Morgunblaðið - 03.08.1983, Page 23
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1983
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1983.
27
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö.
Gjaldeyrisfrelsi
Með bráðabirgðalögum
síðastliðinn föstudag af-
nam Albert Guðmundsson,
fjármálaráðherra, 10%
ferðamannaskatt á gjaldeyri.
Sama dag skýrði Matthías Á.
Mathiesen, viðskiptaráðherra,
frá því að hann hefði skipað
nefnd til að endurskoða lög og
reglur um skipan gjaldeyris-
og viðskiptamála. Eiga störf
hinnar nýju nefndar að bein-
ast að því að draga úr við-
skiptahömlum og rýmka regl-
ur um gjaldeyrismeðferð svo
að veita megi betri og hag-
kvæmari þjónustu, eins og það
er orðað í tilkynningu við-
skiptaráðherra.
Ástæða er til að fagna þess-
um embættisverkum ráðherr-
anna. Með þeim eru stigin
skref í rétta átt. Bráðabirgða-
lög fjármálaráðherra höfðu
það strax í för með sér að
ranglátur skattur sem stuðlaði
að ójöfnuði og spillingu hvarf
úr sögunni. Á það var bent að
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
hefði horn í síðu þessa skatts.
Auðvitað eigum við að virða
þær skuldbindingar sem við
öxlum í alþjóðlegu samstarfi,
en ekki síst á fjármála- og
viðskiptasviðinu eru margar
gloppur í slíku samst írfi eins
og dæmin sanna. Tvöf ilt gengi
íslensku krónunnar undir
vinstri stjórn var þolað af Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum en
það braut í bága við réttlæt-
iskennd þeirra sem láta ekki
stjórnast af forsjárhyggju
vinstrimennskunnar, þar sem
hagur ríkishítarinnar hefur
forgang en borgurunum er
skipað á óæðri bekk.
Forsjárhyggjan hefur ráðið
ferðinni í gjaldeyrismálum.
Eins og margoft hefur verið
rifjað upp steig viðreisnar-
stjórnin ekki frjálsræðisskref-
ið til fulls fyrir rúmum tutt-
ugu árum þegar verslunin var
gefin frjáls, gjaldeyrishömlur
voru áfram við lýði. Smátt og
smátt hafa þær verið rýmkað-
ar sérstaklega að því er al-
menning varðar.
Enginn vafi er á því að
gjaldeyrisfrelsi og niðurskurð-
ur á viðskiptahömlum bæti
hag landsmanna með hag-
kvæmari viðskiptum og stuðli
að nýrri tekjuöflun fyrir þjóð-
arbúið. Aðgerðir í þessa átt
eru forsenda fyrir því að ís-
lenskir athafnamenn geti sýnt
hvað í þeim býr á erlendum
vettvangi. Það þarf að veita
fyrirtækjunum gjaldeyris-
frelsi. Jafnframt hlýtur að
koma til álita, hvort heimila
eigi erlendum bankastofnun-
um að opna skrifstofur eða
útibú hér á landi.
Besta afleiðing gjaldeyris-
frelsis yrði að tækifærunum
til að búa til fölsk og
innistæðuiaus verðmæti fækk-
aði. Það eru ekki síst þessi
tækifæri sem leitt hafa til
óðaverðbólgunnar hér á landi,
en sú óvættur hefur verið
hættulegust fyrir efnahag
manna og stjórnarfarið í land-
inu í rúman áratug.
Hækkanir
opinberrar
þjónustu
Sú holskefla opinberra
hækkana sem skall á varn-
arlausri pyngju launþega nú
um mánaðamótin átti upphaf
sitt í vandræðum stjórnar
Gunnars Thoroddsen. Þótt
stjórnmálamenn setjist niður
og ákveði að rífast um það til
eilífðarnóns hverjum hitt eða
þetta sé að kenna, geta þeir
ekki litið fram hjá þeirri stað-
reynd að kostnaður við rekstur
fyrirtækja hvort heldur þau
lúta opinberri forsjá eða eru í
einkaeign lækkar ekki við það
eitt að þeir neiti fyrirtækjun-
um um að taka hæfilegt gjald
fyrir þjónustu sína. „Við erum
að fást hér við þrotabúsmál-
in,“ sagði Sverrir Hermanns-
son, iðnaðarráðherra, þegar
hann skýrði nauðsyn hækkan-
anna.
Ráðherrar eru á takast á við
verðbólguvandann frá öfugum
enda þegar þeir sitja langtím-
um saman og velta vöngum yf-
ir því hvort þessi hækkunin
eða hin eigi að ná fram að
ganga. Verðlagseftirlitið á ís-
landi hefur reynst gagnslaust
í baráttunni við verðbólguna.
Finnist mönnum opinber þjón-
ustugjöld of há þarf að
minnka stofn- og rekstrar-
kostnað en ekki vera með mis-
heppnað gjaldskrárkrukk. Að-
för verðlagsstofnunar að
strætisvögnum Reykjavíkur á
fyrri hluta þessa árs bitnar
harðast á þeim sem fargjöldin
greiða. Einmitt með þá
reynslu í huga kemur á óvart
að ríkisstjórnin telur það enn
skynsamlegt að mynda nýja
flóðbylgju opinberra hækkana
með því að setja stíflu sem á
að bresta 1. febrúar 1984.
Kjalarskokkið:
Mikil vellíðan
að sigrast á
erfiðleikunum
— segja hlauparar
„Það verdur hvorki reykt né
drukkiö á Kili þessa dagana, meðan
aörir landsmenn eru önnum kafnir
við aö skemmta sér þjálfum viö lík-
ama og anda með því að hlaupa
þvert yfir landið. Þetta er reyndar
skemmtiferð enda verða konur og
börn meö í ferðinni. Það er illmögu-
legt að fara kvenmannslaus í svona
ferð, við verðum að fá eitthvað að
borða og ýmsa aðra aðhlynningu,"
sögðu þeir Leiknir Jónsson og Jó-
hann Hreiðar Jóhannsson, tveir
Kjalarskokkaranna, í samtali við
Morgunblaðiö áður en þeir lögðu
upp um verslunarmannahelgina.
Þeir sögðu ennfremur að það
heföi verið tilviljun, að þessi helgi
varð fyrir valinu. Tíminn hefði mið-
ast við það, að allir gætu fengið frí
og svo hefði vcrið nú. Ekki hefði
heldur verið hægt að fara fyrr vegna
ófærðar á Kili, en heppilegra hefði
verið að hlaupa þegar umferðin væri
minni. Þeir sögðu hlaupin hafa byrj-
að 1973 og síðan þá heföu vega-
lengdirnar vaxið og fjölgað í hópn-
um. Hefðu þeir haft þann sið að
hlaupa um nágrenni Reykjavíkur á
sunnudögum og væri eins og lands-
lagiö hefði tekið miklum stakka-
skiptum eftir því, sem þeir kynntust
því betur.
Sögðust þeir hafa mikla skemmt-
un af þessum hlaupum og því fylgdi
mikil vellíðan að sigrast á erfiðleik-
unum.
Þeir, sem hlaupa yfir Kjöl, eru
Sigurjón Andrésson, Gunnar Krist-
jánsson, Stefán Friðgeirsson, Leikn-
ir Jónsson, Jóhann Hreiðar Jó-
hannsson, Árni Kristjánsson og
Guðmundur Gíslason.
Hér fer á eftir frásögn hlaupar-
anna af fyrstu dögum ferðarinnar:
30. júlí
Safnast var saman í Heiðargerði
og ætlunin var að leggja af stað kl.
10 að morgni. Á síðustu stundu berst
ný þátttökutilkynning frá Guðmundi
Gíslasyni bankamanni og fyrrum
sundkappa. Fór svo, að ákveðið var
að taka hana til greina og bíða eftir
kappanum og föruneyti hans.
Fararstjórar biðu, sex bílar af
ýmsum gerðum og gæðum, allir
drekkhlaðnir og signir að aftan.
Klukkan 11 voru menn og farar-
skjótar loks reiðubúnir og bílalestin
með 18 manns seig af stað frá Nesi
við Ártúnsbrekkuna. Viðleguút-
búnaður og fæði til tíu daga þyngdi
bilana og dró úr hraðanum. Veðrið
var ekki sérlega vinsamlegt, alskýj-
að, suðvestan gola og skúrir.
Ekið var sem leið lá gegnum
Hveragerði, Selfoss og Stokkseyri að
vegarspotta, sem lá niður að sjó
stutt frá bænum Vestur-Loftseyjum
í Gaulverjabæjarhreppi. Þar stað-
næmdust bílarnir og hlaupararnir
klæddust búningum sínum, öllum
rækilega merktum HENSON sport-
fatnaði. Hlaupararnir voru myndað-
ir í bak og fyrir, en skokkuðu síðan
Hlaupararnir í startholunum.
kveðja konur og börn. Síðan var
hlaupið út á þjóðveginn upp Gaul-
verjabæinn. Hraðanum var stillt í
hóf til að kraftarnir entust örugg-
lega. Umferð á þessum vegum var
nánast engin þó að verslunarmanna-
helgin væri byrjuð.
Utan vega gat að líta kýr og hesta
á beit. Kýrnar horfðu stórum augum
eftir vegarslóða niður sandinn og al-
veg niður í fjöru. Þar var notað síð-
asta tækifæri til að létta á sér áður
en hlaupið hófst. Klukkan 13.07 dró
framkvæmdastjóri leiðangursins
upp þokulúður frá Ellingsen og blés
til brottfarar. Kjalarskokkið 1983
var hafið.
Fyrstu 900 metrarnir upp sandinn
voru þungir, en létt var yfir hópnum
og gamanyrðin flugu á milli.
Regndropar féllu á ber lærin en efri
hlutanum var vel skýlt með regn-
stakk frá HENSON. Þar sem vegar-
spottinn lá að þjóðveginum hafði
verið reist hlið með borða áletruðum
KJALARSKOKK 1983. Þar var aftur
staðnæmst nokkur andartök til að
á þessa furðulegu menn, berlæraða,
merkta Morgunblaðinu og auk þess
með appelsínugul endurskinsmerki
vafin um búk eða útlimi. Kúnum var
veifað, en þær störðu áfram í for-
undran og heilsuðu ekki.
Hestarnir reistu sig, sperrtu eyr-
un og störðu. Margir brugðu á leik
og fóru á harðastökki undan hlaup-
urunum. Eftir um það bil 8 km var
komið að bílalestinni en þar biðu
góðar konur og börn með drykki
handa hlaupurunum. Svali og Tropi-
cana-eplasafi runnu Ijúflega niður
og aftur var staðnæmst eftir 16 km
frá upphafi og sopinn þeginn. Leiðin
lá upp á Suðurlandsveginn og með-
fram honum til vesturs að veginum
upp Skeiðin. Rigningin var hætt og
síðasti spölurinn var hlaupinn í
glampandi sól og hita. Umferð á
Suðurlandsvegi var nú orðin veruleg
og ekki minni undrunarsvipur á bíl-
fólkinu en kúm og hestum áður. Ein-
hver hafði á orði, að beini kaflinn
meðfram Suðurlandsveginum væri
langur, en þeim mun meiri var
ánægjan þegar stoppað var á gatna-
mótunum við Skeiðaveginn. 26 km að
baki!
Stundarkorn fór í að svala þorsta
og seðja hungur hlauparanna, en síð-
an var brunað á bílunum í sundlaug-
ina í Brautarholti til að þvo salt-
storkna líkama og lina strengda
vöðva. Þaðan var svo haldið til gist-
ingar í lýðháskólanum í Skálholti.
Hópurinn fékk þar eina kennslu-
stofu saman til að breiða úr svefn-
pokunum sínum.
Um kvöldið var haldin grillveisla
og tóku ferðalangarnir rösklega til
matar síns og létu ekki dynjandi
regnskúr spilla ánægjunni. Seinna
um kvöldið lægði vindinn og Bisk-
upstungurnar skörtuðu sínu feg-
ursta.
Á kvöldvöku var lesið úr íslenskri
fyndni og fleira sér til gamans gert.
31. júlí
Flestir sváfu vært um nóttina, en
kl. 8 næsta morgun vakti armbands-
úr Guðmundar Gíslasonar liðið og
morgunverkin hófust. Hlaupararnir
fóru strax að fá sér vökva og nær-
ingu fyrir næsta áfanga og konur og
börn létu ekki sitt eftir liggja. Sumir
höfðu ekki mikla matarlyst, en það
var hins vegar með ólíkindum, hvað
aðrir gátu innbyrt fyrir hlaupið. Um
kl. 10 var lagt af stað í tveimur bíl-
um, sem Elín kona Jóhanns og Sig-
rún kona Árna óku. Það var ekki
laust við að kvíða gætti hjá hlaupur-
unum, því að áfangi dagsins var 29
km í norðanstrekkingi, þannig að
hlaupa varð næstum beint upp í
vindinn og mest á beinum og heldur
tilbreytingarlausum vegum. Umferð
var nú mun meiri en á veginum dag-
inn áður. Sumir ökumanna virtust
ekki hafa jafnað sig fyllilega eftir
gleðskap næturinnar, en margir
brostu við hlaupurunum, veifuðu
þeim eð þeyttu bílflauturnar þeim til
hvatningar. Það kulaði á ber lærin
og sumir fóru í síðu buxurnar. Kon-
urnar með bílana og svaladrykkina
reyndust frelsandi englar eins og
daginn áður.
Þegar brekkan neðan við brúna á
Iðu var að baki var hópurinn orðinn
býsna þögull og lokka varð þreytta
vöðvana til hlýðni síðasta spölinn að
Skálholti. Leiðin lá í gegnum byggð-
arkjarnann í Laugarási og upp
brekkuna að hliðinu á Skálholti. Þar
í brekkunni tóku Leiknir, Árni og
Stefán forystuna og skeiðuðu á und-
an eins og hlaupið væri rétt að hefj-
ast. Löglegur tími var tekinn á
armbandsúr Jóhanns, 2 klst. og 35
mínútur þegar áfangi dagsins, 29
km, var að baki.
Hlaupararnir réðust strax að mat-
arbirgðunum, en síðan var haldið í
sundlaugina í Brautarholti og vel
heit laugin hvíldi þreytta vöðva.
Tvær eiginkvennanna hlýddu á með-
an á glæsilega sembalhljómleika i
Skálholtskirkju, en eftir miðdegis-
blundinn var snætt í matsal lýð-
háskólans. Hópurinn hafði beðið um
fiskmáltíð, en það kom öðrum mat-
argestum án efa svolítið undarlega
fyrir sjónir að fá „bara“ fisk á
sunnudegi verslunarmannahelgar-
innar. Máltíðin var ekki af verra
taginu og enn sem fyrr var hraust-
lega tekið til matarins.
Að loknum kvöldverði var boðið til
messu í Skálholtskirkju, en leiðang-
ursmenn þágu ekki boðið og hlust-
uðu þess í stað á Jóhann Heiðar lesa
tvo fyrstu kafla framhaldssögu ferð-
arinnar, „Lísu í Undralandi".
Staðfesting fékkst á því símleiðis,
að á daginn væri opin sundlaug að
Geysi í Haukadal og ákveðið var að
hafa áfanga næsta dags þangað.
Börnin voru svæfð og fullorðna
fólkið rabbaði saman í vistlegri og
vel heitri setustofu skólans.
1. ágúst
Armbandsúr Guðmundar vakti
menn að venju kl. 08. Jóhann spratt
fram úr og setti prímusana í gang.
Aðrir fylgdu fordæmi hans, en var-
lega var þó farið af stað. Morgun-
verkin gengu vel og enn sem fyrr
furðaði suma á því hve mikið hlaup-
ararnir gátu innbyrt af fæðu fyrir
áreynslu dagsins.
Veðrið var hagstætt, glampandi
sól, hæg norðvestan gola og léttskýj-
að með einstaka vindsorfnum skýj-
um.
Stundvíslega kl. 10 var blásið í
þokulúðurinn í hliði Skálholts og
hópurinn rann af stað. f þetta sinn
var fremur lítið um glens og gaman-
yrði. Menn voru einir með hugsunum
sínum og hafa vafalaust farið með
þögla bæn um að vöðvarnir mót-
mæltu ekki þennan spöl.
Farið var sem leið lá upp Bisk-
upstungurnar. Vegurinn lá um hóla
og hæðir og leiðin þótti mun
skemmtilegri en daginn áður. Dýr-
legt útsýni var til allra átta. Hekla
gnæfði við himin í austri og til norð-
urs sáust Jarlhettur og Langjökull. í
sólinni hitnaði mönnum fljótt og
klæðum var fækkað. Til beggja
handa voru bændur og búalið við
heyvinnu í brakandi þurrki.
Ákveðið hafði verið að láta 2 bíla
fylgja og gefa hlaupurunum vökva á
5 km fresti. Það veitti greinilega
ekki af þessu í sumarhitanum, enda
hafði margur svitadropinn blandast
vegrykinu. Bílaumferð var ekki
truflandi, en þó hurfu hlaupararnir
stundum í rykmekki undan rútum og
mjólkurbílum. Síðasta spölinn að
Geysi voru hlaupararnir mjög hress-
ir og ákveðið var að halda svolítið
lengra til að „nota veðrið". Miskunn-
arverk hafði verið unnið á leiðinni,
þar sem kind, sem föst var í hlið-
grind, var gefið frelsið á ný.
Áfangi dagsins reyndist 33 km og
var lokið á 2 klst. og 55 mínútum. Þá
var brunað til baka I Skálholt og
farið í heita sturtu, sem ekki var
vanþörf á. Glens og gaman var í bað-
inu, þó að enginn tæki lagið. Allir
hressir, en margir vöðvar létu af sér
vita og blöðrur á tám.
Bernharður Guðmundsson skrifar frá heimsþingi alkirkjuráðsins í Vancouver, Kanada
Kókoshnetur gegn
kjarnorkuvopnum
Glaðir litir og Ijúfir tónar frá
Kyrrahafseyjum mættu þingfull-
trúum, er fundir hófust í dag, en
það sýndi sig að draumaveröld þess
heimshluta er að breytast í mar-
tröð.
— Á Bikini og Evetak-eyjunni í
Marshall-eyjaklasanum hafa verið
sprengdar 66 kjarnorkusprengjur,
sagði Darlene Keju, ung stúlka frá
Evetak. Þessar sprengingar hafa
haft djúpstæð áhrif á líf íbúanna.
Fjöldi kvenna hefur fætt stórlega
vansköpuð börn, með horn á höfði,
útlimalaus og jafnvel ekki í
mannsmynd.
— Við horfum til framtíðarinnar
með örvæntingu, sjálf þori ég ekki
að eignast börn, — sagði Darlene,
sem er fórnarlamb geislavirkninn-
ar. Hún gengur með þrjú æxli og
það fjórða hefur nýlega verið fjar-
l*gt.
Síðustu 29 árin hafa 11 eyjar ver-
ið teknar af heimamönnum með
valdi og íbúarnir fluttir á aðrar eyj-
ar. Um 8000 manns búa t.d. á smá-
eyju, sem er um 70 hektarar að
stærð.
— Okkur er sagt að þessar kjarn-
orkutilraunir séu til þess að vernda
okkur. Frá hverju? Við eyjafólkið
erum friðsöm og eigum enga óvini.
Orðið óvinur er jafnvel ekki til í
sumum tungumálum okkar.
Yfir 300 tungumál, geysilegar
fjarlægðir milli eyjanna og fámenni
þjóðanna þar hefur valdið því, að
illa hefur gengið að skipuleggja
mótmæli heimamanna, enda hafa
kjarnorkuveldin neytt margvíslegra
ráða tii þess að þagga þau niður —
en nú er tíminn kominn, sagði Sim-
one Havea, öldungur frá Tonga og
hann tók með sér kókoshnetur í
ræðustólinn til þess að skýra mál
sitt.
— Hjá okkur sameinar kókos-
hnetan gjafir guðs. í henni felst
matur, drykkur, vinna, samfélag og
kærleikur guðs. Hún markar líka
tímaskyn okkar. Hún fellur til jarð-
ar þegar hennar tími er kominn,
það getur enginn flýtt því eða seink-
að, að hún verði fullþroska.
Nú er kókoshnetutími og allir
kristnir menn verða að taka saman
á þessu máli. Og Jesús er með
okkur, hann er einn af okkur, áður
var hann bláeygur og talaði ensku
og frönsku, það var á nýlendutíma.
Nú erum við sjálfstæðar kirkjur og
Jesús er brúneygur og talar okkar
mál.
Hinn gráhærði öldungur frá
Tonga, íklæddur síðu pilsi, kenndi
þingfulltrúum lexíu, sem varla
gleymist. Á borðum þeirra voru
blómakransar, sem þeir höfðu sett
um háls sér. Kransarnir eru tákn
vináttu og friðar og eru gjafir frá
íbúum Kyrrahafseyja.
— Hjá okkur eru gjafir ekki til
þess að halda þeim fyrir sig heldur
til þess að deila þeim með öðrum,
sagði Simone og bað fulltrúana að
gefa blómakrans sinn einhverjum,
Ungu fólki fjölgar í kirkjum austantjalds
„Við afneitum marxisma af því að
við erum kristið fólk, en við sættum
okkur við hið fjárhagslega, félags-
lega og pólitíska kerfi og leggjum
því lið sem borgarar," sagði Vitaly
Borovoi, einn af mörgum fulltrúum
ortódoxu-kirkjunnar í Rússlandi
hér á heimsþinginu.
Hann sagði að afstaðan til kirkj-
unnar væri mjög að breytast í
Rússlandi. Verulegur hópur ungs
fólks hefði látið skíra sig og gengið í
kirkjuna. Þetta væri þeim mun at-
hyglisverðara, þar sem þau væru
börn guðleysingja og alin upp í guð-
leysi í skólakerfinu. Sama kom fram
hjá starfsmönnum alkirkjuráðsins,
sem vinna að mannréttindamálum.
í Austur-Evrópu hafa kirkjurnar
sýnt ótrúlegan kjark í mótmælum
sínum gegn mannréttindabrotum
þar, enda hefur stór hópur ungs
fólks tekið sér stöðu með kirkjunni,
svo að stjórnvöldum þykir nóg um.
Því nánar sem kirkjur heimsins
fylgjast með málum í Austur-
Evrópu, þeim mun styrkari verður
staða kirkjunnar í baráttunni fyrir
frumlægum mannréttingum.
Þátttaka kirkjunnar í kommún-
istaríkjunum í störfum alkirkju-
ráðsins hefur á margan hátt gert
meðferð mála erfiðari og viðkvæm-
ari. Það er vitað, að harðorðar á-
lyktanir alkirkjuráðsins, sem gagn-
rýna framferli ríkisstjórna austan-
tjaldslandanna, munu koma mjög
hart niður á kirkjunum í þeim lönd-
um og valda refsingum og fangels-
un. Fulltrúar austantjaldsríkjanna
hér hafa lagt á það mikla áherslu,
að farið verði varlega í öllum slíkum
ályktunum.
sem ekki hafði fengið slíkan. Hann
fór fram á það við kirkjur heimsins,
að þær sendu læknishjálp og hjúkr-
unarvörur til þeirra, sem eru fórn-
ardýr kjarnorkutilraunanna og
þakkaði alkirkjuráðinu að vekja
máls á þessu mikla vandamáli.
— Menning okkar er í mikilli
hættu. Aðalatvinnuvegurinn er
ferðamannaiðnaður, sem er rekinn
af erlendum stórfyrirtækjum, sem
gerir okkur háð erlendum þjóðum.
Þess vegna dvínar stolt okkar og ör-
væntingin eykst með hverju árinu,
sagði hann.
Að loknum framsöguerindum
Kyrrahafsmanna sungu þeir söng
með ljúfum tónum, en textinn var
eitthvað á þessa leið:
Ef sprengjutilraunirnar eru eins
hættulausar og þeir segja, af hverju
eru þær ekki framkvæmdar í
heimalandinu?
Prófið sprengjurnar í París,
geymið þær í Washington, grafið
úrganginn í Tókýó, en forðið eyjun-
um okkar frá atómsprengjum.
Frumbyggjar þeirra landa, sem
aðrar þjóðir hafa tekið yfirráð yfir,
eru oftlega kallaðir fjórði heimur-
inn. Meðal þeirra teljast íbúar
Kyrrahafseyjanna, frumbyggjar
Ástralíu, eskimóar og indíánar.
Hinir síðastnefndu eru um milljón
talsins í Kanada og búa við bág
kjör. Staðsetning heimsþingsins I
Vancouver í Kanada við strönd
Kyrrahafsins hefur vakið sérstaka
athygli þingfulltrúa á vandamálum
íbúa fjórða heimsins. Indíánar hafa
fjölmennt hingað í hátíðarklæðum
og reistu geysiháa súlu, sem mun
verða flutt til höfuðstöðva alkirkju-
ráðsins í Genf til að minna á bar-
áttu þeirra fyrir fullum mannrétt-
indum til þess að fá að njóta sín í
því landi, sem forfeður þeirra hafa
búið.
Yfirleitt gott
Mbl. haföi tal af Erni Sævari,
veiöieftirlitsmanni í Húnavatnssýsl-
um, í gær og fékk hjá honum heild-
armynd af gangi laxveiöa á svæö-
inu, en eftirlitssvæöi Sævars er
býsna víðáttumikið. Þau tíöindi
sem hér koma á eftir flutti Örn, en
fram kemur, aö ef á heiidina er litiö,
þá hafa veiöimenn ekki þurft að
kvarta svo mjög.
„Bloody hell!“
Fyrst skal Víðidalsár getið, en
þar voru í lok helgarinnar komnir
454 laxar á land, sem er 40—50
löxum hærri tala en á sama tima í
fyrra. Utlendingahópur sem var í
viku aö veiðum fyrir stuttu veiddi
154 laxa. Stærsti laxinn til þessa
var 19 pundari og tók hann Kröflu.
Erlend veiðikona var aö veiöa í
Kerjunum i Fitjá fyrir stuttu og
beitti stórri fallegri rauöri flugu. Eitt
sinn er flugan sveif yfir besta töku-
staöinn, birtist stór lax úr djúpinu
og var hann meö gapandi giniö. En
i þann mund er fiskurinn var aö
loka kjaftinum um fluguna, stakk
kría sér úr háloftunum og náöi flug-
unni. Flaug krían stuttan spotta og
sleppti svo flugunni, enda gersam-
lega óætur biti. Mátti þá heyra
mælt með hressilegri raust:
„bloody hell“ og fleiri gífuryrði.
Haföi konan hvorki kríuna né lax-
inn.
Miöfjarðará slök
A sunnudaginn voru 390 taxar
komnir á land og haföi veiöin veriö
dauf. Þetta er slök veiði á þessum
sloöum og laxinn hefur auk þess
verið fremur smár, meöalþunginn
varla yfir 7 pundum. Örn sagöi mik-
ið hafa veiöst af „kettlingum" í
Miðfjaröará, 3 punda löxum og þar
um bil. „Þeir eru fljótir að rífa meö-
alviktina niöur þessir tittir," sagði
Örn. Stærstu laxarnir 17—18
punda þungir.
Vatnsdalsá meö góöan kipp
Það voru komnir 350 laxar úr
Vatnsdalsá á laugardaginn j síö-
ustu viku og ef litiö er á hversu illa
veiöin fór af staö á þessum slóðum
í vor, veröur það aö teljast mjög
góöur afli. Dagana 17,—29. júní
veiddust aöeins 6 laxar og 2. júlí
voru aðeins 18 laxar komnir á land.
Meðalþunginn er sá besti í Húna-
vatnssyslunum og líklega sá besti á
landinu. Er hann um eöa yfir 10
pund og stærsti laxinn var 22
punda lax sem útlendingur nokkur
veiddi á Hairy Mary flugu. Nokkrir
18—20 punda laxar hafa einnig
veiöst.
Þá hafa 18 laxar veiöst á sil-
ungasvæðunum, en þar veiöast
jafnan þó nokkrir laxar árlega. Sil-
ungsveiðin hefur einnig veriö prýöi-
leg og bleikja yfirleitt væn.
Laxá pottþétt
„Laxá á Ásum er auövitað alltaf
sú besta í heimi og rúmlega þaö,“
sagði Örn er taliö barst að Laxá.
Hann sagöi i gær 625 laxa komna á
land og ána fulla af laxi. Meðal-
þunginn er ekki mjög mikill og
stærsti laxinn 18 pund, auk hans
nokkrir 15—17 punda. Þaö fylla
margir 20-laxa kvóta sinn og suma
daga veiðast því 40 laxar, en veitt
er aðeins á tvær stangir í Laxá.
Sagöi Örn að Miöfjaröará þyrfti aö
vera með rúma 3.000 laxa til aö
standa jafnfætis Laxá í dag. Mjög
gott vatn hefur veriö i Laxá í allt
sumar og horfur eru á að engin
breyting verði þar á.
Þá hefur gengið vel í Fremri-
Laxá, eða milli vatnanna. Þar höföu
í gær veiðst 26 laxar á 2 stangir, en
það er óvenjulega mikið svo
snemma. Þar veiöist einnig mjög
mikið af prýöilega stórum urriöa.
Blanda og Svartá lélegar
Blanda var i gær meö aðeins
tæpa 300 laxa, sem er næstum
helmingi minna en á sama tíma i
fyrra. Besti tíminn er liöinn og horf-
ur á aö veiöin verði miklu lélegri en
í tyrra og þótti hún þó slök þá.
Besti dagurinn kom fyrir stuttu og
þá komu 34 laxar á land á stangirn-
ar fjórar.
Svartá hefur veriö afar léleg, en
þó hefur veriö dálítiö líf í henni síö-
ustu dagana. 23 voru komnir á land
í gær, nær allir dregnir á þurrt
neöst í ánni.
I»ær lítt kunnari
Laxá ytri, eöa Laxá í Refasveit
eins og hún heitir einnig, hefur gef-
ið um 30 laxa sem þykir slakt, en
betur hefur gengiö i Hallá, þar sem
60 laxar voru komnir á land á tvær
stangir um mánaöamótin, besti
tíminn er eftir. Meðalþunginn var
6—7 pund og þeir stærstu 12—14
pund.