Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1983 21 Stjórn Félags einstæðra foreldra, talið frá vinstri: Jóhanna Kristjónsdóttir, formaður, Birna Karlsdóttir, gjaldkeri, Jón Börkur Ákason, varaformaður, Stella Jóhannsdóttir, starfsmaður FEF, Kristjana Ásgeirsdóttir, meðstjórnandi og Edda Ragnarsdóttir, ritari. Meðlagsgreiðslur nema lA hluta framfærslukostnaðar samkvæmt könnun Félags einstæðra foreldra FÉLAG einstæðra foreldra hefur gengist fyrir könnun á framfsrslu- kostnaði barna á hinum ýmsu ald- ursskeiðum. Niðurstaða könnunar- innar var á þá leið, að miðað við núgildandi verðlag er meðalkostn- aður 77.520 krónur á ári, en lág- marksmeðlag er nú 19.380 krónur á ári, eða sem samsvarar !4 hluta þess meðalkostnaðar, sem reikn- aður var út. Ofangreindar upplýsingar komu fram á blaðamannafundi, sem stjórn félagsins hélt nýlega. Sögðu fulltrúar félagsins að niðurstaða þessarar könnunar, hefði komið þeim nokkuð á óvart. Sögðust þeir ekki hafa gert sér grein fyrir að kostnað- urinn væri svo mikill, sem raun bæri vitni. Reiknaður var út kostnaður við framfærslu barns frá fæðingu og fyrstu 6 mánuð- ina. Einnig voru reiknuð út út- gjöld vegna 2ja ára barns, 6 ára, 12 ára, 14 ára og 17 ára barns. Svo dæmi sé tekið um kostnað- arliði vegna framfærslu 6 ára barns má nefna dagheimilis- gjald á ári kr. 22.800, fæðis- kostnað kr. 14.000, tónlistarnám kr. 4.000 og jólafatnað fyrir 2.000 krónur. Framfærslukostnaður 6 ára barns nemur samkvæmt út- reikningum félagsins 79.278 krónum á ári. Jón Börkur Ákason, varafor- maður, er forræðislaus faðir og meðlagsgreiðandi. Taldi hann kostnaðarliði og útkomu út- reikninganna mjög sennilega. „Þessi háa tala, kemur mér óneitanlega á óvart," sagði Jón Börkur. „Það hlýtur að vera erf- itt fyrir einstætt foreldri að sjá sómasamlega fyrir barni sínu, meðan meðlagsgreiðslur ná ekki að greiða nema V* hluta fram- færslukostnaðar þess. Ég dreg stórlega í efa að meðlagsgreið- endur geri sér grein fyrir hve gífurlegur kostnaðurinn er. Auk þess sem rætt var um framfærslukostnað barna, kom fram á fundinum að félagið rek- ur neyðarhúsnæði fyrir einstæða foreldra að Skeljanesi 6, Reykja- vík. Þar geta 10 fjölskyldur búið í senn og er húsnæðið jafnan fullnýtt að sögn Jóhönnu Krist- jónsdóttur, formanns félagsins. Hver fjölskylda, sem flytur inn, getur búið þar í allt að 6 mánuði. Hús þetta var keypt árið 1976, en ekki tekið í notkun fyrr en 1981, vegna nauðsynlegra viðgerða og endurbóta. Síðan heimilið var tekið í notkun hafa yfir 60 fjöl- skyldur búið þar. Lögð var rík áhersla á að það væru foreldrar, en ekki foreldri sem bæru ábyrgð á barni sínu og uppeldi þess. „Það er mjög mik- ilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að þó foreldrar slíti sambúð eða hjónabandi, er barnið alltaf alsaklaust. Því megum við aldrei gleyma," sagði Jón Börkur. Hann sagði ennfremur að kröfur á hendur forræðislausra for- eldra hefðu aukist til muna síð- ustu ár og fólk gerði sér betur grein fyrir mikilvægi þess að barn hefði samband við báða foreldra. Sanrt væru enn of margir, sem kæmu sér undan ábyrgðinni. Birna Karlsdóttir, gjaldkeri Félags einstæðra for- eldra, sagði enga ástæðu vera til að einstætt foreldri sætti sig við að geta ekki veitt barni sínu það sem foreldrar í sambúð eða hjónabandi gætu veitt sínum börnum. „Ég sætti mig ekki við það að barnið mitt þurfi að líða fyrir að eiga ekki foreldra sem búa saman," sagði hún. „Hvers vegna á barn einstæðs foreldris til dæmis ekki að geta leyft sér að eiga skíði, eða hjól, þegar flest börn eiga slíka hluti? Barn- ið skilur það ekki, enda á það ekki sökina á aðskilnaði foreldr- anna. Þessu þarf að breyta, en verður ekki breytt, nema forræð- islausir foreldrar sýni meiri skilning á uppeldi og þörfum barns síns." Tilganginn með könnuninni, sem sagt er frá í fréttinni, sögðu fulltrúar félagsins vera þann, að átta sig á hlutfallinu í fram- færslubyrðinni og vekja með- lagsgreiðendur til áhuga og ábyrgðar. í framhaldi af fram- angreindri könnun, hefur stjórn félagsins skrifað bréf.sem sent verður til meðlagsgreiðenda. Þar er athygli vakin á kostnaði við framfærslu barna, auk þess sem meðlagsgreiðendur eru hvattir til aukinnar ábyrgðar í fram- færslu. Félagsfundur verður haldinn í Skeljahelli, Skeljanesi 6, næst- komandi þriðjudagskvöld 25. október og hefst hann kl. 21. Þar skýrir Jóhanna Kristjónsdóttir niðurstöður könnunarinnar og gestir geta fengið ljósrit af áður- nefndu bréfi til að senda barns- föður eða -móður. Sögðust for- ráðamenn FEF vonast til að sem flestir einstæðir foreldrar mættu á fundinn. Jón Börkur Ákason, varaformaður Félags einstæðra foreldra, kvaðst og vilja vekja athygli á að ekki væri vitað um annað félag en FEF, hér sem erlendis, þar sem unnið væri að hagsmunamálum for- ráðamanna barna og einnig hinna forræðislausu. Hátíðarfundur BHM HÁTÍÐARFUNDUR Bandalags há- skólamanna, verður haldinn í dag, laugardag, í hátíðasal Háskóla Is- lands og hefst fundurinn kl. 15. Á morgun, 23. október, eru liðin 25 ár frá stofnun Bandalags há- skólamanna. Aðalhvatamaður að stofnun þess og fyrsti formaður var Ármann Snævarr hæstarétt- ardómari. f frétt frá BHM segir: Aðal- markmið bandalagsins hefur verið að efla samstöðu og samvinnu há- skólamanna og sameina þá í einu bandalagi og gæta hagsmuna fé- lagsmanna á sviði vísinda, mennt- unar og kjaramála. Eitt af meginverkefnum banda- lagsins fyrstu árin var að fá samningsrétt fyrir háskólamennt- aða ríkisstarfsmenn og fékk bandalagið þann rétt árið 1973. Launamálaráð ríkisstarfsmanna fer með samningamál fyrir hönd bandalagsins. Nú er unnið að því að fá samningsrétt við Reykja- vikurborg fyrir háskólamenntaða borgarstarfsmenn. Bandalagið hefur haldið margar ráðstefnur um mál er varða há- skólamenn s.s. menntun, vísindi og almenn lífskjör. Bandalagið hefur frá upphafi tekið virkan þátt í samstarfi nor- rænu háskólamannabandalag- anna og stóð m.a. fyrir norrænu háskólamannaþingi árið 1977. Árið 1978 tók bandalagið í notk- un fyrstu orlofshús sín á Brekku í Biskupstungum og á það nú 10 orlofshús þar á svæðinu. Nú eru í bandalaginu um 5.200 félagsmenn í 22 félögum. U.þ.b. helmingur félagsmanna er ríkis- starfsmenn. Núverandi formaður bandalagsins er Gunnar G. Schram alþingismaður. í tilefni af afmæli bandalagsins efnir það til hátíðarfundar laug- ardaginn 22. október kl. 15:00 í há- tíðasal Háskóla íslands. Formaður bandalagsins setur fundinn og tveir fyrrverandi for- menn bandalagsins þeir Ármann Snævarr hæstaréttardómari og Valdimar K. Jónsson prófessor flytja erindi um bandalagið, hlut- verk þess og stefnu. Til skemmtunar verður einsöng- ur Kristínar Sigtryggsdóttur við undirleik Jórunnar Viðar. Athugasemd frá menntamálaráðherra MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ragn- hildi Helgadóttur, menntamálaráö- herra. Hr. ritstjóri, Morgunblaðið, Aðalstræti 6, 101, Reykjavik. í dag föstud. 21. október 1983, birtist á 11. síðu Mb. þingræða eft- ir mig. I fyrirsögn, millifyrirsögn og víðar í ræðunni, er talað um „stundarkjör". Ekki á ég heiður- inn af myndun þessa orðs. Hlýtur það að byggjast á misheyrn af hljóðbandi. Ég ræddi hinsvegar um sýnd- arkjör. Á einum stað er vitnað til orða Fjölnismanns. Stendur þar „mætti“ í stað megi. „Lóst“ stendur í stað ljóst, „held- ur ekki“ í stað ekki heldur, „neyð- aráæltun" í stað neyðaráætlun. Svo mætti lengur telja. Fyrir nokkru birtist grein eftif mig, sem var að uppistöðu til að ræða um tölvumál. I feitletruðum inngangi blaðsins að greininni stóð, að ræðan hafi verið haldin í september 1981. Hafði greinar- stúfurinn að vísu verið um nokk- urt skeið í fórum blaðsins, en ekki í rúm tvö ár. Þessi atriði eru sett fram til ábendingar. Góður frágangur á efni í Morgunblaðinu er menning- arauki. Með kveðju, Ragnhildur Helgadóttir. Frá undirritun samninga milli Sölustofnunar lagmetis og Sovétmanna um sölu á 40.000 gaffalbitum til Sovétríkjanna. Sitjandi, frá vinstri: Heimir Hannesson, framkvæmdastjóri SL, og Vladimir Andrivashin. Standandi, frá vinstri: Rafn A. Sigurðsson, stjórnarformaður SL, Umansky og Jón Júlíus- son, deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu. Rússar kaupa 40.000 kassa af gaffalbitum UNDIRRITAÐUR hefur verið í Reykjavík samningur milli Sölustofn- unar lagmetis og Prodintorg í Mosku um sölu á 40.000 kössum af gaffalbit- um til Sovétríkjanna, en afhending skal fara fram fyrir 1. desember nk., að því er segir í frétt Sölustofnunar lagmetis. Gaffalbitarnir eru framleiddir hjá K. Jónssyni & co á Akureyri og Þormóði Ramma/ Siglósíld á Siglu- firði og er þá séð fyrir því hráefni, sem verksmiðjurnar hafa yfir að ráða á árinu. Auk gaffalbitanna hefur Prodint- org keypt talsvert magn af niður- soðinni þorsklifur og er heildar- verðmæti útflutts lagmetis til þeirra árið 1983 um 3,5 milljónir dollara, sem jafngildir um 98 millj- ónum króna á núverandi gengi. Fulltrúar Sölustofnunar lagmetis áttu samningaviðræður við Pro- dintorg í Moskvu á fyrstu dögum septembermánaðar sl. um viðbótar- kaup á lagmeti til afgreiðslu á þessu ári, en í september lauk af- greiðslu upp í þá samninga, sem fyrir lágu. Sullurinn á Norðurlandi: Sennilega komið með smygluðum hundum — segir Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir „Þessi bandormur er algerlega hættulaus fólki, og hann drepst í frosti svo út af fyrir sig er þetta ekk- ert sérstakt mál. Við vitum ekkert hvaðan sullurinn er kominn, en annað hvort hefur hann komið með hundi eða ref, sennilega hundi eða hund- um,“ sagði Páll A. Pálsson, yfirdýra- læknir, í samtali við Morgunblaðið um hina nýju tegund bandorms sem fundist hefur á Norðurlandi og sagt var frá f blaðinu í gær. „Við verðum alltaf varir við dálít- ið af smygluðum hundum á hverju ári, sem við verðum að aflífa og það er ekki ólíklegt að hinir séu fleiri sem við náum ekki til,“ sagði Páll ennfremur. Páll sagði að það væri mikill ábyrgðarhluti að reyna að smygla hundum til landsins, eins og þetta atvik sýndi glögglega. Það sem mest væri óttast að kæmi með hundunum væri auðvitað hundaæði og til dæmis hefði komið hingað til lands 1966, hundafár, sem kostað hefði 2—300 hunda líftóruna og rekja hefði mátt til smyglaðs hunds. „Ég held að uppkoma þessa sullar geti ekki verið tengd refum, vegna þess að á flestum þeim bæjum, þar sem þetta hefur komið upp hafa ekki verið neinir innfluttir refir," sagði Páll. Páll sagði að þessir sullir væru svo litlir að menn fyndu þá ekki nema þeir vissu að hverju þeir væru að leita. Þeir væru nokkrir milli- metrar í þvermál, svolítil gráleit arða í kjötinu. Kjöt sem væri meng- að af þessu væri óhæft til neyslu og yrði því hent. Páll sagði að ennþá væri sáralítið vitað um útbreiðslu sullsins. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem hann hefði væri sullur á einum bæ á slátursvæði Hvammstanga og væri tiltölulega mest um hann þar. Þá væri hann á fjórum bæjum á slátursvæði Blönduóss og tveimur bæjum á slátursvæði Svalbarðseyr- ar. Verið væri að kanna þetta betur og gæti þetta því breyst frá degi til dags. Á þeim bæ þar sem mest væri um sullinn, hefði aldrei komið inn- fluttur refur svo vitað væri. Hund- urinn þar hefði verið þar í fjögur ár og hefði verið hreinsaður reglulega. Ekki væri heldur vitað til þess að aðkomuhundar hefðu komið þar. Páll sagði að hert yrði á hunda- hreinsun á þessum svæðum eftir sláturtíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.