Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1983 í Hóiabrekkuskóla stunda um 1100 nemendur nám og tóku þeir flestir þitt í skrúðgöngu í tilefni umferðardags skólans f ger. Á myndinni sést Sigurjón Fjeldsted, skólastjóri Hólabrekkuskóla, þar sem hann gengur í broddi fylkingar og slær taktinn. verkefni ekki bitna á neinum ákveðnum kennslugreinum, heldur skipta þeim niður eftir bestu getu. Ég vil nú geta þess, að mikil þolinmæði og hjálpsemi var höfð í heiðri milli kennara og þvi gekk allur undirbúningur mjög vel.“ Verkefni fyrir umferðardag- inn voru ákveðin af kennurum, sem síðan skiptu þeim niður. Hver aldurshópur fékk ákveðnar hugmyndir að verkefnum, en síðan komu bekkirnir sér saman um hvernig þeir unnu úr þeim hugmyndum. Einn hópur útbjó umferðarmerki og áróðursspjöld með áletrunum eins og „Notið bílbelti!", „Niður með ökufanta!". Annar hópur vann að vettvangs- könnun undir yfirskriftinni „Hvað er að umferðinni í hverf- inu okkar?“. 5. og 6. bekkur skól- ans útbjó skólann sem umferð- arsvæði og sá síðan um „lög- gæslu“ í skólanum í gær. Elstu nemendurnir unnu fræðsluer- indi undir heitinu „Afleiðing umferðarslysa" og fluttu síðan erindin fyrir hina yngri. Sumir fóru í heimsókn til lögreglunnar og öfluðu sér upplýsinga þar, aðrir unnu að könnun um trygg- ingarmál. í þeirri könnun kom m.a. fram, að flestir þeirra, sem eru slysatryggðir, hafa lent í umf erðaróhappi og verið ótryggðir er óhappið átti sér stað. Yngstu nemendur Hóla- brekkuskóla fá umferðarfræðslu í hverri viku og fellur hún undir samfélagsfræðina sem þeim er kennd. Umferðardagurinn í gær fór vel fram að sögn kennara skólans. Honum lauk með skrúð- göngu sem farin var um þrjú- leytið í gær og tóku foreldrar sumra barnanna þátt í henni. Móðir eins nemanda sagðist mjög ánægð með þetta framtak. Sagði hún þetta örugglega bestu leiðina til fræðslu, því krakkarn- ir hefðu fengið frjálsar hendur við vinnslu verkefnanna og hefðu þar af leiðandi verið áhugasamari og ánægðari í skól- anum en áður. Ekki var annað séð en nemendur væru áhuga- samir og ánægðir með umferð- ardaginn. Að minnsta kosti glotti einn pilturinn út í annað er blaðamaður yfirgaf skólann á „hægri akrein" að sjálfsögðu. Umferðardagur Hólabrekkuskóla í gær „Heyrðu kona, kanntu ekki umferðarreglurnar? “ Umferðardagur var haldinn í Hólabrekkuskóla í fyrradag. Allir nem- endur skólans og kennarar tóku virkan þátt í undirbúningi umferðar- dagsins, en undirbúningur hefur staðið í um það bil viku. Umferðardagur þessi er haldinn í framhaldi af Umferðarvikunni 3.—8. október. „Heyrðu kona!,“ sagði drengur er blaðamaður gekk um skólann og skoðaði sig um. „Hvað er að þér? Þú átt að ganga hægra megin. Kanntu ekki einu sinni umferðarreglurnar, eða hvað?“ Gangar skólans voru alsettir umferðarmerkjum og á gólfið höfðu verið límdar hvítar ræmur sem skiptu gólfinu í tvær „ak- reinar“. Blaðamaður hafði ekki gert sér grein fyrir tilgangi hvítu línanna og æddi því um ganga skólans sem hinn argasti „ökufantur", en lofaði að halda sig hægra megin eftir þessa ábendingu drengsins. Umferðar- merkin og myndir úr umferð- inni, sem héngu á veggjum skól- ans, voru unnar af nemendum sjálfum undir leiðsögn kennara. Sigurður Lyngdal, kennari, sagði að undirbúningur þessa umferð- ardags hefði hafist fyrir u.þ.b. 2 vikum, en þá hafi undirbúnings- nefnd verið stofnuð. „Kennarar Hólabrekkuskóla tóku hugmynd- inni að umferðardegi strax mjög vel,“ sagði Sigurður. „Krakkarn- ir hafa síðastliðna viku unnið ýmiskonar verkefni sem varða umferðina og umferðarreglur. Sem betur fer voru kennarar mjög jákvæðir og tilbúnir að „fórna“ einhverjum kennslu- stundum fyrir umferðarverkefn- in. Við reyndum að láta þessi Krakkarnir hönnuðu sjálfír áróðursspjöldin. Einnig útbjuggu þeir skólann sem umferðarsvæði með löggæslu og flestu því sem tilheyrir umferðinni. Ljósm. Júiíus. Húsavík: Mynd hf. hefur framköllun litfilma NU MUNU Húsvíkingar og ná- grannar þeirra geta fengið litfílmur framkallaðar á einum sólarhring í stað að minnsta kosti viku áður. Framköllunarfyrirtækið Mynd hf. hóf starfsemi sína þann 14. október og annast framköllun litfílma, stækkanir og myndbrennslu á diska og fleira. Er þetta fyrsta fyrirtækið utan Reykjavíkur, sem veitir slíka þjónustu að sögn forráðamanna þess. Mynd hf. var stofnað í maí á þessu ári og er eign 38 hluthafa. Hlutafé er um hálf milljón króna en stofnkostnaður nálægt einni milljón króna. Segja forráðamenn fyrirtækisins, að aðaláherzlan verði lögð á húsvískan markað og næsta nágrenni Húsavíkur, en fyrirtækið sé tilbúið til að taka filmur hvaðan sem er. Umboðs- menn séu nú um alla sýsluna og hafi menn allt vestur frá ísafirði sýnt þessu áhuga. Það tekur um það bil 20 mínútur að renna film- unum í gegn um framköllunar- og stækkunarsamstæðuna og afkast- ar hún um 100 filmum á átta klukkustundum. Þetta er því ekki hraðari vinna en í Reykjavík, heldur liggur mismunurinn í því, að ekki þarf að senda filmurnar með pósti til og frá Reykjavík. Á þessu ári hafa að meðaltali farið 18 litfilmur frá Húsavík til Reykjavíkur á dag og hefur af- greiðslutími verið um ein vika. Telja forráðamenn Myndar hf. sig verða að fá um 28 filmur daglega til framköllunar eigi reksturinn að standa undir sér. Roy Philips, filmtæknifræðing- ur, veitir fyrirtækinu forstöðu, en hann hefur unnið um árabil við slík störf, bæði í Reykjavík og í Englandi. Formaður stjórnar Myndar hf. er Árni Haraldsson. Roy Philips fílmtæknifræðingur við framköllunarsamstæðuna. Mor|«»bU»i*/Albfrt HAMRABORG 3, KÓPAVOGI, SÍMI 42011 Sænsk húsgagnakynning Qpið til kl. 4 í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.