Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1983
9
l&kEg&ö niáD
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 214. þáttur
Undarlega auglýsingu las ég
hér í blaðinu hinn 13. þessa
mánaðar. Boðað er til almenns
stjórnmálafundar í „Gafl-inn
við Reykjanesbraut".
Ég geri ráð fyrir því, að
samkomustaður þessi við
Reykjanesbraut í Hafnarfirði
heiti Gafl og þá með ákveðnum
greini Gaflinn, eins og t.d.
Sjallinn á Akureyri, eða Baut-
inn. Hvers vegna bandstrik er
haft á milli aðalorðs og greinis
er mér hulin ráðgáta. En það
er þó ekki aðalatriði þessa
máls, heldur hitt, hvaða falli
forsetningin í er látin stýra.
Þegar forsetningin í táknar
hreyflnguna til stýrir hún þol-
falli. Menn fara þá í veitinga-
húsið Gaflinn og þarf að sjálf-
sögðu ekkert bandstrik. En
þegar sama forsetning táknar
dvölina á, stýrir hún þágufalli
og er því boðað til stjórnmála-
fundar í Gaflinum, þegar svo
ber undir. Engin ástæða er til
þess að greina sundur aðalorð
og greini með bandstriki. Ef
menn skynja ekki lengur mun-
inn á þessu, er máltilfinningu
illa komið.
Mér hefur að vísu verið sögð
sú furðuskýring að aðstand-
endur þessa húss séu að reyna
að minna á enska orðið inn =
krá með því að láta húsið heita
Gafl-inn, en þvílíkum afkára-
hætti trúi ég ekki upp á þá
nema þeir segi mér það sjálfir.
Ég hef því fyrir satt að fundur
sá, sem auglýstur var, hafi
verið haldinn í Gaflinum (eða
Gafli).
Ýmsir virðast eiga erfitt
með að átta sig á mismunandi
notkun fornafnsmyndanna
eitthvert og eitthvað, nokkurt og
nokkuð, eða hafa sljóa tilfinn-
ingu fyrir því, hvenær skuli
hafa hvora myndina. Þetta er
þó ákaflega einfalt mál og lín-
ur skýrar. Orðmyndirnar sem
enda á -rt, eitthvert og nokk-
urt, eru hliðstæðar, notaðar
með öðru fallorði. Dæmi:
Gastu gert eitthvert verk?
Veistu nokkurt dæmi þessa?
Orðmyndirnar, sem enda á -ð,
eitthvað og nokkuð, eru sér-
stæðar. Dæmi: Gastu eitthvað?
Veistu nokkuð um þetta?
Erum við á góðri leið að týna
orðunum slíkur og þvflíkur? Ég
spyr mig stundum þessarar
spurningar, þegar ég sé og
heyri orðin þannig og svoleiðis
höfð í hinna stað. Slíkur og
þvflíkur eru dálítið sérstök
fornöfn, flokkast ámóta illa og
sjálfur og samur, eru utanveltu
í fornafnafylkingunni, en þau
eru ekki verri einkunnir með
öðrum fallorðum fyrir það.
Mér þykir ekki fara vel á því
að nota atviksorðin þannig og
svoleiðis í einkunnar stað, tel
það enda málfræðilega rangt.
Mér þóknast ekki að sagt sé:
Hann er þannig maður og því
síður: Hann er svoleiðis mað-
ur. Þarna vildi ég hafa þvílíkur
eða slíkur. Hann er slíkur mað-
ur, að honum er ekki treyst-
andi fyrir því. Þvflíkir menn
ættu þar hvergi nærri að
koma, ekki svoleiðis menn eða
þannig. Atviksorð eiga einkum
heima með sögnum til þess að
tákna hvar, hvenær og hvernig
eitthvað gerist. Áðurnefnd
fornöfn hafa helst þann skyld-
leika við lýsingarorð að segja
til um hvernig (eitthvað) er.
Lýsingarháttur sagna „verð-
ur stundum að nafnorðum", og
gildir þá sú meginregla um
kynið, að orðin eru kvenkyns,
ef merking þeirra er óhlut-
kennd, afstrakt. Dæmi um
slíkt eru kveðandi, hrynjandi og
verðandi. Þessu fylgir þá, að
orðin eru eins í öllum föllum,
samanber elli og reiði o.s.frv.
Dæmi: Fögur var sú kveð-
andi að heyra. Hann hefur not-
að þessa orðmynd vegna hrynj-
andinnar. Fjórir ungir Hafnar-
stúdentar gáfu Verðandi út
1882. Eðlilegt má telja að
kvenkynið eigi þarna í vök að
verjast, vegna þess hve hin
nafnorðin, tilkomin úr lýs-
ingarhætti þátíðar, eru miklu
fleiri og algengari, svo sem
eigandi, kaupandi, seljandi,
gerandi, þolandi o.s.frv. Ég
held þó að flestum þyki eðli-
legra að tala um fagra kveð-
andi og reglulega hrynjandi en
fagran kveðanda og reglulegan
hrynjanda. Eða hvað? Og
finnst okkur ekki rétt að segja,
að þessi eða hlhn hafi góðan
talanda?
Enn eru menn mér hjálp-
samir að skýra vísu Vatns-
enda-Rósu, og fyrir það þakka
ég, í þetta skipti sérstaklega
Halldóri Kristjánssyni frá
Kirkjubóli. Hann skrifar mér
svo:
„Minn skilningur á vísunni:
Kynni una anda grund.
Ég held að anda grund sé
mannkenning, kvenkenning, í
þessu tilfelli höfundurinn.
Anda grund — land, bústaður
andans er ekki verri kenning
né langsóttari en hringastorð
og aðrar þess háttar.
Kynni er annaðhvort sama
sem gæti, — mætti vera, eða
kynni = kunningsskapur.
Una er annaðhvort að vera
eða að þola, fella sig við.
Minn skilningur á vísunni er
þessi:
— Ég gæti unað því að hafa
elskað hund = mannhund, ræf-
il, sem ekki hefði brugðist.
Vísurnar í kring fjalla um
það að Rósa geti ekki lifað við
það að vita Natan búa við ástir
annarra kvenna í örmum
þeirra. Hún þoli ekki heitrof
hans og hún hafi ekki verið
honum slík á siðasta samfundi
þeirra að hann hefði ástæðu til
að bregðast eða kvarta. Ræf-
ildómi og eymd elskhuga hefði
hún unað betur en brigðmælgi
og heitrofum. Þá hefði hún frí-
ast við þær eymdarþjáningar
sem nú eru hlutskipti hennar.
Áður fyrri betra var, þetta
er hálfgerður hortittur, óþarft
innskot, eins og oft vill verða
um aðra hendingu í fer-
skeytlu."
Á útsíðu í blaði las ég fyrir
skemmstu þessa fréttaklausu:
„Nú geta Akureyringar því
verslað (leturbreyting hér)
matvörur í samtals 108'/2
klukkutíma á viku hverri, ef
taldar eru með þær stundir
sem matvara er seld út um
lúgur hjá kaupfélaginu."
Ég hef áður rækilega fjallað
um þann leiðinlega rugling
sem orðinn er á notkun sagn-
anna að kaupa og versla, eins
og hann lýsir sér í þessari
grein. Akureyringar geta keypt
matvöru þennan tíma, sem til
er tekinn, en ekki verslað
hana.
Og enn eitt að lokum. I guð-
anna bænum ekki meira Rúv-
ak. Það er Útvarp Akureyri al-
veg eins og Útvarp Reykjavík.
P.s.
Hlymrekur handan sendir
Kristjáni frá Djúpalæk kveðju
guðs og sína með þakklæti
fyrir skrif hans um íslenskt
mál í Helgar-Degi. Hlymrekur
biður umsjónarmann að koma
á framfæri þessari stöku:
Spennuhámarkið hlýtur að nást
og þá hnefarnir grjótharðir sjást, —
allt dauðvona og hrynjandi
af boggunum djnjandi, —
þegar hundarnir fara að sláat.
Norðmenn
hafa veitt
465.000 lest-
ir af loðnu
UM SÍÐUSTU mánaðamót höfðu
Norðmenn veitt um 465.000 lestir af
„sumarloðmT, segir meðal annars í
norska blaðinu Fiskaren. Segir blað-
ið að Norðmenn geti verið ánægðir
með þann afla, þó gæði séu ekki
jafnmikil og í fyrra, en þá hafi gæði
verið með mesta móti.
Blaðið segir ennfremur að veið-
arnar hafi gengið misjafnlega og
enginn hinna 146 báta, sem stunda
veiðarnar, hafi náð að fylla afla-
kvóta sinn. Alls má veiða um
725.000 lestir af sumarloðnunni og
telja Norðmenn sig hafa góða
möguleika á því að ná þeim afla,
en veiðitíminn stendur til loka
þessa mánaðar.
Opiö 13
OUND
FASTEIGNASALA
—15
Stúdíóíbúð á efstu hæö.
Sérstæö 65 fm stúdíóíbúð í risi við Seljaveg.
Ný panelklæöning, ný einangrun, nýjar lagnir, nýir
gluggar, nýtt viöargólf.
Verö 1050—1,1 millj.
Ólatur Gelrason viðskfr., Borghildur Flórentadóttir,
Guóni Stelánaaon, Þorateinn Broddaaon.
SaziD
Opiö frá 1—3 í dag
Glæsilegt raðhús
í Fossvogi
5—6 herb. 200 fm raöhús meö bílskúr.
Ákveöin sala.
í Garöabæ
270 fm fullbúiö glæsilegt einbýlishús í
Lundunum. Tvöf. bílskúr. Góöur staöur.
Endaraöhús
í Suöurhlíðum
300 fm glæsilegt endaraóhús á góöum
útsýnisstaó. Möguleiki á sér ibúö í k).
Bein sala eöa skipti á sórhæö koma tll
greina. Teikn. og uppl. á skrifst.
Á Grandanum
270 fm skemmtilegt einbýlishús á góö-
um staö. Skipti á sérhæö í Vesturborg-
inni kemur til greina Teikningar og
upplýsingar á skrifstofunni. Bein sala
eöa skipti.
Einbýlishús í Mosf.
140 fm vandaö einbýlishús á einni hæö.
Bílskúr Bein sala eöa skipti á íbúö í
Rvtk. Húsió er laust nú þegar
Viö Hjallasel
Vandaö 300 fm fullfrágengiö parhús.
Bílskúr. Gott útsýni. Verö 3,5 millj.
í skiptum — Sólheimar
Gott raöhús viö Sólheima fæst í skipt-
um fyrir 4ra herb. íbúð í lyftuhúsi viö
Sólheima eöa Sæviöarsundi.
í Hlíöunum
Efri hæö og ris, samtals 170 fm. íbúöln
er m.a. 5 herb., saml. stofur o.fl. Verö
2,5 millj.
Glæsileg íbúö
v/Krummahóla
6 herb. vönduö 160 fm íbúö á 6. og 7.
haBÖ. Svallr í noröur og suöur .Bílskýll.
Stórkostlegt útsýni.
Hæö viö Kvisthaga
— skipti
5 herbergja 130 fm 1. hæö m. bilskúr
vlö Kvisthaga fæst í sklptum fyrir
3ja—4ra herb. íbúö í Vesturborginni
eöa viö Espigeröi.
Við Arnarhraun
3ja herb. góö ibúö á jaröhæö. (Gengiö
beint inn). Veró 1.350 þús.
Viö Háaleitisbraut
4ra herb. 110 (m jarðhœð. Sér inng.
Verð 1400—1450 þúa.
Við Hlégeröi, Kóp. -
skipti.
4ra herb. ca. 100 fm góö íbúö m. bíl-
skúrsrétti í skiptum fyrir 5 herb. íbúö m.
bilskúr.
Viö Víðihvamm
4ra herb. íbúö á efri haBÖ m. bilskúr.
Við Álfheima
4ra herb. ibúö á 2. hæö. Verö 1650 þús.
Við Hringbraut Hf.
m. bílskúr
4ra herb. miöhæö í þribýiishúsl. 40 fm
bilskúr. Verö 1,7 millj.
Viö Furugrund
3ja herb. ibúö ásamt eínstaklingsibúö i
kj. Möguleiki er aö sameina ibúöirnar.
Viö Laugaveginn
3ja herb. 85 fm ibúö á 3. haBÖ i nýlegu
húsi. Veró 1400 þús.
Glæsileg 3ja herb. íbúö
íbúö á jaröhaBÖ viö Kambsveg (gengió
beint inn). Verö 1.650 þúe.
í Seljahverfi
3ja herb. 85 fm góö ibúö á jaröhaBö.
Gott geymslurými er undlr ibúöinni.
Gott útsýni. Veró 1400 þúe.
Viö Blikahóla
2ja herb góö 65 Im íb. Verð 1200 þ.
Viö Engihjalla
2ja herb. rúmgöö íbúö á 1. hæö Verð
1150 þúe.
Viö Eskihlíö
2ja—3ja herb. björt íbúö í kjaliara ca.
80 fm. Parket á öllu. Nýtt rafmagn,
endurn. lagnír. Veró 1250 þúe. Sér inng.
Einstaklingsíbúð
viö Fiúðasel
45 fm einstaklingsíbúö. Tilboö.
Vantar
Vantar 2ja—3ja herb. íbúö á hæö í
Heimum, Austurbrún, Espigeröl eöa
Haaleiti. Góö útborgun í boöi.
Skrifstofu- eöa iönaö-
arhúsnæöi viö Bolholt
350 fm haBÖ viö Bolholt, sem hentar
fyrir hvers konar skrifstofur, læknastof-
ur, léttan iónaö eöa annaö þess konar.
Góöur möguleiki á hvers konar skipu-
lagi. Hagkvæmir greiösluskilmálar.
Viö Laugaveginn
Höfum til sölu 2 heilar húseignir viö
Laugaveginn. Ðyggingarréttur.
25 eionpmiÐLunin
Tl)ÍJfi“Jor ÞINGHOLTSSTRÆTI 3
S|M, 2771,
Sðluatjórl Svórrir Kriatinsson
ÞorMfur Guðmundsson •ðlumaður
Unnttoinn Bock hri., sfmi 12320
MróMur Haildómon Iðgfr.
Kvöldsími sölumanns 30483.
FASTEIGNA
HÖLLIN
FASTEIGNAVIÐSKIPTI
MIÐ6ÆR-HAALEITISBRAUT 58-60
SÍMAR 353004 35301
Suðurgata Hafnarfiröi
Litil snotur einstaklingsib. Laus
eftir samkomulagi.
Orrahólar
Stórglæsileg 3ja herb. íb.
ca. 75 fm. Viöarklætt bað,
suðursvalir, íb. í sérflokki.
Hallveigarstígur
Góð 2ja herb. íb. ca. 70 fm.
Sérinng. Nýtt gler. Laus strax.
Lokastígur
Mjög góð 2ja herb. íb. í þrí-
býlish. Sérhiti. Nýtt gler. Laus
fljótlega.
Háaleitisbraut
Falleg 2ja herb. íb. ca. 60 fm.
Ný teppi. Laus eftir samkomu-
lagi.
Asparfell
Mjög góö 3ja herb. íb. á 1. hæö
ca. 86 fm. Þvottahús á hæðinni.
Laus eftir samkomulagi.
Holtsgata Hf.
3ja herb. íb. á jaröh. meö bil-
skúr. Laus fljótlega.
Sólvallagata
Mikló endurnýjuð 4ra herb. ib.
ca. 115 fm í fjórbýlishúsi. Laus
fljótlega.
Lindargata
Nýstandsett 4ra—5 herb. íb. á
2. hæð ca. 120 fm. Laus fljót-
lega.
Arnartangi Mosfellssveit
Mjög gott einbýlishús á 1. hæö
ca. 175 fm ásamt 40 fm tvöföld-
um bílskúr.
Mosgerði
Hæö og ris ca. 2x90 fm ás. 40
fm bílskúr. Fæst í skiptum fyrir
3ja herb. íb. í Smáíbúöar- eöa
Háaleitishverfi. Bílskúr æski-
legur.
í smíöum
Vorum aö fá til sölu 2ja, 3ja og
4ra herb. íbúöir í fallegu sam-
býlishúsi viö Reykás í Selás-
hverfi. fbúöirnar seljast í eftir-
farandi ástandi: Húsiö veröur
fullfrágengió utan, málaö og
meö tvöföldu verksmiöjuglerl,
sameign innahúss veröur frá-
gengin og máluð, hitalögn verö-
ur frágengin en aö ööru leyti
veröa íbúðirnar í fokheldu
ástandi. íbúöunum getur fylgt
bílskúr.
Viö Hvammabraut
Hafnarf.
Vorum aö fá til sölu glæsilega
3ja og 4ra herb. íbúöir, sem af-
hendast tllbúnar undir tréverk
og málningu og fullfrágenginni
sameign. Til afhendingar í maí
og júní.
Leirutangi Mos.
Glæsilegt einbýlishús, sem af-
hendist fokhelt.
Víöihlíö
Hæð og kjallari í tvíbýlishúsi.
Sér inngangur. Selst fokhelt.
Víöihlíö
Hæö og ris i fallegu timburhúsi
sem afhendist fokhelt. Skipti á
íbúð í Fossvogi eöa nágrenni.
Lækjarfit Garöabæ
Fallegt einbýlishús, hæö og ris,
ca. 200 fm. Tvöfaldur innbyggö-
ur bílskúr. Afhendist fokhelt.
Jórusel
Einbýlishús, sem er kjallari,
hæö og ris ásamt bílskúr.
Möguleiki á samþykktri séríbúó
í kjallara. Til afhendingar fok-
helt nú þegar.
Brekkubær — Selás
Fallegt endaraöhús, tilbúiö til
afhendingar. Húsiö er tvær
hæöir, kjallari ásamt bilskúr.
Húsinu er skilaö fullfrágengnu
aö utan en í fokheldu ástandi
aö innan. Sérlega góö greiöslu-
kjör.
Fasteignaviöskjpti:
Agnar Ólafsson,
Hafþór Ingi Jónsson hdl.
Heimasími sölum.: 78954.
Þú svalar lestrarþörf dagsins