Morgunblaðið - 03.08.1983, Page 25

Morgunblaðið - 03.08.1983, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1983 29 S«var Þorbjörnsson og Jón Baldursson spila við Júgóslavana. Jón snýr baki í myndavélina en Srevar er fyrir miðri mynd. Það sést grilla í Guðmund Pétursson fyrirliða i milli Sævars og eins Júgóslavans. Júgóslövum gekk ekki sem best á mótinu, urðu í þriðja neðsta sæti, og sigruðu íslendingar leikinn við þi með 19—1. MorgunbUAiA/Arnór lUínaranon Eyrópumeistaramótið í bridge: Frakkar sigruðu í báðum flokkum Wiosbsden, 30. júli. Frá bladamanni Morgunblatoina, Arnóri KagnarNsyni. Evrópumeistaramótinu í bridge í Þýskalandi lauk sl. laugardag með sigri frönsku sveitarinnar í opna flokknum. Annað sæti tryggði ítalska sveitin sér með kempurnar Garozzo og Belladonna í fararbroddi, og þar með farseðilinn i heimsmeistaramótið, sem haldið verður í Stokkhólmi í haust. Norska liðið varð f þriðja sæti eftir jafna og góða spilamennsku allt mótið. Islenska liðið hafnaði i 16. sæti á mótinu eftir afar slæma byrjun, en ágætan endasprett. Liðið tapaði reyndar fyrir Finnum á föstu- dagskvöld, 7—13, og f lokaumferð- inni á laugardag fyrir Hollending- um, 1—19, en kaflinn þar á undan var mjög góður. Það vakti athygli að í síðustu umferð mótsins töpuðu Frakkar fyrir Austurríkismönnum, 0—20, en höfðu samt sem áður tryggt sér Evrópumeistaratitilinn þegar þremur umferðum var ólokið. Lokastaðan í mótinu varð þessi: Frakkland 361, Italía 309, Noregur 293.5, Holland 278,5, Austurrfki 276, Þýskaland 275, Svfþjóð 254,5, Ung- verjaland 252,5, Danmörk 251,5, Pól- land 246,5, Belgía 245,5, Irland 237, Bretland 232, Israel 219, Rúmenía 209.5, ísland 208,5, Finnland 186, Tyrkland 185, Lfbanon 182, Luxem- borg 164,5, Sviss 149,5, Júgóslavía 139.5, Portúgal 135 og Spánn 129,5. Frönsku konurnar nýttu vel það færi sem hollensku konurnar gáfu á sér, þegar þær töpuðu í næstsfðustu umferðinni, og fengu að spila úr- slitaleik á móti þeim. Frönsku stúlk- urnar sigruðu, 15—5, og unnu því Frakkar í báðum flokkum. Lokastað- an f kvennaflokki varð þessi: Frakk- land 148, Holland 138, Bretland 138, Spánn 127, Ítalía 117, Pólland 113,5, Sviþjóð 112, Þýskaland 111, írland 93, Finnland 86, Sviss 65, Israel 40. Skákmótið í Gausdal: Margeir varð þriðji SKÁKMÓTINU í Gausdal í Noregi lauk nú fyrir sköinmu. Úrslitin f mót- inu, sem var fyrir skikmenn yngri en 26 ára, þóttu koma i óvart en sigurveg- ari í mótinu var sænsk stúlka, Tía Gramling, en hún er stórmeistari kvenna í skik. Tía fékk 7 vinninga af 9 möguleg- um og f öðru sæti var alþjóðlegur meistari frá Bandarfkjunum að nafni Tisdall. Tisdall fékk einnig 7 vinninga á mótinu en Tfa Cramling var úrskurðaður sigurvegari mótsins þar sem hún varð hærri að stigum en hann. f þriðja sæti varð Margeir Pét- ursson með 6V4 vinning. Margeir sagði í samtali við Mbl., að honum hefði gengið illa f byrjun en hann hefði náð sér á strik undir lokin. Margeir sagði að lengst af hefði Pólverji að nafni Bielczyk verið efst- ur en í síðustu umferðinni hefðu þeir leitt saman hesta sína og hefði Pól- verjinn þá tapað. Þátttakendur í mótinu voru 43 og þar af voru tveir fslendingar, þeir Margeir og Hilmar Karlsson. Hilm- ar fékk 4V4 vinning og lenti í 18. sæti. I gærkvöldi hófst f Gausdal annað skákmót og sagði Margeir það vera mun sterkara en það sem var af ljúka. Á þvf munu tefla þrfr stór meistarar og 15 alþjóðlegir meistar ar. Þrír íslenskir þátttakendur verða með á mótinu, þeir Margeir og Hilm- ar og svo mun í þeirra hóp bætas Árni Á. Árnason. Tefldar verða 9 umferðir á mótinu eftir Monrad-kerfi. Grænlensk myndlist- arsýning GRÆNLENSKA listakonan, Kistat Lund, opnaði sýningu i vatnslita- og pastelmyndum f anddyri Norræna hússins í gær 2. igúst og stendur sýn- ingin fram eftir mánuðinum. Kistat Lund er listamaður sem hefur tekið þátt í mörgum sýningum bæði heima og erlendis, og hún hef- ur haft einkasýningar víða á Græn- landi. Eftir að sýningu hennar lýkur hér í Norræna húsinu, fara mynd- irnar á einkasýningu, sem hún opnar í Danmörku í boði danska utanríkisráðuneytisins í byrjun september. Kistat Lund sækir við- fangsefni sitt mikið í grænlenska náttúru og landslag og til hins ótölulega grúa þjóðsagna og ann- arra grænlenskra sagna. I tengslum við sýninguna verða sýndar f bóka- safni Norræna hússins nokkrar bækur bæði á grænlensku og f norrænum þýðingum með þjóð- sagnaefni frá Grænlandi. Sýningin er opin á venjulegum opnunartíma hússins. (Frétutilkynning.) Tónleikar haldnir á Kjarvalsstöðum TÓNLEIKAR verða haldnir á Kjar- valsstöðum nk. Hmmtudag 4. ígúst og hefjast þeir kl. 20.30. Flytjendur eru Guðný Ásgeirs- dóttir sem leikur á píanó ásamt Jóni Aðalsteini Þorgeirssyni sem leikur á klarinettu. Á efnisskránni eru sónöt- ur fyrir þessi hljóðfæri eftir Frances Poulanc, C. Saint Saés og Jóhannes Brahms. Guðný Ásgeirsdóttir pianóleikari lauk einleikaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík 1977. Síðan stundaði hún nám við Tónlistar- háskólann í Vínarborg þar sem hún lauk prófi f vor frá píanókennara- deild skólans. — Jón Aðalsteinn Þorgeirsson stundaði nám við Tónskóla Sigursveins og lauk þaðan burtfararprófi 1978. Hann hefur síð- an verið í námi við Tónlistarháskól- ann í Vínarborg að undanskyldu einu ári sem hann starfaði við Sin- fóníuhljómsveit Islands. Þau Guðný og Jón halda nú sína fyrstu tónleika hérlendis en hafa oft komið fram í Vín. (FréUatilkynning) Guðný Ásgeirsdóttir og Jón Aðal- steinn Þorgeirsson. HÚSCACNAEÖLLIN BlLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVlK 8 91-81199 og 81410 Vertu ekki í vafa um hvar er að versla best G S A Pallas 65 hestöfl, framdrifinn, með frábæra aksturseiginleika innanbæjar sem utan: Vökvafjöðrunin gerir utslagið. Á undanförnum árum hefur Citroén GSA Pallas unnið hug og hjörtu þúsunda íslenskra ökumanna með frábærum aksturseiginleikum. Ekki minnkar hrifningin þegar kemur að bensínkaupum, því GSA eyðir aðeins 7,91 að meðaltali. Verið velkomin í reynsluakstur. Við tökum uppí vel með farna, nýlega Citroén bíla. Við lanum 25% af kaupverði til 8 mánaða. Verð kr. 298.500.- Innifalið: Hlífðarpanna undir vél, skráning og ryðvörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.