Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1983 29 Eyjólfur Snœbjörnsson Olafsvík — Minning Óðum fækkar á meðal okkar því fólki sem telst til svonefndrar aldamótakynslóðar, fólkinu sem með dugnaði, nægjusemi og ósér- hlífni ruddi brautina fyrir okkur sen nú búum við allsnægtir. Það er sjónarsviptir í hverju byggðarlagi við fráfall þessa fólks. Með því hverfur einnig mikil þekking og fróðleikur sem það hefir aflað sér í hinni löngu vist í Jífsins skóla. Laugardaginn 8. október sl. var kvaddur hinstu kveðju í Ólafsvík- urkirkju frændi minn og vel- gjörðamaður, Eyjólfur Jóhann Snæbjörnsson, en hann varð bráð- kvaddur 4. október sl. Fjölmenni var við útför Eyjólfs, enda var hann vel kynntur og vinmargur. Eyjólfur fæddist í Ólafsvík, nánar tilgreint í Bakkahúsi á Snoppu 16. október 1906. Foreldr- ar hans voru Guðmunda Jónatans- dóttir og Snæbjörn Eyjólfsson. Hann fór eins og aðrir jafnaldrar hans ungur á sjó og einnig til fisk- vinnu á Vestfjörðum. Þegar svo Hraðfrystihús Ólafsvíkur var stofnsett árið 1939, gerðist hann starfsmaður þess og vann þar samfelllt til ársins 1981 að hann hætti störfum, þá 75 ára. Lengst af var Eyjólfur verkstjóri. Hann var mikill og góður starfsmaður, vinnuglaður og jafnan hress og skemmtilegur. Stráði hann orku og lífsgleði í kringum sig. Eyjólfur kvæntist árið 1937 Önnu Þórðardóttur frá Borgar- holti. Hlaut hann þar tryggan og góðan lífsförunaut. Þau hjón eign- uðust þrjú börn. Eitt þeirra misstu þau á fyrsta ári, son sem hét Eysteinn Þórður. Dætur þeirra eru Halla, gift Herði Sigur- vinssyni og Guðmunda, gift Jóni Ríkharðssyni. Þær eru báðar bú- settar í Ólafsvík. Konu sína missti Eyjólfur 11. september 1982. Heinjili þeirra Önnu og Eyjólfs stóð fyrst í Bakkahúsi, síðar á Borg, en lengst af á Grundarbraut 20. Þar ríkti jafnan friðsæld og ró. Reglusemi og nægjusemi var þar í hávegum höfð. Þar átti ég ungur gott skjól og jafnan reyndust þau hjónin mér vel og einnig móður minni eftir að hún varð ekkja. Eyjólfur varð bráðkvaddur, eins og að framan sagði. Skyndilegt fráfall kom því í veg fyrir að í verk kæmist að taka upp á band frá- sagnir Eyjólfs af daglegu lífi Ólsara á árum áður og þætti úr atvinnusögu byggðarlagsins. Þó er til á myndbandi samtalsþáttur um þessi efni, en til stóð að nýta gott minni og einstaka frásagnarhæfi- leika Eyjólfs betur, því hann var mjög fróður um menn og málefni. Við leiðarlok er ég þakklátur fyrir allt það góða sem til mín og minna beindist frá þessum sóma- manni. Trúmennska hans við Guð og menn var af bestu gerð. Sú trúmennska hefir nú fært honum þá uppskeru sem heitið hefir verið. Dætrum og öðrum aðstandend- um óskum við hjónin allrar bless- unar. Jóhann Minning: Friömar S. Björns- son frá Meðalnesi Fæddur 13. júní 1916 Dáinn 10. október 1983 Vinur minn, Friðmar Björnsson frá Meðalnesi í Fellahreppi, verð- ur jarðsettur í dag. Friðmar var fæddur að Reykjum í Mjóafirði í stórum systkinahópi, en var ungur settur í fóstur í Meðalnes, þar sem hann taldi æ síðan heimili sitt. í Meðalnesi stundaði hann búskap framanaf, en eftir að hann brá búi vann hann við það sem til féll, þó mest sem vélagæslumaður, við járnsmíði og viðgerðir ýmiskonar. Seinni ár endurbyggði Friðmar íbúðarhúsið í Meðalnesi og hafði gert það að hlýlegum bústað fyrir efri árin. Með Friðmari er fallið eitt vígi þeirrar sterku sjálfsbjargarvið- leitni, þrautseigju og þolgæðis, sem einkennt hefur íslensku þjóð- ina gegnum aldirnar og fleytt hef- ur henni gegnum þær þrautir sem gengið hafa yfir. Þetta er meðal annars ástæða þess að ég sting niður penna til minningarskrifa um Friðmar Björnsson. Friðmar var maður rólegur og dulur og bar ekki upp skoðanir sínar við hvern sem var, hann var skapmaður nokkur þó hann dyldi það vel og þótti sumum hann sér- lundaður og harður í viðmóti. Þetta voru einmitt hans sérein- kenni sem fólust i hans sterka vilja og ákveðni við að ná mark- miðum sínum. Friðmar var þó ávallt glaður i góðum hópi og sýndi þá oft það viðmót sem hon- um var í raun eðlilegra. Á besta aldri lenti Friðmar í slysi sem leiddi til þes að hann missti annan fótinn og gekk við gervifót síðan. Einnig þetta setti á manninn mark og mótaði skap- gerð hans. Aldrei heyrðist hann kvarta yfir sínu hlutskipti í lífinu og aldrei kveinka sér yfir fötlun sinni sem háði honum þó nokkuð. Ekki þáði hann styrk vegna ör- orku sinnar enda lítið fyrir að þiggja af öðrum. Hann vann sín störf þegjandi, af samviskusemi, ósérhlífni og stakri alúð. Allt hans fas ein- kenndist af þrautseigju og þolin- mæði og með einbeitni var stefnt fast að settu marki. Friðmari kynntist ég barn að aldri á síldarárunum á Seyðisfirði þar tengdust okkar fyrstu vináttu- bönd sem síðan voru sffellt að styrkjast. Síðan vorum við aftur saman á Ekkjufelli hjá afa mínum og ömmu þar sem Friðmar dvaldi oft. Þá ræddum við Friðmar oft langtímum saman um margvísleg málefni, hann átti alltaf stund til að svara spurningum 12 ára stráklings, en það var einmitt það sem mest hændi mig að Friðmar. Innri maður Friðmars sást ávallt í því hversu góður hann var börn- um. Dóttir mín var eitt þeirra sem hreifst mjög af honum, og áttu þau margar stundir saman þegar Friðmar dvaldist hjá okkur síð- ustu ævidagana, sem enginn vissi að þá voru nær taldir. Eins og venjulega gaf Friðmar sér tíma til að svara spurningum barns, lesa og spjalla. Þegar sú litla hljóp fagnandi til hans, sást að ísinn bráðnaði og úr svip hans skein einlæg hlýja. { dag spyr hún: „Hvar er Frið- mar, hvenær kemur hann?“ Hún skilur ekki dauðann ennþá og ef til vill vitum við sem eldri erum lítið meira. En þar var skoðun Frið- mars skýr, hann var forlagatrúar og trúði á líf eftir þetta líf, hann drakk í sig allt efni um dulspeki og skyggni og sagði alltaf að líf sitt væri ákveðið fyrirfram, því gæti enginn breytt. Þessi fátæklegu orð lýsa ekki lífshlaupi Friðmars frá Meðalnesi enda er þeim ekki ætlað að gera það. Þau eru aðeins upprifjun mín á kynnum við mann sem ég mun aldrei gleyma, kynnum sem ætíð munu verða mér hvatning í lífinu. Ég og fjölskylda mín minnumst Friðmars með gleði, gleði yfir að hafa fengið að kynnast honum og njóta samvista við hann, sem þó sannarlega hefðu mátt verða meiri og lengri. Sigurður Grétarsson t Móöir mín, SIGURBORG ÓLAFÍA BJARNAOÓTTIR frá Stykkishólmi, Hverfisgötu 35b, Hafnarfirói, veröur jarösungin mánudaginn 24. okt. frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi kl. 13.30. Fyrir hönd systklna, Kolbrún Jónsdóttir. t Útför móöur okkar og tengdamóöur, MARGRÉTAR BJARNADÓTTUR, Hverfisgötu 37, Hafnarfirói, veröur gerö frá Hafnarfjaröarkirkju, þriöjudaginn 25. október kl. 13.30. Ingibjörg Ingvarsdóttir, Kristín Ingvarsdóttir, Árni Ingvarsson, Gunnar Ingvarsson, Halldór Jóhannsson , Ólafur Á. örnólfsson, Geröa Garóarsdóttir, Ragna Páladóttir. t Eiginmaöur minn, GUOMUNDUR ÁGÚSTSSON, bakarameistari, Vesturgötu 52, veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni, þriöjudaginn 25. okt. kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Styrktarfélag vangefinna. Þuríður Þórarinsdóttir. t Innilegar þakkir fœrum viö þeim, sem sýndu okkur samúö Cij hlýhug viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, GUOBJARGAR KRISTINSDÓTTUR, fyrrv. Ijósmóður, Siglufirði. Haraldur Árnason, Karólína Hallgrímsdóttir, Freyja Árnadóttir, Pétur Pétursson, Ingibjörg Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Viö þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför HÓLMFRÍDAR HELGADÓTTUR, Grundarstíg 10. Systkinin. t Hugheilar þakkir flytjum viö öllum sem sýnt hafa vinarhug og vottaö samúö viö andlát og útför eiglnmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, TÓMASAR GUÐJÓNSSONAR, vélstjóra, Tjarnarstíg 2, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki hjúkrunardeildar Hrafnistu í Hafnarfirði. Sigríöur Pálsdóttir, Adolf Tómasson, Sigrún Baldvinsdóttir, Guöjón Tómasson, Þuríöur Gísladóttir, Valdimar Tómasson, Anna Sigríður Zottga, Guðrún S. Tómasdóttir Siguröur Sumarliöason og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem vottuðu okkur samúö og vln- arhug viö andlát og jarðarför JÓNS NIKÓDEMUSSONAR, fyrrverandi hitaveitustjóra, Lindargötu 7, Sauðárkróki. Anna Friðriksdóttir, Sigurlaug Jónsdóttir, Gunnar Helgason, Friðrik Jónsson, Elínborg Garöarsdóttir, Valgarð Jónsson, Kay Jónsson, Kjartan Jónsson, Beverly Jónsson, Bjarni Jónsson, Gyða Flóventsdóttir, t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför KARLS NORDDAHL frá Hólmi. Starfsfólki Borgarspitalans sem hjúkraöi honum í erfiöum veikind- um, svo og frændum og vinum, biöjum viö guös blessunar. Fyrir hönd vandamanna. Salbjörg Norðdahl. t Innilegar þakkir færum viö öllum sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar og afa, ARNGRÍMS GUÐBJÖRNSSONAR. Sérstakar þakkir skulu færöar starfsfólki vlö gervinýra Landspítal- ans fyrir góöa umönnun á liönu ári. Guöný Bergsveinsdóttir, börn og barnabörn. t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö fráfall eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, AGNARS BOGASONAR, og vottuöu minningu hans viröingu. Jóhanna Svava Pálsdóttir, Bogi Agnarsson, Helga Gísladóttir, Páll Agnarsson, Sturla Agnarsson, Sólveig Harðardóttir og barnabörn. Krossar á leiði Framleiöi krossa á leiöi. Mismunandi geröir. Uppl. í síma 73513.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.