Morgunblaðið - 24.08.1983, Side 22

Morgunblaðið - 24.08.1983, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 Myndin hér að ofan sýnir sólmyrkva á ýmsum stigum og var hún tekin við ósa Mississippi-árinnar í Bandaríkj- unum. Um almyrkva var að ræða en hann verður þegar máninn felur sig allan í skugga jarðar. AP. Heræfingar úti fyrir Nicaragua Wa-shington, 23. ágúst. AP. SKIP úr bandaríska sjóhernum voru tilbúin til að hefja í dag æfingar á Karabíska hafinu og er almennt litið á þær sem aó- vörun til vinstrisinnaðra upp- reisnarmanna í Mið-Ameríku. í heræfingunum munu taka þátt 32 herskip, m.a. flugmóður- skipin Independence og John F. Kennedy, en auk bandarísku skipanna verða tvö bresk og eitt hollenskt. Talsmenn sjóhersins segja æfingarnar ekkert frá- brugðnar öðrum en flestir telja þær eiga koma þeim skilaboðum til Sovétmanna, Kúbumanna og yfirvalda í Nicaragua, að skyn- samlegast sé að hætta öllum stuðningi við skæruliða vinstri- manna og kommúnista í Mið- Ameríku. Heræfingarnar munu fara fram að mestu við Puerto Rico, á venjulegu æfingasvæði banda- ríska sjóhersins, en þaðan munu nokkur skip fara til æf- inga úti fyrir Nicaragua. Önnur skip munu samtímís vera með æfingar á Kyrrahafi undan vesturströnd Nicaragua. Lindbergh-dóminum verður ekki hnekkt TILRAUN ekkju mannsins, sem var tekinn af lífi 1936 fyrir ránið og morðið á syni bandaríska flug- kappans Charles Lindberghs, til þess að fá dóminum hnekkt hefur farið út um þúfur. Alríkisdómarinn Frederick Lac- ey, fullyrti í dómsúrskurði að ekkj- unni, Önnu Hauptmann, sem er 83 ára gömul, hefði ekki tekist að leggja fram nauðsynlegar sannanir um, að réttindi hins látna eigin- manns hennar samkvæmt stjórn- arskránni hefðu verið fótum troðin í réttarhöldunum gegn honum fyrir tæpri hálfri öld. Dómarinn bætti því við að málið væri firnt — of langur tími væri síðan málið var fyrst tekið fyrir til þess að hægt yrði að taka það upp að nýju. Frú Hauptmann lagði í októ- ber 1981 fram kröfu um skaða- bætur að upphæð eitt hundrað milljónir dala á þeirri forsendu að hinn opinberi ákærandi í New Jersey þegar málið var.rannsak- að, Richard Wilentz, hefði brotið gegn þeim réttindum sem sak- borningurinn, Bruno Haupt- mann, hefði haft samkvæmt stjórnarskránni. í kæru frú Hauptmanns sagði ennfremur, að það hefði ekki verið lík sonar Charles Lind- berghs, sem hefði fundist, þótt faðirinn hefði borið kennsl á það. Rannsókn á líkinu hefði leitt í ljós að það hefði verið 85 sm á lengd, en sonur Lindberghs hefði verið aðeins 73,6 sm langur þegar ránið fór fram. Frú Hauptmann hélt því fram, að Wilentz hefði vísvitandi veitt rangar og villandi upplýsingar í réttarhöldunum og verið þátt- takandi í samsæri með Hearst- blaðahringnum um að koma í veg fyrir að Hauptmann fengi sanngjörn réttarhöld. Hún hélt því einnig fram, að Wilentz hefði heimilað ólöglegar símahleranir, sem verjendurnir hefðu staðið fyrir. Lacey dómari skýrir hins veg- ar frá því, að frú Hauptmann hafi ekki lagt fram nokkrar sannanir um að Wilentz og Hearst hafi gert með sér samn- ing. Hann vísaði því á bug stað- hæfingum um símahleranir og samsæri Wilentz og Hearst og annarra gegn sakborningnum í tengslum við mikið útlendinga- hatur, sem þá fór 1 vöxt í Banda- Allur er varinn góður Forsetar Zaire og Chad, Mób- útú og Habre, fara hér um götur í Ndjamena, höfuðborg Chad, en þangað kom Móbútú í heimsókn fyrir helgi. Eins og sjá má er þeirra vel gætt og kannski vissara því að það er aldrei að vita hvaðan kúl- urnar koma í þessu stríðs- hrjáða landi. AP. Brjóstagjöf í strætó Bruss<*l, 23. ágúst. AP. MÆDRUM er leyfilegt að gefa ungbörnum sínum brjóst í al- menningsvögnum í Belgíu „svo fremi sem það sé ekki gert of áber- andi“ að því er samgönguráðherra Belgíu, Herman de Crod, kunn- gerði í dag. Engar reglur hafa ver- ið um að banna/ leyfa brjóstagjöf, við þessar aðstæður, en það hefur vakið upp deilur með og á móti, þegar konur hafa lagt börn sín á brjóst í almenningsvögnum. Ekki er skilgreint í yfirlýsingu ráð- herrans hvernig eigi að tryggja að brjóstagjöfin verði ekki of áber- andi. VikublaÖ bannað IsUnbul, 23. ájfúst AP. TYRKNESKA herstjórnin hefur ákveðið að banna vikublaðið Nokta og gert upptæk síðustu eintök þess. Bannið gildir um ótilgreindan tíma. Að því er virðist hafa í skrifum blaðsins verið brotin ákvæði herstjórnar- innar um pólitískar umræður í landinu, að því er Haluk Sahin, ritstjóri þess, sagði í viðtali við AP. Nokta er þriðja blaðið, sem herstjórnin bannar útgáfu á síð- ustu fjórar vikur. í nýjasta ein- taki þess var birt viðtal við Yild- irm Avci, stofnanda tyrkneska íhaldsflokksins. Upplag Nokta hefur verið um tuttugu þúsund á viku. Charles Lindbergh, sem lést 1974. ríkjunum og beindist fyrst og fremst gegn Þjóðverjum og fólki af þýskum ættum búsettu í Bandaríkjunum. Um þetta mál var fjallað í Mbl. í fyrrahaust. Mikil réttarhöld vegna eiturlyfjasölu í Noregi Osló, 23. ágúst. AP. ÍTALI OG fyrrverandi foringi í breska sjóhernum eru á meðal 16 manna, sem nú eru fyrir rétti í Björgvin og Ósló sakaðir um að hafa dreift og selt miklu af eiturlyfjum í Noregi. Réttarhöldin hófust í báðum borgunum í gær, mánudag. f Björgvin standa réttarhöldin yfir ítala að nafni Mario Ghessi og 13 Norðmönnum, sem saksókn- arinn segir hafa hjálpað honum við eiturlyfjasöluna frá því í sept- ember 1979 þar til þeir voru hand- teknir á síðasta ári. í Ósló eru sakborningarnir tveir, 62 ára gamall Breti, Norman Alfred Robinson-Spry að nafni, og Karin „Anka“ Jensen, 29 ára gömul norsk kona og þriggja barna móð- ir. Þau eru sökuð um að hafa smyglað til Noregs og selt 158 grömm af heróíni. Ghessi, sem er 28 ára gamall og kallaður „Mike“ meðal undir- heimalýðsins í Björgvin, er sakað- ur um að hafa selt a.m.k. 40 kg af hassi, 1,2 kg af amfetamíni og 1200 LSD-töflur og er andvirði eitursins talið vera rúmlega 30 milljónir ísl. kr. Við upphaf rétt- arhaldanna í gær viðurkenndi Ghessi sök sína að mestu og kvaðst hafa keypt eitrið í Dan- mörku fyrir peninga, sem hann hefði ýmist erft eða fengið að láni hjá kynvilltum kunningja sínum í Grikklandi. Norskum yfirvöldum leikur mestur hugur á að fá að vita hvort Ghessi tilheyrir ítölskum eða alþjóðlegum eiturlyfjahring. Ghessi, sem var handtekinn í september sl. þegar hann var að taka við miklum peningum hjá öðrum sakborningi í málinu, held- ur því hins vegar fram, að hann hafi verið einn að verki en getur þó ekki gefið nógu sennilega skýr- ingu á fjárráðum sínum. Lögreglan í Björgvin hefur óvanalega mikinn viðbúnað við réttarhöldin. Fylgst er með öllu, sem fram fer í salnum, í sjón- varpstækjum og vopnaðir verðir eru bæði utan dyra og innan. Ghessi og aðrir helstu sakborn- ingarnir eru handjárnaðir við lögreglumenn meðan á réttar- haldi stendur og er það næstum einsdæmi í Noregi. í Osló er einn- ig mikið við haft, sérstaklega hvað varðar Karin Jensen, sem er eiturlyfjasjúklingur og talin hættuleg. Hún er gift manni, sem nú situr í fangelsi fyrir eiturlyfja- sölu. Karin Jensen, ásamt Bretanum Robinson-Spry, var handtekin á heimili sínu, glæsilegri villu fyrir utan Ósló, og kom í ljós við hús- rannsókn, að þau hjónin áttu mikla peninga á banka bæði í Noregi og í Sviss. Við handtökuna var hún auk þess með um 150.000 Nkr. innanklæða. Karin hefur tvisvar flúið úr haldi eftir að hún var handtekin. Einu sinni úr fangaklefanum sjálfum og í annað sinn af sjúkra- húsinu þar sem hun átti sitt þriðja barn. Robinson-Spry, sem á síðustu árum hefur 15 sinnum lagt leið sína til Noregs, heldur hins vegar fram sakleysi sínu og segist ekkert misjafnt hafa í pokahorninu. Kína: Dæmdir á fundi Peking, 23. ágúst. AP. GLÆPAMENN voru dæmdir til líf- láts og/eða fangelsis á fjöldafundi í Peking í dag. Við þessa „athöfn“ voru um áttatíu þúsund manns sem fognuðu ákaft. Ekki var vitað hversu margir sakborningar voru dæmdir en þeir eru sakaðir um alls kyns glæpi, allt frá smálegum innþrotum og upp i líkamsmeiðingar. Frétta- skýrendur segja að þetta sé eina bendingin enn um að kínversk stjórnvöld hyggist hreinsa landið og ákveða refsingar svo strangar, að þar þori ekki nokkur maður að hafa í frammi neins konar athæfi, sem brjóti í bága við lög. Upp á síðkastið hafa um fimmtíu þúsund menn verið handteknir og hlotið misjafnlega þunga refsingu. Stuttfréttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.