Morgunblaðið - 23.08.1983, Síða 29

Morgunblaðið - 23.08.1983, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1983 29 „Þetta var hræði- leg lífereynsla“ — segir Sigurður Sigmundsson sem lenti í járnbrautarslysi — ÞETTA var hræðileg lífsreynsla, ég hef aldrei lent í öðru eins og vonandi á ég aldrei eftir að upplifa slfka hörmung, sagði Sigurður Pét- ur Sigmundsson frjálsíþróttamaður úr FH en hann var einn af farþeg- unum í járnbrautinni sem varð fyrir árekstri á írlandi síðastliðinn sunnudag. Járnbrautarslys þetta er annað stærsta í sögu írlands, sjö manns létu lífið og fjörutíu slösuðust al- varlega. Sigurður var í landsliði Islands í frjálsum íþróttum sem tók þátt í Evrópukeppninni í Dyflinni um helgina. Á laugardaginn keppti Sigurður í 10 km hlaupi og átti því frí frá keppni á sunnudegin- um. Hann frétti af móti í Thurles sem er i Tipparey-héraði og fór þangað með lest. Þar keppti Sig- urður í 21 km hlaupi og fór með sigur af hólmi. Um kvöldið tók hann svo lestina til Dyflinni. — Ég var frekar seinn fyrir og þegar ég kom á brautarstöðina og ætlaði inn í aftasta vagninn. Þá var hann lokaður og næstu vagn- ar þar á undan. Ég hef það ávallt fyrir venju þegar ég ferðast með lest að reyna að fá pláss aftarlega í lestunum. Það voru um tíu vagnar í lestinni og ég hljóp því meðfram henni og sá að það var laust pláss í þriðja fremsta vagn- inum og inn í hann fór ég. — Ferðin til Dyflinni átti að taka um eina og hálfa klukku- stund. Þegar við höfðum verið á ferðinni í þrjátíu mínútur þá stöðvaðist lestin skyndilega og allt rafmagn fór af henni. Við fengum upplýsingar um að smá- vægileg vélarbilun hefði átt sér stað. Þarna sátum við í svarta- myrkri í um það bil tuttugu mín- útur. Skyndilega kom geysilegur hnykkur á vagninn og farþegarn- ir hentust fram á borðin sem voru á milli sætanna og allt fór á rú og stú síðan datt allt í dúna- logn. 1 raun og veru þá áttaði enginn sig á þessu mikla höggi og síst af öllu áttum við von á því að ekið hefði verið á lestina. Engin hræðsla greip um sig, fólkið kom sér fyrir aftur og beið átekta. Eftir smá stund þegar ekkert gerðist þá fór ég út úr lestarvagn- inum og gekk meðfram lestinni. Það var svarta myrkur og því ekki gott að sjá hvað gerst hafði. Það var ekki fyrr en ég gekk fram á mann sem var geysilega mikið slasaður og allur útataður í blóði að ég gerði mér grein fyrir því að eitthvað hörmulegt hafði skeð. Nú var fólkið farið að streyma út úr fremstu vögnunum og komið í nokkurt uppnám. Þrír öftustu vagnanarnir voru gjörónýtir og fólk lá stórslasað út um allt. — Það voru rúmlega eitt þús- und farþegar í vögnunum tíu. Skömmu eftir að fólkið fór að streyma út úr vögnunum fór að finnast megn gaslykt á svæðinu og fólk fór þá að óttast sprengju- hættn. — Þjóðvegur var í um þrjú hundruð metra fjarlægð frá slysstaðnum en til þess að kom- ast þangað varð að vaða yfir mýr- lendi. Farþegarnir sem voru óslasaðir og þar á meðal ég óðum yfir mýrlendið og uppá þjóðveg- inn. Sumir reyndu að hjálpa þeim sem höfðu slasast en mjög erfitt var um vik. Fljótlega stöðvaði fjöldinn allur að bifreiðum við slysstaðinn og hjálparbeiðni var komið áleiðis. En ég furðaði mig á því að það leið klukkustund áð- ur en fyrsti sjúkrabíllinn kom á vettvang með sjúkralið. En þá fylltist svæðið að björgunar- mönnum, það var lýst upp og þá sást best hversu hörmulegt slysið var. Önnur jámbrautarlest hafði komið á fullri ferð á sama spori og farið beint aftan á kyrrstæða lestina. Hreint ótrúlegt hvernig svona getur skeð. Sambandsleysið milli lestanna virtist algjört. — Mikið af ungu fólki var í lestunum, en það var á heimleið eftir helgar- dvöl á landsbyggðinni. Um 500 manns mun hafa verið í hvorri lest um sig. Mikið umferðaröng- þveiti varð á þjóðveginum en um síðir tókst lögreglu að koma röð og reglu á hlutina. trsk hjón buðu mér far í bifreið sinni til Dyflinni, og það var fyrst á leiðinni þangað sem ég fékk hálfgert áfall yfir öllum þessum ósköpum. — Mér varð hugsað til þess að hefði ég komið fyrr á brautar- stöðina þá hefði ég farið inn í aft- asta vagninn. Þá gat ég ekki ann- að en hugsað um ungu mennina sem afgreiddu mig í veitinga- vagninum og voru svo vingjarn- legir. Nú voru þeir allir. * Ahugamenn um úrbætur f húsnæðismálum: Vilja skjótar aðgerðir til að forða fjölda manns frá gjaldþroti Frá fundi Áhugihianna um úrbætur í húsnæðismálum. „VIÐ ætlum að sjá til þess að eitt- hvað verði gert til að leysa vandamál húsnæðiskaupenda og láta stjórn- völd standa við loforð sín um hærri húsnæðislán til lengri tíma,“ sagði Ögmundur Jónasson fréttamaður á blaðamannafundi Áhugamanna um úrbætur f húsnæðismálum í gær. „Staðreyndin er sú að allir flokkar hafa gefið loforð um að bæta hag húsbyggjenda og -kaupenda, en eng- ar breytingar hafa átt sér stað frá því verðtryggingu lána var komið á,“ sagði Ögmundur. Á fundinum kom fram að áhugamennirnir um úrbætur í húsnæðismálum, eru úr öllum flokkum og utan þeirra, sem hafa það sameiginlega markmið og fá stjórnvöld til að taka upp nýja stefnu í húsnæðismálum. Þar var einnig skýrt frá því að forsagan hefði verið sú, að á þriðja tug manna, sem þekkti mál húsnæðis- kaupenda af eigin raun hefði kom- ið saman til að bera saman bækur sínar um ástandið almennt. Og þessar athuganir hefðu síðan leitt í ljós að þörf væri á skjótum aðgerðum eigi að forða fjölda manns frá bráðu gjaldþroti. Pétur J. Eiríksson hagfræðingur sagði að helstu orsakir þess vanda sem húsbyggjendur ættu nú við að stríða væri óðaverðbólga, kjara- skerðing og skammtímalán til húsnæðiskaupa. Ljóst væri að auka þyrfti verulega það fjármagn sem rynni í lánakerfið og hækka langtímalán. Einnig yrðu þær ráðstafanir í húsnæðismálum sem grípa þyrfti til að verða aftur- virkar svo það fólk sem staðið hefði í húsbyggingum eða húsnæð- iskaupum síðustu þrjú ár nyti góðs af þeim. Pétur sagði að um þetta atriði væru allir sammála sem stæðu að hópi áhugamanna um úrbætur í húsnæðismálum, en skoðanir væru vissulega skiptar um leiðir til að ná þessu markmiði. Á fund- inum var lagt fram dæmi úr raunveruleikanum sem að sögn hópsins gæfi góða mynd af vanda húsnæðiskaupenda. Þar er lagt til grundvallar að ráðstöfunartekjur hjóna í maí á þessu ári væru 30 þúsund kr. á mánuði og þar af vörðu þau 15 þúsundum kr. til af- borgana á lánum. Væri gert ráð fyrir þeim kauphækkunum sem ríkisstjórnin miðar við í útreikn- ingum sínum og rættust björtustu vonir um að verðbólgan verði komin niður í 30 af hundraði á ársgrundvelli í febrúar og verðlag á nauðsynjum mundi hækka frá því í maí þá hefði þessi fjölskylda jafnvirði 7.450 kr. í febrúar á næsta ári í stað 15 þúsunda til lífsviðurværis. Loks má geta þess að Áhuga- menn um úrbætur í húsnæðismál- um gangast fyrir borgarafundi kl. 18 í Sigtúni á morgun til að ræða mál húskaupenda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.