Morgunblaðið - 23.08.1983, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÍJST 1983
5
Stöðugur straumur
fólks á iðnsýninguna
AÐSÓKNIN á iðnsýninguna í Laugardalshöll hefur verið með ágætum það
sem af er, að sögn Sigurjóns Jóhannssonar, blaðafulltrúa sýningarinnar. Á
sunnudagskvöldið höfðu rúmlega tólf þúsund manns séð sýninguna, og var
sérstaklega fjölmenn á sunnudaginn, en þá komu um sex þúsund manns. Og
þegar Morgunblaðið hafði samband við Sigurjón síðdegis í gær lá stöðugur
straumur fólks inn í Höllina.
Happagestur er valinn daglega
á sýningunni, þ.e.a.s. gestir geta
átt von á því að fá vingjarnlegt
klapp á bakið og tilkynningu um
að einhver hlutur á sýningunni sé
þeirra. Að sjálfsögðu er hendings-
aðferð notuð við val á þeim
heppnu. Fyrsti happagesturinn
var Sigríður Ingvadóttir og er
meðfylgjandi mynd af Sigríði tek-
in nokkrum sekúndubrotum eftir
að henni voru færð gleðitíðindin.
Enda talar svipurinn sínu máli. í
„happagjöf" fékk Sigríður skrif-
stofustól frá Stálhúsgagnagerð
Steinars hf. Vinstra megin á
myndinni er Guðni Jónsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins,
greinilega mjög ánægður líka.
Iðnsýningin er opnuð klukkan
þrjú á virkum dögum og stendur
til tíu á kvöldin.
Fyrsti happagesturinn á sýningunni, Sigríður Ingvadóttir, Ijómar eins og sól í
heiði þegar henni eni færð gleðitíðindin. Morgunblaðið/RAX.
Enski boltinn óbreyttur,
getraunaseðillinn hækkar
SVIPAÐ snið verður á útsendingu
sjónvarpsins frá ensku deildar-
keppninni og var í fyrra: sýndir
verða valdir kaflar úr leikjum fyrri
viku klukkan 18.50 á laugardög-
um. Fyrsta umferð ensku deildar-
keppninnar fer fram laugardaginn
27. ágúst og verður sýnt frá leikj-
um þeirrar umferðar viku síðar,
laugardaginn 3. september.
Að vanda hófst vertíð ensku
knattspyrnunnar á viðureign
bikarmeistaranna og Englands-
meistaranna, þetta er leikurinn
um „góðgerðarskjöldinn", sem
svo er nefndur, og léku Eng-
landsmeistaranir Liverpool og
bikarmeistararnir Manchester
United á Wembley-leikvangin-
um síðastliðinn laugardag. Að
sögn Bjarna Felixsonar, íþrótta-
fréttamanns sjónvarpsins, verð-
ur þessi leikur sýndur í íþrótta-
þætti laugardaginn 27. ágúst.
Getraunirnar verða einnig
með hefðbundnu sniði, þ.e.a.s.
áfram verða tólf leikir á seðlin-
um. Sigurgeir Guðmannsson,
framkvæmdastjóri íþrótta-
bandalags Reykjavíkur, sagði að
venjuleg sala getraunaraða hér á
landi væri um 500—600 þúsund
raðir á viku. Taldi hann að tólf
leikja raðir væru mjög heppi-
legar fyrir íslendinga, en það
munu vera rúmlega 530 þúsund
möguleg úrslit úr tólf leikjum.
Verð hverrar raðar hækkar úr
krónum 1,50 í 2,50.
Hressir málarar
,* Skagastrtfnd, 15. ágúnL
í SUMAR hefur verið heldur Ktil
vinna fyrir unglinga á Skagaströnd
öfugt við það sem verið hefur undan-
fariln sumur.
Þess vegna hafa margir ungl-
inganna beðið í ofvæni eftir að fá
vinnu við hina árvissu málningu á
togaranum Arnari.
Þessi málningarvinna er nú í
fullum gangi en milli 20 og 30
unglingar vinna við verkið, sem
áætlað er að taki u.þ.b. hálfan
mánuð.
Er það þakkarvert að Skag-
strendingur hf., sem gerir út Arn-
ar, skuli láta taka togarann í gegn
hér heima, því annars hefðu
margir unglinganna haft litla sem
enga vinnu hér á Skagaströnd í
sumar. ÓB
Örkin hans Nóa vekur mikla eftirtekt á iðnsýningunni í Laugardalshöll. Sennilega tekur hún þó ekki öll dýr
merkurinnar, enda ekki til þess smíðuð, heldur er þetta þjónustuörk fyrir gesti sýningarinnar. Þarna geta menn
staðið við borðstokkinn og gætt sér á súkkulaði og íslenskri mjólk. Morgunblaðið/Emilía.