Morgunblaðið - 24.08.1983, Síða 46

Morgunblaðið - 24.08.1983, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 Opið tennismót ANNAÐ opna SLAZENGER- tennismótið og jafnframt annað opna tennismót sumarsins mun fara fram dagana 1. til 4. september næstkomandi. Mótiö er haldið á vegum Þrekmið- stöðvarinnar í Hafnarfiröi og John Nolans, en hann mun jafnframt gefa öll verölaun í mótinu. Keppt verður á tveimur nýjum tennisvöllum, sem Þrekmiöstööin í Hafnarfirði hefur veriö aö koma upp I sumar. Aðstæður hjá Þrek- miðstöðinni til slíks móts- halds eru í alla staöi mjög góðar. Leikin veröur útsláttar- keppni (best af þremur sett- um, þ.e. keppandi þarf aö vinna tvö sett til aö vinna hvern leik), notað veröur „tie- break“ 7 af 12 (wimbledon) í öllum leikjum þar sem staöan er jöfn, 6—6 í setti. Tímatafla fyrir alla leiki mótsins i fyrstu umferö verö- ur hengd upp í Þrekmiöstöö- inni, Dalshrauni 4, Hafnarfiröi, klukkan 19.00 miövikudaginn 31. ágúst, en þá geta kepp- endur athugað hvenær þeir eiga aö keppa, annaöhvort meö því aö mæta á staöinn, eöa hringja í síma 54845 eöa 53644. Keppendur skulu skrá sig í síöasta lagi fyrir klukkan 16.00 miövikudaginn 31. ág- úst. Skráningin fer fram hjá Þrekmiöstööinni í símum 54845 eöa 53644 og hjá Kristjáni Baldvinssyni í síma 53191. Keppnisgjald er kr. 250,- • íslandsmeistarinn, Gylfi Kristinsson, skoöar hin glæsilegu verölaun sem verslunin Hagkaup gefur til keppninnar. Golfmót hjá GS OPIO golfmót verður haldiö hjá Golfklúbbi Suðurnesja á Hólmsvelli í Leiru dagana 27.—28. ágúst. Spilaðar verða 36 holur meö og án forgjafar og hefst mótiö kl. 8 á laugardagsmorgun. Verðlaun verða hin glæsi- legustu sem sést hafa í lang- an tíma en verslunin Hag- kaup gefur þau til keppninn- ar. Auk þess er fjöldi auka- vinninga. Verðmæti vinninga er um níutíu þúsund krónur. Æfingadagar fyrir mótið eru fimmtudagur og föstudagur og skráning er þegar hafin í síma 92-2908 og í Golfskálan- um í Leiru. Hverju spá þeir? EINU jafnasta íslandsmóti ( 1. deild í knattspyrnu fer nú senn að Ijúka. í kvöld fara fram fjórir leikir í deildinni og eftir þá ættu línurn- ar jafnvel að skýrast, en svo gæti líka farið að staöan yröi enn jafn- ari en áður. Þaö sem gerir knattspyrnuna svo skemmtilega sem raun ber vitni, eru þau óvæntu úrslit sem svo oft geta átt sér staö. Skyldi svo fara aö óvænt úrslit yröu í is- landsmótinu í ár? Flestir hallast aö • Jónas Traustason • „Skagamenn vinna þetta alveg örugglega og ég er helst á því að þeir vinni bikarkeppnina líka, þannig aö þaö verður tvöfalt hjá þeim í ár. Þeir eru einfaldlega með langbesta liöið og eiga það skilið aö vinna þetta. Breiöablik verður í öðru sæti og KR-ingar í þriðja, en Valsmenn og ísfirð- ingar falla að öllum líkíndum, en annars verður röðin svona: 1. ÍA, 2. UBK, 3. KR, 4. Þór, 5. Víkingur, 6. ÍBK, 7. ÍBV, 8. Þróttur, 9. ÍBÍ, 10. Valur.“ því aö lið ÍA vinni tvöfalt í ár, bæöi íslandsmeistaratitilinn og bikarinn. En vel er hugsanlegt aö önnur lið setji strik í reikninginn. Hvaö um þaö, viö fengum nokkra valinkunna áhugamenn um knattspyrnu til aö spá um úrslitin i mótinu í ár. Allt eru þetta lands- þekktir menn, sem fylgst hafa mjög grannt meö knattspyrnu hór á landi um margra ára skeiö. Þeir taka nú viö og hafa eftirfarandi aö segja. — ÞR • Magnús V. Pétursson • „Skagamenn vinna þetta tvö- falt í sumar, þó svo að það gæti oröið erfitt í bikarkeppninni. Þeir eiga það fyllilega skiliö, þeir eru með besta liöiö og þeir hafa gam- an af því að leika fótbolta og það er meira en hægt er að segja um mörg líðin. Mér finnst þeir hafa verið með besta liöið í gegnum árin. Það er dálítiö erfitt aö spá um fallið, það geta öll liðin fjögur enn fallið, en ég vil engu spá um þaö hverjir falla.“ • Ríkharður Jónsson • „Þaö kemur ekkert annaö til greina en að Skagamenn vinni þetta tvöfalt í ár, en þaö er þá ( fyrsta skiptiö sem það tekst hjá okkur. Þeir eru meö langjafnast lið, en við megum ekki gleyma því, að Vestmanneyingar gætu komið á óvart og sigraö ( bikar- leiknum. Þeir hafa dottið á góöa leiki og ef þeir gera þaö á sunnu- daginn þá getur allt gerst. Taflan í deildinni verður trúlega svo til óbreytt, nema hvað Víkingur hef- ur veriö aö ná sér upp og gæti farið hærra. Geta Þórs og getu- leysi Vals hefur komið mér mest á óvart.“ • Magnús Sigurjónsson • Albert Guómundsson • „Ég tel aö Skagamenn veröi ía- landsmeistarar, en helst vildi ég snúa töflunni viö þannig að Valsmenn yrðu efstir. ÍA má þó ekki vera í neðsta sætinu, því þeir eru með besta liðið hér á landi í ár. Ég gæti þó trúað að ÍBV sigri í bikarnum, þó svo Skaginn sé með besta liðiö, því ég veit þaö af eigin reynslu að þaö er erfitt fyrir betri liðin að leika viö lakari liö í bikarkeppni. Vest- manneyingar eru harðir ( bikar- leikjum og ég trúi því aö hiö ólík- lega eigi eftir að gerast." • Karvel Pálmason ÍBV til Laugarvatns KNATTSPYRNULIO Vestmannaeyja, sem mun keppa til úrslita í bikar- keppni KSÍ næstkomandi sunnudag, hafa nú ákveðið að fara upp aö Laugarvatni á laugardaginn til að æfa þar og undirbúa sig sem best fyrir úrslitaleikinn en þeir eru ekki nógu ánægöir með árangur sinn í útileikjum, því þeir hafa ekki unniö einn einasta leik í 1. deildarkeppn- inni á útivelli í sumar. Eini leikurinn sem þeir hafa unnið í er leikur þeirra við Þrótt í bikarkeppninni og er ætlunin hjá þeim með þessari ferð að Laugarvatni aö vinna bug á þessum leiöa vana. — SUS • „Ég veit ekki hvaö ég á að segja, en þó held ég að Skaga- mennirnir vinni bæöi íslands- og bikarkeppnina og það er alveg hlutlaust mat hjá mér, þegar ég segi það. Mér finnst þeir vera með besta liöið og því held ég að þeir vinni tvöfalt. Um botninn vil ég sem minnst segja, þvi mínir menn eru þar og ég er ekkert hrifinn af því að þurfa aö spá þeim falli og ætla því að setja þá í þriðja neðsta sætiö. Röðin verð- ur þessi: 1. ÍA, 2. KR, 3. Víkingur, 4. Þór, 5. UBK, 6. ÍBV, 7. Þróttur, 8. Valur, 9. ÍBK, 10. ÍBÍ.“ • „Það er engin spurning í mín- um huga. Skagamenn sigra tvö- falt í ár. Þeir eru með jafnt og gott lið, þannig að þeir veröa bæði ís- lands- og bikarmeistarar. Ég vona bara aö ísfirðingar haldist í deildinni því mér finnst þeir eiga það skiliö. Um fallið vil ég lítið segja, en ef fram heldur sem horfir, þá bendir allt til þess að Valsmenn veröi neöstir, en þaö verður að segjast eins og er, að þeir eru þrautseigir, þanníg aö ekkert er öruggt." Sigtryggur Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals: Óneitanlega hagkvæmara að leika a eigin leikvelli - Tekjumissir borgarinnar hverfandi, segir Jón Magnússon „ÞAÐ á að vera stolt hvers félags að leika leiki sína á eigin velli. Því höfum við lagt mikið á okkur til þess að svo gæti orðið. Þar er fjárhagsútkoma ekki aöalatriöiö. Við teljum þaö þó óneitanlega hagkvæmara aö leika á eigin velli og þurfa ekki aö borga 17% af aögangseyrinum í vallargjald, en það gengur alls ekki án mikillar sjálfboðavinnu,“ sagöi Sigtryggur Jónsson, formaöur knattspyrnu- deildar Vals, ( samtali við Morg- unblaöiö. Eins og fram hefur komið í frétt- um lék Valur slnn fyrsta lelk í fyrstu deild á heimavelli sínum viö Hlíöar- enda um síöustu helgi. Varö Valur þannig fyrst Reykjavíkurfélaga til aö leika i fyrstu deild á eigin velli. Af hverjum leik Reykjavíkurliöanna fara 6% aögangseyris til ÍBR og 17% í vallarleigu, só leikiö á leik- völlum borgarinnar. Sigurgeir sagöi ennfremur, aö nú sæi borgin um aö koma vellinum í leikhæft ástand og fyrir þaö þyrfti aö greiöa. Þaö væri ekki fyllilega Ijóst hvernig dæmiö kæmi út, þar sem ekki heföi borizt reikningur fyrir þá þjónustu. Sagöi hann borgina veita þessa þjónustu án greiöslu fyrir yngri flokkana og sér væri kunnugt um aö annarrar deildar félagiö Fylkir þyrfti ekki aö greiöa fyrir þessa þjónustu. Þá sagöi Sigtryggur, aö ákveöiö heföi veriö aö leika á Hlíöarenda gegn Þór frá Akureyri en óljóst væri hvort svo yröi einnig meö hina tvo heimaleiki liösins, sem eft- ir eru. Væru þeir á móti Vest- mannaeyjum og Víkingi og heföi Valur fengiö aöalleikvanginn i Laugardal undir þá leiki. Gæti þaö farið eftir veöri hvar leikirnir yröu spilaöir. í því tíöarfari, sem veriö heföi í sumar væri vart forsvaran- legt annaö en aö bjóöa áhorfend- um upp á yfirbyggöa stúku. Jón Magnússon, starfsmaður íþróttavalla borgarinnar, sagöi í samtali viö Morgunblaðið, að hann teldi tekjumissi borgarinnar hverf- andi þrátt fyrir aö Valur heföi tekiö upp á því aö leika á eigin velli. Aösókn aö leikjum heföi fariö mjög minnkandi í sumar þannig aö hlut- ur borgarinnar af innkomnum aö- gangseyri hefði oft á tíöum ekki hrokkiö til fyrir kostnaði. Sama undirbúningsvinna væri fyrir alla leiki sama hve margir kæmu til aö horfa á þá og svipuð vinna meöan á þeim stæöi og viö hreinsun á eftir. Aösókn aö leikjum í Reykja- vík fyrri hluta sumarsins hefur ver- ið um 45% minni en í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.