Morgunblaðið - 23.08.1983, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1983
Engin venjuleg hola það!
Holóttir vegir eru íslendingum engin nýlunda. Vestur í Bandaríkjunum eru vegirnir öllu betri, en
Arthur Lavoie lenti heldur betur í hressilegri holu í heimabæ sínum, Holyoke í Massachusetts fyrir
skemmstu. Hann var í mestu makindum að aka á Mustang-bifreið sinni er hann beinlínis hrapaði
niður úr götunni. Eins og sjá má á myndinni var þetta engin venjuleg hola, sem hafði myndast.
Lavoie slapp ómeiddur úr þessu óvænta ævintýri, en gasleiðsla undir götunni sprakk við óhappið
þannig að flytja varð íbúa nágrennisins á brott um stund.
Endalokum valda
Marcosar hótað
Manila, 22. ágúst. AP.
LEIÐTOGAR stjórnarandstöðunnar á Filippseyjum sögðu í morgun,
að sem forseti landsins hlyti Marcos að teljast óbeint ábyrgur fyrir
morðinu á Benigno Aquino, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, þar sem
um pólitískt morð væri að ræða. Hundruð syrgjenda vottuðu hinum
látna virðingu sína, þar sem blóði drifid lík hans lá á viðhafnarbör-
um á heimili hans.
PLO-foringi
myrtur í Aþenu
Aþenu, 21.ágúst. AP.
Yfirmaður lögreglunnar í
Manila sagði í dag, að rann-
sóknir sýndu, að meintur
banamaður Aquino hefði
hleypt af byssu við verkið, en
ekki hafði verið borið kennsl á
hann. Hermenn skutu mann-
inn til bana svo að segja strax
eftir að hann hafði framið
ódæðið.
Einn þingmanna stjórnar-
andstöðunnar, Salvador H.
Laurel, sagði ennfremur í dag,
að hann drægi mjög í efa að
meintur banamaður Aquino
hefði komist í gegnum þann
öfluga öryggisvörð, sem var á
alþjóðaflugvellinum í Manila
er atvikið átti sér stað. Sagði
Laurel, að svaraði Marcos ekki
nokkrum ákveðnum spurning-
um varðandi atburðinn gæti
það þýtt „endalok valdaferils
hans“. Laurel skýrði ekki frek-
ar við hvað hann átti með
þessu orðalagi sínu.
Marcos forseti hefur ekki
sést opinberlega í nokkra
daga. Opinberir embættis-
menn segja hann vera að
skrifa bók, en orðfomur er á
kreiki þess efnis að forsetinn
sé alvarlega veikur.
HATTSETTUR embættismadur
PLO var myrtur á götu úti í Aþenu á
laugardaginn. Tilrædismennirnir
náðust ekki en gríska lögreglan taldi
víst að þeir myndu hafa komist af
landi brott strax eftir morðið. Stjórn
PLO sagði ísraelsku leyniþjónust-
una bera ábyrgð á morðinu.
Vitni að atburðinum sögðu svo
frá, að bifreið PLO-mannsins
Veður
víða um heim
Akureyri 12 lóttskýjaó
Amsterdam 24 rigning
Aþena 31 heióskirt
Barcelona 25 alskýjaó
Berlín 30 heióskfrt
BrUssel 26 heióskfrt
Buenos Alres 14 skýjaó
Chicago 35 skýjaó
Dyflinni 22 skýjaó
Frankfurt 31 rigning
Fsreyjar 11 skýjaó
Genf 24 skýjaó
Havana 32 heióakírt
Helsinki 20 heióskfrt
Jerúsalem 27 heióskfrt
Jóhannesarborg 21 heióskfrt
Kaupmannahöfn 24 heióskfrt
Las Paimas 24 skýjaó
Lissabon 26 heióskfrt
London 39 skýjaó
Los Angeles 24 skýjaó
Madrid 30 heióskfrt
Malaga _,26 lóttskýjaö
Mallorka 31 léttskýjaó
Miami 35 heíóskírt
Moskva 19 skýjað
New York 31 rigning
OskS 25 heióskfrt
París 25 skýjaó
Peking 29 skýjaó
Perth 29 skýjaó
Reykjavík 9 skýjaó
Róm 31 heióskfrt
San Fransisco 25 skýjaó
Stokkhólmur 15 heióskírt
Sydney 19 heióskfrt
Tókýó 34 skýjaó
Vancouver 21 heíóskírt
Vín 30 heióskfrt
Mamoun Muraish, hefði stöðvast á
götuljósum og hefði þá bifhjóli
verið ekið upp að hlið bílsins. Á
því voru tveir viðamiklir ungir
menn og hefði annar þeirra dregið
skammbyssu úr pússi sínu og haf-
ið mikla skothríð inn um glugg-
ann. í bílnum voru auk Muraish,
þrír ungir synir hans og palest-
ínskur bifreiðarstjóri. Yngsti son-
urinn, 4 ára, og bílstjórinn særð-
ust lítillega, en Muraish lést sam-
stundis, enda hæfðu flestar kúl-
urnar hann í höfuð og háls. Mura-
ish er þriðji háttsetti foringi PLO
sem er myrtur það sem af er ár-
inu. Vitnin sögðu jafnframt, að
bifhjólið hefði geyst af stað eftir
tilræðið og tekið stefnuna á
Aþenuflugvöll, sem er aðeins 5
kílómetra frá morðstaðnum.
Muraish var í miðstjórn fram-
kvæmdanefndar PLO meðan á
umsátri ísraelsmanna um Beirut
stóð á síðasta ári, eftir því sem
talsmaður skrifstofu PLO í Aþenu
sagði. Gríska lögreglan sagði hins
vegar, að hann hefði búið í Aþenu
síðustu 18 mánuðina og hefði ný-
lega fest kaup á glæsilegu einbýl-
ishúsi á eftirsóttum stað í úthverfi
borgarinnar, auk þess sem hann
sendi eftir 29 ára gamalli eigin-
konu sinni til Túnis.
Njósnarinn
olli ekki
miklu tjóni
BriÍHMl, 22. áKÚsL AP.
EUGENE Michiels, embættismaður
í belgíska utanríkisráðuneytinu var
gripinn fyrír iðnaðarnjósnir í þágu
Austur-Evrópu um helgina og 4 rúm-
enskir sendiráðsstarfsmenn og einn
, só/éskur voru reknir úr landi.
Talsmaður belgisku ríkisstjórn-
arinnar sagði í gær, að Michiels
hefði ekki haft aðgang að neinum
plöggum sem máli skiptu, þvi
hefði málið þess vegna getað verið
óhreinna, „engu að síður lítum við
alvarlegum augum á iðnaðar-
njósnir af þessu tagi. Hugsanlegt
er, að hann hafi fengið greiðslur
fyrir loforð um merkilegri papp-
íra,“ sagði umræddur ónafn-
greindur talsmaður.
Blaðafulltrúi rúmenska sendi-
ráðsins sagði Rúmena æfa vegna
þessa máls og sagði það einungis
gert til þess að kæla þokkaleg
samskipti landanna. Sovétmenn
tjáðu sig ekki um málið eftir að í
Ijós kom að einn hinna landræku
var úr þeirra hópi, en áður höfðu
þeir tilkynnt að engir hinna fimm
landræku væru starfsmenn sendi-
ráðsins.
Hinn sextugi Michiels starfaði
við utanríkisráðuneyti allt frá ár-
inu 1959. Hann skipulagði meðal
annars fundi forsætisráðherra
EBE, auk annarra meiri háttar
funda.
Hagvöxtur
9,2% á 2.
ársfjórðungi
WjLshington, 22. ágúst AP.
BANDARÍKJASTJÓRN tilkynnti
fyrir helgina, aó hagvöxtur á öórum
ársfjórðungi hefói reynst 9,2%. Hef-
ur hann ekki reynst svo mikill frá
því 1978. Jafnframt var tilkynnt, aó
hagnaóur fyrirtækja hefði ekki verið
jafnmikill á einum ársfjóróungi í 8
ár.
„Þetta var mjög sterkur fjórð-
ungur," sagði Robert Ortner, yfir-
hagfræðingur stjórnarinnar. „Það
bendir ennfremur allt til þess að
þriðji ársfjórðungurinn komi
mjög vel út,“ sagði Robert Wescott
hjá Wharton-áætlanafyrirtækinu.
Telja risaloftstein
hafa eytt risaeðlunum
Rochester, New York, 20. ágúst. AP.
LEIRSÝNI nokkur sem fundist hafa í borkjörnum í Danmörku og Kyrra-
hafinu þykja benda til þess að hugsanlegt sé, að risaloftsteinn hafi fallió
á jörðina fyrir 65 milljónum árum síðan og haft stórkostlegt rask í för
meó sér á því náttúrulífi sem jörðina byggði. Áhangendur þessarar
kenningar telja m.a. að flóðbylgjur og aðrar náttúruhamfarir í kjölfar
steinfallsins hafi bundið endi á ríkidæmi risaeðlanna á jörðinni.
Það var jarðvísindamaðurinn
frú Miriam Kastner við haf-
rannsóknastofnunina í Kali-
forníu sem greindi frá leirsýnun-
um sem fundust á fyrrgreindum
stöðum. Sagði hún að mikið af
steintegundinni smectite í sýn-
unum benti til þess að fyrir 65
milljónum ára hefði loftsteinn
skollið á jörðinni og „brak“ úr
honum dreifst jafnt yfir jörðina.
Sagði frú Kastner engan vafa
leika á því að loftsteinninn hafi
hæft jörðina, spurningin væri sú
hverju hann breytti um þá þróun
sem var í gangi um þetta leyti.
„Lífríki jarðarinnar var mikið að
breytast á þessum tíma, spurn-
ingin er sú hvort loftsteinninn
eyddi risaeðlunum, hvort hann
hjálpaði aðeins öðrum þáttum að
eyða þeim, eða hvort koma hans
var hrein tilviljun sem engu
breytti," sagði Kastner.
Það eru þrjú ár síðan doktor-
arnir Luis og Walter Alvarez við
háskólann í Kaliforníu báru
fram þá kenningu að risaeðlurn-
ar hefðu dáið út f lok krítartfma-
bilsins svokallaða í kjölfarið á
því að 10 kílómetra breiður
loftsteinn þaut á jörðina á mikl-
um hraða. Hafi þá þyrlast upp
svo mikið ryk- og grjótský, að
það skipti milljónum tonna, og
áhrifin þau að loftslag á jörðinni
kólnaði og gróðurríkið stór-
breyttist, bæði vegna loftslags-
breytinganna og einnig vegna
þess að rykið féll sfðan til jarðar
um allan heim og kæfði gróður. í
kjölfarið á því telja fyrrgreindir
vísindamenn að eðlurnar hafi
liðið undir lok. Þeir Alvarez-
bræður byggðu kenningu sfna á
því að þeir fundu mikið magn af
málminum iridium í smectite-
sýnunum, en „geymsluþol" iridi-
ums er 1000 sinnum meira á
loftsteinum heldur en jarðar-
grjóti. Þeir Luis og Walter eru
skráðir á skýrslu Kastners sem
samstarfsmenn og kemur auk
þessa fram í henni að enn hafi
fundist mikið magn iridiums í
nýjustu sýnunum, einnig mikið
magn platinums, gulls, nikkels
og kóbalts, allt tegundir sem eru
algengar í loftsteinum.
I skýrslunni var þess jafn-
framt getið, að vfsindamenn
hefðu séð miklar breytingar á
sjávarsvifi frá þessum tímum.
Með smásjárrannsóknum hefðu
þeir fundið út, að hitastig jarð-
arinnar hefur hækkað mjög ört
um tíma og síðan hrapað niður
úr öllu valdi. Aldursákvarðanir
geta aldrei verið upp á dag þegar
talað er um forsögulega tíma, en
sýnin sem um ræðir eru ekki
meira en 10.000 árum eldri held-
ur en loftsteinssýnin og senni-
lega álíka gömul. Kastner segir
að hafi loftsteinninn hafnað f
sjó, kynni hann að hafa breytt
jörðinni í eitt alls herjar gróð-
urhús með gufumyndun. Rykið
hefði hins vegar orðið eftir í
himinhvolfinu er vatnið féll aft-
ur sem regn og jörðin kólnað þá.