Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1983 ást er... ... að hjálpa hon- um að leita sér að vinnu. TM Reo U.S Pat Ofl.—all rights reserved • 1980 Los Angeles Times Syndicate Ég er þó húsbóndinn á þessu heim- ili, þó ég sé svuntuklæddur á sunnudögum. HÖGNI HREKKVÍSI Burt með þenn an ósóma ... Stóri bróðir skrifar: „Ég get ekki orða bundist út af rallinu. Fyrir löngu ætlaði ég að leggja orð í belg, en einhvern veginn hefir það ekki komist í verk. Nú er enn verið að verð- launa fólk fyrir þessa óhuggu- legu „íþrótt", sem fjölmiðlar segja frá eins og um stórviðburð sé að ræða. Að mínu mati ætti að banna þessa „íþrótt" með öllu. Við vor- um gáfuð, þegar við bönnuðum hnefaleik, bönnuðum skipulegar limlestingar og meiðingar á manneskjum. En ættum við ekki alveg eins að banna skipulagða áníðslu og meiðingar á landinu okkar? Mikið óskaplega varð ég glað- ur, þegar Frakkinn lýsti því yfir í útvarpi, að hann myndi ekki koma hingað aftur, því að við höfðum tekið svo illa á móti hon- um. Þar sluppum við fyrir horn. Nú er að fylgja þessu eftir, ef ekki er hægt að tjónka við þessa menn, sem vilja brjálaðir spóla upp og eyðileggja landið og auk þess espa upp stráka, sem eru rétt um það bil að fá ökuréttindi og finnst þetta hámark karl- mennskunnar að stíga bensínið í botn. Fjölmiðlar eiga ekki að taka við þessum fréttum, eða láta vera að lesa þær, því að þetta er ekki fréttnæmt nema fyrir þessa gaura, sem eru að hnoðast í skrípalátum og vilja alltaf vera í blöðunum og í sjón- varpinu. Er engu líkara en þessir menn fái aldrei nóg, en þeir mega vita, að við erum ansi mörg, sem er- um búin að fá alveg nóg og meira en það af ýmsum uppátækjum, sem flokkuð eru undir grín, en eru bæði ósmekkleg og gróf. Allt sæmilega skikkanlegt fólk vill ekki rallið og því segi ég að lokum: Burt með þennan ósóma, áður en það er orðið of seint." Lóan mín góða Matthildur Guðmundsdóttir hafði samband við Velvak- anda og sagði: — í gær (miðv. 19. okt.) spurðist Margrét Árnadóttir fyrir um ljóð og tilfærði tvær fyrstu Ijóðlín- urnar. Þetta ljóð er eftir bróð- ur minn, Hermann Guð- mundsson frá Bæ í Stein- grímsfirði, og heitir Lóan mín góða: Lóu mín góta, Ijióu mér vængi þína, svo líón megi ég hrntt jfir Ijöllin bli. Égtmrfnó gista sveitina sælu mína, i sólskinsdögum fyllist ég vorsins þri. Ji, þú hinn fjrsti fulltrúi sumarblóma, af flejgum gestum ókunnum ströndum fri, kotndu mér beira, er kvöldsólargeislar Ijóma. Kvæóió min besta skalt þú aó launum fá. Lóan mín góóa, Ijúfustu istarsöngva littu svo hljóma hitt yfir fjöll og dal. Fylltu af gleói friósæla dalinn þrönga, fióu þér hvíld hji lindinni I bjarkarsal. Þar vil ég una örlitla stund í næói, upplifa bernsku, heillandi fagurt vor, kanna aó nýju kosti míns dals og gæói, kveója sem best mín léttustu ævispor. Byltu mér veitti bróöir hels Fyrir nokkru skrifaði Jón Helga- son, vistmaður á Sólvangi í Hafn- arfirði, þættinum bréf og óskaði þess, að rifjaður yrði upp „gaman- samur bragur", sem hann kvaðst ekki muna nafnið á, auk þess sem hann væri búinn að gleyma mörgu úr ljóðinu; minnti þó „að höfundur- inn væri embættismaður af lands- horni allfjarlægu Reykjavík". Jón tilfærði loks fyrsta erindið. Birna Guðmundsdóttir bóka- vörður tjáði okkur að þetta væri úr kvæðinu „Reykjavíkurbragur yngri“, eftir langafa hennar, séra Guðmund Torfason, siðast prest á Torfastöðum í Biskupstungum (f. 5. júní 1798, d. 3. apríl 1879). Benti Birna m.a. á samantekt í Lesbók Mbl. (1. des 1957), þar sem kvæðið er birt í heild og sagt frá tildrögum þess, alls 40 erindi. Verður því að nægja að glugga í fyrrnefnda sam- antekt og fá nokkur sýnishorn úr bragnum. Greinin er samnefnd kvæðinu og þar segir í upphafskaflanum: „Þegar Stefán Gunnlaugsson var bæjarfógeti í Reykjavík hófst hann handa gegn drykkjuskapnum í bænum. Þótti kaupmönnum sér nær höggvið með því og kærðu fyrir stiftamtmanni. I bréfi, sem Stefán skrifar sér til varnar, segir hann meðal annars: „Það er kunn- ugt að fyrrum var drykkjuskapur dagleg iðkun allt of margra, þar á meðal virðulegra embættismanna, sem gáfu almúganum þar með illt fordæmi. Það var því nauðsynlegt að grípa í taumana og sýna alvöru. Og hinn 29. maí 1839 var t.d. prest- ur nokkur tekinn fastur fyrir ölæði á götu og dæmdur til að greiða 10 rdl í sjóð fátækra prestsekkna og 4 mörk í löggæzlusjóð Reykjavíkur. Þetta varð til þess að hann hætti að drekka og hefir nú að makleg- leikum fengið gott embætti“.“ „Það er almælt, að vegna ölvunar og óstýrilætis séra Guðmundar hafi bæjarfógeti sett hann í tugt- húsið, en ekki er þess skilmerkilega getið í dómsgerðinni, enda þótt skilja megi að svo hefir verið gert. Fer bæjarfógeti mildum orðum um það, því að hann segir: „Prestinum var fleirum sinnum boðið að fara strax í burtu af göt- um og alfaravegi bæjarins, hverju hann með drykkjurabbi þverneit- aði, hvers vegna honum, sem ófær- um til að vera laus á almannafæri, var boðið til svefns á óhultum stað. En blárauður brennivínspeli, sem prestur var að drekka úr hér inni í skrifstofunni, og sem þar var eftir skilinn, er nú afhentur Hannesi Einarssyni til að ráðstafa honum til eigandans." Þessi „óhulti svefnstaður" hefir sjálfsagt verið uppi á loftinu yfir bæjarþingstofunni, því að þar var hið svonefnda „svarthol", sem vant var að stinga ölvuðum mönnum í, einkum aðkomumönnum. Þar hefir séra Guðmundur verið látinn dúsa um hríð.“ Að lokum segir í Lesbókargrein- inni, að séra Guðmundur hafi ort langan brag um viðskipti sín og fógeta, Reykjavíkurbrag hinn eldri, og farið þar hörðum orðum um yfirvaldið. „En seinna, á fyrsta eða öðru ári Vilhjálms Finsen bæjar- fógeta, orkti séra Guðmundur ann- an Reykjavíkurbrag (bragarbót?) Var hann prentaður í Landsprent- smiðjunni 1856 og nefna útgefend- ur sig Á og B. Segjast þeir gefa út braginn til þess að græða á honum, og má af því marka að mönnum hefir þótt hann skemmtilegur. Þorlákur bóksali Reykdal gaf út báða bragina 1913. Kver þessi munu nú vera í fárra manna hönd- um, en þar sem Reykjavíkurbragur yngri er allgóð lýsing á höfuðborg- inni eins og hún var fyrir 100 árum, þykir rétt að birta hann hér.“ „Reykjavíkurbragur yngri" hefst á því, að sögumaður reikar upp á Skólavörðuhæð. Hann lognast þar út af í dagrenningu og veit fátt um það, hvar hann muni vera niður I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.