Morgunblaðið - 03.08.1983, Page 35

Morgunblaðið - 03.08.1983, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1983 á þann hjalla er okkur mun öllum einhvern tíma gjört að klífa. Blessuð sé minning hans. Haraldur Jónasson. Með fáeinum orðum langar mig til að minnast móðurafa míns, nú þegar vegferð hans er lokið hér í heimi. Afi var húsasmiður og meistari í sínu fagi. Hann var mikið á ferð- inni í tengslum við starf sitt og kom þá iðulega við hjá mömmu sem heima gætti bús og barna. Þá var hellt á könnuna og málin rædd. Það var alltaf létt í afa. Hann var kátur og glettinn. Hann gaf sér oft tíma til að spjalla við okkur systkinin. Mér eru alltaf minnisstæðar þær stundir þegar afi tók upp dúkkurnar mínar og ræddi við þær smástund á rússn- eskri tungu, en um það hafði ég ekki minnstu vitund. Ekki spillti fyrir, ef hann hafði haft meðferðis súkkulaðimola eða ópal pakka, sem ekki var ósjaldan. En bernskuárin líða og börnin breyt- ast í fullorðið fólk. Fullorðna fólk- ið í lífi barnanna eldist, það er lífsins saga. Fyrir allnokkrum árum veiktist afi af kransæðastíflu, ég minnist þess hve hrædd ég var þá um að við fengjum ekki lengur að hafa hann hér á meðal okkar. En afi hresstist og lifði mörg ár, að vísu oft lasinn af völdum kransæða- sjúkdómsins og fleiri kvilla. Aldrei hafði hann hátt um sín veikindi, þótt auðséð væri að hann liði stundum. Afi byggði húsið að Engihlíð 12 í Reykjavík. Var það að mestu gert í aukavinnu á kvöldin og um helg- ar. Þar hafa afi og amma búið síð- an 1946. Þrjár aðrar íbúðir eru í húsinu. Oft á tíðum hafa ættingj- ar ömmu og afa fengið að búa i íbúðum þessum. Ég og sambýlis- maður minn, Finnur, urðum þess aðnjótandi fyrir tæpum þremur árum að fá risíbúðina hjá ömmu og afa. Þar bjuggum við í rúm tvö ár meðan við vorum að eignast okkar eigið húsnæði. Okkur leið mjög vel í nábýlinu við ömmu og afa, oft á kvöldin var trítlað niður til gömlu hjónanna og ætíð var maður velkomin. Þá var hoft á sjónvarp eða spjallað um liðna tíð. Afi hafði margs að minnast frá æskustöðvunum við Breiðafjörð, WIKA Allar stæröir og geröir akE_.Lv Söyifjflatyigjyr Vesturgötu 16, sími 13280 cnro-ko Klæðningarstál Samanburður er okkur í hag ... gXO*ko er litaða klæðningarstálió ” með tvöföldu acrylhúöinni. er framleitt með erfiöustu aðstæður í huga, sumar, vetur, vor og haust. gxo*ko er fáanlegt í sér lengdum eftir 9 óskum kaupandans. qiQ-ko fylgihlutir fáanlegi r. stálkjarninn er 0,5 mm. EINKALEYFIA ÍSLANOI VÍRNET? BORGARNESI - SÍMI 95 7296 Geriö samanburð á verði I BYGGINGAVÖRURl Hringbraut 120 Símar Timburdelld 28604 Byggingarvörur 28600 Málningarvörur og verkfœri 28605 Gólfteppadeild 28603 Flisar og hrelnlœfisfæki 28430 Hringbraut 120 (Aðkeyrsla frá Sóvallagötu) 39 Valtýr Jónsson - Minningarorð sem hann unni mjög, og frá tímum er hann hafði hvað mest að starfa sem húsasmiður. Fyrir þessi ár í Engihlíðinni erum við Finnur þakklát, bæði hvar varðar fjár- hagslegan stuðning og hitt ekki síður að fá að kynnast afa og ömmu vel. Ólafur afi hefur kvatt þennan heim. Hann lést að heimili sínu að kvöldi dags 23. júlí síðastliðinn. Hann fékk að fara án þess að líða mikið. Fyrir það erum við þakklát. Söknuðurinn eftir afa er mikill, mestur hjá ömmu og börnum þeirra. En við afabörnin og litlu langafabömin söknum afa. — Ást hans á ungviðinu var fölskvalaus. Ég vona að nú, þegar afi er laus við sinn veika líkama, gefist hon- um að líta aftur heim að Kirkju- bóli í Barðastrandarsýslu og yfir Breiðafjarðareyjarnar, þar sem hugur hans dvaldi oft síðustu árin. Blessuð sé minning afa míns. Oddný Halla Haraldsdóttir. Þegar Valtýr Jónsson er kvadd- ur hinsta sinni, þá er það okkur sérlega tregablandið að vera svo langt í burtu að geta ekki verið viðstödd úrför hans. Vinskapur okkar og samstarf byrjaði í bernsku og náði hámarki þau fjögur ár, sem við vorum sam- an í Verzlunarskólanum. Öll þau ár vorum við nánast óaðskiljanleg: við unnum saman að félagsmál- um, lásum saman og byggðum sumarhúsið Látalæti. Mestur tím- inn hefur væntanlega farið í setur á kaffihúsum, en eins og Volli benti gjarna á, þá varð einhver að fórna sér og bjarga heiminum. í skóla var Volli allra manna vinsælastur, enda sá félaginn, sem sjálfkrafa sá um skemmtiefnið — í öllu okkar vafstri var hann hinn sanni hrókur alls fagnaðar: fynd- inn með afbrigðum og hafði þá náðargáfu að geta verið það án þess að vera illkvittinn. Eftir skólann skildust leiðir að mestu enda urðu fjarlægðii-nar miklar og fjarvistirnar langar. Við sendum Dótlu og sonum þeirra Valtýs innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorginni. Birgir, Ellý, Othar. VIÐAR KLÆÐNINGAR í loft og á veggi. FulMakkaöar og tilbúnar til uppsetningar. Vandaöar vörur á hagstæöu veröi. Mjög viöráöanleg greiöslukjör. Cfy EGILL ÁRNASON H.F. SKEIFUNNI 3 - SÍMI82111 - REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.