Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 1
242. tbl. 70. árg.
LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Strföiö við Persaflóa:
íranir ná tveimur
borgum á sitt vald
Nikóvsíu, Kýpur, 21. október. AP.
ÍRANIR tilkynntu í gær, ad hersveitir þeirra hefðu náð á sitt vald borgunum
Penjwin og Garmak, auk fjölda þorpa, 15 kílómetra fyrir innan landamæri
írans og íraks í fjallahéruðunum nyrst á hinni 800 kflómetra löngu víglínu.
Hin nýja sókn írana hefur nú staðið yfir í 3 daga og yfirvöld í írak hafa ekki
tjáð sig um yfirlýsingar írana.
Hvorugur stríðsaðilanna gaf út
yfirlýsingar um mannfall eftir
síðustu tíðindin, en í upphafi
hinna nýju átaka sögðust franir
hafa leikið íraka grátt, fellt eða
sært 2300 hermenn þeirra. írakar
sögðu á hinn bóginn, að aðgerðir
írana hefðu „gersamlega mislukk-
ast“ og þeir hefðu drepið 1200 her-
Hashemi Rafsanjani, talsmaður
íranska þingsins, sagði í gær, að
hin nýja sókn írana væri svar
þeirra við Super Etenard herþot-
unum sem Frakkar seldu írökum
á dögunum. „Þið frömduð glæp er
Íið létuð Saddam Hussein forseta
rak hefja stríðið og nú haldið þið
að þið getið bjargað málunum með
klækjum. Það er misskilningur
Andropov
sjúkur?
Moskvu, 21. október. AP.
YURI V. Andropov, aðalritari sov-
éska kommúnistaflokksins og forseti
Sovétríkjanna, hefur frestað fyrir-
hugaðri heimsókn sinni til Búlgaríu
um miðja næstu viku, til næsta mán-
aðar. Ytir tilkynningin undir þann
orðróm sem verið hefur á sveimi upp
á síðkastið, að Andropov gangi ekki
heill til skógar.
Andropov hefur ekki komið
fram opinberlega síðustu vikurnar
og bifreið hans með tilheyrandi
föruneyti hefur ekki sést á götum
Moskvu, sem bendir til þess að því
að sérfræðingar telja, að leiðtog-
Yuri Andropov
inn sé ekki einu sinni staddur í
Moskvu, líklega sé hann í sumar-
bústað sínum við Mineralyye Vodi.
Hann er sagður þjást af hjarta- og
nýrnasjúkdómi, og hugsanlega
Parkinsonveiki.
eins og sókn okkar sýnir. 1 hvert
skipti sem þið ógnið fran munum
við kreppa hnefann fastar," sagði
talsmaðurinn og beindi orðum sín-
um til Vesturlanda og þá einkum
og sér í lagi Bandaríkjanna.
Sfmamynd AP.
Francois Mitterrand og Margrét Thatcher ræða við fréttamenn í fundarlok f
gær.
Fundur Mitterrands og Thatchers:
NATO hviki ekki
frá ákvörðun sinni
Lundúnir, 21. október. AP.
MARGRÉT THATCHER, forsætisráðherra Bretlands og Francois
Mitterand forseti Frakklands luku tveggja daga fundarhöldum í
Lundúnum í gær, þar sem þau ræddu sameiginleg hagsmunamál
þjóðanna og Vesturlanda. Voru þau sammála um að NATO-ríkin
mættu ekki hvika frá ásetningi sínum að setja niður 572 meðaldræg-
ar kjarnorkueldflaugar á sinni grund fyrir árslok, ef árangur í
afvopnunarviðræðum við Sovétmenn yrði lítill eða enginn.
Þau Thatcher og Mitterand
héldu blaðamannafund að fundi
loknum í gær og þar sagði Thatch-
er að næðist ekki samkomulag við
Rússa um „núli-leiðina“ fyrir ára-
mót, væri ekkert annað að gera en
að sýna þeim hnefann til að undir-
strika að NATO-löndunum væri
full alvara. Mitterand tók undir
skoðun Thatchers, en var ekki jafn
harðorður. Sagði hann að hann
væri mótfallinn allri vopnasöfnun,
en úr því að sovésku flaugarnar
væru til staðar, yrðu Vesturlönd
að ná jafnvægi. Bæði Mitterand og
Thatcher kváðust andvíg því að
kjarnorkuvopn Breta og Frakka
yrðu reiknuð með í „Genfardæm-
inu.“
Ráðamennirnir ræddu einnig
sameiginlegan fjárhag Efna-
hagsbandalagsins, en Bretar hafa
lengi talið sig bera um of hitann
og þungann af fjárstreyminu til
bandalagsins. Árangur viðræðn-
anna var lítill.
Þjóðarsáttafundurinn:
Aðilar fall-
ast á fund-
arstað
Ljót aðkoma í íbúðarhúsi í Frakklandi:
Innilokuð í 3$ ár
Sainl rlour, Frakklandi, 21. október. AP.
EFTIRKÖST síðari heimsstyrjaldarinnar voru margvísleg og eru enn að
koma í Ijós. Segja má að í þeim efnum lifi lengi í gömlum glæðum.
Lögreglan í franska bænum Saint Flour batt í gær endi á eitt af
furðulegri eftirköstunum, er hún braut sér leið inn í íbúðarhús í bænum
og dró með sér út í dagsbirtuna 61 árs gamla konu og 48 ára gamlan
bróður hennar. Var það í fyrsta skipti í 38 ár sem konan kom út úr
húsinu og aðkoman var Ijót. Sextugur bróðir þeirra systkina fannst
einnig í húsinu, en hann hafði verið
Forsagan var sú, að fyrir 38
árum varð konan, Ester Álbouy,
uppvís að því að eiga vingott við
þýska hermenn. Reiðir nágrann-
ar réðust á hana á götu úti,
krúnurökuðu hana, hræktu á
hana og drógu hana síðan þann-
ig á sig komna um götur borgar-
innar. Fjölskyldan virðist hafa
ákveðið að skömm hennar væri
svo mikil, að best væri að hún
kæmi aldrei framar fyrir al-
menningssjónir. Fjölskyldan dró
sig einnig í hlé og eftir að for-
eldrarnir létust fyrir tíu árum,
varð einangrunin alger. Ekki
nóg með það, málið hafði snúist
upp í að vera algert hatur fjöl-
skyldunar á umheiminum og
Ester var sjálfviljug í prísund-
inni.
látinn í þrjú ár.
Reikningar voru ekki greiddir,
þannig að fólkið bjó ekki lengur
við rafmagn, hita, vatn eða síma.
Er lögreglan braust inn í húsið
var allt á tjá og tundri, sorp og
rusl um allt og mannasaur
bókstaflega upp um allt. Ofan á
allt saman var hálfrotnaður lík-
ami eldri bróðurins í einu rúm-
inu. Yngri bróðirinn fékk mán-
aðarlegar örorkubætur í pósti og
fyrir þær keyptu þau matvæli
sem nágrannakaupmaður valdi
af handahófi og skildi eftir á
tröppunum. Bæjarbúar snið-
gengu „hús brjálæðinganna", eða
„hús hinnar krúnurökuðu" með
glöðu geði, en lögreglu- og heil-
brigðisyfirvöldum fannst tími til
kominn að láta til sín taka.
Lögreglumenn leiða Ester Albouy út úr húsinu. Símamynd AP.
Beirút, Líbanon, 21. október. AP.
SVISSNESK stjórnvöld urðu í gær
við beiðni stjórnvalda í Líbanon, að
friðarráðstefnan yrði haldin í Genf,
höfuðborg landsins. Hins vegar gæti
dregist að þjóðarsáttarfundurinn
hefjist, því gistihús í Genf eru öll full-
bókuð út næstu viku.
Rafik Hariri, saudi-arabíski
milligöngumaðurinn, sem hafði veg
og vanda að vopnahléinu sem sam-
ið var 26. september síðastliðinn,
sagði í gær, að fulltrúar allra hinna
stríðandi fylkinga Líbanon væru
ánægðir með Genf sem fundarstað.
Talað hefur verið um 1. nóvember
sem fundartíma, en það hefur ekki
verið staðfest.
Enn voru vopnahlésbrot í gær,
drúsar skutu úr fallbyssum á
stöðvar stjórnarhersins við Shouk
El-Gharb og í Kharroub laust
drúsum og falangistum saman með
fallbyssu- og vélbyssuskothríð. Þá
hafa shitar haldið uppi skothrið á
stjórnarhermenn í Beirut, en af
mannfalli fer litlum sögum.
Walesa
vísað heim
Varsjá, 21. október. AP.
LECH WALESA, leiðtogi Samstöðu,
fékk ekki að hefja störf eftir 5 vikna
veikindafrí í gær. Hann mætti til
vinnu sinnar við Lenín-skipasmíða-
stöðvarnar, en var vísað frá. „Ég er
fullfrískur og tilbúinn að hefja störf,"
sagði Walesa, en engin skýring var
gefin á því hvers vegna hann var
sendur heim aftur.