inngangur. Laus fljót-
lega. Einkasala.
Vesturbær
3ja herb. rúmgóö, falleg íbúö á
3. haeö viö Öldugötu.
Hafnarfjörður
3ja herb. falleg ibúö í steinhúsi
viö Suöurgötu.
Espigerði
4ra—5 herb. glæsileg íbúö á 3.
hæö. Tvennar svalir. Einkasala.
Bræðraborgarstígur
5 herb. ca. 130 fm nýstandsett
íbúö á 2. hæö. Laus fljótlega.
Einbýlishús Kóp.
160 fm 7 herb. fallegt einbýlis-
hús á tveim hæöum við Hlíöar-
veg. Nýjar innréttingar aö
mestu. Möguleiki á tveim íbúö-
um. Stór lóö. Fallegt útsýni.
Einkasla.
Einbýlish. Sundlaugav.
190 fm einbýlishús á einni hæð.
Húsiö er á stórri eignarlóö á
óvenju friösælum og fallegum
staö í Mosfellssveit. Bíiskúr
fylgir og sundlaug. Mikill trjá-
gróöur.
Iðnaöarhúsn. Jarðhæö
240 fm fokhelt iönaöarhúsnæöi
á jaröhæö viö Kaplahraun,
Hafnarfiröi. Innkeyrslur.
Sumarbústaðalönd
á fallegum staö viö veiöivatn í
Rangárvallasýslu, ca. klst. akst-
ur frá Reykjavík. Möguleiki á
hagabeit fyrir hesta.
Málflutnings &
fasteignastofa
Agnar Gústafsson, hrl.
^Eiríksgötu 4j
Símar 12600, 21750.
Sömu símar utan
skrifstofutíma.
Cterkurog
k/ hagkvæmur
auglýsingamióill!
Saltfiskverkunin
skattlögð í tap
— segir Bjartmar Pétursson, stjórnar-
formaður Útvers á Bakkafirði
„ÞAÐ er langt frá því að grundvöll-
ur sé fyrir saltfiskverkun nú. Tap á
sumarverkuninni er á milli 16 og
20% og fiskverð er of hátt miðað
verð á erlendum mörkuðum, það er
verðfall á erlendum mörkuðum mið-
að við dollar. Þá er strangara gæða-
mat en áður hefur verið einn þáttur
þessa,“ sagði Bjartmar Pétursson,
stjórnarformaður Útvers á Bakka-
firöi, er Morgunblaðið innti hann
álits á stöðu saltfiskverkunar.
„Þá er upptaka gengismunar
fáránleg aðgerð. Á fyrstu fimm
mánuðum ársins eru tekin 19,5%
af framleiðendum áður en greiðsla
kemur til þeirra, það er útflutn-
ingsgjald 9,5% og gengismunur
10%, sem á raunar engan rétt á
sér. Á sama tíma og þetta er gert
eru greiðslur til saltfiskverkenda
úr verðjöfnunarsjóði 6%, þannig
að í raun er verið að færa beint
milli deilda i Seðlabankanum, úr
verðjöfnunarsjóði í stofnfjársjóð
fiskiskipa í gegnum gengismun.
Með þessu virðist vera verið að
refsa okkur fyrir að hafa ekki
keypt skip, þetta er í raun hvati til
skipakaupa. Ef þú ekki tekur þátt
í vitleysunni ert þú bara skatt-
lagður fyrir það. Þá má geta þess
að afkomureikningar Þjóðhags-
stofnunar yfir eins árs tímabil
hafa verið alveg út í hött, þeir
halda því fram, að það sé hagnað-
ur af þessari grein nú, en raunin
er sú að stórtap hefur verið á
henni siðustu 12 mánuði.
Það hlýtur að koma að því að
menn hætti að framleiða með tapi,
enginn getur staðið undir því. Það
er bara með þá, sem ekki eru méð
aðrar verkunargreinar eins og við,
þeir geta ekki breytt til nema að
fara út í fjárfestingar og það er nú
ekki glæsilegur kostur í dag. Við
erum því tilneyddir til að hætta
eða verka áfram og er hvorugur
kosturinn góður eins og málum er
háttað nú. Eina raunhæfa leiðin i
þessu er að fella niður útflutn-
ingsgjöld og hætta upptöku geng-
ismunar, væri svo gert ætti rekst-
urinn að geta verið taplaus og
jafnvel með hagnaði. Þetta er því í
raun ekki tap á greininni sjálfri
heldur er hún skattlögð í tap,“
sagði Bjartmar.
Menn tapa trúnni
á ríkisstjórnina
— segir Björgvin Jónsson vegna upp-
töku gengismunar af saltfiski
„ÞAÐ er enginn grundvöllur orðinn
til þess arna. Ég tel alveg fáránlegt
að flytja til peninga til að borga
niður skip, sem eru óborganleg með
taprekstri í saltfiskverkun og þar á
ég við ráðstöfun gengismunar. Ætli
það séu ekki teknar af okkur á ann-
að hundrað milljónír í gengismun,"
sagði Björgvin Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Glettings, er Morgun-
blaðið innti hann álits á stöðu salt-
fiskverkunar.
„Ég veit ekki hver hefur leyfi til
að ráðstafa gengismun í annað en
verðjöfnunarsjóði. Eðlileg fjár-
málastarfsemi getur ekki farið
öðruvísi fram. Ætli það sé ekki
orðinn mikil meirihluti fyrir þvi
að mismuna endalaust. Meðan
gengismunur er tekinn og honum
varið eins og nú, er það eina verk-
efni þeirra, sem ætla að reyna að
stjórna þessu landi, að fella gengið
með jöfnu og skömmu millibili og
vera með aðrar smáreddingar.
Þetta er verulega veikjandi fyrir
stjórninni og allir verkendur í
landinu, sem hafa trúað því að
þeir eigi sjálfir að borga reikn-
ingana sína, tapa trúnni á þessa
ríkisstjórn vegna þessa," sagði
Björgvin Jónsson.
Til sölu
Sér efri hæö í þríbýlishúsi viö Rauðagerði, ca. 140
fm. Bílskúr — geymslur í kjallara. Uppl. í síma 36228.