Morgunblaðið - 24.08.1983, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.08.1983, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 Peninga- markadurinn /■ GENGISSKRÁNING NR. 155 — 23. AGUST 1983 Kr. Kr. Eining Kl. 09.15 Kaup Sala 1 Bandaríkjadollari 27,800 27,880 1 Sterlmgspund 42,772 42,845 1 Kanadadollari 22,582 22.647 1 Dönsk króna 2,9478 2,9561 1 Norsk króna 3,7767 3,7875 1 Sænsk króna 3,5804 3,5907 1 Finnskt mark 4,9308 4,9450 1 Franskur franki 3,5307 3,5409 1 Belg. franki 0,5294 0,5309 1 Svissn. franki 13,0584 13,0960 1 Hollenzkt gyllini 9,4968 9,5241 1 V-þýzkt mark 10,6178 10,6483 1 ítölak líra 0,01778 0,01783 1 Austurr. sch. 1,5088 1,5132 1 Portúg. escudo 0,2307 0,2314 1 Spénskur peseti 0,1872 0,1877 1 Japansktyen 0,11492 0,11525 1 írskt pund 33,485 33,581 Sdr. (Sérstök dráttarr.) 22/08 29,3928 29,4773 1 Belg. franki 0,5252 0,5267 V — — TOLLGENGI í ÁGÚST — Eining Kl. 09.15 Toll- gengi. 1 Bandaríkjadollari 27,790 1 Sterlingspund 42,401 1 Kanadadollari 22,525 1 Dönsk króna 2,9388 1 Norsk króna 3,7666 1 Sænsk króna 3,5914 1 Finnskt mark 4,9431 1 Franskur franki 3,5188 1 Belg. franki 0,5286 1 Svissn. franki 13,1339 1 Hollenzkt gyllini 9,4609 1 V-þýzkt mark 10,5776 1 jtölak líra 0,01797 1 Austurr. sch. 1,5058 1 Portúg. escudo 0,2316 1 Spánskur peseti 0,1863 1 Japansktyen 0,11541 1 írskt pund 33,420 Vextir: (ársvextir) INNLÁNSVEXTIR: 1. Sparisjóðsbækur...............42,0% 2. Sparisjóðsreikningar, 3 mán.11. 45,0% 3. Sparisjóðsreikningar, 12. mán. 1)... 47,0% 4. Verðtryggðir 3 mán. reikningar.0,0% 5. Verötryggðir 6 mán. reikningar. 1,0% 6. Ávísana- og hlaupareikningar... 27,0% 7. Innlendir gjaldeyrisreikningar: a. innstæöur í dollurum........ 7,0% b. innstæöur í sterlingspundum. 8,0% c. innstæöur í v-þýzkum mörkum... 4,0% d. innstæöur í dönskum krónum.... 7,0% 1) Vextir færðir tvisvar á ári. ÚTLÁNSVEXTIR: (Veröbótaþáttur í sviga) 1. Víxlar, forvextir.... (32,5%) 38,0% 2. Hlaupareikningar .... (34,0%) 39,0% 3. Afuröalán ........... (29,5%) 33,0% 4. Skuldabréf .......... (40,5%) 47,0% 5. Vísitölubundin skuldabréf: a. Lánstími minnst 6 mán. 2,0% b. Lánstími minnst 2% ár 2,5% c. Lánstími minnst 5 ár 3,0% 6. Vanskilavextir á mán...........5,0% Lífeyrissjóðslán: Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins: Lánsupphæö er nú 200 þúsund ný- krónur og er lániö vísitölubundiö meö lánskjaravísitölu, en ársvextir eru 2%. Lánstími er allt aö 25 ár, en getur veriö skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veö er í er lítilfjörleg, þá getur sjóöurinn stytt lánstímann. Lífeyrissjóöur verzlunarmanna: Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö lífeyrissjóönum 120.000 nýkrónur, en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast viö lániö 10.000 nýkrónur, unz sjóösfélagi hefur náö 5 ára aöild aö sjóönum. Á timabilinu frá 5 til 10 ára sjóðsaöild bætast viö höfuöstól leyfl- legrar lánsupphæöar 5.000 nýkrónur á hverjum ársfjóröungi, en eftir 10 ára sjóösaöild er lánsupphæöin oröin 300.000 nýkrónur. Eftir 10 ára aöild bætast við 2.500 nýkrónur fyrir hvern ársfjóröung sem líöur. Því er í raun ekk- ert hámarkslán í sjóðnum. Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö byggingavísitölu. en lánsupphæöln ber 2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár aö vali lántakanda. Lánskjaravísitala fyrir ágúst 1983 er 727 stig og er þá miöaö viö vísitöluna 100 1. júní 1979. Byggingavisitala fyrir júli er 140 stig og er þá miðað viö 100 í desember 1982. Handhafaskuldabréf í fasteigna- viöskiptum. Algengustu ársvextlr eru nú 18—20%. Ný útvarpssaga kl. 14.00 „Brosið eilífa" eftir Pár Lagerkvist Nóbelsverðlaunahafa Ný framhaldssaga hefst í útvarpi kl. 14.00 en það er sagan „Brosið eilífa'* eftir Pár Lagerkvist. Nína Björk Árnadóttir les þýöingu sína. — Pár Lagerkvist fæddist í Váxjö í Smálöndum í Svíþjóð ár- ið 1891, sagði Nína Björk. Uppruni hans er meðal bændafólks. Hann gaf út sína fyrstu bók aðeins 21 árs gamall. Það var prósabókin „Manneskj- ur“ og aðra bók gaf hann út árið eftir. Síðar vildi hann lítt af þessum fyrstu bókum sínum vita. Áriðo1916 kom svo út ljóðabók hans „Ángest", sem fyrst vakti á honum verulega athygli. Svo koma árin á eftir nokkur leikhúsverk, einþáttungar og leikrit, þar á meðal „Leyndar- dómur himinsins". Grunntónn þeirra og reyndar nær allra verka hans síðan er mótsögnin milli manneskjunnar og lífsins. Hann snýst heitur gegn lífinu, sem eyðileggur manneskjuna. Leikrit hans „Jóns- messudraumur á fátækraheimil- inu“ hefur verið flutt hjá Leik- félagi Reykjavíkur, í þýðingu Lárusar Pálssonar. Nokkur bjartsýni nær tökum á honum í bókinni „Brosið eilífa“, sem nú verður flutt í útvarpi. Brosið eilífa hefur einnig verið fært í leikbúning undir nafninu: „Hinn ósýnilegi," manneskjan neitar að gefa upp vonina. Hið sama má segja um ljóða- bókina „Vegur hins hamingju- sama,“ 1921, en efi og beiskja taka svo aftur við í næstu verk- um hans. Eftir þetta skrifaði Pár Lag- erkvist margar bækur og hafa ýmsar þeirra náð heimsfrægð. Pár Lagerkvist Böðullinn kom út árið 1933, var strax árið eftir þýddur á ís- lenzku af Sigurði Þórarinssyni og Jóni Magnússyni. Böðullinn kom út rétt eftir að Hitler komst til valda og er mögnuð ádeila á fasismann og nasismann. En fyrsta bókin, sem náði alþjóð- legri frægð var samt „Dvergur- inn“, sem fyrir nokkrum árum kom út á íslenzku í þýðingu Málfríðar Einarsdóttur. „Barr- abas“ kom út árið 1950 og hafa Ólöf Nordal og Jónas Krist- Nína Björk Árnadóttir jánsson þýtt hana á íslenzku. Þar er enn spurningin gamla á ferðinni: Um getuna og mögu- leika mannsins til trúar. Og hún er áfram grunntónninn í næstu verkum hans, sem eru stuttar skáldsögur og byggja á efni úr ritningunni. Ein þeirra hefur komið út á íslenzku í þýðingu sr. Gunnars Árnasonar, „Marí- amna“. Pár Lagerkvist fékk Nóbels- verðlaunin árið 1951. Hann lést 1974. Athafnamenn á Austurlandi kl. 20.30: Rætt við Björn Kristjánsson bónda og þúsundþjalasmið frá Grófarseli í Jökulsárhlíð Magnhildur Stefánsdóttir og Björn Kristjánsson, ábúendur Grófarsels. Á dagskrá hljóðvarps kl. 20.30 er þátturinn Athafnamenn á Aust- urlandi. Umsjónarmaðurinn, Vilhjálmur Einarsson, skóla- meistari á Egilsstöðum, ræðir við Björn Kristjánsson bónda og þúsundþjalasmið frá Grófarseli í Jökulsárhlíð. — Björn Kristjánsson er sjálfmenntaður íslenskur bóndi, sagði Vilhjálmur. — Hann kem- ur víða við í þessari frásögn sinni af mönnum og málefnum. Frásögnin hefst um 1930, þegar Björn er kallaður frá því að vera forsöngvari í kirkju, í að reisa sláturhús þar sem hann var lengst af vélamaður. Hann segir frá búskap í Jökulsárhlíðinni, en þar bjó hann. Þótt Björn sé nú aldraður maður er hann þó á fullu að byggja sér hús. Útvarp Revkjavík AilDMIKUDKGUR 24. ágúst MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynn- ir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veð- urfregnir. Morgunorð — Bald- vin Þ. Kristjánsson talar. 8.40 Tónbilið. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Sólmyrkvi í Súluvík“ eftir Guðrúnu Sveinsdóttur. Jóna Þ. Vernharðsdóttir les (6). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.35 Sjávarútvegur og siglingar. Umsjónarmaður: Ingólfur Arn- arson. 10.50 Söguspegill. Þáttur Haraldar Inga Haralds- sonar (RÚVAK). 11.20 Hljóð úr horni. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Lög úr kvikmyndum. 14.00 „Brosið eilífa“ eftir Pár Lagerkvist. Nína Björk Árnadóttir byrjar lestur þýðingar sinnar. 14.30 Miðdegistónleikar. Heinz Holliger, Christiane Jacc- ottett, Manfred Sax og Philippe Mermoud leika Partítu í g-moll fyrir óbó, sembal og bassa- hljóðfæri eftir Georg Philipp Telemann. 14.45 Nýtt undir nálinni. Kristín Björg Þorsteinsdóttir kynnir nýútkomnar hljómplöt- ur. 15.20 Andartak. Umsjón: Sigmar B. Hauksson. SÍDDEGIÐ 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð- urfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. Cathy Berberian syngur lög í þjóðlagastfl eftir Luciano Berio með Julliard-hljómsveitinni. Höfundurinn stj./ Joáo Carlos Martins og Sinfóníuhljómsveit- in í Boston leika Píanókonsert eftir Alberto Ginastera. Erich Leinsdorf stj. 17.05 Þáttur um umferðarmál í umsjá Birnu G. Bjarnleifsdótt- ur. 17.55 Snerting. Þáttur um málefni blindra og sjónskertra í umsjá Arnþórs og Gísla Helgasona. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. KVÖLDIÐ 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn. Karl Ágúst Úlfsson heldur áfram að segja börnunum sögu fyrir svefninn. 20.00 Sagan: „Búrið“ eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Höfundur les (9). 20.30 Athafnamenn á Austurlandi. Umsjónarmaðurinn, Vilhjálmur Einarsson, skólameistari á Eg- ilsstöðum, ræðir við Björn Kristjánsson, bónda og þúsund- þjalasmið frá Grófarseli í Jök- ulsárhlíð. 21.10 Einsöngur. Christa Ludwig syngur lög eftir Gustav Mahler. Gerald Moore leikur á píanó. 21.40 Útvarpssagan: „Strætið“ eftir Pat Barkcr. Erl- ingur E. Halldórsson les þýð- ingu sína (6). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dag.sk rá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 íþróttaþáttur Hermanns Gunnarssonar. 23.00 Kvöldtónleikar. a. Píanósónata eftir Árna Björnsson. Gísli Magnússon lcikur. b. „í lundi Ijóðs og hljóma", lagaflokkur eftir Sigurö Þórar- insson. Sigurður Björnsson syngur. Guðrún Kristinsdóttir leikur á píanó. c. Fiðlusónata í F-dúr eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Þorvaldur Steingrímsson og Guðrún Kristinsdóttir leika. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 24. ágúst 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Fiskiendur Bresk náttúrulífsmynd um andategundir í Skotlandi. Þýð- andi og þulur Gylfi Pálsson. 21.05 Dallas Bandarískur framhaldsflokkur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.00 Úr safni Sjónvarpsins Huldubyggðin á heiðinni Kvikmynd sem gerð var haustið 1971 um herstöð Atlantshafs- bandalagsins á Keflavíkurflug- velli og þá starfsemi sem þar fer fram. Umsjónarmaður Magnús Bjarnfreðsson. Áður sýnd í Sjónvarpinu 1972. 23.00 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.