Morgunblaðið - 24.08.1983, Síða 27

Morgunblaðið - 24.08.1983, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 27 Afarkostir íþrótta- hreyfingarinnar eftir Halldór Sigurðsson Það er að bera í bakkafullan lækinn að skrifa frekar um samn- inga íþróttahreyfingarinnar við einstök atvinnufyritæki. Það er skiljanlegt að fjárvana íþróttahreyfingin reynir á allan hátt að verða sér úti um rekstrar- fé eða komast í aðstöðu sem gerir íslensku íþróttafólki kleift að stunda íþrótt sína hér heima og að heiman án þess að félagslífið snú- ist mestmegnis um peningaað- drætti, en ekki um íþróttina sjálfa. Sem betur fer hefur að undanförnu vaknað skilningur hjá ýmsum stöndugum og velmetnum fyrirtækjum að hlaupa undir bagga með íþróttafólki, væntan- lega eftir beiðnum frá einstökum einingum innan ÍSf. En það er leitt til þess að vita að sjálf yfirstjórn allra íþróttamála á íslandi, þ.e. að íþróttasamband Is- lands, láti glepja sig til undir- skriftar samnings við Flugleiðir hf., sem er svo skilyrtur að hann bannar öllu íslensku íþróttafólki að ferðast til útlanda öðruvísi en með flugvélum Flugleiða, jafnvel þó vitanlega séu til staðar ódýrari kostir á almennum markaði en þeir sem tilgreindir eru í samningi ISÍ og Flugleiða hf. Samningurinn sem birtur er í heild sinni í Mbl. 19. ágúst sl. segir í upphafi orðrétt: Flugferðir íþróttafólks á vegum ÍSÍ, sersambanda ÍSÍ, héraðssam- banda ÍSl og einstakra íþróttafé- laga innan ÍSÍ fari fram með flug- vélum Flugleiða frá og til ís- lands.. Tilv. lokið. Við hjá Arnarflugi gerum ráð fyrir að knattspyrnulandsliðið á leið til Hollands hafi verið að þóknast þessu ákvæði þegar þeir tóku það ráð að fljúga um London fyrir hærra fargjald en býðst á almennum markaði í beinu flugi til Amsterdam eða Dusseldorf, þar sem flestir af hinum íslensku landsliðsmönnum sem starfa er- lendis dvelja. Fjórða grein samningsins um hótel er einnig athyglisverð. Þar stendur: ISl mun beita áhrifum sinum til að innlent og erlent íþróttafólk, sem þarf á gistingu að halda í Reykjavík muni að öðru jöfnu gista á Hótel Esju og Hótel Loft- leiðum... Tilv. lokið. Hvað segja aðrir hótelrekendur við þessu? Er ekki með samningum sem þessum farið að höggva nærri 4. kafla laga nr. 56/ 1978 um sam- keppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, en 4. kafli laganna fjallar um markaðsráðandi fyrir- tæki. Að lokum segir í samningi íþróttasambands Islands og Flugleiða hf: Ef í ljós kemur að ákvæðum hans (samningsins) er ekki fylgt, geta báðir aðilar rift honum fyrir- varalaust í heild og Flugleiðir hf. gagnvart einstökum aðilum innan Málverkasýningu framlengt MÁLVERKASÝNINGU Ólafar E. Kristjánsdóttur Wheeler í Nýja Galleríinu að Laugavegi 12 hefur nú verið framlengt vegna mikillar aðsóknar. Átti sýningunni að Ijúka síðastliðinn sunnudag en lýkur þess í stað á morgun, fimmtudag. kl. 23.00, en einnig les Ólöf upp úr bók sinni „Óperan Loretta" á fimmtudagskvöld. Síðustu sýn- ingardagana, í dag og á morgun, er aðgangur ókeypis, en sýningin er opin frá kl. 14.00—22.00. ÍSÍ... Fróðlegt væri að vita hvort margumrætt nbrot“ Frjálsíþrótta- sambandsins hafi orðið til samn- ingsslita milli ÍSl og Flugleiða. Halldór Sigurðsson er markaðs- og sölustjóri Arnarflugs hf. Fokker-flugvél Flugleiða í fyrsta skipti á flugvellinum við Stykkishólm í gær. Ljósm.: Árni Helnason. Fokker-vél til Stykkishólms Stykkishólmi. I GÆR lenti á flugvellinum í Stykk- ishólmi Fokker Friendship-vél frá Flugleiðum og Twin Otter-vél frá Flugfélagi Norðurlands. Er þetta í .fyrsta skipti sem svo stór vél sem Fokker-vélin lendir á Stykkishólms- flugvelli og var margt um manninn að taka á móti, enda stórviðburður í lífi Hólmara. Tilefni flugs þessa er ráðstefna hóps erlendra ritstjóra á vegum International Press Institute hér á landi. Flugleiðir hafa tekið að sér að sjá um framkvæmd ráðstefn- unnar og í því felst m.a. þessi skoð- unarferð um Snæfellsnes. Hópurinn telur um 70 manns, og þessvegna farið á svo stórri vél. FÍugu 50 með Fokker-vélinni og 20 með Twin Otter-vélinni. Biðu vélarnar fyrir vestan meðan á skoðunarferð hóps- ins stóð. Fyrirhugað hafði verið að gefa heimamönnum kost á útsýnis- flugi en af því varð ekki vegna veð- urs. Söngnámskeið hjá Guðrúnu A. Símonar GUÐRÚN Á. Símonar, óperu- söngkona, mun á næstunni halda námskeið fyrir söngfólk og mun hún kenna söng og raddþjálfun. Guðrún Á. Símonar hefur haldið slík námskeið um árabil og hafa margir leikmenn sem lærðir notið tilsagnar hennar. Úrslit í Reykjavíkurmóti barnanna Á REYKJAVÍKURMÓTI barnanna var keppt í tveim flokkum í 10 keppnisgreinum. Úrslit urðu þessi: Snú-Snú Yngri: Hildur Einarsdóttir Eldri: Brynja Hauksdóttir Sipp Yngri: Jóhanna B. Ingadóttir Eldri: Anna Hermannsdóttir Hitta bolta í mark Yngri: Frans Gunnarsson Eldri: Viðar Ragnarsson Reiðhjólakvartmíla Yngri: Steingrímur Bjarnason Eldri: Breki Karlsson Kassabílarall Yngri: Guðraundur Sigfússon Kári Þór Guðjónsson Eldri: Birgir Árnason Árni Már Skalla bolta á milli Yngri: Geir S. Jónsson Darri Johanssen Eldri: Styrmir Bragason Rúnar Sævarsson Halda bolta á lofti Yngri: Ingi Tandry Eldri: Hafliði Lárusson 100 m hlaup Yngri: Kristín Ólafsdóttir Eldri: Eiður Eysteinsson Labba á grindverki Yngri: Erna Magnúsdóttir Eldri: Birna Einarsdóttir Húlla Yngri: Ellen Mörk Eldri: Katrín Ingvadóttir Steinunn H. Blöndal Kajaksróðrarkeppni 10 ára: Sturla Ómarsson 11 ára: Mitchelle Jónsdóttir 12 ára: Bjarni Þór Þormóðss. IGNIS ódýr og vönduð heimilistæki ARMÚLA8 S-19294

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.