Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.10.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1983 13 eyri, sem linar þessi skörpu skil til dæmis þannig, að menn geti hægt og rólega dregið sig í hlé með lengri sumar- og vetrarfríum, styttri vinnutíma og minni kröf- um til starfsgetu. Lífeyrissjóður- inn gæti jafnvel greitt til fyrir- tækja, sem hafa aldraða og ör- yrkja í vinnu, þannig að hver vinnustaður yrði að hluta til verndaður. Það er staðreynd, að í öllum þjóðfélögum er það hinn vinnandi maður sem framfærir börn og gamalmenni. Það er að- eins spurning um form á þeirri framfærslu, hvort hún gerist inn- an veggja heimiianna eða með líf- eyrisgreiðslu," sagði Pétur Blön- dal ennfremur. Verzlunin fær um að greiða mun hærri laun — segir Magnús L. Sveinsson, formaður VR „LAUNATAXTAR verzlunarmanna eru ekki orsök verðbólguvandans í landinu. Þegar því er haldið fram er það stærsta lygin í allri lyginni um efnahagsmál. Þessu til stuðnings má benda á það, að atvinnuvegirnir þola að borga verulega hærri laun en launataxtar okkar segja til um enda þótt allt of stór hluti verzlunarfólks þurfi að sætta sig við, að taka laun samkvæmt launatöxtunum. Könnun, sem gerð var árið 1981 af kjararann- sóknarnefnd, sýndi það að 80% skrifstofufólks væru yfirborguð um 22% að meðaltali," sagði Magnús L Sveinsson, formaður VR og þingforsti á þingi Landssamanbands verzlun- armanna á Húsavík, meðal annars er hann ræddi um kjaramál. „Einnig sýnir það sig nú, að þeg- ar nokkrar verzlanir eru að sækj- ast eftir því að lengja afgreiðslu- tíma, að það eykur launakostnað viðkomandi verzlunar um rúmlega 60%. Miðast þessi útreikningur við afgreiðslutíma eins og hann hefur verið annars vegar og hins vegar til klukkan 19 frá mánudegi til fimmtudags, klukkan 21 á föstu- dögum og klukkan 16 á laugardög- um. Ennfremur er miðað við sama fjölda starfsfólks við afgreiðsluna í báðum tilfellum. Þetta eru verzlun- areigendur tilbúnir til að borga án þess að fá nokkuð á móti vegna þess að heildarneyzla eykst ekki þó afgreiðslutimi lengist. Ennfremur mætti benda á það, að fjárfesting innan verzlunar hefur aukizt veru- lega að undanförnu og launataxtar þeir, sem Landsamband verzlun- armanna hefur samið um, eru því greinilega ekki að sliga atvinnu- vegina," sagði Magnús. Bertha Biering Ekki hlynnt frjálsum af- greiðslutíma verzlana — segir Bertha Biering „ÉG ER ekki hlynnt frjálsum af- greiðsluíma, þar sem hann eykur að- eins vinnuálag á starfsfólki verzlana. Það hefur verið rætt opinskátt um þessi mál hjá Haugkaup og það bitn- ar ekki á starfsfólki þó það vilji ekki vinna yfirvinnuna. Eins og launamál- um er háttað í dag, grípur flest fólk til þess óyndisúrræðis að taka alla fáanlega yfirvinnu og það auðveldar verzlunareigendum að fá starfsfólk til að lengja vinnutímann," sagði Bertha Biering, trúnaðarmaöur starfsfólks í Hagkaup, er Morgun- blaðið ræddi við hana um afgreiðslu- tíma. „Laun eru nú á bilinu 12.000 til 14.000 krónur og það er ekki fræði- legur möguleiki á því fyrir ein- staklinga að lifa af þeim launum. Lágu launin gera verzlunareigend- um kleift að ganga of langt í leng- ingu afgreiðslutíma. Það er mikið um að húsmæður vinni við verzl- unarstörf og séu þá með börn sín á dagvistum. Síðan þurfa þær að sinna heimilisstörfum og koma þreyttar heim til þess. Ef unnið er lengur en til klukkan 18 geta þær svo verið í vandræðum með að brúa bilið frá dagvistinni og þar til vinnu lýkur. Þetta er því líka fé- lagslegt atriði að fólki sé gert kleift að sinna fjölskyldum sfnum. Nú er opið til 18 alla daga nema fimmtudaga til 20 og föstudaga til 22 og til hádegis á laugardögum hjá Hagkaup. Það er skoðun mín, að það dugi almenningi til að verzla og ástæðulaust að lengja af- greiðslutímann eins og rætt hefur verið um. Hvenær á starfsfólkið að fá frítíma sinn? Þá held ég að kaupmenn hagnist alls ekki á því að hafa opið lengur en nú er, því launakostnaður hlýtur að hækka með yfirvinnunni. Þar við bætist svo að sá kostnaður kemur örugg- lega fram í hærra vöruverði en ella. Því hagnast enginn á lengingu afgreiðslutíma. Ég vonast til að samkomulag náist um það, af- greiðslutíminn lengist ekki. Ég held að það sé ósk flestra, sem við afgreiðslu starfa," sagði Bertha Biering. Það lifir eng- inn af þess- ari smán — segir Inga Eðvaldsdóttir „LAUN afgreiðslufólks nú eru í raun ekki neitt. Það lifir enginn af þessari smán. Þetta gengur svona dag frá degi og með alls konar „björgunar- störfum", en það er langt frá því að svo eigi að vera. Það er nú orðið engin spurning um það hvort mann langar eitthvað, það er ekkert til ráðstöfunar,“ sagði Inga Eðvalds- dóttir, kassastúlka í Austurveri, er blm. Morgunblaðsins ræddi við hana um kjaramál. „Það er eingöngu stjórnvöldum að kenna hvernig komið er. Þau Inga Eðvaldsdóttir ráðast alltaf á garðinn þar sem hann er lægstur. Það hefði verið nær að byrja á toppunum þegar farið var að krukka í kaupið í stað þess að skerða kjör þeirra lægst launuðu. Ég er með um 14.000 í laun og það dugir hvergi. Maður- inn minn hefur verið veikur og ekkert unnið í eitt ár og erfitt er að kosta börnin í skóla. Það verður að ganga einhvern veginn en gerir það engan veginn án þess að laun- in hækki og það talsvert og þá á ég við lægstu launin. Ríkið byrjar alltaf á öfugum enda, þær byrðar, sem ríkið telur að landsmenn verði að axla, lenda ætíð á þeim, sem minnst mega sín. Þetta hefur það í för með sér, að auðveldara verður fyrir atvinnurekendur a? lengja afgreiðslutímann, því fólk hefur hreinlega ekki efni á því a? sleppa tækifærum til yfirvinnu. Á þann hátt er hreinlega um vinnu- þrælkun að ræða. Mér finnst þa? ekki mannleg hugsun að gefa af greiðslutímann frjálsan og finns' það óhæft að ráðizt sé að verzlun armönnum með þessum hætti. É| vil eindregið benda borgaryfir völdum á þá hættu, sem felst frjálsum afgreiðslutíma, og von ast til að kerfinu verði ekk breytt," sagði Inga Eðvaldsdóttir. VELKOMIN í 600 OG ÞJONU$TUFYRIRTÆKiUM HERLENDIS Hagsýnn velur þaö besta HÚSGAGNAUÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410 VOLKSWAGEN GOLF Þýskur bíll sem allir þekkja Framhjóladrif - Halogen höfuöljós - Aflhemlar - Höfuðpúöar Þynnuöryggisgler í framrúóu - Rúlluöryggisbelti Rafmagns- og fjöðrunarkerfi eru sérstaklega útbúin fyrir Islenskt veóurfar og vegi. Rúðuþurrka á afturrúóu PRISMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.