Morgunblaðið - 24.08.1983, Síða 5

Morgunblaðið - 24.08.1983, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 5 Kristbjörn Tryggva- son lœknir látinn KRISTBJÖRN Tryggvason læknir lést í Reykjavík 23. ágúst. Hann var fæddur í Reykjavík 29. júlí 1909, sonur hjónanna Tryggva Jó- hanns Björnssonar skipstjóra og Kristjönu Guðlaugsdóttur. Kristbjörn varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1931 og lauk cand. med.-prófi frá Háskóla íslands 1936. Stundaði framhaldsnám víða erlendis og fékk alm. lækningaleyfi 7. júní 1939, en 21. nóv. 1940 hlaut hann viðurkenningu sem sérfræðingur í barnasjúkdómum. Læknir í Reykjavík frá 24. nóv. 1940, Jónas Sólmundsson húsgagnasmíða- meistari látinn Erlendir ritstjórar heimsækja Vest- mannaeyjar í dag JÓNAS Sólmundarson, húsgagna- smíðameistari lést í Reykjavík að morgni 23. ágúst. Hann var fæddur í Reykjavík 20. ágúst 1905. Foreldrar hans voru Sólmundur Kristjánsson trésmiður og kona hans, Guðrún S. Teitsdóttir. Hann nam húsgagnasmíði hjá Jóni Hall- Jónas Sólmundsson dórssyni og co. og lauk prófi frá Iðnskólanum árið 1925 og sveins- prófi ári síðar. Hann stundaði framhaldsnám í Þýskalandi i hús- gagnasmíði og innanhúsarki- tektúr og stofnsetti árið 1930 smíðastofuna Reyni ásamt fleir- um. Árið 1937 setti hann á stofn eigin smíðastofu, smíðastofu Jón- asar Sólmundarsonar. Hann sat í stjórn Iðnaðarmannafélags ís- lands árum saman og var í bygg- ingarnefnd Iðnskólans frá upp- hafi. Hann var gerður heiðursfé- lagi Iðnaðarmannafélagsins 1977. Eftirlifandi kona Jónas Sól- mundssonar er Elín Guðmunds- dóttir. Þau eignuðust fjögur börn. Kristbjörn Tryggvason deildarlæknir við barnadeild Landspítalans frá 1. okt. 1956 og yfirlæknir deildarinnar frá 1. júní 1960. Kristbjörn varð dós- ent við læknadeild Háskóla ís- lands 1959, sat í stjórn Læknafé- lags Reykjavíkur 1944—46 og var formaður félagsins 1948—50. Kristbjörn Tryggvason var tvíkvæntur. Fyrri kona hans, Fanney Sigurgeirsdóttir, lést 4. ágúst 1941. Síðari kona hans var Guðbjörg Helgadóttir. Þau eign- uðust þrjú börn. Norðurlandadeild International Press Institute hóf ráðstefnu hér- lendis á mánudag. Fimm ár eru síð- an IPI hélt ráðstefnu hér síðast, og eru gestir aö þessu sinni 70 talsins, ritstjórar og fulltrúar blaða frá öll- um Norðurlöndum. Auk fundar- halda mun hópurinn fara í skoðunar- ferðir um landið. í gær var Snæfellsnes skoðað og var flogið þangað með gestina á Fokker-vél og er það í fyrsta skipti sem svo stór vél lendir í Stykkis- hólmi. í dag fer hópurinn til Vest- mannaeyja og í kvöld verður mót- taka hjá forseta íslands, Vígdísi Finnbogadóttur. Á morgun verður svo ferð til Þingvalla, Gullfoss, Geysis og Skálholts og annað kvöld verður svo forsætisráðherra íslands, Steingrímur Hermanns- son, með móttöku. Ráðstefnunni lýkur á föstudag. Samdráttur í farþega- flugi innanlands ÞAÐ ER rétt, það hefur komið fyrir af og til í sumar að þurft hefur að fella niður farþegaflug innanlands. Eftirspurnin hefur verið minni en gert var ráð fyrir við gerð áætlunar," sagði Einar Helgason, forstöðumað- ur innanlandsflugs Flugleiða, að- spuröur um það hvort farþegaflug innanlands hefði dregist saman í sumar. Einar sagðist ekki vita ná- kvæmlega hvað ylli þessari minnkandi eftirspurn, en þó hefði reynslan sýnt að yfirleitt hefði dregið eitthvað úr farþegaflugi þegar þrengdi að efnahag fólks. Ekki vildi Einar þó gera mikið úr samdrættinum, það væri undan- tekning að flug væri fellt niður, en ekki reglan. VIÐ OSKUMBz■. til hamingju með 50 ára afmælið! VIÐ viljum minna á tilvist okk- ar á Iðnsýn- ingunni í aðalsal, bás 46, þar sem við kynnum rammísl. vinnufatnað og kulda- fatnað. VIÐ viljum nota tækifærið og minna á batamerki ágústmánaðar. íslenskur iðnaður kjölfesta komandi kynslóða Hver aðgöngumiði gildir á tombólu okkar. Góðir vinningar. Verið velkomin! Belaiaqerðin ^karnabær 9 J *M9 LAUGAVEGI 66 - GLÆSIBÆ - AUSTURSTRÆTI 22 W r SIMI FRA SKIPTIBORÐI 85055

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.