Morgunblaðið - 24.08.1983, Side 17

Morgunblaðið - 24.08.1983, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 17 Eins og áður sagði er nú mun algengara að útlendingar ferðist hér á eigin vegum en tíðk- ast hefur undanfarin ár. Orsakir þess eru án efa af margvíslegum toga, en ætla má að þær megi að einhverju leyti rekja til hins háa verðlags hér á landi. Viðmælend- um Mbl. sem starfa að ferðamál- um bar nokkurn veginn saman um að fyrir þá sök að almenningur í Vestur-Evrópu hefði minni fjár- ráð, vegna efnahagsörðugleika, en áður legðu ferðamenn vaxandi áherslu á sparnað í ferðalögum sínum. Þá telja margir að sífellt meira beri á því að efnaminna fólk leggi leið sína hingað til lands, sem leitist við að halda ferða- kostnaði í lágmarki. T.a.m. sækt- ist það eftir ódýrri gistingu og hefði jafnvel tjald meðferðis í þvi skyni. Konráð Guðmundsson, hót- elstjóri á Sögu, sagði að reynslan í sumar hefði leitt í ljós að erlendir ferðamenn stöldruðu skemur við í Reykjavík á ferðalagi sínu um landið en áður. Af þeim sökum m.a. hefði nýting herbergja á hót- elum Reykjavíkur verið lakari í júlímánuði þó að fjöldi útlendra ferðamanna hafi vaxið. Skúli Þorvaldsson, hótelstjóri á Holti, kvað eina ástæðu samdráttarins vera þá að sífellt færðist í aukana að erlendum ferðamönnum væri gefinn kostur á gistingu á einka- heimilum við vægu verði. Hér væri um ólöglega þjónustu að ræða því að hún væri ekki gefin upp til skatts. Skúli sagði enn- fremur að það væri deginum ljós- ara að ferðamál útlendinga hér væru í miklum ólestri. Margir að- iljar sem skipulegðu ferðir útlend- inga hingað hugsuðu einungis um að koma þeim til landsins, en létu aðra þætti dvalarinnar s.s. gist- ingu og ferðalög innanlands lönd og leið. Því þyrftu þeir sem starfa að þessum málum að taka upp samvinnu til að freista þess að snúa við þessari óheillaþróun, enda væri mikið í húfi. Ekki virðist vera um samdrátt að ræða í rekstri hótela úti á landsbyggðinni. Þó sögðu flestir hótelstjórar sem rætt var við að nýting herbergja hefði verið verri í júní, en betri í júlí, miðað við síðasta ár. Kjartan Lárusson, for- stjóri Ferðaskrifstofu ríkisins, sagði að rekstur Eddu-hótelanna hefði gengið ámóta vel í sumar og í fyrra; enda þótt heildartölur lægju ekki fyrir. Samt væri greinilegt að um gott meðalár væri að ræða. Það kom fram í máli margra hótelstjóra úti á landi að talsvert hefði dregið úr bókunum fram í tímann, en þeim mun al- gengara væri að útlendingar kæmu án þess að gera boð á undan sér til að fá gistingu yfir nótt eða skamman tíma á ferð sinni um landið. Ef á heildina er litið virðist að- sókn í hópferðir innanlands hafa verið svipuð og í fyrra. Því bendir flest til þess að fjölgun ferðamann í júlí hafi ekki haft merkjanleg áhrif á aðsóknina i þessar ferðir. Hjá ferðaskrifstofu Úlfars Jacobsens fengust þær upplýsingar að aðsóknin í háfjallaferðir hefði verið með ágætum í sumar. Þó væri ekki raunhæft að bera hana saman við farþegafjöldann í fyrra, því að það hefði verið metár. Það kom einnig fram að Þjóðverjar sækjast mest eftir þessum ferðum sem fyrr, en Bretum hefur farið mjög fjölgandi í sumar. Á hinn bóginn hefur Frökkum fækkað nokkuð, sem vafalaust á rætur að rekja til tak- mörkunar ferðagjaldeyris. Helgi Jóhannsson, sölustjóri Samvinnuferða — Landsýnar, sagði að í byrjun ágúst hefðu um 4.200 útlendingar komið hingað fyrir tilstuðlan ferðaskrifstofunn- ar í sUmar og næmi aukningin milli ára 30 af hundraði. Dóra Ásgeirsdóttir hjá innanlandsdeijd Útsýnar kvað aðsókn í þær hóp- ferðir sem staðið væri fyrir í tengslum við ráðstefnuhald hafa verið nokkuð góða, en samt sem áður væri um einhverja fækkun að ræða. Kjartan Lárusson sagði að aðsókn í þær ferðir sem Ferða- skrifstofa ríkisins byði uppá inn- anlands í sumar, væri síst verri en á síðasta ári. Af framansögðu er öldungis ljóst að miklar hræringar hafa verið í ferðamálum útlend- inga í sumar, þótt hæpið sé á þessu stigi að alhæfa um of, því að upplýsingar um ýmsa þætti koma ekki fram fyrr en 1 lok ferðaver- tíðarinnar. En þó er ástæða til að geta einnar tilgátu að lokum um aukningu ferðamanna í júlí; enda þótt hún skipti vafalaust ekki sköpum. Hvort sem menn trúa því eða ekki hefur tíðarfarið hér í sumar verið nefnt í þessu sam- bandi. Einn viðmælandi blaðsins hafði það á orði að hann hefði hitt erlenda ferðamenn sem beinlínis hefðu flúið á náðir lands rigningar og grálegs veðurfars vegna hit- anna í Evrópu í sumar ... Seinni sláttur hafinn á nokkrum bæjum „Her hefur verið góður þurrkur síðan á föstudag og hefur mikið náðst upp og inn í hlöðu á þeim tíma en meirihluta þessa mánaðar hefur verið stirð heyskapartíð, úrkoma flesta daga,“ sagði Guðmundur Gunnarsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar í samtali við Mbl. er leitað var fregna hjá honum af heyskapnum í Eyjafirði. Guðmundur sagði að margir bændur væru búnir með fyrri slátt og heyskapur almennt langt kominn. Honum hefði seinkað dálítið vegna óþurrka- tíðarinnar í ágúst. Nokkuð væri þó misjafnt eftir bæjum hvernig gengi. Guðmundur sagði að þeir sem byrjuðu slátt fyrstir í vor væru byrjaðir að slá seinni slátt en það væru þó einungis fáir bændur sem slægju tvisvar. Guðmundur Gunnarsson bjóst við að heyfengur í Eyja- firði yrði í þokkalegu meðallagi eftir sumarið. Þó setti kal strik í reikninginn sums staðar út með Eyjafirði. Þá sagði hann að reikna mætti með góðu fóður- gildi þess heyfengs sem náðist í júlí en það sem verið væri að hirða þessa dagana yrði vænt- anlega lakara. STAL ERFRAMTÍÐDJ Nú bjóðum við þak og veggklæðningar úr stáli með inn- brenndum litum, hvítt, brúnt, rautt, grátt blátt og svart. Plöturnar eru 1.07 m á breidd. Lengd að óskum kaupanda allt að 10 m. klæðningarbreidd er 1 m. Klæðningsstálið er auðvelt í uppsetningu og hefur viðurkennda yfir- borðsáferð. Við afgreiðum alla fylgihlutit.d. við glugga, hurðir, horn, enda- samskeyti og kyli á þök. Afgreiðum pantanir á 2 dögum. Verðið er með því ódýrasta sem þekkist á þessu sviði. Leitið nánari upplýsinga í síma 33331. RR BYGGINGAVÖKUR HF SUOURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.