Morgunblaðið - 24.08.1983, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983
37
Minning:
Erich Hiibner
verkstjóri
Fæddur 8. nóvember 1925.
Dáinn 13. ágúst 1983.
í dag er borinn til hinztu hvíld-
ar Erich Hiibner, verkstjóri, náinn
samstarfsmaður minn í umsýslu-
deild Islenzka álfélagsins hf. í
Straumsvík, og góður vinur.
Það var á laugardagskvöldi, að
mágur Erichs, Þórður Finn-
björnsson, flugstjóri, hringdi í
mig. Rödd hans var það þung, að
ég fann strax á mér að eitthvað
alvarlegt væri í aðsigi. Hann sagð-
ist hafa slæmar fréttir að færa.
Ég spurði, hvort það væri í sam-
bandi við Erich. Svo væri, svaraði
hann, Erich hafði dáið um daginn
í Newcastle. Ég varð agndofa, svo
þungt var höggið. Einu sinni enn
hafði dauðinn bankað að dyrum
okkar, í þetta skipti afar nærri
mér. Þá rann upp fyrir mér kvæði
eftir Ludwig Uhland, þýzkt skáld,
sem sungið var talsvert mikið úti
á stríðsárunum við jarðarfarir
fallinna hermanna:
„Ich halt’ einen Kameraden,
Einen bessern findst du nit.
Die Trommel schlug zu Streite;
Er ging an meiner Seite,
In gleichem Schritt und Tritt."
Við Erich störfuðum saman í
tæp 15 ár, „in gleichem Schritt
und Tritt", vorum samherjar í
beztu meiningu orðsins, enda af
sömu kynslóð, með sama hugarfar
og sama bakgrunn, en hann ís-
lenzkur í móðurætt, ég þýzkur.
„Eine Kugel kam geflogen;
Gilt’s mir oder gilt es Dir?
Ihn hat es weggerissen;
Er lag zu meinen Fiissen,
Als wár’s ein Stuck von mir.“
Þannig varð mér innanbrjósts,
„als wár’s ein Stuck von mir“. Það
var þó ekki byssukúla eins og í
ofangreindu kvæði, sem batt enda
á líf Erichs, heldur varð hann
bráðkvaddur, er hann var rétt að
hefja sumarfrí.
Miðvikudaginn 10. ágúst fórum
við Tómas og Þórhildur inn í
Sundahöfn til að fylgjast með ms.
Eddu og til að kveðja Erich og
Halldóru, konu hans. Við fundum
þau í biðröðinni, á nýlökkuðum
bíl, tilbúin til brottfarar. Erich
var hress og kátur eins og oftast
nær. Engin merki sáust á honum,
sem gátu bent til ógæfu. Við
spjölluðum saman smástund, um
vinnu og annað, og kvöddumst í
vinsemd og vissu um að hittast
bráðum aftur. Svo varð þó ekki.
Frá því að ég frétti um andlát
Erichs, hef ég forðast eftir megni
að hugsa til þess, hvernig Hall-
dóru leið þennan laugardag, en
fann til mikillar samúðar. Það var
mér þó huggun að vita, að Tryggvi,
yngri sonur þeirra, var hjá henni
úti í Englandi.
Erich var aðeins 57 ára gamall
þegar hann dó. Eftir öllum lög-
málum líkindareiknings átti hann
langt eftir. Hann var kátur, hress,
laus við þunglyndi, hugurinn full-
ur af framtíðaráætlunum, og hann
átti mörg áhugamál. Allt benti til
þess að hann ætti mörg ár eftir.
Erich fæddist 8. nóvember 1925
í Elberfeid í Þýzkalandi. Faðir
hans, síðar hóteleigandi, var Þjóð-
verji, en móðir hans íslenzk. Erich
gekk í barnaskóla í Reykjavík
1931—1935, en 1935 fluttist hann
aftur til Þýzkalands og gekk þar í
barna- og gagnfræðaskóla í Iser-
lohn, þar sem faðir hans eignaðist
hótel og veitingahús. Árin
1940—1943 var Erich í iðnskóla og
útskrifaðist sem matreiðslumað-
ur. Eftir því sem ég bezt veit,
stundaði Erich lítið matreiðslu um
ævina, nema í frístundum sínum,
en þar kom í ljós að hann var
meistari í sínu fagi, algjör lista-
maður. Einu sinni sem oftar var
okkur konu minni boðið heim til
hans, ásamt fieiri gestum. Á
boðstólum voru ýmsir kjötréttir,
allir í sérflokki, en það sem setti
kórónuna á allt saman var smjör-
ið, skreytt sem rósir, með stöngl-
um, blöðum og blómum og sett í
vasa. Enginn gestanna þorði að
eyðileggja þetta listaverk, þar til
Erich tók hnífinn og stakk ofan í
það og skammtaði smjörið. Oft hef
ég hugsað til þessa dags, hvað
langur tími hefur farið í það að
gleðja augu gestanna á þennan
hátt. Dagsverk? Ég veit það ekki.
Slíkt mælist ekki í tíma eða tíma-
kaupi. Þetta dæmi lýsir lundarfari
Erichs betur en margar upptaln-
ingar. Að gleðja og verða ein-
hverjum til góðs var aðalsmerki
hans. Það kom ÍSAL og gestum
þess margoft til góða. Gestir fyrir-
tækisins hafa og sýnt í orðum,
gjöfum og mörgum viðurkenning-
um þakklæti sitt.
í nóvember 1943 að námi loknu
var Erich orðinn 18 ára gamall og
kvaddur í herinn. Lítið veit ég um
herþjónustu hans og framgang
hans á því sviði. Hann var í
Frakklandi, lenti í bardaga við
landamæri Hollands og Þýzka-
lands þegar Montgomery mar-
skálkur gerði lokasóknina á
Þýzkaland, sem endaði með hruni
þriðja ríkisins. Erich særðist í
átökunum og lenti í höndum Breta
og var fluttur til Englands. Þar
var hann í stríðsfangelsi til 1947,
þar til móðurættingjar hans að-
stoðuðu hann við að komast til ís-
lands það ár. Hér var Erich bú-
settur til dauðadags.
1947—1948 vann Erich skrif-
stofustörf hjá Ölgerðinni Egill
Skallagrímsson hf., 1948—1952
var hann verzlunarstjóri í mat-
vörubúð Böðvars Sveinbjörnsson-
ar hf. á ísafirði, 1952—1960 var
hann sölumaður hjá Ölgerðinni og
frá 1960—1967 hjá Baader-þjón-
ustunni í Reykjavík. Þann 16. maí
1968 hóf Erich störf hjá íslenzka
álfélaginu hf. í Straumsvík, fyrst í
stað sem umsjónarmaður þriggja
svefnskála, sem voru fullsetnir
erlendum starfsmönnum verk-
taka, er sáu um fyrsta byggingar-
áfanga álversins árin 1967—1969.
Ég þekkti Erich lauslega fyrir
þann tíma, en 1968 hófst samstarf
okkar sem varði til dauðadags.
Strax frá upphafi komu í ljós ýms-
ir góðir hæfileikar hans. Hann
talaði þrjú tungumál reiprennandi
Birting afmælis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður.
Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum-
ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera
vélrituð og með góðu línubili.
og gat bjargað sér á frönsku. En
það sem gerði hann svo einstakan
var hugarfar hans. Hann vildi
gera gagn og það gerði hann svo
sannarlega, lagði sig fram langt
umfram 40 tíma vinnuskyldu, oft
á tíðum. Það var stefna okkar í
umsýsludeild að veita þjónustu,
sem okkur var falin umsjón með,
með bros á vör, og var Erich þar í
fremstu línu, hvort sem um vinnu
eða annað var að ræða. Þegar
menn vantaði til að skreyta salinn
fyrir jólatrésskemmtun var Erich
tilvalinn forystumaður. Hann
hafði það í sér að géta breytt
hversdagsumhverfi i jólastofu
með skærum, álpappír og hug-
myndaflugi. Hundruð barna okkar
hafa fengið vitneskju um það.
Þegar samstarfsmenn þurftu að
halda fermingarveizlu heima hjá
sér, var oft kallað á Erich. Ég hef
heyrt það frá ýmsum starfs-
mönnum, að skreytingar og matur
sem Erich sá um, hafi verið frá-
bær. Þannig var hugarfar hans,
kunnátta og lagni, sem gerði hann
svo sérstakan.
Þegar fyrsta byggingaráfanga í
Straumsvík lauk og umsvif í
svefnskálunum þar minnkuðu, var
honum falin verkstjórn yfir hlið-
vörzlu og ræstingavinnu um allt
svæðið, og síðar bættist við verk-
stjórn þvottahúss, sem sá um
þvott og viðgerð á öllum vinnuföt-
um starfsmanna. Þvottahúsi
þessu var breytt í efnaiaug fyrir
nokkrum árum. Til þess að læra á
efnalaugavélar sótti Erich viku
námskeið í Þýzkalandi. Ekki var
honum nóg að hreinsa fötin, held-
ur bætti hann við tækjabúnaði til
að draga úr eldfimi bómullarefnis-
ins. Efnalaug ÍSAL hefur gengið
dag eftir dag, og þrátt fyrir vél-
arbilanir og hátíðisdaga hefur
aldrei þurft að seinka afgreiðslu
um hálfan dag. Það var hugarfari
hans og framtaksvilja að þakka.
Það er öllum ljóst, að skarð Erichs
í fyrirtækinu verður erfitt að
fylla.
Þann 12. september 1953 gekk
Erich í hjónaband og kvæntist
Halldóru Finnbjörnsdóttur. Ég
hef komið mörg hundruð sinnum í
heimsókn til þeirra, stundum á
heimleið úr vinnu, til að heilsa
upp á Dóru og spjaila um blóma-
rækt eða daginn og veginn. Maður
finnur oft í loftinu, hvort ham-
ingja ríkir í húsinu eða ekki.
Heimili þeirra við Vallargerði 33 í
Kópavogi var hús hamingjunnar,
það lá í loftinu. Blíða og friður
ríkti þar, og gestrisni í sérflokki.
Ég get ekki lýst með orðum þakk-
læti mínu fyrir alla þá vinsemd
sem mér hefur verið sýnd þar alla
tíð. Þau hjónin áttu barnaláni að
fagna. Gunnar er elztur barna
þeirra. Hann er símvirki, kvæntur
og búsettur á Hellu. Herdís, dóttir
þeirra, tók frægt stúdentspróf
fyrir nokkrum árum. Hún hlaut
mörg bókaverðlaun þá fyrir af-
reksframmistöðu í námi, sem sagt
var frá í blöðum. Herdís er gift og
búsett á ísafirði. Yngsta barn
þeirra er Tryggvi, fæddur 1957.
Hann var ytra með foreidrum sín-
um þegar Erich andaðist. Tryggvi
er enn í námi, stundar nám í
tónmenntakennaradeild og gítar-
leik í tónlistarskóla í Reykjavík.
Samkvæmt frásögn sonar míns,
sem þekkir til í poppheiminum, er
Tryggvi talinn einn sá bezti á
þessari braut, en í skólanum lærir
hann sígilda tónlist. Börnin hafa
væntanlega fengið í arf frá föður
sínum listræna tilhneigingu og
hæfileika. Herdís hefur málað
ýmsar myndir, eins og Erich sjálf-
ur, sem hanga á veggjum í Vallar-
gerði 33 og víðar.
Starfsmenn íslenzka álfélagsins
kveðja í dag með hryggð og sökn-
uði frábæran samstarfsmann og
góðan dreng, og votta Halldóru
Finnbjörnsdóttur, Gunnari, Her-
dísi, Tryggva, svo og barnabörnum
Erichs, sem misst hafa afa sinn,
sína dýpstu samúð.
Hans Jetzek
Aðeins örfá orð frá okkur,
skemmtikröftum um borð í ms.
Eddu dagana 10.—17. ágúst sl.
Við þökkum Erich Húbner frá-
bæra viðkynningu og bráð-
skemmtilegar stundir um borð.
Eftirlifandi eiginkonu, börnum og
barnabörnum biðjum við Guðs
blessunar um ókomin ár.
Fyrir hönd hópsins,
Bergþóra og Þorvaldur.
HJÁ OKKUR NÁ GÆEXN í GEGN
niii w»
NJARÐVIK Símí 92-1601 PósthólfU Söluumboð í Reykjavik IÐNVERK H.F. Nóatúni 17, sími 25930 og 25945
LOZARON þéttilistinn
Nýr kröftugur þéttilisti, sem
lækkar hitunarkostnaö
hússins. Aukþesser
auövelt aö taka listann úr
viö málningu eða fúavörn.
Þessi nýjung auðveldar
mjög allt viöhald.
Hart plast M Mjúkt plast
r r '
..Islandsmótiö l.deild.Islandsmótið l.deild.Islandsmótið l.deild...
Keflavíkurvöllur
miðvíkudagínn 24. ágúst kl. 18:30
KEFIAVÍK- ÍA