Morgunblaðið - 24.08.1983, Page 30

Morgunblaðið - 24.08.1983, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 Meiri mengun — eftir Angantý H. Hjálmarsson Dr. Gunnlaugur Þórðarson sendi okkur Halldóri Kristjáns- syni svargrein í Morgunblaðinu þann 6. ágúst sl. Þar telur hann okkur báða vera ofstækismenn og mig telur hann sérstaklega hald- inn sjálfbirgingshætti og skorti á víðsýni til að skilja vandamál. í framhaldi af því virðist hann kenna í brjósti um nemendur mína fyrir að sæta því ömurlega hlutskipti að vera uppfræddir af svo þröngsýnum ofstækismanni. Ég legg ekki dóm á þessi ummæli dr. Gunnlaugs, það verða nemend- ur mínir að gera eða aðrir þeir sem til þekkja. Halldór hefur þegar svarað þessari grein að sínum hluta svo að ekki þarf ég þar um að bæta. Hvernig á röksemda- færsla að vera? Dr. Gunnlaugur segir að gagn- rýni eigi að byggjast á þekkingu og víðsýni. Það er auðvitað rétt svo langt sem það nær, en ég tel þó að hún eigi fyrst og fremst að byggjast á staðreyndum og það eru einmitt staðreyndir sem ég sakna úr greinum Gunnlaugs. Þessi síðari grein hans er ef til vill enn meiri lofgerðaróður um áfeng- ið og notkun þess en hin fyrri. Máli sínu til stuðnings vitnar hann í ýmis skáld og spekinga, sem hafi lofað vínið, og þar með finnst honum allur sannleikurinn hafi verið leiddur í ljós, það þurfi ekki frekar vitna við. Þessi rök- semdafærsla byggist ekki á nein- um staðreyndum. Gunnlaugur vitnar bara í skoðanir þessara manna en getur þess ekki hvernig þeir fóru að því að mynda sér þær. Ég kemst ekki hjá þvi að spyrja sjálfan mig og aðra: Voru skoðanir þessara manna byggðar á vísinda- legum rannsóknum? Ég held að allir geti verið sam- mála um að svo hafi ekki verið. Það var engin aðstaða til slíkra rannsókna á þeirra tíð og þar að auki hefur þá eflaust flesta skort viljann til slíkra rannsókna, þótt aðstaða hefði verið fyrir hendi. Aftur á móti hafa áhrif áfengis á mannslíkamann verið rannsökuð við marga háskóla í seinni tíð og þar ber allt að sama brunni. Áhrifin eru skaðleg, hvað sem dr. Gunnlaugur segir og þeir menn sem hann vitnar í. Hvernig lítur löggjafínn á áfengisnotkun? Allir vita að ökumönnum er bannað með lögum að fara út í umferð, ef áfengismagn í blóði þeirra fer yfir 0,5%o. Einhver ástæða hlýtur að vera fyrir þessu ákvæði í íslenskri löggjöf. Varla fara alþingismenn okkar að leika sér að því að hrella bílstjórana með slíku lagaákvæði, einhver al- vara býr þarna á bakvið. Jú, það er rétt, alþingismenn telja bílstjóra hættulega í umferðinni ef meira áfengismagn er í blóði þeirra. Hvers vegna skyldu þessir bíl- stjórar vera hættulegri í umferð en aðrir menn sem ekki hafa smakkað áfengi? Viðbragðsflýtir þeirra hefur minnkað og dómgreind þeirra sljóvgast. Þeim finnst þeir vera „eldklárir" við að aka, þótt stað- reyndin sé önnur, þeir lifa að hluta til í heimi blekkingar og blekkingin vex í hlutfalli við aukið áfengismagn í blóði þeirra. Þetta hafa alþingismenn skilið og viður- kennt, enda þótt þeir séu í fæstum tilfellum bindindismenn. Þessi staðreynd stangast óneitanlega dálítið á við kenningar dr. Gunn- laugs, en hún varpar aftur á móti Ijósi á hvers vegna þessi skáld og spekingar, sem Gunnlaugur vitnar í, lofuðu vínið svo mikið. Áfengi hefur nefnilega sömu áhrif á skáld, bílstjóra, spekinga og aðra menn. Þeir skynja umhverfið og sjálfa sig á annan hátt undir áhrifum áfengis en þegar þeir eru allsgáðir. Kannski hafa skáldin fundið til „tímabundinnar upp- ljómunar" eins og Gunnlaugur og blekkst á því að telja þá tíma- bundnu uppljómun hinn sanna raunveruleika og skrifað síðan fullyrðingar sínar um ágæti víns- ins undir þeim áhrifum. Mér finnst það sennileg tilgáta en staðreynd er það að vísu ekki. Biblían Gunnlaugur vitnar í biblíuna og segir að þar sé vikið að víni, a.m.k. á 400 stöðum. Manni skilst á grein hans, að það sé allt á einn veg, sem sé lofgjörð um vínið, en svo er það samt ekki. í Orðskviðum Saló- mons segir t.d. á einum stað: „Horf þú ekki á vínið, hve rautt það er, hversu það glóir í bikarn- um og rennur ljúflega niður, að síðustu bítur það sem höggormur og spýtir eitri sem naðra.“ Gunnlaugur vitnar líka til for- feðra vorra og þar á meðal til höf- undar Hávamála. Ekki voru þeir allir á eitt sáttir um ágæti vínsins, þótt þeir þekktu ekkert til vísinda- legra rannsókna, nægir þar að vísa til ræðu Sverris konungs, sem ég þykist vita að Gunnlaugur hafi lesið einhvern tímann, en senni- lega þótt lítið til koma. Áfengisdýrkendur Áfengisdýrkendur eru ótrúlega víða og einn af þeim trúuðustu er ábyggilega dr. Gunnlaugur Þórð- arson. Trú hans á vín og vínnotk- un er slík, að hann tekur ekkert tillit til vísindalegra rannsókna eða þá að hann beinlínis sneiðir hjá að kynna sér niðurstöður þeirra. Ég leyfi mér að vitna í grein sem Guðsteinn Þengilsson læknir sneri á íslensku úr erlendu vísindariti: „Áfengi rýfur hið fíngerða jafn- Stórmeistarinn Svavar Jóhannsson á miðri mynd. Jóhannes Magnússon, sem varð í öðru sæti er lengst til hægri, en Stefán Guðjohnsen hafnaði f þriðja sæti. Svavar Jóhannsson stórmeistari í snóker SVAVAR Jóhannsson, billiard- spilarinn kunni, sigraði í stór- meistarakeppninni í snóker, sem frara fór í síðustu viku á stofunni Ballskák við Hverfisgötu. Stór- meistarakeppnin, sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi, er keppni fyrrum íslandsmeistara í snóker. Svavar Jóhannsson hefur marg- oft orðið íslandsmeistari á sín- um liðlega 50 ára ferli sem bill- iardspilari. f öðru sæti í keppninni varð Jóhannes Magnússon, en hann tapaði fyrir Svavari í úrslitaleik. Stefán Guðjohnsen varð í þriðja sæti. Eftir helgina hefst á stofunni Ballskák fjórða umferð stiga- keppninnar í snóker, en þessi keppni er spiluð í tíu lotum og stendur yfir allt árið. Keppnin hefst á mánudagskvöld klukkan 19.30 og lýkur á miðvikudags- kvöld. Angantýr H. Hjálmarsson vægi heilastarfseminnar, sem byggist á rafeindafræðilegum og efnafræðilegum ferlum. Það trufl- ar fyrirmæli frá heilanum, er lúta að stjórn líkamans, og tefur og ruglar mikilvæg boð til líkamans og frá honum. Stöðug notkun áfengis skemmir og beinlínis eyði- leggur heilafrumurnur þar eð áhrif þess eru sexfalt öflugri á taugafrumur en aðrar líkams- frumur." Vitneskja sem þessi liggur sýni- lega að baki lagaákvæðisins um að banna ölvun við akstur. Það er næsta furðulegt hvernig dr. Gunnlaugur Þórðarson og aðrir hans líkar geta hvatt fólk til að neyta áfengis eftir að hafa kynnt sér þessa niðurrifsstarfsemi áfengisins í líkamanum. Þessu til viðbótar tel ég rétt að vitna lítið eitt í heilbrigðisskýrslu landlækn- isembættisins, sem gefin var út í desember síðastliðnum: „Of mikil áfengisneysla er talin vera veigamikil orsök ýmissa sjúkdóma, svo sem magabólgu, magasárs, skorpulifrar og heila- rýrnunar. Talið er að 10—12% innlagna á almenn sjúkrahús eigi rót sína að rekja til áfengisnotk- unar. Vistrými fyrir áfengissjúkl- inga hefur aukist, og talið er að 4—5% af heildarfjölda innlagðra sjúklinga dvelji á slíkum stofnun- um. Þá má tengja mörg sjálfs- morð, slys og líkamsmeiðingar áfengisneyslu." Það er einmitt þetta ástand sem dr. Gunnlaugur er að viðhalda með skrifum sínum. Ég vona hans vegna að hann geri sér ekki ljóst hvaða afleiðingar skrif hans kunna að hafa. Eg veit vel að það er hin svokallaða hófdrykkja sem Gunnlaugur rekur áróður fyrir, en hann lokar bara augunum fyrir því, að 20 af hverju hundraði manna, sem byrja að nota áfengi, ráða ekki við áfengisnotkunina og verða hálfgerður baggi á sínum nánustu og síðan á öllu þjóðfélag- inu. Ég get ekki betur skilið en dr. Gunnlaugur telji helminginn af þessu fólki geðveik úrhrök sem lentu hvort sem er á hælum, þótt þeir gerðust ekki drykkju- sjúklingar, samanber grein hans í Morgunblaðinu 29. júní sl. þar sem hann segir að „10% af fólki meðal Norðurlandaþjóða muni lenda í einhverjum félagslegum vandræð- um hvort sem er“. Fleira í þeirri grein er í svipuðum dúr. Lokaorð í upphafi þessarar greinar gat ég þess að dr. Gunnlaugur kallaði mig ofstækismann, haldinn sjálf- birgingshætti og skorti á víðsýni. Almenningur mun dæma þessa skoðun eftir greinum okkar Gunnlaugs. í báðum greinum mín- um hef ég reynt að halda mig við staðreyndir, enda reyndi Gunn- laugur ekki að hrekja neitt af því sem ég sagði í fyrri grein minni. Honum líkar bara ekki að ég skuli hafa aðra skoðun en hann, hann er svo innilega sannfærður um ágæti skoðana sinna, að það er sjálfbirg- ingsháttur og skortur á víðsýni að taka þær ekki góðar og gildar, þótt þær stangist á við flestar stað- reyndir, samanber þýðingar Guð- steins læknis úr Alcohol — The Inside Story, og skýrslu landlækn- isembættisins. Ef það er ofstæki að halda sig fyrst og fremst við staðreyndir vil ég gjarnan vera ofstækismaður. Angantýr H. Hjilmarsson er kenn- ari við Hrafnagilsskóla í Eyjafírði. Fölsun var það hjá dr. Gunnlaugi — eftir Halldór Kristjánsson Dr. Gunnlaugur Þórðarson telur það ómaklegt að ég hafi borið hon- um fölsun á brýn. Hann segir blátt áfram: „Slík ásökun frá Halldóri Kristjánssyni er vart svaraverð, en skylt er að láta koma fram, að tilvitnun í verk Bernharðs Stef- ánssonar var rétt, nema hvað far- ið var villt um hver viðhafði til- færð ummæli, slíkt getur ekki tal- ist fölsun, eins og málum var hátt- að.“ Hér hef ég allt annan skilning á málum. Ætli Gunnlaugur teldi það ekki fölsun ef ég hefði eftir honum eitthvað sem Gröndal legg- ur Pútifar eða Biálandskeisara í munn í Heljarsióðarorustu, þó að ég færi rétt með tilvitnunina að öðru leyti? Og skyldi hann ekki telja fölsun ef ég segið að frásögn í tilteknu blaði um misferli ónefnds manns, hvort sem væri um fjársvik eða kvennafar, væri samkvæmt þeirri heimild um hann sjálfan? Ég vona að hann fyndi þá að það er fölsun að segja að tiltekin heimild greini annan mann en hún gerir. Skyldi það vera tilviljun að Morgunblaðið tekur það fram þeg- ar greininni lýkur að höfundur sé hæstaréttarlögmaður í Reykja- vík? Þessi orð eru skrifuð til að bera blak af Bernharði Stefánssyni. Frásögn hans í þessu tilfelli er skýr, — svo skýr og glögg að dr. Gunnlaugur getur ekki misskilið hana þó feginn vildi Hann segir raunar: „Hins vegar var hvorki kafla- fyrirsögn né orðalag fullkomlega ljóst um það hver hefði flutt hin tilvitnuðu upphafsorð. Vegna kaflafyrirsagnanna varð mér að vonum að eigna Halldóri Krist- jánssyni þessi margtilfærðu orð.“ Eins og dr. Gunnlaugur sjálfur tekur fram er kaflafyrirsögn sú, sem hann segir nú að hafi rugiað sig „Halldór Kristjánsson tekur til máls,“ — á bls. 82 hjá Bernharði en tilvitnuð ummæli á bls. 52. Vera má að doktorinn hafi lesið Bernharð aftan frá eins og sagt var að einhver læsi Biblíuna. Frásögn Bernharðs er ljós, Hall- dór flutti tillögu. Annar flutti breytingartillögu. Ræðu sína hóf hann á þessa leið. Doktorinn segist að vonum hafa eignað mér það ræðuupphaf. Að öðru leyti tel ég mig áður hafa svarað flestu sem fram kem- ur hjá dr. Gunnlaugi á laugardag- inn. En ég vil ekki liggja undir því að bera manni fölsun á brýn að ósekju, því að fölsun er slæmur hlutur. 21. ágúst 1983, Halldór Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.